Lögberg - 06.07.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.07.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBEBG. FIMTUDAGINN 6. JúLf 1939 Milli himins og jarðar í ófriÖi Frakka og ÞjóÖverja árið 1870—1 var eg í franskri herþjónustu, og staddur í margri mannskæðri orustu; að vísu tók eg ekki þátt í vopnaviðskiftum, en samt sem áður komst eg stundum í meiri mannraunir en þeir, sem stóðu í fremstu fylk- ingarröðum. Eg vann við loft- farasveitina og særðist tvisvar. Þér finst vafalaust það ekki vera ínikil hætta að fara njósnarferð í loftfari. Þú hefðir átt að vera kominn og sjá hve Þjóðverjar voru nákvæmir í þvi að skjóta á loftförin okkar, þegar þau höfðu numið staðar í loftinu. — Nema þau staðar? muntu spyrja. Já, auðvitað. — Þér dettur þó ekki i hug að loftför, sem höfð eru í hernaði, leiki lausum hala í loftinu og berist með vindum hvert sem vera vill. Ef þú að- eins hefðir séð hvernig Þjóðverj- ar skutu á eftir þeim, og hversu kúlubylurinn lék um okkur frá langdrátthrbyssum þeirra, imynd- urðu fljótt hafa komist i skilning um það hvort því fylgdi nokkur hætta að vinna við loftfara her- deild eður ekki, að eg ekki tali um foringjana sjálfa, sem voru í loftfarinu sjálfu, til að njósna um afstöðu fjandmanna hersins. Það er hverjum manni auðskilið, hvílíkum háska þeir voru undir- orpnir, þegar byssukúlur og sprengikúlur þutu hvínandi fram hjá eyrum þeirra og þeir á hverri mínútu gátu búist við að kúla hitti loftfarið, og þeir falla til jarðar. Nei, eg ætla aðeins að drepa á hættur iþær, sem mæta óbreyttum liðsmönnum er standa á jörðu niðri. En var fjandmönnunum auð- ið að sjá okkur? Raunar ekki, en þeir sáu loftfarið, og voru ekki lengi að ætlast á um að miða byssum sínum til að ónáða okkur. Þjóðverjar eru heldur ekki neinir heimskingjar. Undir eins og þeir komu auga á loft- farið svífa i loftinu vissu þeir jafnframt hvar það var tengt við jörðina. Já, þvflik skelfileg .stórskot Skrei-i-i-i, mér heyrðist stöðugt eg heyra til sprengikúln- anna. Við urðum oft að standa í sama stað 2—3 klukkutíma, og í okkar hóp voru fleiri fallnir en þótt við hefðum barist í út- varðasveitunum; en það sem kom fyrir mig síðast tók þó öllu öðru fram. Það var i lok ágúst mánaðar, tiu dögurn eftir að Bazaini svik- arinn hafði lokað okkur inni bak við virkin í Metz. Við fengum skipan um að fara út og komast svo nálægt framsveitum fjand- mannanna, sem framast væri auðið, og láta loftfarið stíga upjr og reyna að komast eftir fyrir- ætlun þeirra. Bazaini hafði enn mikið land til umráða innan innri víggirðinganna. Þenna sama morgun hafði verið háður mannskæður bardagi. Á velli þeim, er við námum staðar á, höfðu hersveitir okkar verið hraktar fulla mílu, en svo höfðu þeir gjört nýtt áhlaup, og um allan orustuvöllinn var stráð mannabúkum, hestaskrokkum, byssum, skotfæratöskum og möl- brotnum fallbyssuvögnum, allri þeirri eyðileggingu, sem orustur hafa í för með sér. I hálfrar mílu fjarlægð heyrðum við að Ljúffengt skozkt Visky Blandað og Iátið í flöskur i Canada undir beinu eftirliti eigendanna ADAIR & COMPANY GLASGOW hjá Goodeúham & Wforts, Limited • 25 oz. Flaskan $2.40 40 oz. Flaskan $3.75 Að viðbættum söluskatti ef nokkur er This advertisement is not inserted fcy the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not respon- sible for statements made as to quality of products advertised. útverðirnir voru að skiftast á handbyssuskotum. Á orustu- vellinum voru hermenn að grafa fallna stéttarbræður sína. Fótgönguliðsflokkur af okkar mönnum héldu leið sína yfir völlinn og inn i skógarbelti, er skygði á okkur fyrir sjónum fjandmannanna