Lögberg - 29.06.1939, Page 7

Lögberg - 29.06.1939, Page 7
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 29. JtíNJ 1939 7 15. þmg B.L.K. (Framh.) Starfsfundir voru haldnir all- anlaugardaginn og allan mánu- daginn; voru þessi mál rædd: 1. Kristileg fræðsla. 2. Bindindismál. 3. Sumarnámskeið. 4. Samkepni í framsögn. 5. HannyrSasýning. 6. Viðhald grafreita. 7. Prógram fyrir fundi. 8. (a) Stofnun isl. barnasöng- flokka. (b) Sögusöfnun um bygðir. (c) Að halda sérstakar ísl. samkomur fyrir gam- almienni í hverri bygð. (d) Bréfasamband milli fé- laga og stjómarnefnd- ar B. L. K. Þrjár samkomur voru baldnar, vom þær frábærlega vel sóttar, sérstaklega samkoman á laugar- dagskveldið; fór þá fram sarni- kepni í framsögn íslenzkra ljóða. 13 börn tóku þátt. í fyrsta flokki; — Leonard Daníelsson, Lundar; Rosalind Johannson, Geysir ; Ninna Bjarna son, 'Gimli; Donald Sigurdson, Arborg. í öðrum flokki:—Klinor Mac- kenzie, Lundar; Borga Sigurd- son, Geysir; Guðm. Helgason, Langruth; Joyce Thorkelson, Gimli; Helga Eirikson, Árborg. f þrðja flokki: — Frímann Johnson, Gimli; Lovisa Eirikson, Árborg; Wilhelm Polson, Geysir; Audrey Oddson, Langruth. í fyrsta flokki hlaut Ninna Bjarnason verðlaun. Silgur meda- hur :í öðrum og þriðja flokki hlutu, Borga Sigurdson og Wil- helm Polson. Voru þá þessar konur kosnar og skipa stjórnarnefnd B.L.K. næsta ár: Eorseti — Mrs. S. Olafson, Árborg; V.-forseti—Mrs. A. S. iBardal, Winnipeg; skrifari — Mrs. H. E. Daníelson, Winnipeg; Bréfaviðskifta skrif. — Mrs. H. S. Erlendson, Árborg.; fé- hirðir — Mrs. S. Sigurdson, Ár- borg; V.-féhirðir—Mrs. Stevens, Gimfi; (mleðráðakonur — Mrs. G. F. Jonasson, Wpg.; Mrs. J. Hannesson, Langruth; Mrs. Ingimundarson, Lundar; Mrs. Josephson, Brú; Mrs. S. Sigur- geirson, Hecla. Ritstjóri Árdís- ar — Mrs. O. Stephensen, Wpg.; meðritstjóri — Mrs. S. Olafson, Árborg; ráðskona Árdísar — Mrs. F. Johnson, Wpg.; aðstoð- ar ráðskona — Mrs. A. Wathne; S.sk. nefnd — Mrs. H. Hen- rickson, Wpg. og Mrs. B. S. Benson. Hrimlrekar og gestir <sátu stórveizlur á hverjuni degi i neðri dþl kirkjunnar í boði hjá Kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar, og í skemtitúr var keyrt á sunnu- daginn eftir hádegi, og kaffi- drykkja hjá Mr. og Mrs. A. S. Bardal. Stjórnarnefnd, full- trúar og gestir þakka hinar alúð- H. F. D. Til Sig. Júl. Jóhannessonar Listaskáldið það ljóðar með listum á hæsta stig. Gjafir Guðs eru góðar, sem gefur oss menn eins og þig Magnús Snowfield. * Arsskýrsla forseta 1939 Mikil og merkileg saga er að gerast í samtíð vorri. Vér erum eflaust of nærri atburðunum til þess að geta metið þýðing þeirra að fullu eða lesið úr því nema að litln leyti hvaða möguleikar eru fólgnir í þeim ástæðum, sem eru fyrir hendi. En í hverju yfirliti yfir jafnvel minstu brot af sögu, sem nú er að gerast, hlýtur hugurinn að hvarfla til þeirra meginviðhorfa, sem alt nútíðarlíf á bakhjall í. Vér þekkjum ekki vort eigið líf nema vér gerum okkur grein fyrir þvi, að það í raunverulegri merkingu er þáttur af stærri heild. Það sérstaka, sein vér eigum, fráskilur okkur ekki þ\d sam- eiginlega, er vér eigum með öðrum. Það hafa verið þau tímabil í sögunni þegar alt hefir virst vera svo fast skorðað, að fyrir allan fjöldann að minsta kosti hefir ekki verið um annað að ræða en að þræða fastsetta leið, sem lítið hefir breyzt kynslóð eftir kynslóð. Aðhaldið í þessu tilliti frá ástæðum og tíðaranda var svo ákveðið og afgerandi, að lítið val gat komið til greina. Vandinn því að lifa og þræða leið var ekki eins áberandi. Valið svo takmarkað og leiðir svo glögt varðaðar að einungis öfgakendir æfintýramenn gátu leiðst til þess að hverfa burt af hinupi troðna stíg. Þetta dró úr áhættu, en studdi að öryggi. Hafði þó gjarnan i för með sér það, að setja lífinu takmörk og gera útsýn þess þrengri. Á slíkpm vettvangi er það hætta kyrstöðunnar og tóinlætisins, sem steðjar að. Þegar engar opnar dyi- blasa við og engin opin leið framundan til fyllra lífs, vill kyrkingur setjast að líf- inu, hvort sem ræða er um veraldlega eða