Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST, 1939. -----------Högöerg---------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COIiUMBIA PRESS, L.IMITRD 6»5 Sárgent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Litið um öxl i. Þó ekki sé ýkja langt um liðið síðan Adolf Hitler i bága við guðs og manna lög innlimaði í Þriðja Ríkið leyf- arnar af Czechoslovakíu, þá sýnist honum þó hafa unnist tími til að ganga á bak orða sinna einu sinni enn; að nýlok- inni þeirri eftirminnilegu sláturtíð, verður Slóvakía að nafni til sjálfstætt ríki, þó vitað væri að Hitlér Jiegar segði þar að nokkru fyrir verkum. Og til þess að alt liti sem sak- leysislegast út á yfirborðinu, hét hann þessari fámennu og umkomulitlu þjóð því, að ábyrgjast sjálfstæði hennar að minsta kosti um tuttugu og fimm ára skeið; einstöku stjórnmálamenn utan Þýzkalands, tóku yfirlýsingu Hitlers sem góða ojj gilda vöru, og fögnuðu henni sem einu afreki hans enn í þarfir heiinsfriðarins; þó munu þeir ekki hafa verið margir, er þannig litu á málin, því megin þoira manna stóð vitanlega í fersku minni hernám Austurríkis að næturlagi þvert ofan í skýlaus loforð um stjórnarfarslegt öryggi þess. Og nú verður ekki annað séð, en Hitler hafi í raun og veru tekið Slovakíu hernáini; hefir hann sent þangað óvígan her, þó látið sé í veðri vaka, að slíkt sé einungis gert með hliðsjón af þeirri hættu, er Þriðja Ríkinu stafi af Póllandi. Hitler sýnist óvenju nýtinn.maður þegar um yfirskyns ástæður er að ræða, og þá á vitaskuld tilgang- urinn jafnan að helga meðalið. Á þeim degi urðu þeir Pílatus og Heródes vinir, segir hið fornkveðna. Og nú, svo að segja í síðustu andránni, sýnast þeir Stalin og Hitler hafa fallist í faðma; a|5 minsta kosti hafa þeir gert það í viðskiftalegu tilliti, því þjóðir þeirra hafa alveg nýverið komið sér saman um verziunar- samninga, sem mælt er að í rauninni knýti þær órofa, hagsmunalegum tengslum. En þar með er heldur ekki alt búið, því í kjölfar þessara nýju verzlunarsamninga er stað- hæft að sigli pólitískt varnarsamhand líka. Að sjálfsögðu vekja þessi tíðindi nokkura furðu, þar sem vitað er að Hitler hafði jafnan haldið því fram, að megin hlutverk sitt í lífinu væri það, að hnekkja framgangi Kommúnismans; þó er veðrahreyting þessi engan veginn jafn furðuleg og ætla mætti, þar sem vitað er um það hatur, er Hitler elur til Bretlands; þá verða öll meðöl réttlætanleg; jafnvel faðm- lagið við rússneska Kommúnista. II. Adolf Hitler fetar í fótspor Tyrkja. Þegar Tyrkir á fimtándu öld lögðu undir sig Konstantinopel létu þeir það verða sitt fyrsta verk, að flæma úr landi þá fræðimenn, er mest kvað að; menn þessir flýðu til ítalíu og ýmissa Vestur- Evrópu þjóða; það voru þessir menn, ér grundvöll lögðu að viðreisnartímabilinu, er nútímamenningin hvílir á. Ekki hafði Hitler fyr hreiðrað sig á Þýzkalandi en hann tekur sér til fyrirmyndar forn-Tyrkjann, og lætur landræka gerða helztu vísinda- og vitsmunamenn þjóðarinnar, svo sem þá Einstein, Freud, Thomas Mann og marga fleiri; þessir menn auðga nú hver á sinn hátt líf þeirra þjóða, er þeir dvelja með, en Þýzkaland verður að sama skapi íátækara. Mexico hefir tekið flóttamönnum frá Þýzkalandi opnum örmum, og telur sér slíkt hinn bezta feng; í þeim hópi eru sagðir að vera prófessorar, verkfræðingar, vélfræðingar og margt ann- að liðtækra manna. Álitlegur hópur hefir hlotið