Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1939 -----------Xösbetg----------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLiUMBIA BKESS, IíI.MITED 695 Sai-gent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press,Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 * Islenzk skáldskaparliál The Art of Poetry in Iceland. By Sir William A. Craigie. Oxford 1937. Það hefir dregist fyrir mér lengur en skyldi, að vekja athygli fróðleikshneigðrh ís- lenzkra lesenda, einkum þeirra er bókmentum unna, á ofan- nefndum bæklingi. En hann er fyrirlestur, sem höfundur- inn flutti við háskólann í Ox- ford huastið 1937. Það þarf bæði mikla þekk- sem annað í bæklingi þessum, bygt á staðgóðri þekkingu og ber vott glöggsýni höfundar og öfgaleysi í dómum. Á Sir William skilið þakkir vor íslendinga fyrir þennan vandaða fyrirlestur, eins og fyrir svo margt annað í þágu bókmenta vorra og menning- ar. Og dæmi hans, ræktar- semin við íslenzk fræði, ætti að vera oss hvatning til þess, að vanrækja eigi vora auðugu , , , , , ,,, , bókmentalegu arfleifð;í þang- mgu a íslenzkum skaldskap, ag hefir þjóð vor sótt> og þar og þá eigi síður frásagnar- hæfileika í rikum mæli, til þess að rekja sögu hans, þó í aðaldráttum sé, á einum 34 blaðsíðum. En það hefir Sir William A. Craigie tekist snildarlega í þessum fyrir- lestri sínum. Er hér lýst með þeirri glöggskygni, sem sprott- in er af víðtækri og djúpstæðri þekkingu á efninu, höfuð sér- kennum íslenzks skáldskapar frá því á fyrstu tíð og fram á þennan dag, og þróun hans um aldaraðir. Gerir höfund- urinn meðal annars mjög at- hyglisverðan samanburð á forníslenzkum og engil-sax- neskum skáldskap og bendir á það, hversu langt íslenzk skáld náðu fram úr engil- ' saxneskum skáldum í orðsins list, bragfimi og málskrúði. Leggur hann réttilega áherzlu á það, að íslendingar hafa alt- af skoðað skáldskapinn sem íþrótt, og þessvegna, er tímar liðu, orðið slíkir formsnilling- ar, sem raun ber vitni. Þar sem Sir William ræðir um íslenzkan skáldskap sér- staklega frá sjónarmiði rim- snildar og málskrúðs, verður honum eðlilega tíðrætt um hinn forna skáldskap vorn (bragarhætti hans og kenn- ingar) og um rímurnar; lýsa dómar hans um hvorutveggja nákvæmri þekkingu hans og glöggum skilningi hans á þeim. Enda mun óhætt mega segja, að hann sé fróðari öll- um öðrum núlifandi útlend- ingum, og flestum íslending- um, um rímurnar; skilur hann einnig manna bezt hvert gildi þær hafa haft fyrir þjóðina á liðnum öldum; en þær voru henni miklu meira en stund- argaman á löngum vetrar- kvöldum; þær voru henni “andleg leikfimi” og héldu vakandi máltilfinningu henn- ar og ljóðhneigð. Hafa þær því, eins og Sir William’ tek- nr réttilega fram, átt sinn þátt í því, að viðhalda sam- hengi íslenzkra bókmenta. En jafnhliða því, sem höf- undurinn ræðir um islenzkan skáldskap, fer hann einnig nokkrum orðum um ýms höf- uðskáld fslendinga að fornu og nýju, og er matið á þeim, getum vér ennþá fundið, eld atorku og holls metnaðar. Richard Beck. Sumar-námskeið við Gimli All-greinilega prestar Hins ev. félags allareiðu námskeið fyrir hafa tveir lút. kirkju- skrifað um sunnudags- skóla kennara og aðra kristi- lega leiðtoga, sem áformað er að haldið verði undir umsjón Bandalags lúterskra kvenna dagana frá 12.—21. ágúst í Canadian Sunday School Mis- sion Camp, sem er tvær milur fyrir norðan Gimli. Senni- lega mun grein séra Sigurðar Ólafssonar í Lögbergi þ. 6. júlí, hafa sannfært fólk um þörf og gildi þessa fyrirtækis. Mun því, a.