Lögberg - 07.09.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.09.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1939 ------------í.ögt)erg--------------------- Geíið út hvern fimtudag af THE COLUMJiLA PRESS, JjIMITED 695 Sargcnt Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., • Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Liögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Teningunum er kaálað Eftir að Adolf Hitler hafði að fuliu og öllu brugðist bogalistin í því að koma fram vilja sínum með hótunum gagnvart Póllandi, hleypti hann lausum öllum þeiin tor- tímingaröflum, er hann átti yfir að ráða og réðst inn á Pólland síðastliðinn föstudag; frá þeim tíma hefir rignt eldi og brennisteini yfir þessa saklausu þjóð, og tundur- sprengjur orðið þúsundum barna og kvenna að bana; slíkt er tillag Fasismans til heimsmenningarinnar. Heimurinn gengur þess nú vonandi ekki mikið lengur dulinn hvat manna Adolf Hitler er; einn atburðurinn eftir annan hefir skýrt og afdráttarlaust leitt það í ljós, að hér er um fágætan, pólitískan stigamann að ræða, er sýnist hafa tekið sér Nero til fyrirmyndar; völd í höndum slíkra manna eru geigvænleg, og leiða óhjákvæmilega til firna og vandræða. Fyrirsláttur Hitlers um friðsamlegar samningatilraunir við Pólland vegna Danzig, var fláræði eitt og annað ekki; atburðir síðustu daga taka af öll tvímæli i því efni. Danzig var aðeins notuð sem átylla eða yfirborðsréttlætiijg á herför þýzkra Nazista gegn pólsku þjóðinni, því auðsætt er, að markmiðið sjálft var hvorki meira né minna en innlimun alls landsins. Frá þeim tíina er Hitler kom til valda á Þýzkalandi 1933, hefir það verið nokkurn veginn einsætt hvert stefndi; engin smáþjóð í nágrenninu gat verið daglangt óhult um öryggi sitt, og nú er svo komið, að skuggi hinna þyngstu örlaga flögrar yfir höfði allra þjóða heims, jafnt smárra sem stórra; það krefst sameinaðs átaks, karlmensku og kjarks, að kveða niður þann draug, sem nú ógnar gervaflri siðmenningu mannkynsins; kveða hann þannig niður, að hann aldrei að eilífu skjóti á ný upp kolli; slíkt verður hlutverk hinna lýðfrjálsu þjóða hvað mikla baráttu, sem Jiað kostar, og hvað mikla hlóðfórn.— Ómælilegt hrygðarefni er það, hve lengi Adolf Hitler leiðst það svo að segja átölulaust, að færa út kvíarnar og auka veldi sitt á kostnað smærri og umkomuminni þjóða; þó er nú á öllu öðru brýnni þörf en að fárast um slíkt; megin markmiðið er það, að leggjast á eitt um ævarandi útrýmingu Hitlerismans og þess alls, er í kjölfar hans siglir og hefir siglt. Adolf Hitler ber ábyrgð á Jiví einn hvernig málum nii er komið, eins og Mr. Chamberlain lýsti yfir á sunnudaginn í útvarpsræðu; alvarlega hugsandi mönnum stóð frá önd- verðu geigvænlegur stuggur af taumlausum ofurmetnaði Hitlers og fylgifiska hans á Þýzkalandi, og þóttust glögg- lega sjá til hvers draga mundi; nú er það komið á daginn hvers vænta mátti úr þeirri átt. Enginn stjórnmálaleiðtogi hefir svo vitað sé svikið með köldu blóði jafn mörg loforð og Adolf Hitler hefir gert; hann hefir víst alveg áreiðanlega svikið þau öll.