Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. ÁGÚST, 1939. 5 Frá Campbell River, B.C. (15. ágúst, 1939) Herra ritstjóri Lögbergs:—t TíðarfariÖ hér hefir verið óvanalega votviðrasamt fyrri- partinn í sumar, þar til í júlí að breytti um til batnaðar, og hefir verið síðan bjartviðri og glaða sólskin á hverjum degi. Þó sé komið fram í miðjan ágúst, þá er víða að sjá snjó í hæstu fjallahnjúkunum og 6r það víst sjaldan að þeir verði snjólausir á nokkrum tima ársins. Þann 10. júlí eignuðust þau Mr. og Mrs. Albert Árnason, son, og á hann að heita Stefan Allan. Er hann fyrsta ís- lenzka barnið, sem fæddist í þessari nýjustu bygð íslend- inga. Mr. og Mrs. Sigurður Ei- ríkson frá Oakview, Man. og unglingsmaður, tengdabróðir Mr. Sigurðson komu hingað í júlí og er hann búinn að byggja sér bráðabyrgðar hús á landareign sinni. Síðar í sumar ætlar hann að byggja sér verulegt íveruhús. Keyrði þetta fólk alla leið í bíl sínum frá Manitoba. Óskar K. Sigurðson frá Ár- nes, Man. hefir keypt sér ekru af landi hér á ströndinni og er búinn að byggja sér hús. Hann á von á skyldfólki sínu hingað í næsta mánuði. Sigurjón Borgfjörð frá Lonely Lake, Man. hefir verið að hreinsa á landi sínu og er byrjaður að byggja sér hús. Kemur fjölskylda hans seint í þessum mánuði og máske eitt- hvað fleira af venzlafólki hans. Andrés Grímsson frá Oak- view, Man., hefir nýlega keypt sér hér land. Hefir hann haft atvinnu í Port Alberni hér á eyjunni í sumar og er því ó- kominn hingað ennþá. Mr. og Mrs. A. V. H. Bald- win frá Edmonton eru aðeins ókomin; þau eru nú í Van- couver að bíða eftir að far- angur þeirra komi frá Ed- monton. Þau koma nú hvern daginn sem er. Mr. Baldwin mun láta strax byggja á land- areign sinni hér, sem hann lét kaupa fyrir sig í suinar. Nú nýskeð lcom auðmaður frá Californíu og keypti spildu af landi, sem óselt var, hér á milli okkar landanna. Ætlar hann að byggja sér sumarbú- stað á því, og vera hér á sumr- in, til að vera laus við hitann í Californíu. Við erum ekkert upp með okkur af því. Við hefðum viljað halda í þessa spildu fyrir þá landa, sem seinna koma, en það var selt áður en við vissum af því. Nú eru eftir aðeins fáar ekr- ur hér á ströndinni óseldar, en eins og eg hefi getið um áður, þá er nóg landrými hér upp frá ströndinni, sem má fá keypt með góðum kjörum. Er þetta land misjafnt að gæð- um, en víða góðir partar. Þetta land liggur í dal og rennur lækur eftir honum endilöngum, þar sem lax gengur upp í, seinni part sunj- ars til að hrygna. Er nú þeg- ar nokkur hygð í suður og norður enda dalsins, þar sem bændur stunda gripa- hænsna- og kvikfjárrækt í smáum stíl, ennþá sem komið er. Mun eitthvað af þeim yngri bú- endum hér á ströndinni, hafa í huga að ná sér í eitthvað af þessu landi. Það er nú útgert um það, að við fáum “rural mail route,” og verður pósturinn keyrður Til Bjarna Thoráteinssonar, skálds og myndasmiðs Við burtför hans frá Selkirk til Winnipeg. Eg átti víst, og að því hlaut að draga, Að okkar leiðir skildu hér um stund, ' Því slík er ennþá okkar mæðusaga, Að allir verða að hníga á dauðans blqnd; Og þeim er óþarft örlög þau að klaga, Sem eiga vísan Paradísar 'fund. Eg efast sízt við hittumst hinumegin, —Að hugsjón þeirri ótal rök eg finn,— Þú verður upp á englakerru dreginn, Því englar sjá og meta drengskap þinn. Og eg mun þangað álpast einhvern veginn, Þó óvíst sé um reisupassann minþ. En fyrst við eigum enn um stund að skína Sem æðri ljós í þessum táradal, Þá er það mein að missa samfylgd þlna Og mannvit þitt úr okkar fundarsal. Og hér mun gleði og óðlist einnig dvína, Þó ennþá sé hér nýtra drengja val. En þó þú kannir heimsins yztu álfur, Mun orðstír þinn og minning lifa hér. Þú gekst að verki heill en aldrei hálfur, Og hagleiks snild