Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.08.1939, Blaðsíða 6
fí LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. ÁGÚST, 1939. Um daginn og veginn Eftir ólaf Friðriksson. MARGIR HAUGAR frá forn- öld eru kunnir í Noregi, sem ekki hafa ennþá verið rann- sakaðir, eða þá aðeins laus- lega. Einn þessara hauga er Raknahaugur í Raumaríki, sem er eitt frjósamasta hérað Noregs, og er í austur frá Osló. Rakni er mannsnafn og þýðir sækonungur, en eng- ar sagnir eru skráðar um, hver þarna muni vera heygð- ur, en nokkur höfðingi mun hann hafa verið, þvi haugur þessi er stærstur allra hauga á Norðurlöndum. Hann er tuttugu stikur á ha>ð og níu- tiu stikur að þvermáli. Hann myndi ekki komast fyrir á Austurvelli, því hann myndi ná alveg að landssímastöð- inni og Hótel Borg, og ekki komast fyrir á hinn veginn, en liggja nokkuð upp á veggina á dómklrkjunni og Alþingis- húsinu, og að norðanverðu leggjast upp að húsunuin með- fram Vallarstræti. Fyrir mörgum árum gróf fornfræðingurinn Lorange í haug þennan og fann þar hrossbein og nokkuð timbur, en hann hafði ekki nema yfir litlu fé að ráða og varð að hætta við gröftinn. En nú hefir verið ákveðið að nota 50 þús. kr. af atvinnubótafé ungra manna til þess að grafa í hauginn, og verða 35 menn við það i sumar, því þetta er geysilega mikið verk, og er það undir yfirstjórn A. W. Bröggers prófessors. í svona haugum eru venjulega jarð- hús úr tré, og hvílir haugbú- init þar ásamt vopnum sínum og öðrum góðum gripum. Reynslan hefir sýnt, að jarð- húsið er venjulega ekki í miðjum haugnum, heldur ein- hversstaðar út til hliðanna, og er það sennilega til þess, að haugbúinn fái frekar að vera í friði, ef einhver hygst að brjótast i huaginn, því langt- um erfiðara verður með þvi móti að finna jarðhúsið. Þess má geta, að. menn hafa þózt geta lesið af árshringum við- arins, sem Lorange gróf upp úr Raknahaugi, að hann hafi verið feldur árið 931, þ. e. árið eftir að alþingi var sett hér á landi (en auðvitað er ekkert samband milli þess viðburðar og haugsins). Það er gert ráð fvrir, að síðast í ágústmánuði verði búið að brjóta hauginn, og að þá fréttist, hvaða forn- minjar þar hafa geymst. • F’ÁIR HAFA SÉÐ reiki- stjörnuna Merkúr, og er hún þó ein af þeim reikistjörnum, sem sjá raá með berum aug- um. I byrjun júlímánaðar var hún lengst frá sólu, og mátti sjá hana, þar sem dimm er nótt (í löndunum hér fyrir sunnan okkur) fram undir 10. júlí, dálítinn tíma í rökkrinu. Ef horft er í stórum kíki á Júpíter (t. d. kíki eins og sýndur hefir verið hér á Arn- arhóli), sjást venjulega fjögur stærstu tungl hans. En í næstum heila stund 17. þ. m. mátti horfa þannig á Júpíter, að ekkert tunglanna sást. Voru þá þrjú þeirra myrkvuð að honum í einu, en það fjórða var að fara framan við hann og hvarf í birtuna af honum. Nokkrir kíkjar eru til nógu stórir hér á landi til þess, að geta séð í þeim þessi stærstu tungl Júpíters og hringa Satúrnusar, þegar þeir snúa vel við, en það gera þeir nú, og ættu þeir, sem ráð hafa á þessum kíkjum, að hafa það hugfast, nú þegar nótt fer að dimma, 23. júlí var Marz í andstöðu við sólu og einna næst jörðu, það sem hann get- ur verið, og einna bjartastur. Var hann þá (þar sem nótt er dimm) bjartari en Júpíter getur nokkru sinni verið. • FYRIR NOKKRU síðan kom einkennilegt gras í ljós, í grasarannsóknarstöð, í einni af nýlendum Breta í Afríku. Það var tegund af stjörnu- grasi (Cynodon), en margar tegundir af því eru vel kunnar og eru ágætar fóðurtegundir, og eru hafðar þar sem