— Mr. Chamberlain tilfærði í áminstri útvarpsræðu á sunnudaginn eftirgreind dæmi sem sýnishorn upp á orð- heldni Adolf Hitlers eða hitt þó heldur: “Hann sór þess dýran eið, að virða í orði og anda fyrirmæli Locarno sáttmálans; þann eið hefir hann rofið; hann staðhæfði hvað ofan í annað, að hann hvorki vildi né hefði í hyggju innlimun Austurrikis; þessa staðhæfingu sína virti hann að vettugi; hann lýsti því ennfremur yfir heitt og hátíðlega, að slíkt kæmi ekki til nokkurra mála, að hann innlimaði Czecho-Slóvakíu i Þriðja rikið; reynslan sannaði, að hér var einungis um fyrirslátt að ræða. Þegar Hitler hafði endurheimt Sudetenland að afloknum Munich- samningunum, lýsti hann því einnig hátíðlega yfir, að með því væri lokið öllu tilkalli af sinni hálfu til frekara landrýmis í Norðurálfunni; í þessu efni hefir hann, eins og áður, gengið á bak orða sinna; hann lýsti þvi yfir, og lagði dreng- skap sinn við, að sér kæmi ekki til hugar að leggja undir sig eitt einasta pólskt fylki; hann lét sér ekki fyrir brjósti hrenna, að svikja þetta líka; árum saman sór hann og sárt við lagði, að hann væri hinn svarnasti óvinur Bolshevism- ans; nú er hann fóstbróðir hans.” — Þarna er innri maður Adolfs Hitlers allur eins og hann er; þetta átti að vera fyrirmyndin; að öðrum kosti vofði fallexin yfir höfði! Eftir að allar tilraunir Mr. Chamberlains og hinnar brezku stjórnar í þá átt að miðla málum, og fyrirbyggja heimsstyrjöld, höfðu reynst árangurslausar, og Hitler ráðist inn á Pólland, ákvað stjórnin, er bundin var varnarsamn- ingum við Pólverja, að segja Jiýzkalandi stríð á hendur; Jietta gerðist árla á sunnudagsmorguninn; samskonar af- Stofnið spari-innátæðu við banka Peningar ijðar ern öruggir og þér getiö notað þá nær sem vill Á tólf mánuðum lögðu viðskiftamenn inn 10,500,000 upphæðir í Royal Bank of Canada; sönnun fyrir því trausti, sem almenningur her til þessarar stofnunar, sem hefir eignir yfir $800,000,000. THE ROYAL BANK OFCANADA Eignir yfir $800,000,000 ________ stöðu tóku Frakkar, er einnig höfðu heitið Pólverjum lið- sinni, ef á land þeirra yrði ráðist; hjá þessum þjóðum háðum yar drengskaparorðið allra orða æðst, og þessvegna áttu þær ekki um annað að velja, en skera upp herör. Að sigur fylgi orðum þeirra og athöfnum, er brennheit hjart- ans þrá þeirra allra, er fyrir brjósti bera verndun heilags fæðingarréttar einstakra manna sem heilla þjóða! Aldarfjórðungur og mánuði betur, er um garð genginn frá því er heimsstyrjöldin frá 1911 hófst; við lok þess ægilega hildarleiks mun fáa hafa órað fyrir því, að mannkynið yrði í dag statt á þeirri hrikalegu Heljarslóð, sem nú er raun á orðin. Enginn gengur þess dulinn um hvað sá hildarleik- ur, sem hófst þann 1. þessa mánaðar, sé háður; mönnum er það alveg Ijóst, að á hlið Hitlerá, hins nýja Nerós Norð- urálfunnar, berjist öll þau þrældóms- og undirokunaröfl, er ofmetnaðar vitfirringin stemmir i þjónustu sina; á hina hliðina þau máttarvöld, er djarfmannlegast hafa um aldaraðirnar haldið á lofti fána frelsis og mannréttinda; í þá fylkingu skipar sér ein- huga hin canadiska þjóð, hug- prúð, voldug og sterk! Minning Sigurðar Sigurðssonar skálds, frá Arnarholti Sigurður Sigurðsson, skáld, frá Arnarholti er látinn. Hann er mér minnisstæðari fremur öðrum mönnum, sem eg hefi kynst og ber tvent til. Hann var snjallasta skáld þeirra manna, er eg þekti, og hann bar í hjarta sínu svo lifandi og einlægan áhuga fyrir vel- ferð íslands, atvinnuvegum þess og menningu, að með af- brigðum má telja. Þetta tvent sannaði Sigurður hverjum þeim, sem heyrði hann' og þekti störf hans. Sigurður réði yfir mætti og fegurð íslenzkrar tungu í rík- um mæli. Ást hans á tung- unni féll svo undra vel saman við ást hans og virðingu á skáldskapnum. Þar mátti ekki sjást blettur né hrukka, hvorki í hugsun né formi. Ljóð hans urðu strax kunn um alt land fyrir hinn sér- kennilega unað og innileik. Hafa fá íslenzk skáld náð tök- um á mýkra máli eða fínni blæ, og víst er um það, að sá andi, sem lá bak við línur og stef Sigurðar, var frá þeim einum komið, sem