Lögberg - 07.09.1939, Side 1

Lögberg - 07.09.1939, Side 1
52. ÁRGANGUR LÖGRERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1939 NÚMER 35 Adolf Hitler ræðst inn á Pólland með óvígan her og stofnar með því til Norðurálfustríðs Bretar og Frakkar segja Þýzkalandi álríð á hendur... ítalir átanda hjá . .. Roosevelt forseti lýsir yfir hlutleysi Bandaríkjanna . . . Þýzkur tundurbátur sökkvir brezka farþegaskipinu Athenia 240 mílur undan átröndum Skotlands . . . 1400 farþegar um borð; um þúsund af þeim bjargaát. HERTZOG-STJÓRNIN í SUÐUR-AFRÍKU FER FRÁ VÖLDUM Forsætisráðherra S u ð u r- Afriku sambandsins, General Hertzog, hefir látið af völdum vegna aðstöðunnar til núver- andi Norðurálfustríðs. General Hertzog krafðist hlutleysis í stríðinu fyrir hönd þjóðar sinnar, en fór halloka í þing- inu. General Smuts hefir ver- ið falin á hendur myndun nýs ráðuneytis; hann átti sæti i alríkisstríðs ráðuneyti Breta í heimsstyrjöldinni frá 1914. i INNRÁS þýzkra her- sveita á Pólland hefir B3Ö3 verið sótt af kappi miklu, og haft í för með sér mannfall mikið og eignatjón á báðar hliðar; hafa spiængj- ur Þjóðverja orsakað geig- vænlegar hörmungar i ýmsurn helztu horgum Póllands. Sím- fregnir á miðvikudagsmorg- uninn láta þess getið, að stjórn Póllands sé í þann veg- inn að leita á brott úr Varsaw og flytja þaðan fólk alt vegna hinna þrotlausu loftárása; þetta ber ekki þannig að skilja sem Pólverjar séu að gefast upp, heldur er þar einungis um óumflýjanlegar varúðar- ráðstafanir að ræða. Fullyrt er að pólskar hersveitir hafi ráðist inn á Austur-Prússland og gert þar usla mikinn. All- inörg pólsk loftför vörpuðu sprengjum yfir Berlín á þriðju daginn.— Síðastliðinn mánudag flugu nokkur skip úr brezka loft- flotanum yfir herskipastöðv- ar Þjóðverja við Cuxhaven og Wilhelmshaven og vörp- uðu sprengjum á þau herskip, er þar lágu; tvö stór og vönduð herskip urðu fyrir stórskemdum, eða jafnvel eyðilögðust, að því er upplýs- ingaráðuneytinu brezka segist frá. f þessari viðureign skutu Þjóðverjar niður sex hrezk flugför. Bretar hafa sökt fyrir Þjóð- verjum þremur vöruflutninga- skipum, en tvö brezk vöru- flutningaskip hafa sokkið af völdum Þjóðverja í Baltiska- hafinu. Nú hafa Frakkar ráðist að varnarlínu Þjóðverja á vest- urvígstöðvunum á hundrað mílna svæði, og þykir einsætt, að til tíðinda nokkurra muni þar draga á næstunni, því sótt verður þar á af kappi miklu. Bretar hafa lokað Norður- sjónum og fleiri siglingaleið- um fyrir Þjóðverjum, og má þess því vænta, að áður en langt um líður þrengi mjög að um vistaflutning og vopna til Þýzkalands. Þeir Winston Churchill og Anthony Eden hafa verið teknir inn i stríðsráðuneyti Breta; hinn fyrri sem flota- málaráðherra, en hinn siðar- nefndi Dominions ráðherra. TAKAST Á HEINDUR HERFORINGJASTÖÐU Tveir ungir og efnilegir fs- lendingar hér i borginni, þeir Njáll Bardal og John Hjálmar- son, hafa tekist á hendur her- foringjastöðu í þeim hinum canadiska her, sem boðið hefir verið út vegna Norður- álfustyrjaldarinnar. Njáll er sonur þeirra Mr. og Mrs. A. Bardal, en John sonur þeirra Mr. og Mrs. Chris. Hjálmars- son; vera má að fleiri íslend- ingár hafi þegar. hlotið for- ingjatign í hernuin, þó blað- inu sé það eigi kunnugt. VERÐLAGSNEFND SKIPUÐ Samhandsstjórn hefir skip- að verðlagsnefnd vegna af- stöðu Canada til Norðurálfu- stríðsins, er hafa skal það hlutverk með höndum, að fyrirbyggja okurverð á lífs- nauðsynjum og tryggja heil- hrigt jafnvægi á sviði við- skiftalifsins. Verkamálaráð- herrann, Hon. Norman Rogers, gerði þetta heyrinkunnugt í útvarpsræðu síðastl. sunnu- dag. ST.IÓRN ÍSLANDS FELUR VILHJÁLMI ÞÓR AÐ ANNAST UM KAUP Á HVEITI Herra Vilhjálmur Þór fram- kvæmdarstjóri, er staddur i New York í þeim erindagerð- um af hálfu hinnar íslenzku stjórnar, að kaupa amerískt hveiti, sé þess nokkur kostur; stafa þessar ráðstafanir vafa- laust frá Norðurálfustyrjöld- inni, og þeim örðugleikum, sem það verður bundið fyrir ísland að afla sér korns og annara vista þar um slóðir. SÉRA RAGNAR E. KVARAN LÁTINN Símskeyti harst Dr. Rögn- valdi Péturssyni frá Reykjavík þess efnis, að látist hefði þar af völdum uppskurðar þann 24. ágúst síðastliðinn, séra Ragnar E. Kvaran, 45 ára að aldri. Hann lætur eftir sig ekkju ásamt tveimur börnum. HANS HÁTIGN KONUNGURINN ÁVARPAR ÞEGNA SfNA Á sunnudaginn ávarpaði