Lögberg - 27.07.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.07.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Liines ' \?CP 4&P ,«^<0.® *"or Better Kry Cleanlng and Jjaundry 52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLf, 1939 NÚMER 29 Góðir Gestir Væntanlegir eru hingað til borgar á næstunni tveir merk- ir, íslenzkir athafnamenn á- samt sifjaliði; eru það þeir Vilhjálmur Þór, framkvæmd- arstjóri íslandssýningarinnar í New York og Árni G. Eylands, verkfæraráðunautur sambands íslenzkra samvinnufélaga; báðir eru menn þessir á bezta aldursskeiði, og hafa hvor um sig markað djúp spor í sögu íslenzks athafnalífs. — Vilhjálmur Þór er eyfirzk- ur að uppruna, og hefir um alllangt skeið veitt forustu einu allra umsvifamesta og fjölþættasta verzlunarfyrirtæki íslenzku þjóðarinnar, Kaup- félagi Eyfirðinga; hefir hann nú verið skipaður bankastjóri við Landsbanka fslands frá l. janúar næstkomandi að telja. Árni G. Eylands, ráðunaut- ur, er skagfirzkur að ætt og búfræðingur að sérmentun; hefir starfað alllengi í þarfir Sambands íslenzkra samvinnu- félaga og getið sér hinn bezta orðstir. Báðir þessir góðu gestir flytja kveðjur að heiman á ís- lendingadaginn á Gimli þann 7. ágúst næstkomandi.. Lög- berg býður þá hjartanlega vel- komna. Hitaveitan í brezka útvarpinu Breska útvarpið sendir í dag út stutta frásögn um Hitaveit- una í Reykjavík, sem Pétur Halldórsson borgarstjóri tal- aði inn á plötu, er hann dvaldi síðast í Kaupmannahöfn. Umboðsmaður brezka út- varpsins í Kaupmannahöfn, Carstensen fyrv. ritstjóri, sneri sér til borgarstjóra og bað um leyfi til að taka á plötu stutta skýrslu hans um Hitaveituna, sem síðan yrði send út frá brezka útvarpinu. Borgarstjóri varð við þessum tilmælum. Fyrst talaði Carstensen nokkur orð, þar sem hann kynti borgarstjóra. Síðan gaf borgarstjóri stutta skýrslu um Hitaveituna. Þessi frásögn verður svo send út á National-programmi frá brezka útvarpinu. Geymarnir í öskjuhlíð Ráðgert er að breyta nokk- uð tilhögun geymanna á Öskjuhlíðinni. Það var hugs- að að reisa geymana á 10 metra háum súlum, til þess að heita vatnið gæti runnið sjálfkrafa í bæinn. Sennilega verður hætt við að reisa geymana á súlum. Þykir það ekki full trygt, vegna jarðskjálftahættu. Er því nú helzt i ráði, að byggja geymana á jafnsléttu (á Or borg og bygð Gefin saman i hjónaband voru þau Lorne Fletcher Jef- ferson og Benedicta Gladys Doll þ. 7 júlí í kirkju Mikl- eyjar safnaðar. Kirkjan var þéttskipuð fólki og athöfnin hin hátíðlegasta. Séra Bjarni A. Bjranason gifti. Eftir gift- inguna var rausnarlegt sam- sæti haldið í samkomusal Mikleyinga; og kallaði Skúli Sigurgeirsson samkomustjóri fram söngva og ræður. Brúð- urin þakkaði fyrir sína hönd ogr brúðgumans, og kvað þetta vera hina ánægjulegustu stund sem þau hefðu lifað. Heimili ungu hjónanna verður í Black Island í Winnipegvatni, þar sem Mr. Jefferson ásamt bróð- ur sínum starfrækir sögunar- myllu. Brúðurin er dóttir merkishjónanna Márusar og Ingibjargar Doll, sem bæði eru látin fvrir mörgum árum. Á- samt jafnaldra systur sinni, Kristínu, útskrifaðist Bene- dicta (Bensa) í hjúkrunar- fræði frá Selkirk General Hospital fyrir tveiin áruin; og hafa þær báðar starfað við St. Mary’s Hospital í Roch- ester, Minn., og hlotið ágætan vitnisburð.