Svo tókum við að fylla loftfarið. Það var á dálítil gola, er bar frá okkur til framsveita Þjóðverja og glaða sólskin. Mér er það minnis- stætt, hvað klukknahljóðið var Srkært, er barst til okkar með vindinum frá Metz. Fáeinum mínútum eftir að við sleptunn loftfarinu hófst skothríðin. Þarna sveif það 1000 fet frá jörðu og barst með golunni i áttina til hersveita Þjóðverja og á að geta 150 fetum nær. þeim en okkur sem stóðum i sama stað. Eg stóð nálægt vindunni, sem hélt loftfarartauginni. Það var næstum búið að gefa hana á enda. Taugin- lá skáhalt í loft- inu er orsakaðist af golunni, svo sem áður er sagt. Eg hélt i taugina báðum höndum yfir höfði mér og ætlaði að fara að hvíla mig þegar skothríðin hófst. Þjóðverjum hafði ekki tekist að reikna út fjarlægð loftfarsins til hlýtar, en því betur vissu þeíi hvar okkur var að hitta. Fyrst komu fimm sprengikúlur fljúg- andi yfir skógarbeltið; hafði þeim verið ætlað að hitta loft- farið og springa öllum í senn, eins og varð, en þær fóru bæði- of langt og of lágt. Á meðan eg horfði á þessar fyrstu sprengikúlur,, sem. sprungu í ó- tdljandi agnir í loftinu, varð mér 'Iitið hvar kom heljar mikil sprengikúla hvínandi yfir skógar- beltið, og myndaði stóran boga á braut sinni eins og hún hefði komlið úr umsáturs-fallbysSu. Þessi kúla lenti einmitt á vind- unni og sprakk í sama augna- bliki. Um leið var svo að sjá að allir félagar mfnir væru særðir eður dauðir. Eg var einn uppi standandi, og þótt eg ekki særðist, misti eg samt að nokkru leyti meðvitundina við loftþrýst- inginn og hefði vafalaust dottið aftur á bak, ef eg hefði ekki haldið mér í taugina. Eg var svo utan við mig, að eg ekki tók eftir að eg hélt mér föstum, og gat ekki til hlýtar gert mér grein fyrin hvað skeð hefði, eða hvað eg gerði. Það eina sem eg vissi' fyrir víst var að eg var lifandi og hélt haldi á tauginni, eins og eg væri að bjarga mér frá druknun. Þegar eg kom til sjáilfs min aftur, varð eg'þess var að eg hafði ekki land undir fótum. Eg leit niður fyrir mig og sá að eg var kominn hátt í loft upp; litlu síðar færðist eg aftur jiær jörðunni, svo nú fór eg að geta áttað mig. Loftifarið hafði bor- ist undan vindinum og lyft mér yfir skóginn og liðum með hraða til fjandmanUanna. Mér kom fyrst til hugar að slepjxi tökum og láta faillast ofan á trjátoppana, en áður en eg hafði ráðið það, steig loftfarið hærra, svo ekki var hægt að hugsa til þess frekar. Svo leit eg upp og koml auga á loftfarið sem var jafnlangt á undan mér og áður hafði verið, en eg stóð á jörðunni. Það mætti virðast eðlilegf að eg hefði vísað beint niður þar sem eg hékk í taug- inni, en svo var ekki; loftfarið var stöðugt hærra og hærra. — Þér er ef til villl ekki kunnugt hve loftfar lyftir sér hægt og stilt upp og svífur áfram rykkja- laust, isvo ferðalagið fær enga mótspyrnu með því loftfarið berst með vindinum og með lík- um hraða. Ég man eftir hversu eg flaut áreynslulítið i loft- straumnum á eftir loftfarinu, en stöðugt hærra og hærra. Eng- inji rykkur kom á taugina, og það var svo auðvelt að halda i hana, sem það hefði verið inni i húsi. Að fáum augnablikum liðnum — eg held ekki hálfa mínútu — var eg kominn yfir skóginn og um 400 fet frá jörðu. Eg hélt mér dauðahaldi í taugina till að forða mér frá bráðum bana. Þetta hafði farið fram í svo skjótri svipan, að eg var frem- ur undrandi en hræddur, eg hefi líklega haft huglxrð um farsæla lendingu, fyrst mér gekk jafn greiðlega að láta frá landi. En hvar myndi eg lenda? Hversu lengi enfist eg að halda mér í taugina þangað til eg neyddist til að sleppa?, Ixiftfarið gat stígið jafnvel upp yfir neðstu