Lögberg


Lögberg - 29.06.1939, Qupperneq 4

Lögberg - 29.06.1939, Qupperneq 4
t LÖG-BER/G, FIMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1939 --------------- Hogtierg---------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COIjUMBIA PRESS, UIMITEI) 6#5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árlð — Borgist fyrírfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Bóndi er búátólpi, bú er landátólpi í ofangreindu spakmæli felst ævarandi sannleikur, því þeir, sem jörðina erja eru máttarviðir þjóðfélagsins; þróun hinna ýmsu atvinnuvega hefir tekið margháttuð- um breytingum síðustu áratugina; þó hafa byltingarnár ekki ósennilega orðið hvað sízt róttækar á sviði jarð- ræktarinnar og landbúnaðarins. En þrátt fyrir véla- menninguna alla og tæknina, hefir bóndinn þó átt við ramman reip að draga og borið þráfaldlega skarðan hlut frá borði. Vélin á að vera þjónn paannsins, en ekki lierra hans.— Engri stótt innan vébanda hins canadiska þjóðfélags mun jafn ábótavant á sviði samtaka og skipulagningar og bændastéttinni. lðnrekendur hafa fyrir löngu bund- ist traustum skipulagsböndum til verndar fyrirtækjum sínum; samtök meðal verkamanna hafa og allmjög náð sér niðri og fært út kvíarnar þó vel hefði mátt betur vera; en svo má segja að bændur standi berskjaldaðir í þessum skilningi; nú hafa þó nýverið þeir atburðir gerst, er benda til ákveðinnar vakningar meðal bænda í samtaka- og samstarfsátt. 1 vikunni sem leið, var háð í Brandon þing eitt, harla fjölment, þar sem mættir voru erindrekar úr bændastétt úr flestum sveitum Manitoba fylkis, ásamt málsvörum Sameinuðu kornhlöðu félaganna, fulltrúum frá United Grain Growers, sem er að almiklu leyti bændaeign, svo og ýmsum öðrum fyrirtækjum er standa í nánum samböndum við bændur og framleiðslu þeirra. Á þingi þessu varð það ofan á, að stofna skyldi upp úr öllum þessum félögum og fyrirtækjum eitt allsherjar búnaðarsamband, er nefnast skyldi Manitoba Federation of Agriculture; af þessu leiðir meðal annars það, að Sameinuðu bændasamtökin gömlu, sem verið höfðu að mestu leyti pólitísks eðlis, leggjast niður sem slík, og renna sjálfkrafa inn í hið nýja búnaðarbandalag. For- sætisráðherra fylkisins, Hon. John Bracken, flutti kröft- uga livatningarræðu á þingi þessu, og kvaðst treysta því, að þessi nýi félagsskapur yrði einbeittur, og jafnvel herskár í umbótakröfum sínum. því það væri margt, sem einungis. hefðist með harðneskjunni. Eitt af hinum fyrstu verkum stjórnarnefndar þess- ara nýju búnaðarsamtaka verður öflun nýrra meðlima. Og nema því aðeins að útbreiðslan verði almenn, er ekki unt að vænta tilætlaðs árangurs; meðlimir eldri búnaðarsamtaka flytjast ekki af sjálfu sér inn í þessi nýju samtök; þeir verða að sækja formlega um inn- göngu og greiða ákveðið ársgjald með sama hætti og meðlimir hinna ýmsu verkamannasamtaka verða árlega að gera; en slíkt gerir öll samtök traustari og sam- feldari en ella myndi verið hafa. Hag landbúnaðarins er þannig komið á þessum verstu og síðustu tímum, að öflug samtök meðal þeirra, er í þessum efnum bera hita og þunga dagsins, bændanna sjálfra, sýnast