gera á fallega grasvelli í skrúðgörð- um í heitu löndunum, þar sem tegundir, sem algengastar eru hér í álfu, þrífast ekki fyrir hita. Hafði eitt fræ þessarar tegundar auðsjáanlega borist í rannsóknarstöðina með torfuskækli, er þangað hafði hafði verið fluttur með ann- ari grastegund, og var skækill sá kominn nokkuð langt að, innan úr Afríku, þar sem mjög var þurviðrasamt. En þarna í þessum nýju heim- kynnum, þar sem vætan var nóg, óx stjörnugrasið með fá- dæmum. Það skýtur út reglum eins og hrútaberja- lyng, og varð ein renglan á sex mánuðum 16 metra löng. Var nú farið að leita að heim- kynnum þessa grass, og fund- ust þau brátt, og hafa síðan verið gerðar víðtækar tilraun- ir um ræktun þess. Þar sem ekki vantar vætu, breiðist það á örstuttum tíma yfir stórt svæði, ef þau eru ekki gróin áður, og eru dæmi þess að ein jurt hafi á sex mánuðum breiðst út yfir 8,000 ferfeta svæði, en það er meira en helmingi stærri víðátta en garðarnir (flestir), sem Reykjavikurbær leigir út, eða jafnstórt og fjórði hluti Aust- urvallar. Það er ágætt fóður- gras, og verður um ■ stiku á hæð, og af því hver einstakl- ingur getur breiðst út með svona miklum hraða, er álitið að það sé alveg sérstaklega gott til þess að græða með uppblástur í heitu löndunum; en spauglaust má vera að fá það til sín í garða þar. Engin íslenzk grastegund er skyld þessu grasi, en flæðigrasið (Spartína), sem nokkuð hef- ir verið ritað um á islenzku, er skylt þvi. —Alþýðuhlaðið. ísland er ómissandi fyrir Norðurlönd (Framh. frá hls. 5) Það vekur undrun og aðdáun aðkomufólks, að hér norður frá skuli vera svo miklir og skærir litir í náttúrunni og svo margbreytilegir. Seinna fengum við tækifæri til þess að kynnast landinu betur, er við fórum austur i sveitir, og gátum virt fyrir okkur hið mikilfenglega lands- lag, bæði hraunmyndanirnar, hinar víðáttumiklu flatneskj- ur og fljótin, sem eru allmjög stórfenglegri, en árnar okkar í Danmörku. Fyrir okkur er alt þetta mikil viðbrigði, okkur, sem erum vön því að ganga frá ökrum inn í skuggasæla lundi og garða. Jafnvel fyrir þá, sem alt frá æskudögum, hafa kynst ís- lenzkum bókmentum, gefur heimsókn til íslands nýja inn- sýn í sögurnar og þann anda sem þar birtist. Ættjarðarást íslendinga geta menn t. d. ekki skilið, nema að hafa séð landið með eigin áugum, og gert sér í hugarlund þá erfið- leika, sem kynslóðirnar hafa hér haft við að stríða. Vitaskuld er auðvelt að sjá, að þjóðin lifir á tímamótum og margt er hér hálfgert, gömlu og nyju ægir saman. En hvar í heiminum er það 'ekki svo? Hvar koma inenn í stór- borgir svo eigi blasi fyrir aug- um þeirra ummerki þeirrar byltingaaldar er við lifum á? Eg skal játa það, að mér þótti það einkennilegt í munni, að nefna dómkirkjuna ykkar því nafni, er eg sá hve smá- vaxin hún er, samanborið við aðra ■ kirkju er bera það heiti. En er eg kom í kirkjuna og sá hve látlaus hún er hið innra, þá gat eg betur felt mig við þetta. Yfir kirkjunni er strangur svipur, er eg kann vel við. Mér þótti merkilegt að virða fyrir mér skírnar- font Thorvaldsens í kirkjunni. einkum vegna þess hve krist- mynd hans þar er með alt öðrum svip en hin heimsfræga kristmynd úr Frúarkirkju okkar, þar sem listamaðurinn hefir gert Krist svo blíðan í svip og í'ramgöngu, að hann er alt að því kvenlegur að sjá. En hér er Kristur Thorvald- sens kfrlmannlegur, þrótt- mikill, með myndugleik þess er valdið hefir, er með vilja- krafti sínum beygir til hlýðni. Er við mintumst á starf Norræna félagsins, sagði borg- arstjórinn: Á