Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1939 5 höfðu verið svo undur þolin- móðir og góðir við mig undan- farin ár, þegar eg hafði orðið að bregðast loforðum mínum við þá, aðj eg mátti með engu móti svíkja þá í þetta skifti. Eg reyndi samt að bæta úr þessu lítið eitt á Tanganum nieð því að lesa upp fáein kvæði — því það kalla eg ekki að tala. —• “Eg kalla ekki hrútinn kind,” sagði karlinn þegar hann var að telja fram. Bjarni Lyngholt studdi mig við þessi tíunda- svik með sinni venjulegu fyndni og gleði. Sýnast hvorki ár né elli hafa hendur í hári hans. Mér sýndist hann eins ungur og hann var þegar eg þekti hann í Winnipeg. Síðan er þó langt liðið. Samkoman var hin skemti- legasta .að öllu leyti og mætt- um við þar ýmsum góðum kunningjum. Þar var Jóhann Norman, bróðir Jakobs í Wynyard og Ásta kona hans, sem allir kannast við með nafninu málarameistari. Var verið að mála kirkijuna að innan og gerði hún það. Þarna mættum við Sölva Sölvasyni, sem hér var lengi við verzlun. Minti það mig á auglýsingu, sem eg útbjó fyrir hann í Dagskrá forðum daga og oft var sungin af krökkum þegar þeir gengu fram hjá búðinni hans. Hann var hress og hraustur sem fyr. Hér er partur af auglýsingunni: “Ef ætlarðu að kaupa þér há- tíða hnoss -—og helzt það, sem krakkar ei mölva—* þá er það á horninu’ á Ellen og Ross i allsnægta búðinni’ hans Sölva. Ef kemur í húsið hans ferð- lúið fólk, þá fær hann því hægindastól- inn. Ef langar þig, karl minn, i kaffi’ eða mjólk þá kemurðu þangað um jólin.” Tveir gamlir kjunningjar voru þarna, sem eg hafði kynst í Foam Lake: Ingv^r og Elias Guðmundssynir, kallar Ingvar sig Goodman en Elías Guðmundson, en þeir eru tví- burar. Eg hefi þekt tvíbura, sem fæddir voru sitt árið hvor: annar fæddur kl. 11 á gamlárskveld en hinn kl. 1 á nýársdagsmorgun; en eg hefi aldrei áður þekt tvíbura, sem hétu mismunandi nöfn- um (seinni nöfnunum) Kona Elíasar er systir Guðmundar Grímssonar dómara; er dóttir þeirra fötluð (varð það eftir veikindi). Eg þekti hana sem barn þegar eg var í Leslie. Fanst mér það aðdáunarvert hversu lífsglöð hún er og kát, þrátt fyrir fötlunina. Datt mér í hug Pauline Johnson, Helen Keller og fleiri, sem svo mikið hafa átt af andlegu sól- skini að það hefir skinið bjart og hlýtt í gegnum öll ský og gert þeim lífið miklu sælla, en margir þeirra þekkja, sem heilir eru heilsu. Mér fanst það vera eitthvað svo — eg veit ekki hvað eg á að kalla það — sorglega hug- hreystandi að ryfja upp í hug- anum endurminningarnar um þetta veika barn, bera þær saman við þessa fullorðnu stúlku, sem alla æfi hafði átt við þetta böl að búa, en brosti samt eins glaðlega og drotn- ingin í sumar þegar hún ók í gegnum mannþyrpinguna.— Þá mættum við þarna konu, er við bæði höfðum þekt, hún hafði verið hér í Winnipeg og hét Anna Sveinson; er hún gift Jóni Mýrdal, en hann er hróðir Árna Mýrdal er margir kannast við af ritgerðum hans í íslenzku blöðunum. Kom- um við heim til þeirra Jóns og önnu og eiga þau myndar- legt heimili. Kona Ingvars Goodmans og Árna Mýrdal eru systur og tviburar. Þarna mætti eg einnig gamalli vin- konu frá Elfros-, ekkju Jónas- ar sál. Sturlaugssonar. Að lokjnu samkvæminu fór Hinrik Eiríksson með okkur heim til sín og var það heim- ili okkar á meðan við dvöld- um á Tanganum. Er kona Hinriks fósturdóttir