Lögberg - 10.08.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.08.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST, 1939 -----------lögtierg---------------------- GeflS út hvern fimtudag af THE COLiUMJBXA PUESS, JiIMl'i’KD ««5 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DOGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnlpeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Siðferðileg viðreisn (Moral Re-Armament) Orðin að ofan gefa til kynna kjarnan og uppistöðuna í hinni nýju umbótahreyfingu á sviði alheims og einstaklings- mála, sem nú hefir vakið athygli manna víða um heim. Talsmenn hreyfingar þessarar og lærisveinar héldu annað alþjóðaþing sitt síðustu vikuna í júlímánuði í “Hollywood skálinni” svonefndu í Kaliforníu. Þing þetta sóttu fimtán hundruð fulltrúar frá þrjátíu þjóðum heims; menn og kon- ur frá öllum trúarflokkum og kynkvíslum. Er því ljóst að hér er ekki um nýjan trúarflokk að ræða, heldur nýja áherzlu á siðferðileg grundvallaratriði allra trúarbragða. Fyrsta alþjóðaþing þessara sameinuðu siðferðispostula var haldið síðstliðið haust að Interlaken, í Svisslandi, einmitt þegar stríðshættan út af aflimun hins tékkneska lýðveldis stóð sem hæzt. Er það haft eftir Roger Babson að hreyfing þessi og áhrifin frá hinu fyrsta alþjóðaþingi talsmanna hennar hafi átt alldrjúgan þátt í að afstýra því að heimur- inn færi þá í bál og brand. Dr. Frank N. D. Buchman, hinn heimsfrægi leiðtogi Oxford hreyfingarinnar, gerir grein fyrir eðli þessarar nýju hreyfingar, sem oss skilst að sé Oxford hreyfingin endurborin og útfærð, á þessa leið: “Þessi hreyfing varð til á örlagaríkri stund; hún hefir veitt oss nýjan skilning og nýja von — nýjan skilning fyrir þjóð- irnar sín á milli, og nýja von fyrir sjálfa oss. Hin siðferði- lega viðreisn skapast af nýjum ásetningi þjóðanna. Hún vinnur sigur á ótta, sjálfselsku, græðgi, óbilgirni og hatri. Hún er undirstaða hins sanna frelsis. Hún leysir menn af klafa þrælsóttans og gerir þeim fært að iðka hina sönnu þjónustusemi. f henni felst og leyndardómur hins varan- lega friðar. Hún veitir hjarta einstaklingsins frið, gerir heimili hans að friðarheimkynni, og þjóðlííið friðsælt og fagurt. Hún er hinn eini grundvöllur, sem þjóðirnar geta bygt á frið sín á milli, frið, sem skapast af gagnkvæmum skilningi, og hlýðni við hinar æðstu hugsjónir. Hin sið- ferðilega viðreisn er heróp sem kallar menn úr öllum lönd- um og af öllum stéttum til að innrita sig í stríð gegn öflum auðnar og eyðileggingar — stríð, sem byrjar með sigri yfir þessum sömu öflum í hjörtum sjálfra vor. Hin siðferðilega viðreisn útheiintir allra hluta fyrst breytt hjartalag, fús- leika til að viðurkenna ávirðingar og víxlspor liðna tímans, og einlæga löngun, bæði þjóða og einstaklinga, til að til- einka sér hugsjónir hreyfingarinnar og lifa samkvæmt þeim, en þær eru heiðvirði, hreinleiki, ósérplægni, kærleikur, og stöðug árvekni i því að lúta i öllum hlutum leiðbeinandi anda Guðs. Á þessum örlagaríku tímum helgum vér oss að nýju, og vinnum þess eyð að gefa alt sem vér eigum — tilfinningar hjartans, starfsemi hugans, og allan viljakraft vorn til þess að endurreisa þjóðir heimsins andlega og sið- ferðilega. Vér viljum byggja heimsmenning framtíðar- innar traustum innviðum, — kalla fram nýja menn og nýjar þjóðir þar sem allir kraltar handa og hugar verða frjálsir undir vegvísun Drottins, til eflingar hinni dýrmæt- ustu arfleifð allra manna.” Að dæma af blöðum að vestan hefý- alþjóðaþing hinna siðferðilegu viðreisnarmanna vakið feikna athygli. úr- drættir eru birtir úr ræðum merkra manna frá ýmsum löndum. Meðal þeirra eru fulltrúar frá öllum skandinavisku löndunum neina íslandi; sömuleiðis frá Kanada og Banda- rikjunum. Merkur læknir ræðir um áhrif þessarar hrej'f- ingar á persónulegt líf sitt, og starfsemi við uppskurði og sjúkravitjanir. Blaðamaður frá Ástralíu