Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 1
 PHONE 86 311 Seven Tjlnes «ííá^^ ,y>r YNur ^ð-c Better V ^ 0<- Drj' Oleanlnft c antl Ijaundry 52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1939 NÚMER 30 FJA LLKONA ÍSLENDINGA I)A GSINS að Gimli 7. ágúst 1939 Miss Sigurborg Davidson Ritstjóri Lögbergs og frú vestur á Strönd Ritstjórj Lögbergs, jíinar Páll Jónsson er nú að heim- sækja fslendinga vestur á Kyrrahafsströnd. Lagði hann, ásamt frú sinni, af stað vestur síðastliðinn föstudag. Á sunnu- daginn (30. júlí) átti hann að vera kominn til Blaine, til að flytja aðalræðuna á mið- sumarmóti fslendinga þar. Einnig flytur ritstjórinn fyrir- lestur um íslenzkar bókmentir og sögu á Western Washing- ton College of Education, í Bellingham, Wash., en það er einn af stærstu kennaraskól- um Washington ríkis, þar sem um eða yfir þúsund kennarar sækja sumarnámsskeið á ári hverju. Er gott til þess að vita, að fsland hefir við og við formælendur á þessari vold- ugu stofnun. Þetta hefir tek- ist um alhnörg undanfarin ár fyrir ötula milligöngu Andrés- ar Danielssonar, fyrrum þing- manns, í Blaine. Á sunnudaginn kemur, þ. 6. þ- m. flytur Einar ritstjóri ræðu á fslendingadagshátíð- inni að Silver Lake, Wash., skamt frá Seattle. Er þetta venjulega fjölsóttasta sam- koma fslendinga á ströndinni ár hvert. Einnig er ráð fyrir því gert, að Mrs. Jónsson flytji erindi á nokkrum stöðuin, en hún er, sem kunnugt er, gáfuð kona og prýðilega máli farin. Að líkindum heiinsækja ]iau hjón fleiri bygðir fslendinga vestra áður en þau snúa aftur heim- leiðis. Eru þau væntanleg heim aftur um miðjan mán- uðinn. Lögberg óskar að ferð- in inegi verða þeim hjónum til hvíldar og hressingar, en veit að hún inuni auka hróð- ur fslands á vesturvegum. Fyrir skönnnu harst Gunn- ari B. Björnssyni, fyrrum rit- stjóra “Minneota Mascot” til- hoð frá ríkisstjórn íslands um að heimsækja ættjörðina í sumar. Því miður gat hr. Björnson ekki tekið boði þessu vegna stjórnarembættis er hann skipar i heimaborg sinni, Minneapolis. Mun því enginn Vestur-fslendingur fara heim í sumar. Guðbjartur Johnson látinn Mánudaginn 24. júlí lézt hann að heimili sínu í Upham, N. Dak. Veiktist snögglega kvöldinu áður. Varð engri hjálp við komið þrátt fyrir beztu hjúkrun og atbeina lækna. Er þar fallinn vin- sæll inaður og drengur hinn hezti. Hann var fæddur 26. maí, 1866, að Víghólsstöðum á Guðbjartwr Johnson Fellsströnd í Snæfellsnes- sýslu. Foreldrar hans voru Jón Magnússon, lengi vestan póstur, og kona hans Þórunn Þórðardóttir. Hann ólst upp í foreldrahúsum og naut þeirr- ar haldgóðu uppfræðslu, er tíðkaðist á íslenzkum sveita- heimilum. Sú kensla efldi á- reiðanlega andlegt hungur og sjálfstæðan þroska. Guðbjart- ur var söngelskur, Ijóðrænn og bókhneigður. Fylgdu þessi einkenni honum og auðguðu líf hans, þó lítill væri þess kostur að jafnaði að leggja ra>kt við þetta eins og löngun stefndi til. Þann 4. júlí, 1895, kvæntist Guðbjartur Guðrúnu ólafs- dóttur frá Stóruhvalsá í Hrúta- firði í Strandasýslu. Er hún greind kona og mæt, og mun hann með réttu hafa talið það mestu gæfu lífs síns að njóta samfylgdar þessarar ágætu konú. Þau fluttust til Ame- ríku árið 1900 og settust að í Mouse River bygðinni við Up- ham. Bjuggu þar ætíð síðan, lengst af