Lögberg - 10.08.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.08.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST, 1939 3 Kínverjar að fjallabaki Eftir því sem Japansmenn sækja meira og víðar á í inn- rás sinni í Kína, eyðileggja fleiri stórborgir og loka höfn- um með herskipaflota sínum á allri austurströnd landsins, þeim mun lengra fara Kín- verjar á undanhaldi sínu vestur á bóginn, yfir fjöll og firnindi, og hafa þar þannig á síðustu tveimur árum stór- k^ostlegri fólksflutningar átt sér stað, en ef til vill nokkru sinni fyr í sögu heimsins. Hundruð þúsunda eða öllu heldur miljónir manna flæm- ast þannig burtu frá fornum stöðvum sinum og stofna til nýs landnáms vestan fjalla og búa þar um sig, ákveðnir í því að verjast ágangi Japans- manna og yfirráðuht hvað sem tautar, og sannfærðir um að þeir muni að lókum geta rekið óvinina af höndum sér, enda segir kínverskur pró- fessor og stjórnmálamaður, sem um þessar mundir er á ferð í Canada og Bandarikj- unum, að þeir hafi aldrei, síð- an stríðið byrjaði, staðið bet- ur að vígi en nú, að þeir hafi eina miljón manna undir vopnum og margar þúsundir annara, er til megi grípa þar sem og þegar við þurfi. Eins og kunnugt er, hefir hið afar-víðlenda og l'ólks- marga Kínaveldi verið háð voldugum flokksforingjum og yfirgangsseggjum, sem farið hafa um hin ýmsu fylki lands- ins með fylkifiskum sínum og ruplað og rænt eins og fornaldar-víkingar — á síðari árum í anda komnninista, að því er sagt var, og telja Japansinenn það aðal orsök til hernaðar síns á hendur Kínverjum, að það hefði ver- ið óhjákvæmileg sk;ylda sín, að “frelsa” kínversku þjóðina frá kommúnista-yfirganginum og friða landið og sameina undir sinni yfirumsjón. Um aðferð Japansmanna við það “líknarstarf” er ölluin kunn- ugt, og “frelsið” hal'a þeir fært miljónunum með líkum hætti og óaldarflokkarnir áð- ur, með þvi að stúta öllum þeim, sem þeir hafa náð til með vítisvélum sínum úr lofti og á láði. En um sameining- ar-áhrif þeirra fór á annan veg, en þeir höfðu ætlast til, því fólkið tekur nú á undan- haldinu æ meir og meir hönd- um saman til varnar og nýrra framkvæmda í menningarátt, undir aðal-leiðsögn hinna frægu hjóna, herforingja og frú Chiang Kai-shek, ásamt annara ágætra þjóðræknis- vina og stjórnarinnar, sem nú hefir aðsetur sitt í borginni Chungking, vestan fjalla, þar sem hún hvgst að geta varist og komið sér fyrir til fram- búðar. Af eftirfarandi útdrætti úr nýlegri ritgerð um þessa miklu fólksflutninga í Kína og samtök miljónanna, sem áður voru allmjög sundurleit- ar, sannast vissulega málshátt- urinn, að “neyðin kennir naktri konu að spinna.” Með öllum þeim glundroða, sem hinum miklu fólksflutn- ingum og flótta að sjálf* sögðu er samfara, færast vesturlandinu margvísleg vandamál til úrlausnar, en einnig starfsþróttur og andleg úrlausnarhyggja til framsókn- ar og úrræða í hvívetna. Þegar Kínverjar sáu, að þeir yrði að yfirgefa fyrverandi höfuðborg eða stjórnarsetur sitt, Nanking, fór brottförin fram samkvæmt fyrirhuguð- um herstjórnarreglum. Alt var flutt, skólar jafnt sem verksmiðjur, að byggingum auðvitað eftirskildum. Há- skólinn þarna, til dæmis, flutti sig vestur með fljótinu, ellefu hundruð stúdenta, kennara og kenslutæki, og settist að í Chungking; þar voru þá engar byggingar fáanlegar fyrir skól- ann, en á 40 dögum komu þeir sér upp 24 bráðabirgðaskýl- um, sem sýnir, að nú var ekki setið auðum höndum. Slíka sögu er að segja frá öðrum borgum og bæjum á flótta- svæðunum, er fólk sá hvað verða vildi. — Nankai-háskól- inn í Tientsin fór jafnvel fyr- ir þremur árum að koma sér upp húsum vestur í Chung- king og Yunnanfu til undir- búnings þess, sem nú er kom- ið á daginn. Þegar Japans- menn tóku að skjóta sprengj- um á háskólann til þess að eyðileggja hann, var alt þar komið þúsundir mílna vestur í land. Bráðabirgðaskólarnir, sem stofnaðir voru í Sian, eru eru að smá færa sig, og halda uppi stöðugri kenslu á “gönguför” sinni, og eru enda sumir komnir vestur að landa- mærum við Tíbet. Unnið er að því sleitulaust að koma á skipulagi meðal miljónanna, sem að austan koma, og litvega þeim veru- staði í hinu “nýja landnámi.” Að þessu vinna, auk hinna ýmsu stjórnardeilda, mörg líknar- og mannúðarfélög, svo sem Kristilegt félag ungra karla og kjvenna, sem safna fólkinu í deildir eða flokka, til að kenna því að lesa og útvega því atvinnu. Hið sama gera og hinar ýmsu útlendu trúboðsstöðvar. Flóttafolkinu er jafnað niður á hinar ýmsu sveitir, og voru til dæmis hér- uðin í Hnpeh-fylkinu, 48 að tölu, beðin að taka að sér 5,000 aðkomufólks hvert um sig. Stjórnarsetrið Chungking er 1400 mílur vestur frá hafi, að baki hárra fjallgarða og vest- an við gljúfragöng þau, er Yangtze-fljótið fellur um; þangað ná því ekki Japans- inenn með hersnekkjur sínar, er þangað talin of mikil fjar- lægð til þess að mjög hættuleg aðsókn úr lofti geti átt sér stað. Umhverfis þetta nýja