—B. A. B. Merkishjónin Mr. og Mrs. Jón Ólafsson frá Leslie, Sask., voru hér nýlega á skemtiferða- lagi* ásamt tveim dætrum, tengdasyni og dóttursyni. Var förinni heitið til Minneapolis þar sem ein dóttir jieirra er búsett.—Stönzuðu þau í Win- nipeg í báðum leiðum til að heilsa upp á gamla vini og kunningja. Þau ólafssons hjónin voru búsett hér í borg fyrir allmörgum árum, og munu eiga haldgóð ítök í hug- um fjölmargra bæjarbúa frá þeim tímum. Þau lögðu á stað heimleiðis síðastliðinn laugardag. Gamlir og nýir kunningjar þakka þeim kom- una. -f -f íslenzkur harðfiskur er ný- kominn beina leið heiman frá íslandi í verzlun Steindórs Jakobssonar að 680 Sargent Ave. Aldrei hefir koinið betri fiskur á markað hér í Ame- ríku. Hann er barinn og lieinlaus, lungamjúkur og vel verkaður. Vafinn í “cello- phane” pappír í smápökkum og geymist vel án nokkurrar sérstakrar varúðar, og er ódýr eftir gæðum. fslenzkir verzl- unarmenn út um bygðir fs- lendinga, ættu að snúa sér sem fyrst til S. Jakobssonar með pantanir. öskjuhlöðinni) og hafa þar dælu, til þess að ýta á eftir vatninu inn i bæinn. —Mbl. 2. júli, Til Gesta að Gimli á Islendingadaginn Óefað verður fjöldi fólks víðsvegar að sem sækir þenna allsherjar íslendingadag að Gimli 7. ágúst. Kemur fólk þar til að njóta góðrar skemt- unar og mæta þar vinum og frændum er það hefir eigi séð um lengri eða skemri tíma. f þetta sinn gefst fólki er sæk- ir daginn sér til skemtunar, einnig tækifæri að gleðja ís- lenzk börn og gera þeim mögulegt að njóta nokkurra skemtilegra daga í sumarfrí- inu, á Sumarheimilinu að Hnausum. íslendingadags- nefndin og bæjarráðið á Gimli hefir góðfúslega leyft stjórn- arnefnd Sumarheimilisins að selja minnisborða þenna dag til arðs fyrir heimilið. Á nefndin og bæjarráðið stórar þakkir skilið fyrir þessa hjálp, sem er í sjálfu sér við- urkenning á þörf og starf- rækslu heimilisinS. Eru þess- ir minnisborðar haganlega gerðir og stimplaðir með nafni heimilisins. Borðar verða seldir víðsvegar um bæinn þenna dag með líku fyrir- komulagi og “Tag Day” eru í Wirmipeg. Við óskum og von- um að allir sem koma til að njóta skemtunar á þessum há- tiðisdegi hugsi til barnanna og geri þeim einnig mögulegt að njóta skemtunar og uppbygg- ingar á Sumarheimilinu. Stjórnarnefnd Sumarheimilisins 1 01 árs 101 árs er í dag Jón Guð- mundsqn, til heimilis hjá syni sínum Páli Jónssyni snlið, að Hulduhól á Húsavík. Jón hef- ir stundað búskap alla æfi og bjó áður í Yzta-Hvammi og Austur-Haga. Hann var kvnætur Rebekku Pálsdóttur, ættaðri undan Eyjafjöllum. Konu sína misti hann árið 1909. Fréttaritari yðar heimsótti gamla manninn í gærmorgun og hitt hann þannig fyrir, að hann var ^að segja fyrir um að heyi, sem sonur hans átti samantekið, yrði dreift. Hann fór síðan að segja mér frá því að ekki væri mik- ið að eiga við heyskapinn nú, hjá því sem áður var, þegar hann var ungur (um 1850!). Þá hefði hann mátt, sökum slæmrar aðstöðu, bera mest af því heyi, sem hann heyjaði, á bakinu. En nú væri þessu hjólað heim í hlöðu í bílum, svo að sama og ekkert þyrfti fyrir því að hafa. Jón gamli hlustar á útvarþ og fylgist allmikið með þvi, sem gerist innanlands. Og mikið finst honum ganga á fyrir þessum stóru mönnum úti í heimi. En nokkuð er Vleð morgunkaffinu T\’eir gamlir vinir hittust eftir að þeir höfðu ekki sézt i fjölda mörg ár. —Hvað gerir þú núna? sagði annar. —Eg hefi atvinnu í cirkus. Eg hefi fundið upp sniðugt atriði með ljón og geit. -—Hvernig færðu dýrin til að koma sér