Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.08.1939, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1939 SVALANDI OG HRESSANDI WP^®ÍA ‘jöör 5c is Good Anyttmo “ Cr borg og bygð Látið búa til föt hjá Tesslers Skoðið úrval vort af innfluttum fataefnum úr ull $35.00 Vér búum til fötin í vorri eigin klæðskurðarstofu TESSLER nafnið er trygging fyrir fylstu ánægju 326 Donald Street Slmi 27 951 Dr. Tweed verður staddur í Árborg á fimtudaginn 10. ágúst. + Þeir hr. Árni Eggertsson og Á. G. Eggertsson, lögmaður, komu heim síðastliðinn föstu- dag úr ferð sinni til sýningar- innar í New-York, og létu hið bezta yfir förinni. + + We can arrange, at very reasonable rates, the financ- ing of automobiles being pur- chased. Consult us for par- ticulars. J. J. SWANSON & CO. LTD., 308 Avenue Build- ing, Phone 26 821. ♦ ♦ Á mánudaginn komu til borgarinnar þau Mr. og Mrs. Paul Anderson og Mr. og Mrs. S. A. Anderson, frá Glenboro, Man. Voru þau á heimleið frá Seven Sisters Falls, Ont. þar sem þau höfðu verið í heimsókn til Mrs. Oddleifson, er þar býr. ♦ ♦ Á sunnudaginn 80. júlí, lézt að heimili sínu, 532 Beverley St. hér í bæ, Jón Pálsson, 65 ára að aldri, eftir alllanga van- heilsu. Fór jarðarförin fram frá heimilinu á þriðjudaginn. Jón hafði átt hér lengi heima og stundað trésmíðar. Var hann Austfirðingur og bjó með systkinum sínum Jó- hönnu og Vigfúsi að áður- greindu heimili. Hálfsystkini eru Vigfúsína Beck hér í bæ, og Þórólfur Vigfússon að Steep Rock. Man. Séra V. J. Eylands jarðsöng. Föstudaginn 28. júlí lézt að heimili sínu 563 Simcoe St. hér í bænum, konan Gróa Stefánsson, 75 ára að aldri.— Jarðarför hennar fór fram á þriðjudaginn 1. ágúst. ♦ ♦ Hr. Árni G. Eylands, ráðu-* nautur Sambands ísl. sain- vinnufélaga, kom hingað fyr- ir helgina, ásamt frú sinni, frá New York. Dvelja þau hér vestra um hríð, og mun hr. Eylands hafa í hyggju að kynna sér vinnubrögð og jarð- yrkjuverkfæri bændanna í Manitoba, áður en hann snýr heimleiðis aftur. ♦ ♦ Séra Bjarni A. Bjarnason frá Gimli, kom til bæjarins á mánudaginn snögga ferð og leit inn á skrifstofu Lögbergs. Gat hann þess í fréttaskyni að fiskimenn á Gimli væru nú að koma norðan af vatni úr veri sínu, og hefðu þær góðu frétt- ir að segja, að aflinn hefði á vertíðinni verið mcð mcsta móti. ♦ ♦ Hinn 20. júlí s.l. ahdaðist að heimili dóttur sinnar í Chicago, ekkjan Margrét Guð- mundsdóttir Sigurðsson, eftir stutta legu en alllanga van- heilsu. Hún var ættuð úr Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu á fslandi; fædd 6. nóv. 1862, og ólst þar upp í dalnum. Ár- ið 1889 giftist hún Friðfinni Jóhannssyni en misti hann eftir fárra ára sambúð. Árið 1904 fluttist hún til Ameríku og settist að í Garðarbygðinni. En áður .en hún fór að heim- an, hafði hún tekið til fósturs munaðarlausa stúlku Sigriði að nafni, og kom því með hana með sér vestur. 1908 giftist hún Sigurbirni Sigurðs- syni, fyrrum pósti á íslandi, bjuggu þau saman um mörg ár og var heimili þeirra að Garðar, N. Dak. Eftir dauða seinni maiins síns flutti Mar- grét til fósturdóttur sinnar, sem þá var gift í Chicago, og þar dvaldi hún í friði og vernd síðustu árin. Margrét var fríð kona sýnum, dugnaðar og at- orkukona, og átti í mörgu sammerkt með hetjukonum landnámstíma okkar. Hún lætur eftir sig, Sigríði fóstur- dóttur sína (Mrs. L. C. Koff- sky) í Chicago, og fimm barnabörn, sum búandi í Garðarbygðinni en önnur i Chicago. Jarðarför hennar fór fram frá Garðarkirkju, að viðstöddum nánustu ættingj- um og vinum, þriðjudaginn 25. júlí; hvílir hún i grafreit Garðarsafnaðar. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng hina fram- liðnu í fjarveru sóknarprests- ins. Eftirfylgjandi nemendur Lilju Pálsson pianokennara og Jóhannesar Pálsson fíólín og theory kennara tóku próf við Toronto Conservatory of Music: Grade I. Piano Hildur Johnson First Class Honors 84 Eileen Ried First Class Honors 80 Solla Lifman Honors 78 Grade III. Piano Grace Johannson First Class Honors 88 Johanna Vopni First Class Honors 84 Grade IV. Piano Hartley Hayes First Class Honors 82 Lily Gudmundson First Class Honors 80 Mathilde Rensse Honors 78 Solrun Sigvaldson Honors 70 Helga Holm Pass 62 Grade VI. Piano June Palsson First Class Honors 80 Grade VIII. Piano Florence Rocket Pass 68 Grades í. and II. Theory Florena Rocket, F.C.H. 88 Grade I. Violin Margaret Johannson First Class Honors 84 Grade II. Violin Carl Olafson Honors 78 Tomas Jonasson Honors 77 Grade III. Violin Bjarki Jacobson First Class Honors 85 Grade IV.Violin Gudrun Johannesson First Class Honors 86 Kristjan Johannesson First Class Honors 83 Messuboð FYRSTA LÚT. KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands prestur Heimili: 776 Victor Street Sími 29 017 Morgunguðsþjónustur og sunnudagaskóli falla niður í júlí og ágúst. íslenzkar guðsþjónustur verða fluttar á hverju sunnu- dagskveldi kl. 7 alt sumarið. Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar. ♦ ♦ Sunnudaginn 6. ágúst mess- ar séra H. Sigmar, sem fylgir: Vídalinskirkju kl. 11 f. h. Garðar kl. 2.30 e. h. Mountain, kl. 8 e. h. Allir velkomnir. ♦ + sp:lkirk lút. kirkja Sunnudaginn 6. ágúst Kvöldmessa kl. 7 e. h.— íslenzk messa, séra Jóhann Bjarnason. ♦ ♦ GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 6. ágúst Gimli, ensk messa kl. 10.30 Rev. J. M. White prédikar. útvarpað veríjur á íslenzku yfir stöðina CKY, Winnipeg, sunnudaginn 20. ágúst, kl. 11- 12.15; séra Valdimar J. Ey- lands flytur erindi um “Sam- band kirkjufélagsins við United Lutheran Church in America.” útvarp þetta er að tilhlutun framkvæmdarnefnd- ar kirkjufélagsins. ♦ ♦ Um næstu helgi fara lík- lega flestir íslendingar, í Winnipeg burt úr bænum, sem á því eiga kost. Samt verða margir sem ekki geta það. Því ekki að koma til kirkju næsta sunnudag? Allir þið, sem ekki eigið bíla til að flytja ykkur burtu, allir þið, sem i háa herrans tíð hafið ekki litið inn fyrir kirkjudyr, allir þið, sem eigið eftir svo- litla íslenzka löngun til (fræðslu, allir þið sem haf- ið nokkurn neista af hör- kveik trúarinnar, komið í kirkju næsta sunnudag.y f Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudagskvöld, verður, ef G. 1:, sagt frá einum merkasta manni Guðs kristni á íslandi, fyr eða síðar, Guðbrandi biskup Þorlákssyni. Þið sem lesið þetta komið og fáið kunningja ykkar til að koma líka. Það er heldur engin á- stæða fyrir unga fólkið að neita sér um þessar guðsþjón- ustur. Fjöldi þess hefir fult gagn af íslenzkum ræðum. R. M. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWTN Watchmakers and Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Mr. A. S. Bardal, útfarar- stjóri, brá sér til Rochester, Minn. um, helgina. Mun hann væntanlegur til borgarinnar aftur innan fárra daga. ♦ ♦ Árni G. Eylands, ráðunaut- ur og frú hans dvelja að heim- ili hr. Árna Eggertssonar á Victor Street nú um nokkra daga. BREEZEINN " OIMLI Newly opened Icelandic Cafe Ideal Meals Served Board by the week at reasonable rates Operated by E. & M. SIGURDSON Cor. First Ave. &• Fourth St. (East of Park) Minniál BETEL í erfðaskrám yðar PETERSON BROS. ICE and WOOD ♦ BOX 46 GIMLI, MAN. ♦ Áreiðanleg viðskifti ábyrgst éé (bimli 31‘obqc EXCELLENT ACCOMMODATION ROOM AND MEALS, $1.50 A DAY Special Price per Week For Reservation Write . . . Mrs. S. J. SIGMAR, GIMLI LODGE GIMLI, MAN. INCORPORATED MAY 1670 KVEÐJUR TIL VORRA ÍSLENZKU VINA I tilefni af minningarhátíð þeirra um sjálfstæði þjóðarinnar. / Vér bjóðum yður hjartanlega að gera Hudson’s Bay Company búðina að verzlun- armiðstöð yðar. Þar munuð þér finna úrvals vörur, prúðmannlega afgreiðslu og beztu kjörkaup á öllum tímum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.