landvist á Bretlandi, og hafa ýmsir komið þegar á fót verksmiðjum; eitt fyrirtæki frá Czechoslóvakíu hefir fengið starfrækslu- leyíi í Canada, ásamt landsvistarleyfi fyrir hönd nokkurra sérfræðinga sinna; er hér átt við skóverksmiðjurnar frægu; þetta miðar í rétta átt. Mannúðar vegna, og almenns velsæinis vegna, getur canadiska þjóðin ekki undir neinuin kringumstæðum staðið sig við, að loka með öllu dyrum fyrir landflótta fólki frá Þýzkalandi, þó stór hópum geti hún ekki viðtökur veitt, eins og til hagar um atvinnumálin. Þjóðin sættir sig ekki við nein hengiláslög í þessum skilningi, og neitar að taka sér til fyrirmyndar í þeim efnum Mr. Duplessis frá Quebec. Um hengiláslög þeirra Quebec-manna komst hinn víð- kunni lögfræðingur, R. L. Calder í Montreal þannig að orði'í ræðn, sem hann flntti í Geneva Park, Ont. þann 20. yfir- standandi mánaðar: “Þessi illræmdu lög sprengja undir- stöðuna undan skilningi brezkra þjóða á persónufrelsi ein- staklingsins, og bera á sér öll einkenni einræðisríkjanna, þar sem einstaklingsrétturinn er að vettugi virtur, en dýrð rikisins hafin til skýjanna.” Um “fordœmi Islendinga” K a u p m a nnahafnarblöðin birta ræðuna, sem Stauning, forsætisráðherra Dana flutti í ríkisútvarpið á sunnudaginn, undir stórum fyrirsögnum. Er ræðan birt í heild. Síðdegisblaðið “Ekstrablad- et” hefir orðið fyrst til þess að fella dóm um ræðuna. Blaðið segir í dag: “Allir hugsandi Danir fall- ast á hina fallegu og viturlegu ræðu, sem Stauning fluttj í Reykjavík. Þeir vilja gjalda bætur fyrir órétt þann, sem sýndur hefir verið fslandi fyr á öldum. Stauning talaði iuin for- dæmi, sem íslendingar væru um þessar mundir að sýna heiminum.” “Engin frekari grein var gerð fyrir þessum ummælum. Vafalaust verður að setja þau í samband yið ummælin um að sambandslögin hafi staðist tuttugu ára reynslu. Fordæm- ið virðist vera fólgið í þeirri ósk, að halda áfram hinum gagnkvæmu, frjálsu dansk- islenzku tengslum.” “Fordæmið sýnir heiminum á tímum ofbeldisráðstafana, gagnkvæma virðingu. Tvö lönd leysa fram úr vandamál- unum á friðsamlegan hátt, finna til skyldleikans, og efla hann, án þess að farið sé í bág við sérkennileik eða álit (prestige). Með hliðsjón af sögu fyrri tíma, verður það ljóst, að fs- lendingar hafa orðið að sýna eðallyndi og umburðarlyndi. Þessa eiginleika taldi Staun- ing með réttu, vera til fyrir- myndar. Þýzka fréttastofan “Deut- sches Nachrichtenburo” vitn- ar í ræðu Staunings í dag, og undirstrikar ummæli hans um hlutleysi Norðurlanda. —Morgunbl. 2. ág. KAUPMANNAHAFNARBORG TEKUR Á MóTI ÍSLENZKUM SKÓLABÖRNUM í ráðhúsinu í Kaupmanna- höfn var á föstudaginn tekið á móti Mentaskólanemendun- um frá Reykjavík og Akur- eyri, sem staddir eru í Khöfn um þessar mundir. Nemend- urnir eru 20 og fararstjóri Kristinn Ármansson kennari. Veizluna sátu einnig 40 fiin- leikamenn, (úr “Ármanni”) sem eru á heimleið frá Lin- giaden í Stokkhólmi. í veizl- unni flutti Július Ijansen borgarstjóri ræðu og bauð gestina velkomna. —Morgunbl. 1. ág. NORRÆNT FfMLEIKAMóT Á fSLANDI Á fundi Norðurlanda-leik- fimissambandsins að Ströms- borg í Svíþjóð, var ákveðið, að athuga hvort tiltækilegt væri að stofna til norræns fimleikamóts á fslandi 1941. —Morgunbl. 