Gunnars á Hamri í Borgarhreppi á ís- landi, sem var nafnkunnur framkvæmdabóndi á sinni tíð; er Mrs. Eiríksson hin mesta myndarkona. Hinrik hafði frá mörgu að segja og hafði eg hina mestu .skemtun af að tala við hann, ryfja upp forn- ar og hálfgleymdar endur- minningar; heyra hann segja frá lífi og haráttu landanna vestur frá eftri að þeir námu lönd og meðan þeir voru að ná fótfestu. Þegar eg þekti Hinrik áður var hann ungur maður, sem logaði af fjöri og áhuga og horfði upp í háan himinn bjartra vona. Þær vonir hafa óefað margar ræzt, því Hinrik hefir yfir höfuð verið gæfumaður, en hann er orðinn slitinn og þau bæði og verðskulda hvíld eftir langan erfiðisdag. En það er hægra sagt en gert að bregða búi og setjast í helgan stein. Mynd- ina, sem eg átti í huga mér af Hinrik um tvítugt ber eg saman við þá mynd, sem eg hefi nú og þá minnist eg vís- unnar hans Stephans G. Stephansonar: “Örlögl búin heimi hjá hendur trúar sýna: skorið er lúa letur á lófa og hnúa þína.” En samt var Hinrik hress og glaður og ennþá fullur af fjöri. Þau hjónin fóru með okkur eins og við værum syst- kini þeirra. Heimili þeirra er hið myndarlegasta úti og inni með úllum mögulegum þæg- indum, sem þar er völ á; en samt er ómögulegt að selja. Mér finst það yfirleitt í þess- ari fallegu, litlu íslenzku bygð, eins og víða annarsstaðar, að helzt líti út fyrir að jarðirnar fari í eyði og húsin fúni niður þegar gamla fólkið — frum- byggjarnir — fattast eða fell- ur frá. Er það illa farið, en verður ekki við gert. Hinrik ók með okkur næsta dag um allan Tangann; er þar víða einkar fagurt. Þann dag vorum við boðin til Eiríks bónda Andersonar og konu hans; vorum þar til miðdags- verðar og mættum hinum á- gætustu viðtökum; er það hið mesta myndarheimili. Eitt þótti mér leiðinlegt, er eg sá á Tanganum: það var stóreflis skipafloti — fiski- skip. Eg á ekki við það að mér þætti leiðinlegt að sjá blessuð skipin; langt frá; eg er gamall sjómaður sjálfur og hefi æfinlega gaman af því að sjá skip. En það var annað: eg spurði hver ættij þessi skip og komst að því að enginn fs- lendingur átti eitt einasta þeirra.— Sama var sagan hjá þeim Tangabúum og öðrum íslend- ingum hér í landi, að inargir hafa þeir reynt að klífa þrí- tugan hamarinn til þess að menta börn sin. Heima í bygðinni er myndarlegur skóli og var þar skólastjóri séra Erlingur sonur séra K. K. ól- afssonar, efnilegur mentamað- ur. (Framh.) Bænir eru máttugri, er margir biðja. -f ♦ Ekkert hljóð hrífur mig eins mikið og rödd spóans þegar hann “vellir graut.”-— Bisk. af Canterbury. •f -f Ástfangið fólk ætti aldrei að verá að tala um gömul ást- aræfintýri hvert við annað. Slíkt hefir undantekningar- laust óþægindi í för með sér. —Regs Edynbryn. Trauát á Veátur-Canada Til þess að geta haft traust á framtíðinni, er það nauðsynlegt að hafa eigi aðeins traust á framleiðslu- skilyrðum lands og vatna, heldur traust á íbúunum í þá átt, að þeir færi sér náttúrufríðindin í nyt. The Searle Grain Company, Limited, hefir sannað traust sitt á Vestur-Canada með því að byggja korh- hlöður til sveita í Sléttufylkjunum þremur, og vér erum við því búnir að veita þeim afgreiðslu, er svo diarfmannlega starfa að akuryrkju Vesturlandsins. 