Lögberg - 10.08.1939, Side 1

Lögberg - 10.08.1939, Side 1
PHONE 8« 311 Seven Ijlnes J&, ■*y W' *'OT Better Dry Cleanlng and Ijaundry NÚMER 31 Gullafmæli Islendingadagsins . Jón Magnús Jónsson Grein sú er hér fylgir birtist í desember (38) hefti tíma- ritsins “The Palette” sem gef- ið er út í borginni Wichita, Kansas. Er tímarit þetta , helgað fagurfræð,i, listamönn- um og starfi þeirra. Birtist hér í lauslegri þýðing um sögn um íslenzkan mynd- höggvara sem þá var nýkjör- inn heiðursineðlimur í lista- mannafélagi, er nefnir sig Delta Phi Delta. Er hr. Jóns- son, samkvæmt frásögn blaðs- ins tíundi maðurinn, sem þann heiður hefir hlotið á sextán árum. Lesendur is- lenzku blaðanna “heima” og hér fagna jafnan velgengni is- lenzkra manna á hinum marg- víslegu starfssviðum lífsins. Hér er um mann að ræða, sem með frábærri elju og þraut- seigju hefir unnið sjálfum sér frægð og þjóð sinni frama á einhverri þeirri erfiðustu braut sem menn geta valið sér — braut myndhöggvaralistarinn- ar. Er þetta vissulega þess vert að þess sé getið og eftir því munað er ritaðir verða annálar landnemanna og barna þeirra á vesturvegum. Annars skýrir greinin sig sjálf. Höfundur greinarinnar er M. Mauney, aðalritstjóri “The Palette.” . “JÓN IMAGNÚS JÓNSSON er draumamaður, hugsjónamað- ur og skáld. Hin beztu verk hans eru frábærlega skáldleg i túlkun hinna fögru hug- sjöna er hann býr yfir. Verk hans eru frjálsleg og kröftug; ýmist skáldlegs eða fagur- fræðilegs eðlis, en ávalt ein- kend af fegurð og föstu formi. Hann þekkir steininn, eðli hans og möguleika. Hann er talinn með hinnm hæfustn ineðal ungra ameriskra mynd- höggvara. Verk hans eru ávalt í samræmi við þær reglur list- arinnar, sem viðteknar hafa verið uin aldaraðir, en laus við alt prjál og tildur. Hann er einna fremstur meðal þeirra listamanna er höggva steinmyndir fyrir byggingar og stórhýsi (architectural sculp- (Frainh. á bls. 4) Fimtugasta þjóðhátíð Vest- ur-fslendinga var haldin, svo sem áður hafði auglýst verið, í Gimli Park. Talið er að milli þrjú og fjögur þúsund manns hafi verið á staðnum. Margir voru langt að komnir, bæði úr Bandaríkjunum og fjarlæg- um fylkjum. Hátíðin var prýðilgea undir búin, og fór hið bezta fram, að þvi er menn fengu við ráðið. Forseti dagsins, hr. J. J. Samson, setti samkomuna með itarlegri ræðu þar sem hann gerði grein fyrir sögu íslendinga- dagsins á umliðnum fimtíu árum. Auk hinnar ákveðnu skemtiskrár sem hefir verið prentuð í blöðunum voru kveðjur fram bornar af heið- ursgestum, J. T. Thorson, þingmanni, Guðmundi Gríms- son, dómara, frú Láru Salver- son, skáldkonu, Grettir Jó- hannson, ræðismanni, sem einnig bar frain símskeyti frá forsætisráðherra íslands, Her- manni Jónassyni, og Thor Thors alþingismanni, sem ný- lega var hér á ferð. Aðrir heiðursgestir sem tóku til máls voru þeir Árni G. Eylands, ráðunautur, sem einnig flutti kvæði er síðar inun verða birt í þessu blaði, og Vilhjálmur Þór, formaður íslandssýning- arinnar í New York. Einnig flutti W. G. Johnson frá Winnipeg, meðlimur hinnar fyrstu íslendingadagsnefndar samkomunni stutt kvæði. fþróttir fóru fram fyrri hluta dagsins. Var þátttaka í þeim mjög almenn, og