talar um áhrif stefnunnar á blaðamenn og starf þeirra. Húsfreyja frá Indlandi talar um áhrif innan heimilisins. “Ef þú getur ekkert gert til að styðja alheímsfrið, gelurðu samt stuðlað að þvi að friður ríki á eigin heimili þinu — það er byrj- unin . . .” segir hún. Þegar á alt er litið, sem sagt var á þingi þessu, sam- kvæmt frásögn blaðanna, virðist naumast nýja-bragð að nokkru, sem fram var borið. En það rýrir ekki gagnsemi slíkra mannfunda. Víst ætti það að vera öllum hugsandi mönnum fagnaðarefni að sjá alvarlega og samtaka viðleitni þjóðanna í þá átt að gera kristindóminn kröftugan í lífi manna. í þá átt stefnir þessi hreyfing. Hún leggur aðeins áherzlu á gömul sannindi kristindómsins, einkum hina siðferðilegu og mannfélagslegu hlið hans. Þótt dimt sé í lofti og margt gangi miður, ala ýmsir mætir menn enn þá von að litla súrdeigið eigi eftir að sýra alt deigið. Ekki er það þá heldur alt skaðlegt, sem kemur frá Hollywood. V. J. E. Eru þau örugg? Eignarbréf yðar, lífsábyrgðar skírteini, o. s. frv.— Verndið verðmæt skjöl yðar! Látið þau i yðar eigið öryggishólf í Royal bank- anum. Þér getið fengið þau fyrir minna en lc á dag. Spyrjist fyrir hjá næsta útibúinu. THE ROYAL BANK OFCANADA ______Eignir yfir $800,000,000_ MINNISVARÐI “K.N.” SKÁLDS Á MOUNTAIN Herra ritstjóri Lögbergs:— Eg hefi verið beðinn að ininnast á það í ísl. blöðunum, með þeirra góða samþykki, að þjóðræknisdeildin “Báran” samþykti á síðasta ársfundi sínum (4. febr.) að leita sam- skota hjá fslendingum í Dakotabygðinni, til byggingar minnisvárða yfir skáldið okkar K. N. Júlíus. Á þeim fundi var kosin fimm manna nefnd til að standa fyrir fram- kvæmdum, og að sjá um bygging minnisvarðans; og um leið var ákveðið að leitað sé meðal íslendinga í heima- bygðinni að manni eða mönn- um til að gera verkið, undir umsjón nefndarinnar. f þessa nelnd voru kosnir: W. G. Hillman, Geirinundur B. Ol- geirsson, Th. Thorvarðarson (Beggi), Barney Stevenson og Sveinn J. Sveinson. — Áður hafði verið kosin 5 manna bráðabirgðanefnd, 9. des. s.l., til að komast eftir undirtekt- um hjá almenningi hér, þessu viðvíkjandi. Sú nefnd lagði fram tillögur sínar á ársfund- inum, og hvatti til fram- kvæmda, og voru tillögur hennar viðteknar að mestu leyti óbreyttar, og þá um leið kosin þessi framkvæmdar- nefnd, sem áður er getið. Nefndin hefir nú fengið þá Kristinn P. Ármann og G. B. Olgeirsson (þann er smíðaði .víkingaskipið fyrir 50 ára Jubilee Dakotabygðar) til að gera verkið, og má telja áreið- anlegt að það sé í góðra manna höndum, þar sem báð- ir eru mjög listfengir og vand- ir að virðingu sinni. Minnisvarðinn á aðallega að vera bygður úr “concrete”- steypu. Undirstaðan grafin 4—5 fet niður, bygð úr grjóti og steinlími. Neðsti partur ofanjarðar steyptur í formi 4x6 fet að ummáli, og 2 fet á hæð. Næsti stallur 3x4 fet að umámli og á að gizka 1 fet á hæð. —• f ytri brún þessara stalla á að setja smáa stein- hlöllunga, sem næst hnefa- stóra að stærð, og óskar nefnd- in eftir að sem flestir vinir og velunnarar skáldsins leggi hér hug og hönd að verki, með því að senda steina af líkri stærð og lögun, sem hér um ræðir, og helzt með fanga- marki sínu eða nafni, meitl- uðu í; eða ef það er ekki hægt, þá að láta nafn sitt og heimilisfang fylgja. Allir slík- ir steinar sendist til Geir- mundar B. Olgeirssonar, Ed- inburg, N.D. — Gott að stein- arnir væru á einhvern hátt sérkennilegir að lit eða lög- un og fyrir efri stallinn mættu þeir vera nokkru minni, en að framan er tiltekið. Það er vinsamlega mælst til af nefndinni að þeir sem vildu sinna þessu sendi steinana sem allra fyrst. Efri partur minnisvarðans á að vera 2x4 fet að ummáli og 3V2 fet á hæð, — dálítið bustmyndaður, steyptur úr því bezta efni, sem hægt er að fá. — útflúr á hliðum en inn- greypt plata að framan, þar sem áletrað sé nafn skáldsins, fa*ðingar og dánardægur, á- samt fáeinum “vel