1 Árborg og Riverton, bygðarlögum, sem auðsjáanlega eiga fyrir sér góða framtíð, höfum vér kornhlöður, og vér treystum því, að oss ávalt lánist að verða þessum héruðum til uppbyggingar. SEARLE GRAIN COMPANY LTD. WINNIPEG FORT WILLIAM CALGARY VANCOUVER REGINA SASKATOON EDMONTON ZICZAG Orvals pappír í úrvals bók 5' 5 2 Tegundir SVÖRT KAPA BLA KAPA Hinn upprunalegi þunni vindlinga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. BiiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover “Egyptien’’ úrvals, h v í t .u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vaföir t verksmiöju. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover Breytingar á útgáfu Sameiningarinnar Eins og kunnugt er, hefir fjárhagur Sameiningarinnar staSið mjög tæpt stðustu árin. Pað er naumast leyndarmál, að tslenzk útgáfu- fyrirtæki eiga yfirleitt við vaxandi erfiðleika að stríða hér t Amerlku. Hvorttveggja ræður, að tala áskrifenda er ekki há samanborið við almenna útgáfu rita, og hitt, að áskriftargjöldin eru oft ekki greidd í tæka tíð. Hefðu allir áskrifendur Sameiningarinnar greitt fyrir blaðið á liðnu ári, auk þess er inn kemur fyrir auglýsingar, hefði útgáfan getað þvt sem næst eða alveg borið sig. En eins og gekk, var hallinn hátt á annað hundrað dollara, þrátt fyrir það að blaðinu bættust yfir fimttu nýir kaupendur á árinu. Kirkjuþingið síðasta hafði framttð blaðsins til meðferðar. Kom greinilega t ljðs, að mönnum var ant um að útgáfa þessa elzta tslenzka kirkjurits t allri sögu íslenzkrar kristni héldi áfram eins lengi og nokkur tök væru' á. En hitt var mönnum einnig ljðst, að kirkjufélagið mætti illa við þvt áð ja/na árlega svo mikinn tekjuhalla. pingið sá sér eklcf fært að ráða fram úr málinu sjálft. Fðl framkyæmdarnefnd- inni að kanna allar leiðir er hugsanlegar væru, og velja cvo þau úr- ræði er helzt væru tiltœkileg. Framkvæmdarnefndin hefir haft málið til meðferðar, og efur 5Vir,- lega yfirvegun á ástæðum og möguleiku'm, hefir hún afráðið að breyta ekki stærð á eintökum blaðsins, en fara að dæmi Kirkjuritsins á Is- landi í því að láta það ekkl koma út nema ttu sinnum á ári en ekki tðlf eins og verið hefir. Sparast þannig allmikið fé, svo að batni lítið eitt skilsemi kaupenda einnig, ætti eklti um halla að vera að ræða. pess þarf ekki að geta, að ekki er ljúft að taka þetta spor. Bn það er á engra valdi nema almennings safnaða vorra og annara kristin- dómsvina að gera aðrar leiðir færar. Um leið og aukin kaupendatala og stundvts greiðsla á áskriftargjaldi mundu gera það mögulegt að auka lesmálið aftur, væri það þeim er að útgáfunni standa hið mesta gleðiefni að geta upphafið aftur þá ráðstöfun, er vér nú höfum tilkynt. Vér treystum þvt að vinir blaðsins allir verði oss sammála um að eins og stendur var þetta — eða eitthvað svipað — ðumflýjanlegt. Blaðið á alla sína framtíð undir áframhaldandi trygð þeirra og velvild t garð þessa málgagns kirkjufélags vors. — Petta eintak blaðsins er fyrir júlt og ágúst, og hið næsta fyrir september og oktðber. Fvrir hönd framkvæmdarnefndarinnar, K. K. ÓLAFSON, forseti kirkjufélagsins. ;■ ; ■ You’ll find it pays to keep in touch with the market daily. . .. A telephone can save many trips to town—first call the market and see if the price is right— then deliver the goods. Do Not Be Without a Telephone Sell your produce by TELEPHONE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.