þessuiii erfiðu tímum er fsland ómissandi fyrir Norð- nrlönd, fyrir menning þeirra og erfðir er fsland friðland er leita þarf tij^ Á þessum bylt- ingatímum er ísland, þrátt fyrir óblíðu náttúrunnar frið- helgur gróðurreitur i úfnu hafi. öll hin 4 Norðurlöndin liggja að löndum þar sem of- beldi nútimans ríkir. Það er því ekki nema eðli- legt að menn reyni að verjast ofbeldis-spillingunni með því að leita til fornra menningar- linda. Því hvað verður um okkur, ef okkur tekst ekki að standast það Ragnarökkur menningarinnar, sem er yfir- vofandi? —Morgunbl. 29. júlí Ef þér fáið grasgrænu á hvíta skinnskó, er bezt að ná henni burtu með spritti. V eátmannakveðja Eftir Árna G. Eylands (Flutt á Gimli 7. ágúst 1939) I. Til vesturs yfir álana eg lagði inína leið til landsins sem um aldir i hugsjá íslands beið. Hér lásu menn í fyrndinni vínberin af viðum, í vorum hugum sögnin er helgigylt á sniðum. Hér Karlsefni og Leifuá þess lögðu fyrstu drög að lund vor yrði hvergi við óraf jarlægð rög. Hún fjnnur veg um úthöf og eyðimerkursanda og inni í dýpstu frumskógum vonahörgar standa. Eg kem um ver að heiman og vorsins kveðjur með, frá völlum gamla landsins, á meðal ykkar treð. Eg heilsa ykkur, landar, þér langfrændur og vinir við lim af sama stofni erum, dætur Fróns og synir— —í hvaða átt sem leiðirnar liggja og sundur ber. Oss löngum þannig öllum við hinsta markmið fer, að feðravéin rísa í roða og sólargylling, þar rætast okkar vonir í tímans vídd og fylling. • II. Menn héldu fyr að ísland væri auðnarvöldum háð, að örfok myndu granda hverri sveit um feðraláð. Menn héldu fyr að ísland þyrfti út börnin sín að bera, þeim byðist engin framtíð í landi elds og frera. Því kvöddu margir landið er kalt í inóti blés, og kusu á öðrum ströndum að leita skjóls og hlés. Það ósagt inun hver raunin i reyndinni var hörðust að ráðast yfir höf, eða þeim er eftir vörðust. Þið brutuð ykkur landnám um breiðan Vesturheim og beittuð slíkuin handtökum að sögur fóru af þeim. í kappsiglingu miljónanna kunnuð ekki að svifta. I hverju máli létuð þið dáðir hlutum skifta. Þótt fundir væru strjálir o'g fjarlægð dveldi mót, við fréttum ykkar sigra og töldum meinabót. Á meðal ykkar áttum við margsinnis að baki þann manngildari bróður, sem veldur frægðartaki. III. Nú hefir skift um áttir svo heimalandsins börn þar halda uppi sóknum er fyrrum skorti vörn. Þau ganga hress að verki að græða foldar undir, og grænum skógi hraunin, er frain líða stundir. Til slíkra starfa þurfum við þéttskipaða sveit og þekkingu sem bygð er á reynd og fræðaleit. Því kný eg hér á hurðir að hvergi mun eg finna oss kærfengnari liðstyrk, er djúpt skal plægja og vinna. Við tökum saman höndum og treystum okkar heit, ])á trú er græðir sandana og brýtur grýttan reit, er brúar jafnvel höfin svo heiinleið megi flytja hver hugsun sem oss íætldist til fslands frama og nytja. Þá rætast ykkar draumar og rausnarlegu boð, þá ristir bárufalda ineð heillafarm mörg gnoð. Þið sendið Fróni tækni ykkar, týgi góð og plóga, svo tún og akrar blómgast í faðmi hlýrra skóga. ÚRVALS! This rare, old rye was especially distilled to please your discriminating taste—try it ! ■ Sfc/r/M OLD RYE WHISKY PRODUCT OF HIRAM WALKER & SONS, CANADA DISTILLERS OF HIRAM WALKER'S LONDON DRY GIN No. 302—12 oz. $1.00 No. 301—25 oz. $2.15 No. 300—40 oz. $3.25 ThÍB advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commiseion is not responsible for statements made astoqualityof products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.