ð eg hygg, ekki vera þörf á því að svo stöddu, að leiða fram fleiri rök. Vil eg þó tilfæra nokkur orð úr grein séra S. ó., sem eru sérstaklega athyglisverð: “Námskeið til undirbúnings og leiðbeiningar og uppörfunar leiðtoguin og kennurum i starfi safnaðanna heima fyrir . . . eru nú talin nauðsynlegur þáttur í starfi kristilegrar kirkju.” “. . . Brýn nauðsyn á sem beztum undirbúningi fyrir sunnudaga- skólakennara er öllum ljós, en margir, bæði yngri og eldri, sem fúsir eru til slíkrar þjón- ustu, halda sér til baka sökum þess að þeim finst að þá hresti þá þekkingu, sem til þess er nauðsynleg. . . . Annað hlut- verk slíkra námskeiða er upp- örfun sú, og andlegur styrkhr, sem þau eru fær að veita: aukinn áhugi fyrir starfi safn- aðar síns og fyrir áhugamál- um kristninnar, nýjar hug- sjónir og ný þrá eftir fyllra samfélagi við Guð.” Starfsfólki í sunnudagaskól- um, ungmennafélögum, kven- félögum og yíirleitt í öllum deildum kristilegs safnaðar- starfs, og þeim sem fýsir að búa sig undir slíka starfsemi, gefst nú tækifærið að öðlast haldgóða uppfræðslu, leiðbein- ingar, og uppörfun. Morgunstundir verða notað- ar til kenslu, sem fram fer á ensku. Kenslugreinar verða: The Sunday School and the Church, — (a) purpose, (b) pupil, (c) program, (d) the teacher, (e) the lesson, (f) the class; The Young People and the Church, — (a) The home, (b) cönfirmation, (c) marriage, (d) young people’s society, (e) Theyuong church- man facing a modern world; The Bible and the Church, — (a) Christian training in the home, (b) A glimpse of Bible history, (c) How we got our Bible, (d) Value of Bible teaching, (e) Problems of the Bible, (f) The revelation of Christ in the Bible, (g) The Bible and excavations, (h) The Bible in the modern world, (i) The Bible in the Church service. Fastakennarar verða séra Egill H. Fáfnis, séra Sig. Ól- afsson, séra Bjarni A. Bjarna- son og séra Rúnólfur Mar- teinsson. Auk þeirra verða fyrirlesarar, sem annast um erindi og úmræður kl. 1.30 hvern dag. En kl. 8 e. h. hvern kensludag er gert ráð fyrir að hin ýmsu ungmenna- félög sjái um prógram. Einnig er tilætlaður tími á hverjum degi til hvildar, sunds og leikja. Tveir sunnudagar falla inn i námskeiðstímabilið, og verða þá haldnar guðsþjónust- ur og sérstök opin mót. Hef- ir verið þannig vandað til alls undirbúnings að allir sem sækja námskeiðið megi síðan hverfa heimleiðis endurhrestir til líkama og sálar, með nýj- an þrótt og áhuga til starfs í sinum kristilega félagskap heima fyrir. Nægilegt rúm verður í þess- um “camp” fyrir um 120 manns. Kostnaður fyrir allan tímann er $5.50 á mann, en $1.00 á dag fyrir þá, sem verða aðeins part af tíman- um. Samsvarar þetta ekki jafnvel tilkostnaði við matar- kaup, en er þó alt það gjald sem nemendur þurfa að borga, að undanteknum nauðsynleg- um ferðakostnaði. önnur út- gjöld eru algjörlega á valdi einstaklingsins sjálfs. Væntanlegii; nemendur snúi sér sem allra fyrst til Mrs. H. F. Danielson, sem er skrá- setjari og gjaldkeri nám- skeiðsins. Heimilisfang henn- ar er 497 Garfield Street, Win- nipeg, Man. Nokkur kvenfé- lög og ungmennafélög hafa tekið það að sér að kosta nemendur, og er það sannar- Ieg^ lofsverð ráðstöfun, og gott dæmi til eftirbreytni fyrir öll slík félög. B. A. Bjarnason Train service to lcelandic Celebration at Gimli, August 7th lst Train leaves Wmnipeg at 9 a.m. to Gimli direct. 2nd ” ” ” ” 10 a.m. to Gimli and Wpg. Beach. 3rd ” ” ” ” 1:45 p.m. to Gimli and Wpg. Beach. 4th ” ” ” ” 5:20 p.m. to Gimli and Wpg. Beach. 5th ” ” ” ” 6:55 p.m. to Gimli and Wpg. Beach. Return trains will be announced at the Park Last train for Winnipeg leaves Gimli from Park siding at 12 midnight Fare $ 1.25 return Ríkasti maðurinn í Babýlon SEGIR FRÁ AÐFERÐ SINNI VIÐ AÐ SPARA PENINGA Skrifið eða símið eftir ÓKEYPIS eintaki af þessari bók THE UNIVERSAL LIFE ASSURANCE AND ANNUITY COMPANY 505 Paris Bldg., Winnipeg Phone 95 772 UMBOÐSMENN KRIS. KRISTJANSSON HERMAN MELSTED WINNIPEG K. N. S. FRIDFINNSSON ARBORG, MAN. Klettafjöll og Kyrrahaf Eftir Sig. Júl. Jóhannesson (p'ramh.) Áður en eg skil við Blaine verð eg að minnast lauslega á eitt, sem mjög