gerður að þeim hinn bezti rómur. Er seig á seinni hluta skemtiskrár dimdi mjög í lofti, og fylgdi brátt steypiregn svo mikið að lengi mun í minnum haft af þeim, sem fyrir urðu, en þeir voru margir. Á fáeinum augnablikum tvístraðist mann- fjöldinn í allar áttir. Hver hljóp í það skýli, er næst var hendi, og stóðu menn og kon- ur þannig lengi sem hestar í harðviðri unz af létti flóðinu mikla. Var sem forsjónin vildi á það minna að fimtíu ára ferill frumbyggjanna ís- lenzku hefði ekki ávalt verið sólu glæstur. En æskan lét hvorki vatn né vinda á sig fá. Margir hinna eldri hurfu frá glaðir en gegndrepa, en dans var stiginn, að sögn, lengi nætur af þeim er velli héldu. Þrátt fyrir hina óvæntu vatnsskírn mun það hafa ver- ið alment á tilfinningu manna að samkoman hafi hepnast vel og að ánægjulegt hafi verið að heimsækja Gimli þennan minningaríka dag. Heillaóska skeytin, sem lesin voru, eru birt ásamt umsögn þessari. New York 1. ág., 1939 Icelandis Consulate, 910 Palmerston Ave. Winnipeg. Áður en við förum heim, biðjum við þig að flytja is- lenzku blöðunum og fslend- ingadeginum að Gimli inni- legar þakkir og allar beztu óskir. Hittumst heil. Augusta og Thor Thors. • Reykjavík 1. ág., 1939 Icelandic National League 45 Home St., Winnipeg Vegna íslenzku þjóðarinnar sendi eg fslendingum í Vest- urheimi hugheilar þakkir fyrir hálfrar aldar þjóðræknisstarf- semi og trygð við gömlu ætt- jörðina. óska að þessi tima- mót megi marka upphaf að enn nánara samstarfi allra fs- lendinga báðu megin hafsins. Hermann Jónasson forsætisráðherra • Seatlle, Wash. 7. ág. 1939 John J. Samson, Chairman Icelandic Celebration Committee, Gimli, Man. Congratulations and best wishes on your fiftieth Ice- landic celebration. ./. //. Straumfjord, Chairman Seattle Icel. Celebration Committee • Revkjavík 1. jú 1., 1939 The President, Celebration Committee, Gimli, Man. The first Vestmannadagur in Iceland sends all guests gathered at Gimli and all Ice- landers across the sea sincere greetings and good wishes on the fiftieth anniversary of the Icelandic Celebration Day in Canada. Sigfús Halldórs frá Höfnum, President. Hr. Vilhjálmur Þór, for- stjóri íslandssýningarinnar i New York, er um þessar mundir gestur, ásamt frú sinni og þremur börnuin, á heimili þeirra Mr. og Mrs. G. Finnbogason, 641 Agnes St. Frú Þór er bróðurdóttir Mr. Finnbogason. Hr. Þór býst við að halda til San Francisco með við- komustað í Saskatchewan. “Alexaner mikli, Karl mikli og eg stofnuðum allir víðlend ríki með hervaldi. Kristur stofnaði hins vegar ríki sitt með kærleika. Eg verð að standa augliti til auglitis við fólk, til þess að hrífa það með angnaráði mínu og rödd. En 1800 árum eftir að Jesús Kristur er hættur að vera sýni- legur meðal mannanna, hlýða menn boði hans. Hann heimt- ar menn óskifta og þeir ganga honum skilyrðislaust á hönd. Slikt er dásamlegt.” —Napoleon á St. Helena. Sigurgeir Sigurðsson vígður biskup sunnudaginn 25. júní 1939 Sunnudagurinn rann upp bjartur og skínandi eins og íslenzkur miðsumarsdagur get- ur fegurstur verið. Þennan dag var mikið um að vera viðsvegar í nágrenni höfuð- staðarins: Hvanneyringamót, kommúnistamót að