Lögberg - 27.07.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.07.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JúLf, 1939 ------------mgtiers----------------------- Gefið út hvern fimtudag af THJE COGUMBIA PKXSSS, LIMITKD UU5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyriri'rarn v The “Eögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 ‘ ‘V estmannadagur ’ ’ Eins og fyrir nokkru var vitað, efndi heimaþjóðin til veglegs hátíðarhalds á Þingvöllum þann 2. yfirstandandi mánaðar, er gekk undir nafninu “Vestmannadagur”; var hátíð, þessi, sem mælt er að verið hafi hin fjölsóttasta á þessum söguríka stað síðan 1930, er þúsund ára afmælis Alþingis var þar minst, helguð að öllu íslendingum vestan hafs í virðingarskyni fyrir nytsamt athafnalif þeirra í Vesturvegi, ásamt margháttuðum, menningarlegum stuðn- ingi þeirra við heimaþjóðina og trúmensku við inálstað ís- lands. Nýkomin blöð að heiman, er fregnir flytja af þess- ari glæsilegu Vestmannahátíð, eru talandi vottur um það, hve vel var til undirbúnings vandað, og hve heit alvara lá að baki þess alls, er á hátíðinni fór fram; alvara, sem grundvölluð er á glæddum skilningi fyrir því, hve island hafi stækkað við landnámið vestra, og hve mikils það sé um vert fyrir báða aðilja, að þau bönd, er sögulega, þjóð- ernislega og menningarlega tengja þá sainan, inegi sem haldbezt verða í framtíð, og reynast þeimi hinn vígði þáttur órjúfandi einingar. Með þessu skapast ný og giftuvænleg tímamót í sjálfsagðri samstarfssögu íslendinga austan hafs og vestan. Vel sé þeim, er í þessu efni lögðu fyrstir hönd á plóginn! Sigfús Halldórs frá'Höfnum skipaði forsæti á þessari hinni fyrstu Vestmannahátið austan hafs, og róma Reykja- víkurblöð það mjög, hve röggsamlega honum hafi sú forysta úr hendi farið. Lögberg flytur að þessu sinni nokkur blaðaummæli um Vestmannahátíðina, þó rúm því miður eigi leyfi, að allar umsagnir og ræður geti birtar verið í einu. Hér fer á eftir ræða Dr. Guðmundar Finnbogasonar, eins hins tryggasta hollvinar Vestur-íslendinga um marga áratugi: “Vér minnumst í dag aneð gleði og þakklæti þeirra manna af íslenzkum ættuin, er í Vesturheimi búa. Mesta gleðiefnið er oss það, hvernig þeir hafá reynst þar í hinum nýju fósturlöndum sínuin, Bandaríkjunum og Canada. Þeir hafa þótt þar liðtækir á öllum sviðum menningar- innar. Þeir hafa getið sér svo gott orð, að til vor hljómar af vörum sumra ágætra Vestmanna sá vitnisburður, að engir betri innflytjendur en íslendingar hafi þangað komið. Þegar vér, sem eðlilegt er, fögnum þessu og erum þakk- látir fyrir það, þá má ekki gleyma því, að ekki er nema hálfsögð sagan. Vér verðum að vísu að ætla, að landar vorir hafi reynst svona vel fyrst og fremst af því, að þeir voru af góðum stofni og að sá menningararfur, er þeir fluttu með sér héðan, var þeim holt veganesti í hinum nýja heimi, því að vont tré getur ekki borið góðan ávöxt. En hitt er jafnvíst, að hinir góðu hæfileikar koma því aðeins í ljós og njóta sín, að þeir fái tækifæri og hvöt til að sýna, hverju þeir orka.' Hvorttveggja hafa hin nýju fósturlönd þéirra veitt þeim. Það eru lönd óteljandi úrkosta: “Kosta- lönd með gull og græna skóga,” eins og eitt íslenzka skáldið vestan hafs kvað. En landkostir einir skera ekki úr um það, hve gott er að ílytja til einhvers lands. Stjórnskipulag getur verið með þeim hætti, að einstaklingarnir fái ekki notið hæfileika sinna, þrátt fyrir öll landgæði. En Norður- Ameríka hefir ekki aðeins verið kostaland, hún hefir líka verið “frelsisins fimbulstorð,” svo sem Matthías kvað. Hvergi í heimi hefir framtaki einstaklingsins, dugnaði og hyrirhyggju verið búinn jafnfrjáls leikvöllur og þar. Þetta hefir markað skaplyndi Vestmanna. Náttúrugæðin hafa blasað við alstaðar, verkefnin óþrjótandi og írjálsræðið til að reyna mátt sinn og