Lögberg - 17.08.1939, Side 1

Lögberg - 17.08.1939, Side 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1939 NÚMER 32 Heimleiðis Flutt i lilainc 30. júli 1939. RT. HON. W. L. MACKENZIE KING Þann 8. þ. m. voru liðin tuttugu ár frá þeim tima, er nú- verandi forsætisráðherra Canada, Rt. Hon. W. L. Mackenzie K’ing, var kjörinn forystumaður Liberalflokksins; var þessa merkisatburðar í lífi forsætisráðherra minst í Toronto með afarfjölmennu og veglegu samsæti í heiðursskyni við hann; voru þar saman komnir aðdáendur Mr. Kings úr flestum kjördæmum landsins, er hyltu hann á margvíslegan hátt. ^lr. King hefir gegnt stjornarforystu í tólf ár, og mun jafnan talinn verða meðal ágætustu sona hjnnar canadisku þjóðar. Yndis fagra eyjan bjarta! ávalt býrð þú mér í hjarta, þó eg flækist fjarri þcr. Hjá þér liggja æskuárin, unglingssporin, gleði tárin, líka sorg, er sótti að mér. Frá þér hef eg alt, sem ann eg, einnig það sem veit og kann eg, litill þó að sjóður sé. Engu vil eg af því gleyma, ávalt mun eg vernda og geyma það, sem lézt mér þú í té. Lítt þó hefði eg loðnar mundir lifði eg hjá þér unaðsstiindir margar, og eg man þær enn. Hlýddi á frjálsa fuglakliðinn, fossa drunur, lækja niðinn, eitt og tvent og alt í senn. Á hverju vori upp þú yngist, og á metaskálum þyngist hróður þinn, og hækkar æ. Fortíðin þó flaki í sárum, framtíðin mun sigla á bárum gæfu og frama á glæstum sæ. Þú átt mæta menn í samtíð, megnuga til að skapa framtíð þína, og starfa þér í vil. Knga fyr þú áttir betri, aldrei var með stærra letri skráð: að bráðum birti til. Birtan hafin, bjarmi af degi, bátar rónir, alt á fleygi- ferð, og kvak í mýri og mó, Reykir læðast burt frá bæjum, bændur víkja fé úr slægjum. Þjóðin vöknuð — rofin ró. Birtan er að breiðast hærra, bráðum verður ennþá stærra dagsverk ykkar drengir, fljóð. Öldin hefir ykkur vakið, áfram piltar, herðið takið, kastið ljóma á land og þjóð. Carnegiesjóðurinn hefir á þessu ári veitt sex íslending- um 1700 kr. í hetjuverðlaun. Eru það þessir menn: Magnús Árnason smiður á Grund í Hrafngilshreppi fékk 300 kr. fyrir að hafa bjargað manni, sem farið hafði niður um is með hest og sleða. Jón Sig- urðsson vinnumaður á Hlíðar- enda i Bárðardal fékk 200 kr. fyrir að bjarga gömlum manni, stm hafði losnað við hest sinn í vatnsmikilli á, og var straumurinn að bera hann burtu, þegar Jón hljóp á bak ósöðluðum hesti, reið út í ána og náði honum. ólafur Tómas- son háseti og Oddur Odsson vélstjóri, báðir. á Gullfossi, fengu 300 kr. fyrir að hafa kastað sér útbyrðis til að bjarga manni, sem fallið hafði útbyrðis, er skipið var í rúm- sjó á leið frá Leith til Vest- mannaeyja. Páll Ásgeir Tryggvason, Hávallagötu 9 í Beykjavík, 10 ára gamall, hlaut 300 kr. fyrir að bjarga dreng, sem hal'ði hvolft kajak undir sér. Friðrik Ottóson, sendisveinn á ísafirði, 17 ára Gleymdu öllu gaspri um morðin gleðstu af því að fúnar korðinn og fyrri alda fanta stryk. Frami er enginn fólk að myrða, og fúlmenskuna eina virða, en gullvæg öll hin góðu vik. Lifðu heil, við ljósar nætur. Ljóma skært þá döggin grætur, glitraðu eins og gimsteinn hreinn. Vaxi grös frá fjöru að fjalli, fjölgi blóm á klettastalli. Hefjist skógur hár og beinn. Harma lítt þó hafir minna handa á milli, en sumir hinna, með blóðflekkótta sjóðinn sinn. Lát þér nægja að auðga andann með afli hugans greiða vand- ann, og fylla al' púðri pennann þinn. Við svanahljóm og sólskins nætur, sittu glöð, þá heimur grætur: hruninn maura hauginn sinn. Lát þú börn þin stunda stærra, stefna ofar, iniða hærra, svo þau flekki ei fánann þinn. Verið sælir sumar dagar, sundin bláu, grænu hagar, verjamóar, brekkur, fjöll. Seinna mun eg sitja í lundi, sælu njóta á ykkar fundi, þegar mætumst aftur öll. ó, sú gæfa, ef eg mætti eyða mínum síðsta þætti uppi i hárri hlíðar kinn, og láta sæta lóukvakið létta hinzta andartakið, og deyja svo o’ni dalinn minn. gamall, hlaut 300 