Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1939 Enn um Veátmannadaginn á Þingvöllum Miss Ameríka Fjallkonan Miss Canada Kristjana Pétursdót.tir Frú Vigdís Steingrímsdðttir Gerður Jónasdöttir Greinileg frásögn um hátíð þessa var birt í Lögbergi vik- una sem leið, eftir frásögn Timans frá 4. júlí. Þar með átti að fylgja mynd sú er hér fylgir af fjallkonunni og meyj- um hennar, en í hana náðist ekki í tæka tíð. Vér birtum hana nú, þvi Vestur-íslend- ingar munu að sjálfsögðu vilja sjá framan í konuna, sem hið falega ávarp flutti á hátíðinni Fjallkonan er For- sætisráðherrafrú Vigdís Stein- grímsdóttir; Kristjana Péturs- dóttir, borgarstjóra, Halldórs- sonar, Miss Ameríka; Gerður Jónasdóttir fyrruin ráðherra Jónssonar, Miss Canada. — Þótt birt væri, einnig eftir Tímanum, nokkuð af því á- gæta og hugþekka, er á hátíð- inni, var talað, þá tökum vér hér upp til viðbótar úr Morg- unblaðinu stutta ritgerð eftir hr. Pétur Sigurðsson, einn af forstöðumönnum hátíðarinn- ar og sem öllum er kunnur frá dvöl hans hér vestra fyrir nokkrum árum. Greinin var rituð og birt skömmu fyrir hátíðardaginn og lýsir vel hugarþeli því og vaknandi á- huga bræðranna og systranna heima, sem nú kom svo á- þreifanlega í Ijós á Vest- mannadaginn, og á undan- förnum siðustu árum, i ræðu og riti þar heima. Þar var kærleikseldurinn ávalt falinn, en nú hafa þær systurnar, ausírænan og vestrænan andað svo öflugt að glóðinni, að úr hefir orðið bjart bál, og hefir hlýja þcss borist yfir hið breiða haf til vor hér vestra, og vermt oss betur en flest annað. Hér fylgja orð Péturs: • “Elsku drengurinn minn,” segir móðirin innilega og hjartánlega, þegar minst er á soninn, sem farinn er að heiman. Hún getur ekki dulið tilfinningar sínar og segir því ósjálfrátt: “Elsku drengurinn minn.” Þetta er hinn fegursti óður hennar. Hinsvegar kannast allir við heimþrá sonanna, sem í fjar- lægum löndum dvelja, ástar- óð þeirra og ættjarðarsöngva. íslendingadagurinn í Ame- riku er þróttmikill ættjarðar- söngur þjóðarbrotsins vestan- hafs. — Hvað segir móður- þjóðin heima? Segir hún: “Elsku drengurinn minn?” fslendingar þeir, sem leið sína lögðu vestur yfir Atlants- ála, voru alls enginn “týndur sonur,” sem fór í fjarjægt land til þess að eyða og sóa. Þvert á móti fóru þeir þang- að allslausir og oft illa búnir, til þess að vinna sér frama og frægð, og verða þjóð sinni til stórsóma. Landið, sem tók á inóti þeim, var sannarlega heldur ekki neitt hallærisland. Það bauð upp á mikil tæki- l'a>ri og mikla erfiðleika, en þetta sameinað vakti alt hið bezta í landnemanum, vakti í honum víkinginn og hinn sanna íslending, svo að hann gat sagt með skáldinu: “Eg vil miklast af því að eg sonur þinn er.” íslenzki landnem- inn í Ameriku sýndi, að hann var af góðu bergi brotinn og enginn ættleri. Svo vel höfðu Vestur-íslendingar kynt þjóð- erni sitt í Ameríku, að þegar eg kom þangað vestur árið 1920, varð eg þess fljótt var, að það voru hin beztu með- mæli, hvar sem inaður fór hafanna á milli, að geta sagst vera íslendingur. Lengi hafa Vestmenn gert fslendingadaginn i Ameríkn að árshátíð sinni. Þar er fjallkonan drotning dagsins: Fallega og tignarlega konan, .ineð bláu augun skæru, ljósa hárið mikla og blómsálina blíðu, krýnd hinum snjóhvíta skautafaldi. Það ,er Fjallkon- an — imynd móðurlandsins — miðill ættjarðarástar þjóðar- hrotsins í vesturvegi. E^kkert annað, en þetta fegursta og yndislegasta, sem á jörðunni finst — konan — gat verið Vestmönnum í Ameríku í- mynd móðurlandsins heima. Þannig ortu þeir sinn fegursta ættjarðaróð. Nú tekur heimaþjóðin undir og heldur hátíðlegan Vest- mannadag, sunnudaginn 2. júlí. Yndislegur staður á Þingvöllum hefir verið valinn fyrir þetta hátíðarhald. f fyrsta sinni heldur heimaþjóð- in hátíðlegan dag til þess að minnast á sérstakan hátt son- arins í vesturvegi. Þetta á að vera viðeigandi svar við fs- lendingadegi Vestmanna í Ameríku. Menn verða að minnast þess, að hér er eng- inn sérstakur flokkur á ferð- inni, ekki heldur neitt sérstakt félag. Það er þjóðin sjálf með IIA MINGJUóSKIfí TIL ÍSI.ENDINGA Á ÍSLENDINGA I)A GINN Sími 87 647 MJÓLK :: RJÓMI :: SMJÖR PURITY ISRJÓMI kemur til yðar frá nýjustu og fullkomnustu verksmiðjunni í Winnipeg. ýmsum forystumönnum sín- um í fararbroddi, sem að þess- uin fyrsta Vestmannadegi stendur. ♦ ♦ Þegar það sem hér að ofan var'ritað og sett til að fylgja fjallkonumyndinni, bárust oss hin snjöllu orð hátíðarforset- ans, Sigfúsar Halklórs frá Höfnum og fylgja þau hér á eftir: Settur fyrsti V eátmannadagur á íslandi 2. júlí I 939 Sigfús Halldórs frá Höfnum: Eg býð alla velkomna, sem hér eru staddir.