Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1939 fi I Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE iv. kapituli Embættislegt viðhorf. Dr. Irechester átti yfir að ráða allmiklum hæfileikum og skýrum skilningi á hverju því, sem um var að ræða, en lítt þolinmóður við gagnrýn- ing nokkurs máls. Hann var víðlesinn, bæði í því, er að stöðu hans laut og í almennum bók- mentum, en hafði forðast hina hörðu raun er á götu sérfræðingsins liggur. Og hliðraði sér með jafnvel ennþá meiri óbeit við því, sem mikla á- reynslu útheimti í hans eigin starfi. Hann var vel efnaður, hafði á miðskeiði æfinnar hlotið vænan arf, og kona hans hafði einnig yfir sér- stökum efnum að táða; kringumstæður hans lögðu þvi engin höft á smekk hans og eftirlang- anir. Hann hafði bráðlega fengið opin augu fyrir því, að Dr. Evans heitinh gæti orðið sér fremur til léttis, en sem keppinautur í starfinu; og jafnvel ennþá fremur komst hann á slíka skoð- un um Mary Arkroyd, sem studd var ákveðinni vissu um það, að þegar öllu væri á botninn hvolft og þrátt fyrir alt gæti kvenlæknir ekki, er um verulega alvarlegt sjúkdómstilfelli væri að ræða, orðið nema eins og til aðstoðar. Því var það, að hann, svo sem áður var sagt, tók Mary eins og undir verndarvæng sinn og hvatti hana til að halda áfram starfinu með sér; hann taldi sjálf- um sér trú um, að þegar hann hefði fullkomlega prófað hæfileika hennar — innan þeirra takmarka er geta hennar að hans dómi næði til — gæti hann tekið hana í félag með sér, sem væri alls ekkert óálitlegt. Auðvitað gæti hann eins og stæði valið úr sína eigin sjúklinga, en eins og eldri eða aðal-meðlimur félagsins, hefði hann þar sjálfsagðan forgangsrétt. Það var til dæmis ó- hugsanlegt, að Naylorsfólkið — gamlir og góðir vinir — yfirgæfu hann; en hann vildi þó vera viss um valið úr nýjum sjúklingum, sem sumir kanske, vegna heimsku sinnar eða kenja, leituðu til Dr. Mary. Og þarna var Mr. Saffrop, til dæmis. Hann var í huga Irechesters, eða grunsemd rétt- ara sagt, einkennilegur sjúklingur; en einmitt þessvegna, óáreiðanlegur og fljótur til móðgunar. Það var einmitt vegna slíkra skjólstæðinga, sem hann hugðist að bjóða Mary félagsskap við sig; þá gæti hann bæði haldið þeim og haft tíma til að stunda þá sjálfur. En konan hans hló að Mary, eða fremur að þeirri framþróun kvenréttindanna, sem leitt hefði hana og mörg önnur ennþá broslegri kvenundur fram á sjónarsviðið. Læknirinn hélt mikið af konu sinni, sem var einkar fjörug og falleg kona, er tízkunni vildi fylgja í öllu. En hlátur hennar og það, er í honum fólst, var fyrir honum eins og ofurlitlir brestir í logandi þyrninálum undir pott- inum. Það var einn heiðskíran eftirmiðdag, nokkr- um dögum fyrir jól, að þeir læknirinn og Mr. Naylor sátu hlið við hlið, báðir dúðaðir í hlýjar yfirhafnir og loðfeldi, og voru að horfa á tennis- leik að F'ornasetri. Dr. Maryt og Beaumaroy léku saman, og átti hann auðsjáanlega erfitt með að ná góðu haldi á netspaðanum með særðu hend- inni. Móti þeim léku þau Cynthia og Alec kap- teinn. Kapteinninn gat ekki, helti sinnar