Lögberg - 27.07.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.07.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚLÍ, 1939 Vér ósknm íslendingum til hamingju á hinum árlega þjóðminningardegi þeirra \ Vér finnum til metnaðar yfir því hve lengi vér höfum starfað og drengilega i þágu bænda í Vestur-Canada Starfræksla kornhlöðu og vöruhúss á Winnipeg Beach er eitt sporið enn í þá átt að tryggja bændum “Com- plete Farm Service for Western Canada,” og vér bjóðum bændum og búalýði í þessu héraði, að heim- sækja oss í sambandi við kornsölu, fóðurkaup og mjölkaup. Spgrjist fyrir um vort fullkomna úrval af allra bezta VICTORIA BRAND FEEDS WIB PURE CANE MOLASSES “CROP PURITY” SEED GRAINS “ROSCO” PORTABLE SILOS “COLUMBIAN” BINDER TWINE Finnið oss áður en þés seljið Smára eða Alfalfa útsæði yðar. McCABE BROS. GRAIN COMPANY Limited WINNLPEG BEACH John Shaventaske, Manager Kveðjur frœndsemi og bræðralags Ávarps Ólafs Thors á Vestmannadaginn f dag tökum vér íslendingar upp þann fagra sið, að koma saman til þess að minnast bræðranna og systranna, sem í fjarlægðinni dvelja, vestan- vert við hinn mikla ál. Vér veljum Þingvelli til slíkrar samkundu vegna þess, að hér er dýrð náttúrunnar mest, hér bergmálar íslenzk tunga feg- urst og hér hefir sagan rist dýpstar rúnir. Hér er því höf- uðborg hins andlega íslenzka ríkis, þess, er vér byggjum allir, er af íslenzku bergi er- um brotnir, jafnt vestan hafs sem austan. Og einmitt héð- an sendum vér hina sterku strauma skilnings- samúðar, þakklætis og vináttu út yfir dreifbýli íslendinga vestan hafs, til hvers einasta fslend- ings, er þar elur aldur sinn, fjarri fósturjarðarströndum. • Það er von, að vér íslend- ingar höldum fast á rétti vor- um til þess manns, er fyrstur hvítra manna fann dvalarland bræðra vorra vestan hafs. En þó er oss nú annað þarfara en að sanna ágæti þess, sem enginn hefir kastað rýrð á, þ. e. a. s. upprunans, og meir um vert að vita, hvað enn er eftir af því, er helzt þótti til vegs forfeðrunum. í þeim efnum höfum vér lítið við að miða annað en lof, sem aðrir bera á oss vegna framfaranna hér á landi nokkra síðustu áratugina. Vér vitum, að þetta lof er oflof, en vér vitum ekki að hve miklu leyti. En með því að líta vestur um hafið, getum vér nokkuð áttað oss. Þar býr fólk af sama stofni, hold af voru holdi, blóð af voru blóði, — fólk, sem hefir fengið að mæla sig og vega með máli og vog sjálfs lífsins í baráttu fyrir daglegu brauði, auði og met- orðum í hörðustu straumiðu samkepninnar. f þessum heimkynnum bræðra vorra bar það til ný- lega, að mjög kunnur stjórn- málamaður nefndi fslendinga merkustu þjóð heimsins. Vér verðum að sönnu að láta oss skiljast, að í þessum orðum felst, — næst á eftir velvild höfundar í vorn garð —- fyrst og fremst það, hversu smá þjóð vér erum og öfundslaus. Slfk sæmd yrði vart sýnd nokkurri stórþjóð, hversu miklir verðleikar sem til stæðu. En þó má af þessum ummælum marka, hvert vitni bræður vorir vestan hafs hafa með lífi sínu og starfi borið íslenzkum stofni. Enda mun það sannmæli, að í hinum miklu auðæfum andlegra yfir- burða vestan hafs, hefir hið íslenzka þjóðarbrot, þótt fá- ment sé, verið fullkomlega hlutgengt, og hafa margir menn af íslenzku bergi brotnir látið sín mikið getið, sem skáld, vísindamenn, stjórn- málamenn og að öðrum and- legum afrekum, og jafnvel hlotið verðuga heimsfrægð. En til allrar líkamlegrar vinnu þykja íslendingar þar vestna engum öðrum síðri. Eg vil nú, á þessum fyrsta Vestur-fslendinga degi, sem efnt er til her á Þingvöllum, leyfa mér í nafni ríkisstjórnar Isfands, og þeirra allra, er þetta land byggja, að færa bræðrum vorum vestan hafs þakkio fyrir það, að þeir með lífsbaráttu sinni, sögu og sigr- um hafa treyst trú vora á mátt vorn og megin. Vér þökkum þeim vakandi áhuga fyrir velferðarmálum vorum. Vér þökkum