á hújörð sinni, en nokkur síðustu árin í þorp- inu. Varð þeim sex barna auðið. Eini skugginn í sam- bandi við frábært barnalán þeirra, var fráfall efnilegs son- ar, Jóns að nafni, er lézt úr spönsku veikinni 1918, þá tuttugu og eins árs. Hin öll hafa rutt sér braut til ment- unar og frama, svo sliks munu fá dæmi, þó hagur heimilisins væri jafnan þröngur. Tveir synir, ólafur og Kristján, eru vellátnir læknar i Rugby, N. Dak. Aðrir tveir synir eru metnir lögfræðingar, þeir Niels (Nels) og Einar. Er hinn fyrnefndi búsettur í Towner, N. Dak., og var þar rikissóknari nokkur ár, við góðan orðstír. Kaus þá sjálf- ur að láta af embætti og leka vaxandi lögmannsstarf á eigin reikning. Einar er búsettur í Lakota, N. Dak. Er hann yngri, en vel á veg kominn til álits. — Einkadóttir þeirra, Lilja, er gift séra Valdimar J. Eylands, presti Fyrsta lút- erska safnaðar í Winnipeg. Er hún gáfuð kona og vel mentuð, er stundaði kenslu áður en hún giftist. — Er þessi afkoma barnanna glegst- ur vottur um hve haldgott það var, sem heimilið lagði þeim til. , Það er ekki ofmælt, að Guð- bjartur var sannur gæfumað- ur. Börn hans og tengdabörn hafa kepst um að auðsýna foreldrum sínum ástúð og um- hyggju. Síðastliðinn vetur dvöldu þau hjónin á heimili séra Valdimars og frú Lilju, í Winnipeg. En auk heimilis- farsældar naut Guðbjartur vin- sælda hjá öllum, er hann þektu. Mouse River bygðin er annáluð fyrir góðan sveitar- brag, og var slíkt samlyndi er ríkti milli heimila Guðbjartar og bróður hans, Stefáns, er hjó í næsta nágrenni, gott til- lag til heilbrigðs hygðarlífs. Þar einnig ríkti sami mann- dómur og mentaþrá. öll börn Stefáns hafa einnig komist vel til manns. Jón mynd- höggvari og Anna kennari í New York eru meðal þeirra.— Hefir bygðin yfirleitt verið til fyrirmyndar í mentaþrá og framsækni æskulýðsins. Jarðarförin fór fram mið- vikudaginn 26. júlí frá heim- ilinu og íslenzku kirkjunni í Upham, að viðstöddu fjöl- menni. Séra K. K. ólafson jarðsöng, en í húskveðju at- höfninni tók einnig þátt séra Valdimar J. Eylands. K. K. ó. MISS CANADA, 1939 Miss Evelyn Torfason, Gimli, Man. Komin til Winnipeg Frú Lára Goodman Salver- son, íslenzka skáldkonan vel- þekta, kom til Winnipeg í vikunni sem leið, ásamt manni sínuin. Komu þau frá Vic- toria, B.C., þar sem þau áttu heima um hríð nú síðast; þar áður voru þau um skeið í Calgary. Nú búast þau við að dvelja hér í Winnipeg fram- vegis. Lögberg hýður frúna velkomna og vonar að hún megi dvelja hér um langt skeið. Frúin er nú að búa undir prentun nýja sögu, sem koma á út í haust. Áður eru komnar út tíu sögur hennar og ljóðabók, auk þess hefir hún samið allmargar smásög- ur. Tvær heiðursviðurkenn- ingar hefir frúin hlotið fyrir ritstörf sín; gullmedalíu frá Institute of Arts and Letters í París, fyrir prýðilega vand- virkni í ritum sinum og Gov- ernor General’s Medal, i Can- ada, fyrir beztu sögu er hér kom út 1938, “The Dark Weaver.” — Vér íslendingar megum vissulega finna til metnaðar, vegna þessarar is- lenzku skáldkonu. Mrs. Hansina Olson kom heim á mánudaginn, frá Wyn- yard, Sask., þar sem hún dvaldi um tveggja vikna tíma í heimsókn hjá dóttur sinni, Mrs. J. S. Thorsteinsson. Miss Guðrún Anna ísfeld, Garðar, N.D. L

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.