skýja- lögin og stöðugt yrði eg að dingla neðan í tauginni þar til eg örmagnaðist. Meðan þetta flaug í gegnum hugsunina og síðasta fall mitt, hafði eg ósjálf- rátt tekið fastara taki utan um taugina. Eg bjóst við að snúast sem snarkringla á leiðinni til jarðarinnar og seinast myndi eg nema þar staðar sem fuglahræða úttroðin með tuskur. (Frrnnh.) Þekkingarneistar Islenzkað af Jakobína J. Stefánsson (I'rainh.) FORNI'RÆÐI Myndir af flugvélum 12,000 ára gömlum, fundust nýverið á Indlandi, segir rófessor Dikshula við Madras háskóla, i fyrirlestri, er hann hélt nýlega. Sönnur má að því færa, segir hann, að þær hafa verið notaðar i hernaði á Indlandi tii forna. Flugvélarnar voru í lögun eins og líkamir ýmsra dýrategunda, fíla eða hesta, jafnvel apa og fugla, einnig með vagn-lagi eða lögun annara flutningsfæra; voru smiðaðar úr mjög léttri viðar- tegund. Einnig skýrði Lt. J. Church- wood frá Mount Vernon frá, fyrir nokkru síðan, hinni undra- verðu lesningu, sem fanst við fornleifafund á 125 töflum, þar sem skráð var frásögn um að herinn á Indlandi hefði haft 10,000 árum fyrir Krists b. flug- vélar af einfaldri gerð, en sem þó gátu borið menn i tugatali. Töflur þessar voru alt of gamlar til þess, að þeir sem á þær hafa ritað, gætu haft nokkra minstu hugmynd um nútíðar fluglist. 4 4 í Cricket Dawn í Darset á Englandi fanst i jörðu fyrir mjög skömmu síðan hauskúpa af forumanni, seml bar þess glögg og augljós merki, að í hana hafði verið felt eða smelt stykki, til að fylla upp í skemdir á höfuð- kúpu mannsins. Var það gert af næstum sömu snild og hjá læknum nútímans. “Þessi afarfíngerða viðgerð,” sögðu sáralæknar þeir, er höfuð- kúpuna sáu, “hefir hlotið að vera gerð af lækni — það hefði ekki verið á annara færi — en með engum öðrum tækjum en fáeinum tinnusteins-hnifum.” Næg sannanagögn í sambadi við fornleifafund þennan komu einnig í ljós, og sýndu, að þetta hafði verið gert áður en saga Evrópu hófst — um 1900 f. Kr. 4 4 Sjávarkóralla leifar allmiklar hafa nýlega fundist í Andesar- fjöllum, þar sem hæð þeirra er ekki fyrir innan 17000 fet, sem sýnir, að jafnvel hæztu toppar þessara fjalla hafa einhverntíma verið undir sjó. Biblíusagan um Adani og Evu er rraiklu eldri en menn gera sér hugmynd um. Það sýndi fornleifafundur nú á tuttugustu öldinni. í hálendi Mesopotamíu hafa, i rústum áttundu borgar- innar undir Tepe Gawra fundist afarmiklar fornminjar, er ótví- rætt sýndu menningu á allháu stigi fjögur þúsund árum fyrir Krist, svo nú er ekki forn- menning Kaldea lengur sú elzta, því það munar urn þúsund ár, sem þeirra er yngri. I þessum afarfornu borgar- rústum Tepe Gawra og Tell Billa (sem er norður af Mosul) fundust 2,000 hlutir. Á nokkr- um þeirra voru myndir og fleyg- letur; af því mátti sjá, að það var frá áttunda tíimlabili Gawra 4,000 árum fyrir Krist. Það var eins augljóst og það gat verið. En það var sérstaklega einn af þessum hlutum, sem mesta eftir- tekt vakti, því á honum voru bæði myndir og merki, og teg- und fleygleturs. Það voru sýnd maður og kona, óttaslegin hörf- andi undan gapandi höggormi. Það var meir en auðséð, að Are You Prepared? Fire 011 the farm is a deadly enemy. It causes untold damage to homes and live- stock every year. You can’t tell when or where it will break out next—maybe your own home. Be prepared to fight this menace at the first warning—The Telephone Way. By this means you can summon help quickly and sometimes save thousands of dollars by checking the fire at once. You owe it to yourself—home and family— Do Not Be Without a Telephone IANITQBA TELEPHONE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.