völdum orðum” i bundnu eða óbundnu máli. En þau þurfa að vera vel vatin. Helzt eftir hann sjálfan. Oi'an við þessa plötu er fyrirhugað að setja brjóst- líkan af K.N., einnig þryktu inn í steypuna. Hér hefi eg, þá leitast við að gefa nokkra skýring á því, hvernig nefndin hefir hugsað sér að hafa þennan minnis- varða, — en þó i ófullkomn- um dráttum. Þeir, sem unna þessari hug- mynd og vilja sjá að hún verði að veruleika sem fyrst, eru hér ineð vinsamlega beðn- ir að senda til einhvers þess af nefndarmönnum, sem tald- ir hafa verið hér að framan, þann skerf, er þeir hugsa sér að leggja í þann sjóð, er til byggingarinnar þarf. Sérstak- lega er mælst til þess af nefndinni að sem allra flestir "SHORT CUT TO SAVINGS" PEOPLE of the world have always sought short cuts. The rail- road, autoniobile, and aeroplane were the short cuts which eliminated dis- tance — telegraph, tele- phone and radio are com- pleting the process. Not so many years ago the West was being opened up by pushing the rail-heads and roads further into the un- organized territories. The uncertainty of travel by bush trail, and waterways, gave way to the regular schedules of the railroads and truck lines. Today, the flying machine—an achievement- d r e a m e d about by men of imagin- ation for centuries—marks another milestone in the vanishing frontiers of the West. TO THE people of the Prairie Provinces, we offer the Mail Order way of buying as a “short cut to saving.” With the development of fast freight and regular air service, the “Mail Order Way” has be- come the fast way, the eco- nomical way to buy. Every transacton is given im- mediate attention, prompt service, and is backed by the EATON guarantee— "Goods Satisfactory o r Money Refunded.” TÍié selection is large, the prices low, and the service quick—that’s what makes shopping by m a i 1 a t EÁTON’S a pleasure. <*T. EATON C?m,te[> WINNIPEG CANADA Norður Dakota menn og kon- ur taki þátt í þessu, þó í litl- um stíl sé. — Auðvitað verður tekið með þökkum alt sem vinir, kunningjar og velunn- arar skáldsins, hvar sem eru, finna hvöt hjá sér til að leggja af inörkum þessu fyrirtæki til stuðnings. Einnig treystir nefndin því að bæði ísl. blöðin muni góð- fúslega birta nöfn allra þeirra, sem að þessu stuðla á ein- hvern hátt. Þetta verk þarf að komast í framkvæmd áður en mikil frost koma, eins og gefur að skilja; og því er áríðandi, að allir, sem vilja hjálpa til við bygginguna. tíni upp steinana það bráðasta, og opni liuddur sínar. — Utanáskriftir nefnd- armanna: W. G. Hillman, Mountain, N.I).; G. B. Olgeirs- son, Edinburg, N.I).; Barney Stevenson, Hallson, N.D.; Th. Thorvardson, Akra, N.D.; S. .1. Sveinson, Cavalier, N.D. Virðingarfylst, Thorl. Thorfinnson. íslenzkur listamaður (Framh. frá bls. 1) tor). Eitt einkenni í starfi hans er það, hversu verk hans eru frumleg og óháð fyrir- myndum, nema helzt sérstak- ar inyndir, sem hann mótar fyrst í leir. Annars fer hann jafnan að eins og meistarar fortíðarinnar; hann mótar sjálft frumefnið. Jón Jónsson fæddist í fá- tæklegum húsakynnum nálægt Uphain, N. Dak., 18. des. 1893. Foreldrar hans, Stefán Jóns- son og Hólmfríður Hjaltalín voru fædd á íslandi. Niu ára að aldri vann Jón litli fyrir $1.00 á viku hjá hjarðbónda einum fjórar mílur frá heim- ili sinu. Er hann hafði lokið barnaskólanámi, tók hann heimilisréttarland, árið 1916 nálægt hænum Saco, Mont- ana. Seinna fór hann á mið- skóla i Fargo; lauk hann þar l'jögurra ára námi á tveimur áruin. Próf tók hann þar að loknu stríðinu mikla. Hann var hersveitraforingi í stríð- inu, hafði deild blökkumanna til umsjónar, og fór með henni til Frakklands. Hr. Jónsson byrjaði myndamótunar- og dráttlistar-nám sitt við búnað- arskólann í Fargo. Nokkru seinna varði hann fimm eða sex mánuðum til náms við listaskóla Minnesota ríkis. Til

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.