vegna, farið eins hratt um leikvöllinn og hann áður hafði gert, en vegna hæðar sinnar og löngu arm- leggja var hann þó all-hættulegur andstæðingur við netið, og Cynthia var mjög snör í hreyfingum að leiknum. Tíu daga veran í hinu hressandi Inkston-lofti hafði haft undursamleg áhrif á Cynthiu. Og svo var það nokkuð annað, sem þarna gat einnig komið til greina. Það hefði þurft meira en algenga trygð við glataðan málstað og eyðilagðar vonir — og það er vissulega ekkert harðneskjulegt að benda þannig til Cranster kap- teins — til að verjast Alec Naylor. Ef satt skal segja, þá hafði Cynthia staðið því nær á öndinni af aðdáun við fyrstu samfundi þeirra; henni fanst hún aldrei áður hafa séð neinn mann jafn veglegan, eða — hvar sem á hann var litið, jafn rómantískan; stærð hans, líkamsfegurð, heltin, orðstírinn, — alt varð dásamlegt í augum hennar. Og hver gæti undrast slíkt? Auk þess var hann einkar hógvær og blátt áfram, og enginn auli, að því er takmörk reynslu hans náðu til. “Hún sýnist vera einkar myndarleg, unglings- stúlkan þarna, og laglegri en alment gerist,” sagði Naylor. “Já, en hann er fremur kynlegur fugl, virð- ist mér,” svaraði læknirinn, eins og í leiðslu. Hugir þeirra höfðu ekki stefnt að sama takmarki. “Drengurinn minn skritinn fugl!” mælti Naylor eins og undrandi. Irechester brosti og kreisti saman varirnar, svo lítið bar á brosinu. “Þér eruð að hugsa um hjónasvip. Eg var að yfirvega líkamseinkennin,” svaraði hann, Naylor bað afsökunar og mælti: “Eg hefi sterka ástríðu til að sjá öllum þessum ungu mönnum fyrir meyjarmuna svo fljótt sein unt er. Er það ekki sanngjarnt?” “Jú, og einnig mjög nytsamt. En það er nokkuð, sem hægt er að treysta þeim sjálfum til að annast um, er það ekki?” “Hvað Beaumaroy snertir — eg býst við að þér hafið meint *hann en ekki Alec — þá held eg að þér hafið hlotið að tala við Tom Punnit — eða öllu-heldur hlustað á tal hans,” sagði Naylor. “Skoðanir Punnits herforingja eru, að eg hygg, alment talað á góðum rökum bygðar, að því er lunderniseinkenni mannsins snertir; en hann hefir ekki vegið að fullu lævísi hans.” “Lævísi!” endurtók Naylor undrandi. “Hann kemur mér sízt íyrir sjónir sem lævis maður i nokkrum skilningi.” “Má vera, má vera, segi eg — ekki að því er takmarkið snertir, heldur í úavegum um aðstoð til að ná því. Það er mín skoðun. Eg segi þetta alveg eins og mér finst, Naylor. Mér geðjast aldrei að því, að tala mikið um sjúklinga mína.” Beaumaroy er ekki sjúklingur yðar, hélt eg,” sagði Naylor. “En húsbóndi hans, sem eg hygg að Saffron sé, er einn af þeim. Nú, eg áleit það hyggilegt að hitta Saffron einan sér, og eg gerði tilraun um það. Saffron var tregur til þess, en maðurinn þarna var því algerlega mótfallinn. Næst ætla eg að heimta það. Því, hugsið yður, að sem stend- ur finst mér eg hafi bara óljóst hugboð um, að eitthvað sé meira bogið við Saffron, heldur en á yfirborðinu sézt.” Naylor gaut auga brosandi til vinar síns. “Þið gerið altaf úlfalda úr mýflugunni,” sagði hann. “Leikslok og mát!” hrópaði Alec kapteinn, og — til leiksystur sinnar — “beztu