kr. l'yrir að hafa, bjargað sex ára gömlum dreng, sem fallið hafði milli skips og bryggju á ísafirði. —Tíminn 27. júlí. ÞJÓÐFIJDKKAHÁTIÐ Stofnað verður tii veglegrar, almennrar hátíðar i höfuð- borg North Dakotaríkis, Bis- marck, dagana frá 21. til 25. yfirstandandi mánaðar, að báðum dögum ineðtöldum, er helguð skal minningu frum- byggja ríkisins, og hefir mjög verið til undirbúnings vandað. Hinn 22. ágúst, “All Nations Day,” verður einkum marg- þættur og litbrigðaríkur. fs- lendingar láta þar mikið til sín taka, og koma þar fram undir þjóðfánum íslands og Bandaríkjanna; konur koma fram á sjónarsvið í íslenzkum þjóðbúningi, auk þess sem Karlakór íslendinga að Moun- tain, undir forystu Ragnars H. Ragnars, lætur þar til sín heyra. Héraðsdómari Guðmundur Grímsson í Rugby, hefir átt drjúgan þátt í undirbúningi hátíðarhaldsins. Úr borg og bygð Mrs. Jóhanna Sveinsson, 545 Home Street hér í borg, varð bráðkvödd á mánudags- nóttina er var, 87 ára að aldri. ♦ ♦ Nýlátinn er að 1136 Gar- field Street hér í borginni, Tryggvi Henricksson, 74 ára að aldri. ♦ ♦ Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs, kom heim úr ferða- lagi vestan af Kyrrahafsströnd á mánudagskvöldið ásamt frú sinni. ♦ ♦ Mr. og Mrs. Hoseas Johnson frá Toronto, Ont., hafa dvalið í borginni um hríð. Mr. John- son er sonur frú Guðríðar Johnson, 512 Toronto Street. ♦ ♦ Látin er í Detroit, Mich., frú Soffía Thorsteinson, kona Matthiasar Thorsteinssonar þar í borginni; mæt kona og vinsæl. ♦ ♦ Miss Valborg Nielsen, B.A., frá Ottawa, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Charles Nielsen, dvaldi hér um slóðir nokkra daga í gistivináttu foreldra sinna; hún fór austur aftur á sunnudagskveldið. ♦ ♦ Nýlátinn er á Almenna sjúkrahúsinu í Selkirk, merk- isbóndinn Gestu^ lóhannsson frá Poplar Park. 88 ára að aldri; hann lætur eftir sig þrjú börn, Jóhann prófessor í Winnipeg. Oscar bónda við Poplar Park og Mrs. Midford í Selkirk. Gestur var gáfu- maður og prýðilega hagorður; hann var Húnvetningur að ætt. ♦ + Young lcelanders News A corn roast has been plan- ned for Tuesday, August 22. Those intending to be present will please meet at Jón Bjarna- son Acadeiny at 8 p.m. A charge of 15c will be inade for refreshments. Everybody welcome. Arrangeinents have been made for a Boat Ride to the Picnic grounds. ♦ ♦ Allfjölment og virðulegt samsæti var þeim Vilhjálmi Þór, framkvæmdarstjóra og frú hans og Árna G. Eylands og frú, haldið á Royal Alex- andra hótelinu hér í borg á miðvikudagskveldið þann 9. þ. m. Samsætinu stjórnaði hr. Ásmundur P. Jóhannsson; margar stuttar tölur voru haldnar og sungið á milli. Heiðursgestir þökkuðu með velvöldum orðum þá velvild, er lægi til grundvallar fyrir mannfagnaðinum, og árnuðu Vestur-fslendingum blessunar og heilla. Frá sumarnámskeiði Bandalagsins Gleði og sólskin einkennir stað og stund, en æska og fjör unglingana, sem hér dvelja, um 50 að tölu. Vonir hafa ræzt, til gæfu hefir verið af stað farið, og til sigurs er nú stefnt. Nú langar oss til að sem flestir megi muna oss, og þennan æskuríka stað, og því bjóðum vér þeim, sem hlýju og vinsemd berá til vor og málfefnisins, og sem tíma og^ tækifæri hafa, að heimsækja oss á sunnudaginn kemur, 20. ágúst; njóta þar fyrst guðs- þjónustu kl. 2 eltir hédegi, þar sem séra Rúnólfur Mar- teinsson prédikar, og svo á eftir þiggja hressandi góðgerð- ir, eftir þvi sem oss er fram- ast unt að veita. Kl. 7 verð- ur lokasamkoma námskeiðs- ins, sem allir eru velkomnir að hlýða á. Uppsögn námskeiðsins verð- ur næsta morgun. Vér öll, sem hér dveljum, sendum vinarkveðju ykkur, sem gjört hafið þetta nám- skeið mögulegt, hvort heldur það er “æska sem nemur eða aldinn', sem temur.” Komið og sjáið oss og sann- færist um blessun þá, sem af þessu starfi leiðir og mun leiða. E. H. Fáfnis, Dean of Camp. Jónas Pálsson. FRÁ ÍSLAND.f

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.