höfuðból hyggjast Kínverjar nú að geta hreiðrað um sig til frambúðar. Er þarna afar mikið landflæmi og strjál- bygt. Eitt fylkið, Szechwan, er um 155 þús. ferhyrnings- mílur að stærð. Þar er mjög frjósamt akurlendi, sem lítt hefir *alt til þessa orðið að notum vegna ráðríkis her- skárra jarla og yfirgangs- seggja. Á síðustu fimm árum hefir þó verið þarna komið upp margskonar verksmiðjum og mikið unnið að vegabótum. Fyrir stríðið var fólksfjöldinn i Chungking liðug hálf mil- jón að tölu, en hefir nú stór- um aukist. Þar eð höfnunum á austur- strönd landsins er nú lokað af Japansmönnum, vinna Kín- verjar að því dag og nótt að greiða sér veg “út um bak- dyrnar,” eins og þeir nefna það, í áttina til Evrópu, gegn- um hafnarstaðina við Ind- landshafið. Og á síðastliðn- um sex mánuðum hafa verið ruddir vegir, er að lengd jafn- ast á við einn-fimta slíks verks tiu árin næstu á undan. f tvær áttir sérstaklega hefir kappsamlega verið unnið að vegagerðinni, þeirra er “10,000 li-vegir” eru nefndir. Stefnir annar þeirra suðvestur til Burma við Indlandshaf, en hinn norðvestur til rússnesku Turkestan. Þá er og lögð stund á að ná með járnbraut- ar-sambandi að landamærum Indo-China, en þangað er bú- ist við að Bretar leggi braut frá Burina. Til dæmis um dugnaðinn við samgöngubæt- urnar, þarf ekki annað en nefna það, að vegabótin frá Chungking til Rangoon, í tvö þúsund mílna fjárlægð, var gerð á minna en tólf mánuð- um, og það með mjög gamal- dags áhöldum. Þetta er leiðin sem hinn frægi Marco Polo fór forðum daga. Að þessu unnu karlar, konur og jafnvel börn, í flokkum, sem hver um sig sá um að draga að efni til áveðins brautarhluta, sem bar svo nafn mannflokksins, er verkið framkvæmdi. Margt af fólkinu, sem að þessu vann, kom frá afskekt- um landshlutum og hafði aldrei séð “gas-vagn” og dina- mít var því áður óþekt. Það hafði gaman af hávaðanum, er sprengingum fylgdu, og hópaðist kringum þær, þrátt fyrir aðvaranir, svo að slys hlutust af all-oft. Eina ný- móðins áhaldið þarna, var borinn, sein dínamít-holurnar voru grafnar með, hitt alt voru einföld verkfæri með tvö þúsund ára gömlu lagi mörg hver. Höfuðsmenn allra þorpa, þar sem dvelja ýmiskonar kynflokkar og ekki eru af kínverskum stofni og búa í átta göngudaga fjarlægð frá vegagerðinni, voru skyldaðir til að senda vissa tölu, og þeir sem kosnir voru til þessa urðu að fara, nema þeir væri nógu efnaðir til að borga staðgöngu- mönnum. Engum var borgað fyrir vinnuna, og mótmæli voru ekki tekin til greina, því vegagerðin var talin stríðs- nauðsyn. Brautargerð þessi er ein af heimsins mestu framkvæmdum/í verklega átt. Viðgerða- og lækningastöðvar eru stofnsettar á vissu milli- bili með fram brautunum og til ferðalaga og flutnings, not- uð hin ólíkustu áhöld, svo sem hreyfivagnar (trucks) og uxa- kerrur, en undir þær er reynt að fá gömul bílahjól, alt verð- ur að nota. — Fyrsti maður- inn til að keyra um brautina frá Chungking til Rangoon, var Nelson T. Johnson, sendi- herra Bandaríkjanna. Til þess nú að spilla fyrir árangri af samgöngubótum þessum, reyna Japansmenn að æsa Burmafólkið til mótmæla og að hrópa: “Burma fyrir Burmverjana!”, sem leiddi jafnvel til blóðsúthellinga. Einnig eru Japansmenn að reyna að vopna kynflokkana í Yunnan og æsa þá til að eyði- leggja lestaferðir og brýr. Kínverska stjórnin leggur alt kapp á að auka matarforð- ann fyrir hinar aðkomandi miljónir. Bankarnir leggja fram miljónir dollara til bændalána, fyrir endurbælt útsæðiskorn, áburð og áveitu- fyrirtæki. Land, sem áður hefir verið notað til að fram- leiða svefngras (poppy) og vissa tegund hrísgrjóna til víngerðar, verða framvegis sáð korni og öðrum jarðargróða til manneldis og dýraræktar. Á þessum stöðvum er, auk (Framh. á bls. 7) anb DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • pœgilegur og rólegur tústaSur < miBbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; meíS batSklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltStSir 40c—60c Free Parking for Guests DR. ROBERT BLACkI SérfrætSingur I eyrna, augna, nef j og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. j Cor. Graham & Kennedy j Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 til 5 j Skrifstofusími 22 251 Heimilisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME STREET STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi Talsimi 30 877 Viðtalsttmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFANSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. LINDAL, K.C. A. BUHR BJÖRN STEFÁNSSON • Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET THORVALDSON & EGGERTSON islenzkir lögfræSingar G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. G. EGGERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Confederation Life Bldg. StMI 97 024 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talsími 501 562

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.