eina bjarg- ráðavonin. Aukaþing Forsætisráðherra Manitobafylkis hefir lýst yfir því, að fylkisþingi verði áður en langt um líður stefmt til funda með það fyrir augum, að afgreiða fyrir fylkisins hönd hin nauðsynlegustu löggjafarákvæði í sambandi við veðlánsbankann nýja, er stofnaður verður samkvæmt löggjöf síðasta sambadsþings, en kemur eigi til fram- kvæmda fyr en fylkisþingin hafa afgreitt þar að lútandi löggjöf. Mr. Bracken er sterktrúaður á það, að þessi nýi veðlánsbanki muni reynast íbúum Sléttufylkjanna raunveruleg hjálparhella; lýsti liann yfir því á áður- nefndu búnaðarþingi í Brandon, að þetta væri lang- frjálsmannlegasta löggjöfin, sem sambandsþing nokkru sinni hefði afgreitt á sviði viðskifta og peningamála. Þó ekki sé langt um liðið síðan sambandsþing af- greiddi lögin um stofnun veðlánsbankans, hafa engu að síður komið fram harla skiftar skoðanir um gildi hans; ýms Montreal blöð, þó einkum þau, er íhaldsflokknum fylgja að málum, telja með þessu stigið spor í háska- lega sósíalista-átt, og brennimerkja þá King og Dunning sem fjárhagslega villutrúarmenn og róttæka sósíalista. Ræða flutt á íslandsdaginn 17. júní á New York World’s Fair Eftir Thor Thors, alþingism. Herra forseti, Virðulegir gestir: Þegar við íslendingar ákváð- um að taka þátt í þessari miklu heimssýningu, sem við vissum að mundi bera alt ofurliði, sem áður hefir þekst, í skrauti, iburði og tækni, þá var okkur það full- komlega ljóst að þetta var djarft af okkar hendi — næstutn' fífl- dirfska. Við vildum samt leggja, þótt ekki væri nema lítinn, stein í hina glæsilegu og varanlegu byggingu alþjóðlegrar samvinnu og samúðar, sem hér átti að reisa. Eg veit að öllum skilst að engum var það hugfólgnara, en enmitt minstu sjálfstæðu þjóð iheimsins, varnarlausri með öllu nema fyrir skilning og velvild stórþjóða heimsins að mega leggja sinn litla skerf í þetta musteri friðarins. Okkur, sem verðum að láta okkur nægja að lita viðburði heimsins úr langri fjarlægð, finst að enda þótt friður á jörðu hafi verið hin eilífa hugsjón mann- kynsins, og þrátt fyrir það að miljónir mann hafi fómað lifi sínu, að því er þeir héldu, í bar- áttunni fyrir þessari göfugu hug- sjón, 'þrátt fyrir skelfingu og ör- væntingu sem hefir lagst yfir ‘löndin í öllum fyrri styrjöldum, þá hafi imannkynið ef til vill aldrei verið nær barmi alheims ófriðar en einmitt nú á dögum. Við heyrum talað um frið, en sjáum hervæðingu þjóðanna. Okkur íslendingum finst því á þessum tímum dásamlegt að finna slíkan friðarreit, vináttu og samvinnu þjóðanna sem þessa heimssýningu. En hér, eins og á hinum mikla vettvangi þar sem örlög þjóðanna eru ákveðin, er- um við i rauninni aðeins áhorf- endur. Þjóð, sem telur aðeins um 120,000 og lifir langt frá þeim miðstöðvum veraldarinnar, þar sem sagan er mörkuð og rúnir þjóðanna ristar, getur ekki haft áhrif á örlög heimsins. Við biðjum aðeins um vernd annara þjóða til að mega lifa í friði og halda áfram að vera frjálsir menn í okkar eigin frjálsa og sjálfstæða landi. Ástæðan til þess að við ís- lendingar ákváðum að láta hina miklu sýningu Bandaríkjanna verða þá er við