Eerjukoti, Árnesingamót á Þingvöllum m. m. Það var því margt, sem dregið gat að sér athygli Sigurgcir Sigurðsson biskup manna þennan dag — þó ekki sé minst á veðrið og sumar- dýrðina. Þó var það kirkjan, sem þennan dag átti at- hygli höfuðstaðarins og þjóð- arinnar allrar, og hennar vegna verður þessi dagur fest- ur í annála hinnar íslenzku þjóðar, geymdur í minningum kirkju vorrar. Það var vígð- ur nýr biskup, nýju nafni bætt inn í röð íslenzkra biskupa. • Þess mátti verða vart und- anfarið, að kirkjuleg tíðindi voru í aðsigi. Prestarnir voru að safnast til bæjarins undanfarandi daga hvarvetna að af landinu. Liklega hafa ekki strándferðaskip siglt hér í höfn síðustu dagana né bíl- ar runnið ofan Laugaveginn utan af landi, án þess að þar væri einhver klerkur innbyrt- ur. Það kom lika á daginn, þegar alt var heimt, að fleiri prestar voru saman komnir hér en nokkru sinni fyr, og líklega hafa aldrei í sögunni jafnmargir kirkjunnar þjónar verið á einum stað á íslandi, eins og sunnudaginn 25. júni 1939. Kl. 9^2 á sunnudag fóru prestar að safnast saman í Al- þingishúsinu, til þess að skipa sér í skrúðfylkingu. Voru allir hempuklæddir. Séra Friðrik Hallgrímsson prófast- ur hafði umsjón með ytra fyrirkomulagi vigsluathafnar- innar, og skipaði hann mönn- um niður í fylkinguna. Fyrir utan Alþingishúsið og Dóm- kirkjuna tók þegar fólk að (Framh. á bl. 5) Ruth Benson Þessi unga, efnilega stúlka lagði af stað í gærkveldi á- leiðis til Ottawa, þar sem hún tekst starf á hendur á einni af skrifstofum Dominion stjórnarinnar. Hafði hún fyrir ári síðan tekið próf það sem stjórnin leggur fyrir um- sækjendur um slíkar stöður. Ruth er dóttir Björns S. Ben- son lögmanns frá Selkirk, og konu hans Florentínu Júlíus Benson. Björn lögmaður dó úr spönsku veikinni í nóvem- ber 1918. Var Ruth þá á öðru ári, eldri systir hennar, Norma þriggja ára, og bróðir aðeins ófæddur. Með miklum dugn- aði og ósærplægni hefir ekkj- an stundað uppeldi barna sinna, en jafnframt verið fyr- irvinna þeirra. Ruth hlaut undirbúningsmentun sína á s k ó 1 u m Winnipegborgar. Stundaði hún nám við Daniel Mclntyre miðskólann, Dom- inion Business College og Wesley College. Síðastliðið ár hefir hún starfað í þjónustu J. C. Berg lögmanns. Ruth hefir einnig starfað með elju og alúð í yngra söngflokk Fyrsta lúterska safnaðar, og sömuleiðis í ungmennafélagi hans og sunnudagaskóla. Margir vinir hennar og sam- verkafólk munu sakna hennar úr sínum hóp, ekki síður en annara, sem kvaddir hafa ver- ið burtu með svipuðum hætti. Allir, sem til þekkja munu óska henni til hamingju, og biðja henni góðs gengis í hinu nýja starfi. íslendingar eru sízt snarir að snúa sig út úr erfiðleikum. Hér er ein saga, sem gerðist i Reykjavík nýlega. útlend- ingur sá fagurt, hvitt gæru- skinn í búðarglugga. — Hann fór inn og vildi kaupa, en spurði áður, af hvaða skepnu það værL Konan í búðinni komst í vandræði. Hún kunni ekki mál mannsins. Um stund starir hún vandræðalega á manninn en þrífur svo gæru- skinnið, sveiflar því um herð- ar sér og jarmar vel og lengi framan í útlendinginn. Það mál skildu bæði. Hannes á horninu. —Alþýðubl.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.