saman. —Það gengur vel, einstaka sinnum slettist þó upp á vin- skapinn og þá kaupi eg bara nýja geit. -f -f f Stokkhólmi er hörgull á vinnustúlkum í hús, eins og viða annarsstaðar. Til þess að fá vinnustúlkur eru notuð ýmisleg ráð. Eftirfarandi aug- lýsing var í sænsku blaði á dögunum: “Vinnustúlka óskast á heim- ili sem er beint á móti Atlas- kviknlyndahúsinu. Þessa viku er sýnd mynd með Charles Boye'r”!! -f -f Maður nokkur í Calkútta hefir lokið stúdentsprófinu enska, en það hefir lika tekið 11 ár. Fyrst reyndi hann að taka stúdentspróf 1928, og hefir siðan á hverju ári fallið, þar til nú 1 vor. — Þolin- mæðin þrautir vinnur allar. -f -f Maður nokkur var að lýsa þrengslunum á götunum í London, og til þess að sýna að það væru engar ýkjur, sem hann sagði um þrengslin, skýrði hann frá því að þau væru stundum svo mikil, að vasaþjófarnir stælu úr hvers annars vösum af vangá. -f -f Borgarstjórinn í Lusanne í Sviss hefir mikið að gera. Hann hefir hvað eftir annað reynt að fá bæjarráðið til þess að kaupa flugvél til afnota fyrir borgarstjórann, en bæj- arráðið hefir ávalt felt tillög- una Nú hefir borgarstjórinn sjálfur keypt sér flugvél og er talið að hann sé eini borgar- stjórinn í Evrópu, sem á einkaflugvél. -f -f —Finst þér kærastinn minn ekki gáfaður? —Jú, en eg gruna hann um að þetta sé uppgerð hjá hon- um. —Morgunbl. honum sama hvort þeir heita Mussolini, Stalin-eða Hitler. Síðustu tvö árin hefir Jón verið við rúmið. En fyrir fjórum árum fór hann í sendiferðir og færði kaffi á engjar. Það mun vera sjaldgæft að hitta svona gamlan mann jafn ernan og Jón er, mann sem getur sagt frá öllum þeim um- brotum, sem orðið hafa i is- lenzku þjóðlífi á hans löngu æfi.—Mbl. 2. júlí. Islenzkur fiðluleikari Björn ólafsson (Björnsson- ar heitins ritstjóra) lauk prófi við hljómlistarháskólann í Vínarborg um miðjan síðast- liðinn mánuð; lauk hann prófinu með hæstu (ágætis) einkunn. Sérgrein Björns er fiðlu- spil. Hefir hann stundað nám við hljómlistaháskólann í Vín- arborg síðan haustið 1934. Áður hafði hann stundað nám hér við Tónlistarskólann og var meðal fyrstu nemendanna sem sá skóli útskrifaði. Björn er nú 22 ára. S(ðustu árin hefir hann leikið nokkrum svnnum opin- berlega i Vinarborg og ávalt hlotið ágæta dóma. —Mbl. 2. júli. Til kvenfélags Glenborosafnaðar við heimsókn til Betel 28. april 1939 -f>-f f fyrsta sinni þið sækið oss heim, með samhuga, kærleik og trygðir. ósk vor og beiðni er að Guð ykkur geym’, og Guðs blessan krýni’ ykkar bygðir. Afmælishátíð hér haldið i dag um hugljúft starf fjórða part aldar. Eg segi’ ykkur velkomnar ljúfl- ings með lag, með líknsemd og dygðir marg- faldar. Félagslíf ykkar sé farsældar mál, með friðinn og kærleik í stafni. Þið komið nú hingað með sumar í sál og sólskin í Frelsarans nafni. Svo bið eg þig, Faðir, að bæn- heyra mig, að blessa nú félagshóp þenna; hann eflist að vizku um æfinnar stig;— og enginn af hólmi má renna. Þökk fyrir gleðina, gestir, í dag. Þeir gleymast ei samfundin slikir. Gott er að heyra þann gæfunnar brag, er góðmenska’ í hásæti rikir. Vér biðjum að för ykkar farnist vel heim, með fúsleik að koma hér aftur. Margt hér þið sáuð, í minningu geym, það megnar að vernda Guðs kraftur. —Lárus Árnason. 0 f ensku dagblaði stóð ný- lega eftirfarandi auglýsing: “Hundur óskast í skiftum fyrir bíl, árgangur 1928!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.