tækjum í fyrsta sinn þátt i sem sjálfstæð þjóð, er þó fyrst og fremst sú, að við óskum að vekja athygli Banda- ríkjanna á hinum fornu og ó- rjúfanlegu tengslum íslands við hinn nýja heirn. Við viljum minna á og leggja áherzlu á þá sögnlegu staðreynd, að það var imaður af íslenzkri ætt og upp- runa, víkingurinn Leifur Eiríks- son, sem fyrstur allra hvítra manna steig fæti á ameríska grund, árið iooo. Þetta afrek v.ar opinberlega viðurkent af íbúum Bandaríkjanna þegar þjóðþing þeirra gaf okkur árið 1930, líkneski Leifs með þess- ari áletrun: “Leifur Eiríksson, sonur íslands, sem fann Vín- land.’’ Fyrir þessa viðurkenn- ingu, fyrir þetta vináttumerki, er íslenzka þjóðin hjartanlega þakklát Bandaríkjamönnum. Leifur Eiríksson fann Vín- land-. íslendingurinn Þorfinnur Karlsefni reisti sér fyrstur hvitra manna bú í Vesturheimi og bjó hér í þrjú ár. Þetta eru at- burðir, sem tengja saman sögu Bandaríkjann^ og sögu íslands. En það eru margir aðrir sögu- legir viðburðir og söguleg ein- kenni, sem Bandaríkin, hin mikla þjóð hér handan hafsins, á sam- eiginlegt við okkar litlu þjóð. Landnám Islands átti rót sina að rekja til þess að hinir merkustu og ríkustu höfðingjar í Noregi vildu eigi þola ofríki konungs og yfirgáfu óðul sín og létu i haf áleiðis'til hins nýja lands frelsisins. Frelsisþráin var því orsök íslands bygðar, og er það ekki einnig rétt að flestir af í- búum Bandaríkjanna, eða for- feður þeirra, að undanskildum Indíánum einum, komu vestur hingað frá fjarlægum strönduim til að forðast ofriki annara og lifi í friði og frjálsir? Það er því augljóst mál að frelsisþráin var sameiginleg hvöt og leiðar- ljós forfeðra vorra að landnámi Ameríku og íslands. Sögur beggja þjóðanna sameinast því í frelsisþránni og báðar þjóðirnar stofnsettu ineð sér lýðveldi. ♦ ♦ Þegar við lítum á landakort- ið, sjáum við eyjuna okkar yzt móti norðri, nokkurn veginn mitt á milli gamla og nýja heimsins. Hnattstaða íslands er táknmynd af þjóðlífi okkar. Það er erfitt að greina hvort við í rauninni tilheyrum gamla eða nýja heim- inum og líf okkar er undarlegt sambiand af baráttu á milli kenninga fortiðarinnar, stefnu nútíðarinnar og strauma fram- tíðarinnar. Jarðfræðingar skýra okkur frá því að ísland sé leifar horfins lands, sem áður fyr tengdi Evrópu við Ameríku. Hinn trausti grunnur íslands virðist því vera tákn þeirrar örlaganna ákvörðunar að landið sé tengilið- ur milli hins nýja og garnla heims. Auk hinna gömlu sögulegu minninga, vil eg minnast annara traustra tengsla milli þjóðanna beggja. Okkar litla þjóð með aðeins 120,000 íbúum á hér í Vesturheimi svo marga og göf- uga fulltrúa, sem væri hún stór- veldi. Um 30,000 íslendingar hafa flutt sig búferlu'm frá gamla landinu vestur um haf til Bandaríkjanna og Kanada. Þeir og þeirra niðjar eru trúir, merkir og virtir borgarar i þeirra nýju löndum. Brottför þeirra var mikið tjón fyrir ísland, en við erum hreyknir af afrekum þeirra í þeirra nýju heimkynnum og þakklátir þeim fyrir ástúð þeirra og ræktarsemi í garð hins gamla föðurlands. Okkur íslendingum er það unun að lí.ta þessa heimssýningu. Smekkvísin, tæknin