hans hátign Georg Bretakon- ungur þegna sína vegna hinn- ar nýbyrjuðu styrjaldar og þátttöku Breta í henni; var ræðan mótuð hugsjónum mann úðar og frelsisástar; kvaðst hans hátign treysta því, að brezkir þegnar víðsvegar uin heim, stæði sainan sem ein sál og sýndi í hvívetna rólyndi á yfirstandandi tímum alvöru og hinna þyngstu fórna. SAMBANDSÞING KVATT, TIL FUNDA Vegna Norðurálfustyrjaldar- innar og afstöðu Canada til hennar, hefir sambandsþingi verið stefnt til funda á fimtu- daginn þann 7. ]>. in. í glæsi- legri og alvöruþrunginni út- varpsræðu, sem King forsætis- ráðherra flutti á sunnudaginn, lýsti hann yfir því, að á föstu- daginn yrði lagðar fyrir þing þær megin ákvarðanir, er stjórnin hefði komið sér sam- an um að enga þyldi bið. Var Mr. King harðorður i garð Hitlers og lýsti jafnframt yfir því, að hin canadiska þjóð myndi einhuga styðja málstað Breta og demokratiskra sam- herja þeirra í núverandi frelsisstríði. Frá Islandi Fyrir fimm árum siðan var byrjað á laxaklaki við árnar í Þistilfirði. Gekk þá alls eng- inn lax í sumar þeirra, svo sem Svalbarðsá, Sandá og Hölkná, en lítils háttar í aðrar, til dæmis Laxá og Hafralnsá. Þó var laxinn að ganga til þurðar einnig þar. f fyrra sumar varð vart nokkurs á- rangurs af klakstarfseininni og gekk þá nokkuð af laxi í árnar. f ár hefir laxinn að sjálfsögðu gengið í árnar að nýju og mun meira heldur en í fyrra sumar. Þeim er ekki ósýnt um að nota plóginn og hestaflið, frændunum Valdimar á Álf- hólum og Ágúst í Sigluvfk i Vestur-Landeyjahreppi. Eitt sumarið mun Valdimar hafa með hestum plægt alt að 90 dagsláttum í sveit sinni. Fyrir nokkrum árum var frá því skýrt, hversu hann flýtti fyrir greftri á miklum áveituskurði úr Þverá, með plógnum og hestunuin. f vor kom Ágúst í Sigluvik upp 1160 faðma langri engjagirðingu á ótrú- lega skömmum tima með þeim hætti, sem hér verður frá greint: Fyrst var stungið ineð skóflu eftir streng alla vegulengdina, þar sem garð- urinn skyldi standa. Siðan var komið með plóginn ineð þrem hesctum fyrir og plægðir upp þrír þykkir jarðstrengir, einskonar kekkir. Siðan var garðurinn hlaðinn úr strengj- unuin og voru tvö neðri lögin höfð þversúm en þriðja kakk- arlagið langsum. Tvo daga tók að plægja, en á sex dög- um var síðan þessi 1160faðma langi igarður hlaðinn af sex mönnum og voru þó tveir þessara manna unglingar. Að þessu loknu voru síðan settir tveir vírstrengir ofan á garð- inn og er nú girðingin talin fullkomlega sauðheld, þar eð plógfarið stendur fult af vatni, með því að girðingin var reist á jafnlendu inýrlendi. —Tíminn. Konan í kotinu Áður fyr þá myrkra mein mest sér lék í blænum, vökunótt hún átti ein oft í gamla bænum. Hríðar gjörðu hreysið kalt hugans frusu lindir. Sig þá lögðu yfir alt ýmsar kynjamyndir. Freðna lagði á rúðu rós raunir sárar herti. Annað hvort var ekkert ljós eða tólgarkerti. Byljir næddu um brostin þil, brutust tár á hvarmi, kvíðinn tíndi allan yl úr ekkaþrungnum hvarmi. f fölri skímu fram við hlóð fálma knýttar hendur. eldur dauður, engin glóð, askur tómur stendur. Blæða undir, svíða sár sönn er gleði vegin, en kotunganna tregatár teljast — hinumegin. Kristbjörn Benjaminsson. —Samtíðin. SIGURÐUR FRá ARNAR- HOLTI LÁTINN Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti lézt að heimili sínu hér í bænum í gær. Bar dauða hans brátt að, því að hann hafði verið við góða helisu undanfarið. Hann var lengi lyfsali í Vestmannaeyjum, en kunnast- ur er hann af skáldskap sín- um. Á unga aldri gaf hann út ljóð eftir sig og var þegar tekinn í beztu skálda tölu ís- lenzkra. Þá er hann og kunnur af starfi sínu í þágu björgunar- mála við Vestmannaeyjar. Sigurður var hár maður og höfðinglegur, og var eftir honum tekið, hvar sem hann fór. —Alþýðubl. 5. ágúst. HERTOGINN AF WINDSOR HVERFUR HEIM Simað er frá París á mánu- daginn að hertoginn af Wind- sor sé í þann veginn að flytja til Englands ásamt hertoga- frúnni og setjast þar að; hef- ir hertoginn boðið brezku stjórninni hverja þá aðstoð í stríðinu, er hann fái í té látið. COL. RALSTON VÆNTANLEGURf OTTAWA-RÁÐUNEYTIÐ Ottawa-fregnir á mánudag- inn láta ]>ess getið, að víst megi nú telja, að Col. Ralston taki sæli i sambandsstjóminni þá og þegar. Hann var um eitt skeið hervarnaráðherra i ráðuneyti Mr. Kings.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.