þökk fyrir að leiða til sigurs haltrandi leikhróður!” Athygli Irechesters beindist enn að Beaurne- roy, og þar af leiðandi einnig að Dr. Mary, því að leikslokum stóðu þau enn saman, og eftir að klæðast yfirhöfnum sínum gengu þau til og frá um leikvöllinn, auðsjáanlega í áhugaríkum sam- ræðum, þótt Beaumaroy hefði oftast orðið. Mary hlustaði á hann með sinni venjulegu rósemi og alvörugefni. Eitt eða tvö orð bárust við og við Irechester til eyrna, en Naylor gamli virtist hafa fallið í hugleiðingar yfir vindli sínum, og hafði auðsjáanlega enga löngun til að hlusta á samræð- una. Einu sinni að minsta kosti heyrði læknirinn Beaumaroy segja “Saffron”; og honum virtist hann einnig nefna sitt nafn, að minsta kosti var hann viss um að Dr. Mary hafði gert það. Beaumaroy talaði með ákefð, og bandaði höndum til áherzlu; það virtist sem hann væri að leita álits hennar og aðstoðar í einhverju erfiðu vanda- nfáli. Irechester kreisti fast saman varirnar og leit tortryggnisaugum á þau, er saman ræddu. En nú kom Gertie Naylor og kallaði þetta seinláta fólk inn til kveldverðar, þangað sem allur hinn hópurinn hafði þegar safnast. Yfir horðum ræddi Punnit foringi altaf um stríð, og hnipti óþyrmilega í “hugsjónamennina” eins og slíkir áttu skilið og algengt var. Her- foiinginn trúði á nauðsyn styrjalda, lagði áhrezlu á sannanir um hressandi áhrif þeirra á líkams- bygginguna, og lét ékki á sig fá þó Mr. Naylor kallaði hann “hinn brezka Bernardi,” en skýr- skotaði (með brosi að Dr. Mary) til “hinna læknisfróðu herra,” máli sínu til stuðnings. “í stríði prófast manngildið, sem gullið í eldinum, það styrkir líkamsþrekið, stælir viljann; það er náttúrunnar deigla, er bræðir burt lingerð og kveifarskap; það er réttlæting hins styrka og vinsar úr vesalmennin.” “Eg geri ráð fyrir að þetta sjónannið yðar, herra, hafi mikið til síns máls,” sagði Alec Nay- Ior, “en ekki held eg að áhrifin í lyndiseinkunn manna sé ávalt þau, er þér hyggið. Mér finst eg sjálfur hafa komið úr þessari hræðilegu deiglu allmikið lingerðari en eg áður var.” Hann hló eins og í afsökunartón. “Viðkvæmari, ef þér viljið nefna það svo, næmari því, eins og þér skiljið, fyrir rétti mannlegs lífs, þjáningum þess og öðrum kjörum. Eg hefi margoft séð menn drepna, en það hefir enganveginn vakið löngun mina til manndrápa, heldur hið gagnstæða.” Alec brosti nú aftur, og hætti svo við: “Það hefði vissulega oft ekki þurft mikla hvöt til þess að vekja samvizku mína til mótmæla.” Mrs. Naylor leit með kvíðasvip til herforingj- ans: myndi hann æsast? Nei, hann tók þessu með hægð. “Þú ert maður, Alec, sem má djarft um tala,” mælti hann og kinkaði kolli, eins og hálfgert hróðugur af frænda sínum. Naylor gamli leit ástúðlega til sonar síns, og sneri sér svo að Beaumaroy. “Og hvaða áhrif hafði stríðið á yður?” spurði hann. Þessj spurning kom her- foringjanum, ef ekki í æsing, þá að minsta kosti til að brosa fremur fyrirlitlega, eins og til að láta í-ljós að: Beaumaroy hefði ekki unnið sér inn neinn rétt til þess að láta í ljós álit sitt um þetta. En álit sitt sagði