— Eg býð velkomna fulltrúa æðstu stofnana þessa lands, andlegra og veraldlegra. Eg býð velkomnar þær tignu kon- ur, sem hér ganga brátt til sætis, og sem með hérvist sinni í dag tákna oss þrjú af þeim fjórum löndum, sem alið hafa og líka leitt til mold- ar flestar manneskjur af ís- lenzku hergi brotnar. Eg býð velkomna gesti og starfsmenn. Eg veit, að vér erum hér sam- an komin i þökk allra góðra vætta. • í dag er fulltrúi frá íslandi staddur á 50. íslendingadegi i Canada, að Gimli, þeim helga stað, þar sein fslendingar námu fyrst land í Manitoba- fylki. f tilefni af þeirri hátíð hefir þangað verið sent skeyti, er sVo hljóðar í islenzkri þýð- ingu: “Fyrsti Vestmannadagur á íslandi sendir innilegar kveðjur og hamingjuóskir öllum saman komnum að Gimli, og öllum fslendingum handan við haf, á fiintug- asta fslendingadegi í Can- ada.”— í dag höldum vér fyrsta Vestmannadag á íslandi, að Þingvöllum, þeim helga stað, sem valinn var af guði og mönnum til þess að verða þingstaður þjóðarinnar, í 9 aldir í rauninni, en í hugum vorum ævinlega. Að þessi dagur er haldinn hér og á þann hátt, sCm raun ber nú vitni um, stafar af því, í sein styztu máli sagt, að í stað sársaukans yfir sifjaslitunum við Vesturfarana er nú komin fró við skilninginn á því, að hinir verðandi Vestur-fslend- ingar lifðu sannarlega þótt þeir dæju, að því leyti, sem við kom sambandinu við oss hér heima, og að það líf muni verða eilift, miðað við beggja tilveru. Að sinni er nóg að drepa aðeins á þetta, því að skilningur þessa sannleika mun greinilega verða ljós af orðum þeirra, er hér taka til máls á eftir mér í dag. Þessi fyrsti Vestmannadag- 1 ur hefir þegar tileinkað sér fagurt kvæði og söng. Honum hefir einnig verið skapað sér- stakt merki, og undir þvi merki mun hann sigra. Vest- mannamerkið er, eins og þér sjáið, hlekkjahringur um tengdar hendur. Eg veit ekki hvort hin unga listakona, sem merkið gerði, hefir nokkurn tíma heyrt tilvitunina um “hands across the sea.” En hvað sem um það er, þá er það góður fyrirboði, að hún hefir fest þessa hugmynd: hendurnar sem mætast um haf, í þá umgjörð, að mér þykir ekki liklegt að mönnum hug- kvæmist í hráð umbót á þessu látlausa tákni sambandsins milli vor og Vestur-fslendinga. Sá trausti hlekkjahringur, sem i merkinu lykur um handa- hand vort um haf, er eins og giftingarhringurinn: hann er endalaust tákn órjúfandi sam- bands. Megi þá þessi fyrsti Vest- mannadagur verða öflugur hlekkur þess trygðahrings, sem um alla framtíð — að svo miklu leyti, sem mannlegur skilningur fær greint það hug- tak — tengi hugi og hendur um hið mikla haf, sem oss skilur, á fslandi, frá ættmönn- um vorum i. Vesturheimi. Að svo mæltu lýsi eg settan fyrsta Vestmannadag á ís- landi. ATHS.—Misskilningur hefir hér átt sér stað heima á ættjörðinni, þar sem minst er á 50. íslendingadag í Canada. Sá dagur verður haldinn á Gimli 7. ágúst, en ekki 2. júli, eins og að ofan er sagt. Sá maður, sem er talinn sigursælastur og stendur með pálmann í höndunum frammi fyrir heiminum í vafurlogum frægðarinnar, á venjulega marga persónulega ósigra sér að baki. En um slíka sigra er öðrum mönnum venjulega ekki kunnugt. — Strickland Gillian. EATON 2-Trouser Suits for Value It’s a pleasure to remind you that EATON Two-Trouser Suits excel themselves this season — top YOUR keenest expectations.' Prices at: $20.00 $25.00 $30.00 $35.00 Available on Our Budget Plan Men’s Clothing Section, The Hargrave Shops for Men, Maln Floor ST. EATON C°u-,™

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.