1. ág. HUNDAR DREPA 20 KINDUR f GELDINGANESI Fjáreigendur, sem eiga fé sitt í Geldinganesi hafa veitl því eftirtekt undanfarið, að töluvert hefir drepist af fénu, aðallega lömb. Þykir full- sannað, að hundar hafi drepið féð. Fólk úr Viðey sá fyrir skömmu, að kvöldlagi, að hundar voru við fjárrekstur í Geldinganesi. Hélt fólkið að verið væri að smala nesið, én þótti þó einkennilega þjösnalega að farið. Síðan hefir upplýst, að þarna hafa hundar verið að verki, sem lagst hafa út um nætur og gert usla i fénu. Hafa þeir bitið lömb og rekið ær fyrir björg vestan til í nes- inu. Hafa alls um 20 ær og lömb verið drepin á þenna hátt. Reykvíkingar og Viðeyingar eiga fé þarna í nesinu. —Morgunbl. 2. ág. The Ganadian Wheat Board 5,000 MÆLA TAKMÖRKUN Á 1939 HVEITI REGLUR 1. Engin manneskja skal, selja hveitráðinu hveiti, sem ekki var ræktað á hennar eigin liýli eða býlum, sem hlutaðeigandi starfrækir, eða hefir að öðru leyti tilkall til. 2. Sérhver manneskjia, sem selur hveiti til hveitiráðsins í mótsögn/við þar að lútandi lagaákvæði, skal sæta refsingu, er eigi fari yfir hundrað dala sekt, eða fangeísi, sem eigi nemi meira en mánuðl. FYRIRMÆLI í SAMBANDI VIÐ HVEITISÖLU TIL HVEITIRÁÐSINS UNDIR CANADIAN WHEAT BOARD ACT FYRIR UPPSKERUÁRIÐ 1939-40, EiNKUM MEÐ HLIÐSJÓN AF 5,000 MÆLA ÁKVÆÐINU. REGLUR OG FYRIRSKIPANIR Hið canadiska hveitiráð kaupir 1939 hveiti fyrir uppskeruárið 1939-40 gegn eftirgreindum skil- yrðum: 1. Sala á 5,000 mælum gegn ákvæðisverði, innifelur allan þ>ann hagnað, er hveitiræktandi getur vænst frá hinu' canadiska hveiti- ráði. t viðbót við að kaupa hveiti af bændum, getur hveiti- ráð að sjálfsögðu keypt af land- eiganda, kaupmanni eða veðláns- stofnun, eða þeim öðrum, er lög mæla fyrir. Ef einhver, sem hveitiráðið kaupir af, selur því minna en 5,000 mæla hveitis. sem ræktaðir eru á sama býli eða býlaeiningu, getur getur hveitiráðið keypt af öðrum, er rétt hafa til þess að selja því; þó kaupir það ekki yfir 5,000 mæla af býli eða býlaeiningu. Með tilliti til sltkra takmarkana má hveitiráð kaupa meira af landeiganda, kornsala, veðláns- stofnun eða öðrum, er lög heim- ila. SÖNNFNARGAGN A—Hveitiráð getur keypt af hverjum hveiti- ræktarbónda 5,000 mæla, og ekki meira, af uppskeru hans yfir uppskeruárið. SÖNNUNARGAGN B — Pegar hveitiráð kaupir af bónda frá einu býli eða býlaeiningu 5,000 mæla, kaupir það ekki meira af slíkum aðilja. SÖNNUNARGAGN C — pegar veðlán er á býli og eigandi sel- ur 3,000 mæla til hveitiráðs getur veðlánshafi selt því 2,000 mæla. SÖNNUNARGAGN I> — pegar landeigandi eða seljandi, ásamt veðlánshafa standa allir að mál. um, geta þeir I sameiningu selt hveitiráði einungis 2,000 mæla. . SÖNNUNARGAGN E — pegar veðlánshafi fær 2,000 mæla af 10 býlum, hvorju um sig, getur hveitiráð keypt af honum 20,000 mæla. SÖNNUNARGAGN F—pegar um leiguliða og landeiganda ræðir, gilda um þá báða sömu reglur og áður er tekið fram í sam- bandi við kornframleiðendur og veðlánshafa. SÖNNUNARGAGN G — Hjú og áhangendur þeirra koma ekki undir flokk framleiðenda, og geta þessvegna ekki selt hveiti- ráði hveiti, nema sannað sé að það kond upp 1 kaup þeirra sem hlutl f uppskerunni, og gilda þá hinar sömu og um framleiðendur og veðlánshafa. SÖNNUNARpAGN H — Sé um tvlbýlismenn að ræða, er báðir eru jafn-óháðir, og hvorugur I þjónustu hins, en hvor um sig framleiðir sinn hluta uppsker- unnar, gilda um þá sömu ákvæði og aðra framleiðendur. 