og skipulag- ið hrifa hugi okkar. Með töfra- mætti varpar sýningin ljóma yfir amerískt hugvit og snilli. Hún er helguð “Heiminum á morgun’’ — framtíðinni, framförum og hugsjónum mannanna. Mark- miðið er göfugt. Háttvirta samkoma: I okkar litla skála sjáið þið smámynd af íslandi. Þið sjáið þar engar tígulegar hallir né skrautleg musteri né nein önnur ytri merki auðæfa og íburðar. Þið • sjáið mynd af Hfi iðju- samrar og þrautseigrar smáþjóð- ar, sem lifir í erfiðu landi, en stöðugt og farsællega sækir fram mót auknum framförum, vax- andi menningu og farsæld. Við vitum að þið dæmið ekki þjóð- irnar eftir auðæfum þeirra, mannfjölda eða herafla, heldur eftir manndómi, dugnaði og hæfileikum þeirra þegna. Við höfum engan herafla á íslandi, og eyðum engu fé til hergagna en verjum því heldur til að reisa ný og betri heimili fyrir unga og aldna til sjávar og sveita. Það er frelsisþráin, sem réði landnámi íslands. Frá fyrstu tíð hefir frelsið verið dýrmætasta hnoss hvers íslendings. Þjóðin er hamingjusöm í lífsbaráttu sinni, þótt hörð sé, og óskar að mega halda áfram að vera frjáls og óháð. Það var djörf framaþrá sem réði fundi Ameriku frá íslandi og fyrstu bygð hvítra manna þar. Eg óska þess að hin íslenzka sýning sé helguð hinum fornu og sögulegu tengslum frelsis og frama miilli Ameríku og íslands, samúð þeirra í nútíð og vin- áttu þeirra i framtíð. Megi Ameríka og ísland um allar ókomnar aldir vera hin traustu heimikynni frelsisins, frjálsra manna og frjálsra hugs- ana, frjálsra og göfugra afreka. Eg þakka ykkur öllum. Islandsdaguiinn á Heimssýningunni í New York Eftir prófessor Richard Beck Á þeim deginum, sem helgur er í huga allra sannra, íslenzkra föðurlandsvina, 17. júní, fæðing- ardegi Jóns forseta Sigurðsson- ar, var íslandsdeildin á Heims- sýningunni í New York opnuð með virðulegum og viðeigandi hátiðahöldum, að viðstöddum mörgum virðingarmönnum og öðru márgmenni. Vilhjálmur Þór, framkvæmd- arstjóri íslandssýningarinnar, stýrði hátíðahöldunum. Kynti hann fyrstan ræðumanna Thor Thors, alþingismann og formann sýningarnefndarinnar, er hélt snjalla ræðu um þátttöku íslands í Heimssýningunni, sögu lands- ins og menningu. Minti hann áheyrendur sérstaklega á hinar sameiginlegu sögulegu og menn- ingarlegu erfðir íslands og Bandaríkja, og lagði, sem vænta mátti, mikla áherzilu á Ameríku- funcl Leifs Eiríkssonar og land- nám Þorfinns Karlsefnis í Vest- urheimi. Finnig undirstrikaði hann sameiginlega frelsisást ís- lendinga og Bandaríkjanna og svipaða stjórnarfarslega þroska- sögu þeirra. Þá vék ræðumaður hlýlega að Vestur-íslendingum og hlutdeild þeirra í hérlendu þjóðlífi. Verður ræða Thors alþingismanns væntanlega birt í báðum íslenzku vikublöðunum. Edward J. Flynn, fram- kvædmarstjóri Heimssýningar- innar, svaraði ræðu Thors og fagnaði yfir þátttöku íslands 1 sýningunni; henti hann á það fyrirdæmi, sem íslánd gæfi öðr- ulnn þjóðum, með því að komast af án hers og flota. La Guardia, hinn viðfræg' liorgarstjóri New York borgar, sló einnig á þann strenginn 1 ræðu sinni. Auk þess féllu hon-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.