megin öllum boðið. Þess vegna hafa Vestmenn orðið bjartsýnir atorkumenn, er virtu hvern mann eftir því, hverju hann áorkaði. Hvergi hefi eg komið þar sem menn voru vinnureifari en þar, glaðari við framkvæmd- irnar, fúsarl að viðurkenna keppinaut sinn á hvaða sviði sem var og dást að honum, ef hann varð hlutskarpari. Á þennan frjálsa leikvöll allra þjóða, flutti fjórði hluti hinnar litlu íslenzku þjóðar, sem á þeiin tímum hafði verri skilyrði til að sýna heima hvað í henni bjó en flestar aðrar þjóðir heims. Þarna kom tækifærið. Á þessum leikvelli áttust við menn frá öllum þjóðum veraldar. Þarna gaí þjóð vor því fyrst fengð alþjóðlegan mælikvarða á syni sína og dætur. Og vér megum fagna yfir því, að leikstjórarnir á þessum mikla leikvelli þjóðanna hafa verið og eru af brezku kyni, frændkyni voru, sem alla tíð hefir kunnað manna bezt að meta “fagran leik,” “fair play,” og halda ÚRVALS! This rare, ofd rye was especially distilled to please your discriminating taste—try it ! SU/Y7/AI //S///iY 7tí OLD RYE WHISKY PRODUCT OF HIRAM WALKER & SONS, CANADA DISTILLERS OF HIRAM WALKER'S LONDON DRY GIN SL^ ;lí No. 302—12 oz. $1.00 No. 301—25 oz. $2.15 No. 300—40 oz. $3.25 This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Commission. Tho Commissionis not responsible for statements made astoqualityof productsadvertised. honum uppi. Þes«a hafa landar vorir not- ið í‘hinum nýja heimi. Þeir hafa þar æ meir mætt þeim skilningi, samúð og viður- kenningu, sem er hin bezta stoð manndáðar og góðra verka. Þessa minnumst vér í dag með þakklæti. Vér minn- umst Vestmanna, sem hafa reynst löndum vorum góðir bræður, og óskum og vonum, að sá skerfur, sem menn af íslenzkum ættumN leggja til vestrænnar menningar, megi ávalt verða hinni miklu fóst- urþjóð þeirra til gagns og sæmdar. Guðm. Finnbogason.” Fyrsti Vestmannadagur á Þingvöllum Hátíðahöld Vestmannadags- ins á Þingvöllum siðastl. sunnudag sóttu hátt á fjórða þúsund manns. Hefir meiri inannfjöldi ekki komið saman á Þingvöllum síðan Alþingií- hátíðin var haldin. Þátttaka í hátíðahöldunum hefði þó vafalaust orðið miklu meiri, ef veður hefði ekki ver- ið óhagstætt um helgina. Var það bæði kalt og hvast og hef- ir það áreiðanlega aftrað mörgum frá því að fara að heiman. Nokkuð bætti það úr, að sólar naut við mestan hluta dagsins. Hátíðahöldin fóru fram í Hvannagjá, sem að flestra dómi mun hafa verið bezt til þeirra fallin. Hafði verið reist þar viðhafnarstúka, skreytt islenzkum, kanadiskum og bandariskum fánum, í stúk- una höfðu verið fluttir for- setastóll og tveir ráðherrastól- ar Alþingis. Framan við stúk- una var ræðustóll og hljóð- nemi. Heyrðust því ræðurn- ar vel um alla gjána. Góðan spöl aftan við viðhafnarstúk- una voru nokkur tjöld, þar sein forstöðunefndin hafði að- setur sitt og seldar voru veit- ingar. Hátíðin hófst kl. 11 fyrir- hádegi og hafði þá mikill mannfjöldi safnast saman á hátíðarsvæðinu, en margir komu þó síðar, því flutningar úr bænum gengu treglega. Sigfús Halldórs frá Höfnum, sem var forseti dagsins, setti hátíðina með snjallri ræðu. Bauð hann alla gesti velkomna og lýsti þeim tilgangi dífgsins að skapa traustari vináttu- bönd milli íslendinga beggja megin hafsins. Þá skýrði hann frá Jiví, að Vestur-ís- lendingar héldu þennan dag á Gimli fimtngasta fslendinga- dag sinn í Canada. Hefði forstöðunefnd Vestmannadags- ins sent þangað eftirfarandi skeyti, sem er á þessa leið í íslenzkri þýðingu: “Fyrsti Vestmannadagur á íslandi sendir öllum hátíðar- gestum á Gimli og öð-rum ís- lendingum vestanhafs hjartan- legar hamingjuóskir á 50 ára afmæli íslendingadagsins í Canada. Sigfús Halldórs frá Höfnum.” Þegar Sigfús lauk máli sínu söng Karlakór Reykjavíkur Vestmannasönginn eftir Jón Magnússon. Hefir Björgvin Guðmundsson tónskáld samið mjög fallegt lag við kvæðið og hefir kórinn