2. Talsverðum vandkvæðum getur orðið undirorpið I vissum tilfellum að fullnægja 5,000 mæla ákvæðinu, svo sem þegar einn maður á mörg býli, sem ættingj- ar hans eða aðrir áhangendur sitja. Verður hveitiráð, þegar svo hagar til, að viðhafa hina mestu varfærni I sambandi við slík tilfelli. Eftirfarandi reglur veita nokkrar upplýsingar I slík- um efnum: (a) Pegar einn maður I mörg býli, og leigir eitt þeirra eða fleiri ættingjum eða áhang- endum, kauiiir hveitiráð af þeim með sama hætti og áður var tekið fram um eigendur og leiguliða. (b) pegar einn maður á mörg býli, og synir hans búa á þeim, verða þeir að leggja fram skil- rfki fyrir því, að þeir hafi jarðirnar á leigu, og að þeim beri þar með réttur til þess að selja uppskeruna í þeirra eigin nafni, vegna þess að því að- eins getur hveitiráð keypt af þeim meira en 5,000 mæla af löndunum til samans. (c) Sérhver maður, sem starf- íækir býli, og ræktar hveiti I viðurkendu sveitarfélagi, hvort heldur það er löggilt eða ekki, verður skoðaður hveitiræktar- bóndi; sllkir menn mega selja I sameiningu, en þá verður nafn sérhvers einstakllngs á- samt nafni bygðarlagsins að fylgja, ásamt öðrum nauðsyn- legum skýringum til hveitiráðs; skal lögieg staðfesting fylgja, er sanni það, að um gilda framleiðendur sé að ræða; get. ur hveitiráð látið umboðsmenn sfna rannsaka allar aðstæður að vild. / 3. pað sem við er átt með býlaeiningu er það, að nokkur býli eru unnin með sömu áhöld- um, sama vinnukrafti og afurðir seldar um sama farveg. 4. Ef árangurinn lýtur að aukningu þess hveitimagns, er hveitiráð kann að kaupa, verða engin gögn, leigumálar eða veð- lán, eða afsalsbréf, sem stofnað var til eftir 1. mal 1939 viður- kend, nema að skýrslur hveiti- ráðs beri það með sér, að því hafi verið kunnugt um allar að- stæður, hafi fallist á þær og leigumálar, veðlán og afsal hlot. ið samþykki þess. 5. peyar einhvcr selur fram- leiOslu sina hveitiráOi, pá full- sannar hlutaöeigandi aö slikt sé í samrœmi viö þá takmörkun mœlafjölda, er löy mœla fyrir (N.B.—Aö selja meira hveiti til hveitiráös, en löy heimila, er sök, sem þýöir þaö aö hafa út fé meö rönyum forscndum, og er jafn- framt glœpur gagnvart Canadian Wheat Board Act. ..SUkum glæp skal hcgna mcö fésekt og fang- clsisrist). 6. Sérhver sá, er selur hveiti- ráöi hveiti, sem ekki var rœktaö á hýli því eöa hýlum, sem hann starfrœkir, er sekur um glœp, sem hegna skal fyrir mcö hárri fésekt og fangelsisvist. (Slík sala myndi cinnig koma undir þann liö hegningarlayanna, er um þaö fjallar aö komast yfir peninga meö fölskum forsendum). 7. Allir þeir, sem á rinn röur annan hátt hlutast til um sölu hveitis í hendur hveitiráös meö ólöglcgu móti, geta vœnst lög- sóknar. Spurningar hafa komið fram viðvfkjandi rétti framleiðanda og landeiganda, og hinsvegar veðlánshafa undir lið (c) I fyrstu grein um Reglur og Fyrirskipanir hér að ofan. Hér er vitanlega einungis um útskýringar að ræða, og upphæðir þær, sem um ræðir, eru undir enguin kringumstæðum bindandi I öllum tilfellum. Viðvlkjandi forgangsrétti innbyrðis milli t’ramleíðanda, land- eigandíi, seljanda og veðlánshafa, og þeirra annara, er rétt eiga til hveitis, þá lætur hveitiráð þess getið, að það láti alla þá aðilja eina um hituna um ráðstafanir sín á milli. Enda vafalaust, að I rnörgum tilfellum ræður eðli og skilmálar veðláns og annara samninga úrslitum þeirra á milli. Freknri uppltjsingar veitir THE CANADIAN WHEAT BOARD 423 MAIN STREET WINNIPEG, MANITOBA /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.