er merkilegt þar skamt frá. Það er hinn svokallaði og réttnefndi “Frið- arbogi.” Hefði ekki séra Ey- lands verið búinn að taka það frá mér, þá hefði eg helgað þessu atriði nokkrar línur í þessari ruslakistu; en hann gerði það svo fallega að mér kemur ekki til hugar að reyna að keppa þar við hann. Þetta er stóreflis bogi, sem stendur sínum fæti hvoru inegin landa- merkjalínunnar, — línunnar, sem enginn sér og alls ekki ætti að vera til; annar helm- ingur bogans er því Canada megin en hinn Bandaríkjanna. Þetta táknar hinn langvarandi friðj milli nágrannaþjóðanna i liðinni tíð og er táknrænn spá- dómur um varanlegan frið á komandi öldum. Ef til vill hefir það verið sökum þess hversu Blaine er nálægt Can- ada, að þar á hátíðinni var sungið: “God Save Our Grcaious King” — eða ef til vill hefir það verið fyrir hug- arfarsleg áhrif friðarbogans; hver veit; eitt er víst og það ef það að á liðnum öldum hafa herfrægða —• og stork- unar minnismerkin átt mik- inn og skaðlegan þátt í því að skjapa hatur og hernaðaranda. Þessi nýja tegund minnis- merkja ætti því að móta hugs- anir manna og sálarfarslegt viðhorf í gagnstæða átt. Vel fór á því að syngja söngva þriggja landanna: íslands, Bandaríkjanna og Canada, við þetta tækifæri. Þó hefði mér fyrir mitt leyti þótt fara enn- þá betur að syngja “O Can- ada”; en það er einungis lítil- fjörlegur skoðanamunur. Á hátíðinni höfðum við mætt fólki úr ýmsum áttum; þar á meðal frá Point Roberts og Vancouver. Hafði okkur verið boðið til beggja þessara staða og hagað svo tíma og tækifærum að það var mögu- legt. Að afstaðinni Belling- ham förinni var maður kom- inn til Blaine, frá Point Rob- erts til þess að flytja okkur þangað í bifreið. Þetta var okkur sagt að væri alíslenzk- asta bygðin á Kyrrahafs- ströndinni, og hlökkuðum við mikið til þess að koma þang- að; enda þektum við þar tais- vert af fólki persónulega. Mað- urinn, sem sótti okkur heitir J. Salomon, dugnaðar og myndarmaður. Var dóttir hans með honum og stjórnaði hún bifreiðinni; vegurinn er alllangur, en hún var sýnilega enginn viðvaningur í því að halda um bifreiðarstýrið. Við komum til Point Rob- erts að kveldi dags og var tek- ið á móti okkur hjá Salomons fójkinu með hinni mestu gest- risni; höfðum við þar kveld- verð/ og alla aðhlynningu; en þaðan var farið með okkur út í kirkju. Höfðu þeir Tangabúar boðið þar til samkvæmis; var mér sagt að fólk væri þar frá hverju einasta heimili i bygð- inni; enda var þar fjöldi manns miðað við alla ibúana, þvi þeir eru ekki margir; hefir margt af unga fólkinu leitað burt úr heimahögum; ekki getað fengið viðunandi at- vinnu og því orðið að leita hennar annarsstaðar. Er það sama sagan og í flestum öðr- um sveitum. Hinrikj Eiríksson, Bjarni Lyngholt og fleiri höfðu aðal- lega gengist fyrir þessu sam- kvæmi. Er Hinrik gamall vin- ur og nágranni frá íslandi þegar við vorum á yngri ár- um. Er hann sonur Eiríks i Svignaskarði í Mýrasýslu, sem þar var stórbóndi á sinni tíð; en Svignaskarð er örskaint frá Svarfhóli, þar sem eg átti heima. Þótti mér það mikill gleðiaukd að hitta hann aftur eftir nálægt fimtíu ár. Bjarni Lyngholt skáld var annar gamall vinur, sem eg hafði ekki séð lengi; en hon- um hafði eg kynst i Winnipeg. Eg mætti geta þess hér að Bjarni flutti mikið kvæði á hátíðinni í Blaine; hefi eg altaf verið að vonj^st eftir því í blöðunum. Bjarni stjórnaði samkomunni og flutti í byrjun langa og snjalla ræðu. Var svo til ætlast að eg talaði þar nokk’ra stund, en sá var ljóð- ur á að eg hafði lofað þeim ’ Seattlemönnum þvi, að tala hvergi nema á hátíðinni í Blaine fyr en eg væri búinn að tala á þeirra hátíð. Þetta loforð varð eg auðvitað að halda og er það í fyrsta skifti, sem eg man eftir að hafa gengið í þagnarbindindi og haldið það. En Seattlebúar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.