hann, með sínum vanalega einlægnis raddblæ: “Eg held að það hafi eyðilagt hjá mér alla þá samvizkusemi, er eg áður kann að hafa átt yfir að ráða.” “Mr. Beaumaroy!” hrópaði húsmóðirin, er auðheyrt hneykslaðist á slíkri staðhæfing; en ungu stúlkurnar tvær, Cynthia og Gertie, hlógu að þessu. “Eg segi þetta í alvöru. Getur maður horft á það í þrjú ár, að mannslífið sé virt ámóta — já, algerlega — eins og skarnið undir fótum inanns, og sloppið úr þeirri eldruan með hugboð um gildi þess? Getur maður barist fyrir eigin skoðun, hvort sem hún er rétt eða röng? ó, já, rétt eða röng fyrst og seinast, og látist ekki sjá það? Gæti inaður gert það í þrjú ár, og hikað svo á friðartímum við að berjast fyrir réttum eða röngum eigin hagnaði? Og hver skeytir nú eigin- lega um það, hvað rétt sé og hvað rangt?” Nú hljóðnaði yfir samtalinu —. og þögnin varð fremur óþægileg. Hin nakta einlægni í orð- um Beaumaroys heimtaði umhugsun. “Hreinskilnislega sagt held eg, að við hér á Englandi höfum hugsað um hvað rétt væri og hvað rangt,” sagði Naylor. “Það var vissulega. svo í byrjuninni,” sagði Irechester. Beaumaroy greip þessi orð á lofti. “Já, í byrjun. En hvernig fór þegar vígahugurinn greip okkur? Hvernig hugsuðum við þá? Hefðum við þá, í einlægni, fremur viljað fara halloka fyrir réttlætið, heldur en að sigra, jafnvel þó að ein- hver vafi léki á um málstaðinn?” “Þetta er býsna viðkvæm spurning,” hugsaði Naylor gamli með sjálfum sér. “Slík spurning kom aldrei í huga mér,” sagði herforinginn hranalega. “Má eg spyrja hvers vegna, herra?” sagði Beaumaroy kurteislega. “Vegna þess eg trúi á guð. Eg vissi að við stæðum á réttu, og var sannfærður um að við hlytum að sigra.” “Erum við nú komnir í guðfræðinga, eða erum við enn í líffærafræðinni?” sagði Irechester íremur ergilega. “Þið eruð nú að verða mér óskiljanlegir,” sagði Mrs. Naylor brosandi, “og eg er viss um að stúlkurnar hljóta að vera orðnar ruglaðar í þessu.” ‘Eg hefi lært líffærafræði, mamma,” greip Gertie fram i. “Margir halda líka, að þeir hafi lært guð- fræði, og það til hlítar,” skríkti í Naylor gamla. “Eg hefi kastað frain dáindis þrætuepli,” sagði Beaumaroy brosandi. ”Mér þykir það leitt. Eg ætlaði aðeins að svara spurningu yðra um hvaða áhrif þetta alt hefði haft á mig sjálfan.” “Svar yðar, Mr. Beauinaroy, var enda all- óþægilegt. Þér vilduð láta okkur skiljast það, að þetta hefði eyðilagt hjá yður allan greinar- mun á réttu og röngu, var það ekki?” “Gekk eg svo langt?” spurði Beaumaroy hlæjandi. “Þá mætti víst segja, að hugmynd mín um þetta hafi frá upphafi verið fremur óákveðin.” “Eyðileggið þér nú ekki allan áhugann fyrir staðhæfing yðar,” sagði Naylor í bænartón. “Það er rétt líklegt, að skoðun yðar um þetta sé eins algeng, eða jafnvel almennari en skoðun Alecs. Er ekki setningin ‘dýrsleg og taumlaus hermanna- stétt’ sögulega fræg? En hvað sem um það er, þá hygg eg að Mr. Beaumaroy láti ekki sjálfan sig njóta sannmælis. Við getum betur dæmt um það, þégar við kynnumst honum meira,” bætti Naylor við brosandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.