margt, er þeir hafa vel til vor gert, fyr og síðar. Vér Htum á það sem dýrmætan vott þess fegursta og bezta í íslenzku lundarfari, að þetta fólk, sem margt á þess helzt að minnast, að ís- lenzk fátækt, íslenzkt harðæri og hallæri og jafnvel íslenzk- ur kuldi og harðýðgi flæmdi það sjálft eða foreldra þess úr landi burt, skuli alt fram á þennan dag, og það þótt það hafi eignast nýja og gjaí- mildari átthaga, ala í brjósti hreina, sterka og trygga ást til vorrar sameiginlegu móður, ást, sem oft hefir borið sjálfri sér fagurt vitni jafnt í orði sem verki, jafnt í óbundnu máli sem hinum stórbrotnustu og fegurstu ættjarðarljóðum. Vér getum helzt goldið bræðrum vorum vestan hafs ineð því að láta þá vita af því, að einnig vér hugsum oft til þeirra, metum og þökkum vináttuna, gleðjumst yfir sigr- um þeirra og biðjum þeim allrar blessunar. Mættum vér í dag óska einnaf óskar, væri hún sú, að fá flutt alla bræður vora og systur á vængjum vináttunnar austur um hafið, að vér mætt- um dvelja hér saman þessa einu dagstund í sameiginlegri ást og lotningu fyrir því, er bindur oss öll saman og gerir oss að einni þjóð, dýrð nátt- úrunnar, fegurð tungunnar og minningar sögunnar. Með virðingu fyrir þreki þeirra og afrekum, með þakk- læti fyrir vinarhug og trygð, sendum vér í dag vestur um hafið hlýjar og einlægar kveðjur frændsemí og bræðra- lags. —Morgunbl. 4. júlí. MEÐ MORGUNKAFFINU Bramsnæs, bankastjóri danska þjóðbankans og fyrv. fjármálaráðherra, varð nýlega sextugur, og í því sambandi rifjuðu dönsk blöð upp ýms- ar smásögur um hann. Brams- næs er væntanlegur til íslands á fulltrúafund Norræna félags- ins í byrjun ágústmánaðar og er því ekki úr vegi að kynna hann með eftirfarandi smá- sögu: —Þegar Bramsnæs var i Askovháskólanum var hann aldrei kallaður annað en “C.V.” Nokkrum árum eftir að hann útskrifaðist úr skól- anum hitti hann einn af sín- um gömlu bekkjarbræðrum, þessi skólahróðir hans vissi ekki að “C.V.” var sami mað- urinn og C. V. Bramsnæs, því þegar “C. V.” var í skóla hét hann Christiansen. Skólafélagarnir röbbuðu lengi um skólaárin og Brams- na*s hældi skólabróður sinum á hvert reipi fyrir hve vel hann hefði komist áfram í líf- inu. Skólafélaga “C. V.’ fanst að hann yrði líka að segja ein- hver viðurkenningarorð um hinn gamla kunningja sinn, en hann mundi ekki eftir að hafa heyrt C. V. Christiansen getið að neinu sérstöku. Þess vegna fór hann varlega af stað og spurði: —Já, þú hefir nú líka gert það gott. Hvað gerir þú eig- inlega núna? —Þakka þér fyrir, sagði “C. V.”, það gengur sæmilega. Eg er fjármálaráðherra! ♦ ♦ Serar Coelho, sem heima á í Lissabon, á 33 börn. Hann er þrígiftur og núverandi kona hans, sem er 25 ára, er miklu yngri en mörg af börnum hans. —Mbl. i Vér Árnum íslendingum i Vesturheimi Hamingju í tilefni af ÞJÓÐMINNINGA RDEGI ÞEIRRA TheWinnipegPaint&Glass Company Limited sem framleiða MARTIN-SENOUR 100% PURE PAINTS • Hátíðakveðjur til íslendinga á Þjóðminningadaginn • Þegar þér kaupið nýja dráttarvél og nýjan plóg til haustvinnunnar, þá veitið athygli McCormick-Deering dráttarvélum til notkunar á bújörðum, stærsta úrval, sem eitt félag hýr til. Frá hinum ódýra'W-12 með 2-plógfara plógi fyrir smábændur til 6-pIóga Diesel TD-35 TracTracTor handa stórhýlum. Fullkomið úrval af McCormick-Deering No. 8 Little Genius Tractor Plóg- um, frá 2 til 5 plógför, annaðhvort í 12, 14 eða 16 þumlunga stærðum, £æst keypt ásamt yðar McCormick-Deering Dráttarvél, alveg eins og fylzta úr- val af McCormick-Deering Herfis-Plógi frá 4 til 9 fet, og annaðhvort með 20, 22, 24 eða 26 þumlunga discum. Skoðið þessi áhöld hjá næsta McCormick-Deering umboðsmanni. Hann mun með ánægju skýra yður frá verði og skilmálum. INTERNATIONAL HARVESTER COMPANY OF CANADA LIMITED 782 MAIN STREET W I N NIP E G MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.