andlega hlið þess. Nú er viðhorfið hið gagnstæða við þetta, einkum þar sem frelsið nýtur sín bezt. Skorður og hefð hafa orðið að lúta í lægra haldi og verið jafnaðar við völl á flestum sviðum lífsins. Haldist þesskonar við að einhverju leyti, er að minsta kosti friðhelgi þess horfin. Það, sem verið hefir, hefir tapað einkarétti til þess að halda velli, nema það standist próf samkepninnar í lífinu og staðfesti þannig gildi sitt. Hefir slíkur hugsunarháttur eðlilega komið á miklu losi og aukið vandann að lifa margfaldlega. -Einstakl- ingurinn hefir nú svo margfalt fjölbreyttara val að ynna af hendi, en nýtur um leið minna styrks frá máttarstoðum hins liðna í því að koma valinu í framkvæmd. Möguleikar eru miklir, en hættur ekki síður. Fjölbreytni lífsins og margþætti getur heillað og hafið til viðleitni, en líka orðið svo yfirgnæfandi að það verði mörgum ofjarl að greina að með nokkurri dómgreind hvað miði til heilbrigðis og hvar liggi voði. Þannig getur öllu skipulagi jafnvel verið hætta búin að minsta kosti í bili, vegna þess að allir séu meira og minna ráðviltir í þvi hvað eigi til bragðs að taka. Hver kenningarþyturinn rekur annan, svo öllu virðist ægja saman án þess nokkur úrlausn sé sjáanleg. Fer þá oft svo að menn veiklast í trú sinni á lýðstjórn bæði í ríki og kirkju. Sjá þar ekki nema úrræðaleysi og öngþveiti, sem öllu stofni í voða. Er þar ein undirrót þess, hve víða menn nú í heim- inum grípa til þess úrræðis að kaupa festu með því að setja alt lífið, veraldlegt og andlegt í járngreipar einhverskonar einræðis. En í þá átt liggur leið til algerðrar afneitunar þess að heilbrigð hugsun og siðferðislegur og andlegur þróttur megi sín nokkuð til viðreisnar almennri heill fólks- ins. Að mikið sé í húfi, ef menn tapa trú á verðmæti heil- brigðrar viðleitni og vals hvað þá sjálfa snertir, fær ekki dulist. Að kirkjan eigi hér mikilsvert hlutverk, hlýtur að vera á meðvitund allra þeirra, sem telja erindi hennar líf- rænt og augnainið kenningar hennar að umbreyta mann- lífinu til heilbrigðis. Lofar það miklu að þrátt fyrir alls- herjar óvissu, los og jafnvel vonleysi um ástæður lifsins, er nú innan kristninnar vaxandi skilnigur á því að hún hafi með höndum það erindi og þau áhrif, sein þá einungis njóti sín til fulls, er menn tengja við þau örugga vissu um sigur- kraft og heilbrigði. Annars sé kirkjan aðeins stofnun, sem haldist við fyrir hefð, leggi til þegar bezt lætur meira og minna viðkunnanlega helgisiði og athafnir til að fullnægja kröfum vanans, en verði ekki tekin alvarlega öðruvísi en sem leifar frá horfinni tíð og úreltum hugsunarhætti. f þessi tvö horf stefnir líka lífi kirkjunnar á vfirstand- andi tíð. Annaðhvort er hún að fjara út vegna skorts á andlegum krafti og verðmætum lífsgildum, eða hún haslar sér völl með þeim lífskrafti, sein er skapandi og ákvarðandi fyrir mannkynið og heill þess. Ekki svo að skiija að þetta verði með auðveldu móti eða þannig að allsherjar lof fylgi. Þvert á móti verður kirkjan oft fyrir minna hnjaski og er betur liðin eða umborin af mörgum, þegar hún kemur litlu róti á samvizkur manna og miðar helzt að þvi að halda við óhögguðu ástandinu, sem er, án skilnings á því að um framför getur ekki verið að ra>ða nema að heilbrigðar breytingar komist á. Það er oft að fylgja þeirri leiðinni er færust virðist, án lillits til þess hvort það miði til heil- brigðis eða ekki. Eru það búhyggju bjargráð, sem eru vel kunn. Stingur það mjög í stúf við það, að halda trygð við hugsjón og málefni hvort sem vel gengur eða illa, að hvarfla aldrei frá umhyggju fyrir sannri velferð manna og andlegri heilbrigði hvort sem leiðin til þess virðist greiðfær í bili eða ekki. Eftir annari þessari leið verður kirkjan ZIGZAG 5' Orvals pappír í úrvals bók 5' 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga pappfr, sem flestir, er reykja "Roll Your Own” nota. BiSjitS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KAPA "Egyptien” úrvals, h v f t u r vindlinga pappfr — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vaftSir