þín flestum kunnug er; Því margur, sem var útlits eins og kálfur Fékk öldurmensku svip á mynd hjá þér. Við trúum því, að enn þinn aukist hróður, Því enginn betri drengur með oss var. Og Winnipeg er andans eplarjóður, Sem ávöxt þann hinn fylsta jafnan bar, Og svo er margt sem myndasmiður góður Og miskunnsamur lagfært gæti þar. Kristján S. Pálsson. út frá Campbell River daglega. Verður byrjað á því 1. sept. f þessu skólahéraði á að byggja nýtt skólahús, því gamli skólinn er nú ónógur, þar sem svo margir hafa flutt hér inn. S. Guðmundsson. Það eru ekki nema 85 ár siðan stofnaður var herflokk- ur í Vestmannaeyjum. Flokk þennan stofnaði Kohl sýslu- maður (kafteinn Kohl) 1854. Hafði hann dáglega heræfing- ar, þar til Kohl andaðist 1860, en lagðist alveg niður nokkr- um árum síðar. Island er ómissandi fyrir Norðurlönd —segir Kaper borgarstjóri Landsýn íslands .í góðu veðri verður öllum ógleyman- leg er hana sjá í fyrsta sinn, sagði Kaper borgarstjóri er eg hitti hann að máli í “Stav- angerfjord” áður en hann fór. Við höfum séð Shetland og Færeyjar í þoku. En er við að kvöldlagi nálguðumst Vest- mannaeyjar, risu þær úr hafi með kvöldsól að baki. Far- þegarnir störðu á þá undra- sjón, og Eyjafjallajökulskalla uppljómaðan í aftanskini. Fvrir sjónum vorum urðu hamraveggir Vestmannaeyja sem táknmvnd af þeirri hörku og karlmensku, sem til þess þarf að ryðja sér hér braut og skapa sér lífsskilyrði norðúr í hafi. En er við komum til Reykjavíkur, fengum við fyrst nánari kvnni af hinni lit,- auðgu, islenzku fjallanáttúru, og hinu merkilega landslagi, sem víða er alveg án nokkurr- ar fegrunar af jurtagróðri. (Framh. á bls. 6) Line Elevators Gera Meira en Veita Viðtöku Korni Yðar Line Elevators vaka yfir velferð viðskiftavina sinna í bændastétt. Upplýsingaskrifstofa North-West Grain Dealers’ félagsskaparins, undir forustu Mr. L. W. Brockington, K.C., fylgist nákvæmlega með öllum stjórnarráðstöfunum og nefnd- arskipunum í sambandi við kornframleiðsluna. Allar tilraunir eru gerðar með það fyrir augum, að vekja athygli slikra stofnana á þörfum bænda og vinna að hag þeirra. Hér fer á eftir útdráttur úr ýmsum helztu athöfnum Line Elevators félaganna sið- ustu mánuðina: Tók vií'ka.n þátt í störfmn Bracken- jiefndarinnar um áframliald hveitiráðs- ins og 80 centa hveitiverð. ♦ ♦ ♦ Kröfðust þess að Sambandsstjórn setti á fót vestanlands rannsóknardeild af National Research Council. Þessi rann- sóknarstofa skyldi hafa það hlutverk með höndum, að útvíkka notkun hveitis og afla nýrra markaða fyrir búnaðar- framleiðsluna. Þessi uppástunga var bygð á undang,eng-num rannsóknum um nýja notkun á bændavörum í Bandaríkj- unum. - 4 4- + Lagt fram fé tilj útsæðis og umbóta við uppskeru. >44 Tmgt fram fé til raunnsókna í mörg ár í sambandi við útrýmingu illgresis. Fjárhagsstuðningur af vorri hálfu hef- ir gert hinu Canadiska Skógræktarfélagi það kleift, að senda trjáræktar eimvagn út um Sléttufylkin. 4 4 4 Barist jafnt og þétt fyrir alþjóða vöru- samböndum til þess að víkka erlendan markað fyrir canadiskt hveiti, 4 4 4 Unnið að því sýknt og heilagt, að opna augu stjórnarvaldanna fyrir þeim rang- láta mismun, sem á sér stað milli verð- lags á bændavöru og þeim varning, er bóndinn þarf að kaupa. 4 4 4 Mælt með því að Samvinnufélög eigi fulltrúa í framkvæmdarstjóm Wimiipeg Grrain Exohange og að skipaður verði yfireftirlitsmaður með rekstri Grain Exchange. Þér spyrjið: “Hversvegna gerir Line Elevator minn á staðnum alla þessa hlutif’’ Vér svörum: Með þeim hætti einum, að búskapurinn í sveitum landsins blómgist, fáum vér dafnað og haldið í horfi. Hagsmunamál vor era hin sömu, hvað svo sem áróðursöfgunum líður. Line Elevators Assoclation

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.