sungið það nokkrum sinnum fyr. Þar næst flutti Sigurgeir Sigurðsson biskup guðsþjón- ustu og inæltist vel. Lýsti hann yfir því, að íslenzka kirkjan hefði mikinn áhuga fyrir samvinnu við kirkjufé- lög fslendinga vestan hafs. Guðsþjónustunni lauk með því, að sunginn var sálmur- inn: Faðir andanna. Við guðsþjónustuna aðstoðuðu Karlakór Reykjavíkur og Lúðrasveit Reykjavíkur. Þegar guðsþjónustunni var lokið gengu Fjallkonan, Miss Canada og Miss Ameríka til sæta sinna. Var Fjallkonan í skautbúningi, en Miss Canada og Miss Ameríka í hvítum silkikyrtlum og með gull- spengur um enni. f gullspöng Miss Canada var grafið mösur- lauf, en það er í skjaldar- merki Kanada. Gullspöng Miss Ameríku var sett stjörnum eins* og er í fána Bandarlkj- anna. í beltum beggja voru litir þjóðfánanna. Báðar höfðu bláa flauelsmötla yfir herðum. — Meðan þær tóku sæti lék lúðrasveitin nýtt lag eftir Sigurð Baldvinsson pós't- meistara við kvæði Guttorms Guttormssonar: Sandy Bar, en A. Klahnj jhljómsvditarstjóri hafði raddsett lagið fyrir hljómsveit. Þá flutti ólafur Thors, at- vinnumálaráðherra, ávarp rík- isstjórnarinnar og Haraldur Guðmundsson, forseti samein- aðs Alþingis, ávarp Alþingis. Mintust þeir báðir dugnaðar Vestur-fslendinga í verklegum og andlegum efnum og þess aukna orðstírs, sen\ þeir hefðu aflað íslenzka þjóðstofninum ineð framkomu sinni. Þegar þeir höfðu lokið ræð- um sínum stóð Fjallkonan úr sæti sínu, gekk að ræðustóln- um og flutti ávarp það, sem birt er hér á öðrum stað. Fórst henni það mjög vel og var þetta áreiðanlega áhrifa- ríkasta stnpd hátíðahaldanna. Þegar hún hafði lokið flutn- ingi ávarpsins lék lúðrasveit- in íslenzka Jijóðsönginn. Næst töluðu Jónas Jónsson alþm. fyrir minni Bandaríkj- anna og séra Friðrik Hall- grímsson fyrir minni Canada. Mintist Jónas Bandaríkjanna einkum sem lands frelsisins, en séra Friðrik rakti það, sem væri sámeiginlegt með ís- landi og Canada og gat þess sérstaklega, að báðar þjóðirn- ar væru frjálslyndar og fram- sæknar. Eftir ræðu hvors um sig lék lúðrasveitin þjóðsöng hlutaðeigandi þjóðar. Þá talaði Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri um vestur- ferðir íslendinga og lagði út af sögunni um Björn Breið- víkingakappa, Guðmundur Finnbogason talaði um Vest- menn og Sigurður Nordal um mesta ljóðsltáld Vestur-ís- lendinga, Stephan G- Stephans- son. Gat hann þess m. a. að ýmsir merkir fræðimenn í Vesturheimi, sem kynst hefðu skáldskap Stephans, teldu hann mesta ljóðskáld Vestur- heims. Stephan, sagði hann, væri einn glæsilegasti fulltrúi sjálfsinentunar, sem jafnan hefði verið undirstaða ís- lenzkrar menningar, og ljóð hans væri hin mikla samteng- ing milli íslendinga austan hafs og vestan. Hátíðahöldunum í gjánni lauk með upplestri Emilíu Borg á kvæði eftir Steingrím Arason. Síðan um daginn flutti Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður erindi á Lögbergi um sögustaði á Þingvöllum. Um kvöldið sungu Stefán Guðmundsson og Karlakór Reykjavíkur í Valhöll og síð- an var stiginn dans. Hátíðahöldin fóru í alla staði mjög prýðilega fram og voru forstöðunefndinni til hins mesta sóma, og þá ekki sízt forseta hennar, Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, sem stjórnaði hátíðinni ’með smekkvísi og skörungsskap. Sérstaka athygli og ánægju vakti að tekin hafði verið upp sá siður frá þjóðhátíðum Vestur-íslendinga, að minnast adtlandsins og fósturlandanna tveggja með því, að láta kon- ur koma fram sem Fjallkon- una, Miss Ameríku og Miss Canada. Má hiklaust fullyrða, að há- tíðahöldin hafa náð þeim til- gangi sínum, að auka samhug hér heima í garð Vestur-ís- lendinga. f forstöðunefnd dagsins áttu sæti: Sigfús Halldórs frá Höfn (formaður), frú Elizabet Jensen-Brand, frú Halldóra Sigurjónsson, Pétur Sigurðs- (Frainh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.