í verksmitSju. BitSjitS um “ZIG-ZAG” Blue Cover stofnun, sem á ítók vegna langrar sögu og mannfylgis, sem byggir á því til hvers megi nota hana í eigin þarfir fremur en lífræns gildis í heilbrigða átt, en eftir hinni sættir hún sig alls ekki við það, að vera aðeins umborin, vegna hverf- andi tillags til lífsins, heldur er borin uppi af meðvitund um heilagt hhitverk lífinu til heilla, er hún með engu móti má bregðast. Gætir hvorstveggja i nútima viðhorfi ekki lítið, og eftir því hvort verður almennara og útbreiddara er framtíð kirkju og kristni að miklu leyti komin. Þetta á ekki heimfærslu í sambandi við þá einvörðungu, sem mikið ber á eða í stórræðum stánda. En það er mest áberandi þar sem ákveðin tilraun er til þess gjörð að binda kirkjuna á klafa ríkisins þannig að hún sé ekki annað í þjóðlífinu en ánauðug ambátt, er í öllu tilliti láti það gott heita, sem henni er fyrirlagt, styðji það alt og verji, er hinum ráðandi yfirvöldum er þóknanlegt. Þegar þannig er komið, hefir hún í raun réttri selt frumburðarrétt sinn til þess að vera tekin á mála. Þó þess séu, því miður, dæmin, að þetta komi fyrir, er hitfc ekki lítið gleðiefni að á yfirstandandi tíð eru það málsvarar kristninnar, sem djarf- ast hafa komið fram í þágu hugsjóna og mannlegrar vel- ferðar þegar trúfrelsi og hugsanafrelsi er misboðið. Þeir hafa sýnt það píslarvættis hugrekki, sem á skylt við frum- kristnina. í varðhaldi og ofsóknum sýna þeir siðferðis- legan og andlegan þrótt, sem er einstakur á vorri tíð. Lausir við ofstæki hefja þeir verðmæti, sem þeim eru dýr- inætari en lífið. Að halda trygð við þau er þéim lífsskilyrði öllu, sem dýrmætast er. Þó þeir séu í minni hluta, sýna þeir djarfa trú sína á því að lífsvegur kristn- innar sé fyrir öllu og miði að þeim breytingum í mannlegu lífi, sem einar geti fullnægt. Lotning fyrir þessu hefir rifið niður skilveggi þannig að t. d. á Þýzkalandi hefir i kaþólskum kirkjum verið fluttar fyrirbænir fyrir mótmæl- enda trúarhetjunni Martin Niemöller og öðrum hans líkum í þrengingum þeirra, en í mótmælenda kirkjunni hefir verið beðið fyrir kaþólskum bræðrum er svipuð dæmi hafa gefið og svipaðri afsókn sætt. Djörf trygð við hugsjón og mál- efni kristninnar og sannfæring fyrir því að það sé aldrei að vinna fyrir gíg að sýna hollustu á þvi sviði, mælir með sér án tillits til kirkjulegrar skiftingar. En það reynir á hollustu og sjálfstæði kristninnar viðar en þar, sem þrengt er að henni með aðhaldi og afskiftum ríkisins. Hér i álfu höfuin við ekki af sliku að segja, en jiekkjum þó til að nægar freistingar geta verið til þess fyrir kirkjuna að haga seglum eftir vindi fremur en að stefna i ákveðið horf hvaðan sem blæs. Með þeirri varkárni, er alt forðast, getur hún orðið svo litlaus og meinhæg að tæpast nokkrum finnist ómaksins vert að stjaka við henni. Hæg- ast að leiða hana hjá sér. Hún ber þá með sér að aðallega vaki fyrir að halda við stofnuninni fremur en að hefja mál- efni. Hún getur jafnvel vakið talsverða athygli á yfirborði með félagslegu vastri, sem að engu verulegu miðar i neinu tilliti og á engan siðferðislegan eða andlegan mvndugleik til að beita áhrifum í kristilega átt tneð þrýstandi afli. Dæmin eru til varnaðar með ýmsu móti eftir þvi hverju er gengist fyrir. Þegar kirkjan bregst því að vera verulegt ljós til leiðbeiningar i margföldum vanda lifsins, þá er dýrð henn- ar horfin. Ef hún hygst að bjarga sér ineð því að koma ár sinni fvrir borð með einhverju öðru en þvi, sem eitt gefur henni tilverurétt, týnir hún þvi öllu, er getur gefið lífi hennar gildi. Er það mesta harmsaga, sem hent getur and- lega stofnun. En aftur á móti er áreiðanlegt, að, hvað erfið sem afstaða kirkjunnar kann að vera, þarf ekki að ör- vænta um hag hennar, ef hún skilur hlutverk sitt og metur trúmensku við það öllu öðru fremur. Það er sú kirkja eða söfnuður Guðs, sem á fvrirheitið að “hlið Heljar skuli eigi verða honum yfirsterkari.” Hún á þátt í þvi lifi, sem aldrei bugast af ósigri. ( Framhald)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.