var skáld af guðs náð. Þeir, sem lesa “Lundinn helga,” “Hrefnu” og “Lágnætti við Laxfoss,” finna það, og þýðingarnar “Vísur skrifarans” og “Far- inn” sýna það sama. Áhugi Sigurðar fyrir menn- ingarmálum íslendinga varð i mörgu séður, þótt hér skuli eingöngu mint á það málið, sem raunar allir þekkja: Björgunarmál Vestmannaeyja. Hann var þar hinn helzti brautryðjandi, sem um lang- an tima sparaði hvorki vinnu, fé né andríki til þess að ryðja Jiessu ináli braut, enda bar hann það fram til glæsilegs sigurs. Þeir menn voru til, sem fanst um skeið að Sigurði yrði nokkuð tíðrætt um Jietta mál, sem heyrðu þá frásögn Sigurðar, er hann gaf mér og hér fer á eftir, munu hvorki álíta hann hafa talað of mikið né of oft: “Það kom nokkrum sinnum fyrir í Vestmannaeyjum, þeg- ar óvænt veður skullu á, að flestir bátar björguðust nauð- uglega með dauðhraktar skips- hafnir — en einn eða fleiri báta vantaði. Konur og börn þeirra, sem vantaði, stóðu i ■fjörunni og grátbændu, ásamt öðrum, um að farið yrði að leita. Þá kom það fyrir, að Jiessir sömu menn, sem voru nýsloppnir í land úr sjávar- háskanum, lögðu á stað út aftur — en stundum fór svo, að þeir komu sjálfir ekki aftur.” Sigurður sannfærði hvern mann, sem hann náði til, um það, að þessarar bónar mætti ekki biðja hina aðframkomnu sjómenn. Það væri ómenning. Vildi þjóðin heita menningar- þjóð, yrði að koma gott skip með einvalaliði, sem verndaði og bjargaði. Skipið kom og þar með hafði Sigurður unnið sigur í hjartfólgnasta áhuga- máli sínu. Sigurður var kvæntur önnu Pálsdóttur Sigurðssonar prests í Gaulverjabæ. Betri lifsföru- naut hafa fáir menn fengið. Kristján Einarsson. —Mbl. 10. ágúst. Baðátofa frá 1 2. öld Þorleifur Jóhannesson verkamaður frá Stykkishólmi, sem hefir §tundum fengist við fornleifarannsóknir og verið með Jijóðniinjaverði, hefir undanfarið unnið við forn- leifarannsóknirnar i Þjórsár- dal. Hann kom til bæjarins i gær, og spurði Alþýðublaðið hann, hvað rannsóknunum þar eystra liði. Þorleifur sagði þær fréttir, að á Stöng hefðu nú verið grafnar út bæjarrústir, skáli eða stofa, og auk þess rústir, sem sennilegt er að sé bað- stofa. Er þetta bakhús og er mjög lítið skemt, enda hefir það fylst af vikri. Liggja rennur meðfram báðum veggj- um og út um gaflinn, sem snýr frá skálanum. Er talið, að botn þessara renna hafi verið lagður með hellunu Gólfið í þessari tóft hefir ver- ið hellulagt. Er þetta mjög merkilegur fundur, og bendir byggingar- lagið á, að baðstofan sé frá 12. öld. Gólf Jiessara rústa er fulla 2 metra undir núverandi grassverði. Baðstofan er talin vera um 2 sinnum 3 metrar að stærð. Eru veggir beggja húsanna alveg óhrundir. Er enn unnið að rannsókn þess- ara rústa, en Þorleifur telur, að hætta sé á, að rústirnár eyðileggist i vetur, ef ekki verður bygt yfir Jiær, en á því telur hann inikla nauðsyn. Roussell verkfræðingur hef- ir stjórnað rannsóknunum á Stöng. Matthfas Þórðarson heldur áfram rannsóknum að Skelja- stöðum, en þar virðist bygð hafa verið lengst. f kirkju- garðinum hafa komið í ljós um 60 beinagrindur. Um húsaskipun á Jiessum stað er enn lítið vitað; rannsóknirnar eru enn ekki komnar svo langt. í Skollakoti er rannsóknum að mestu lokið. Bæði sænski vísindainaður- inn og sá finski eru nú uppi í Borgarfirði. Vinna þeir að fornleifarannsóknum, annar að Norðtungu en hinn að Lundi. —Alþýðubl. 9. ágúst. MED MORGUNKAFFINU Einn þeirra fjögra manna, sem bjargaðist er enski kaf- báturinn “Thesis” fórst, W. C. Arnold, hefir altaf haft með sér sérstakt lán í óláni. Þegar hann var ungbarn í vöggu brann vaggan hans, en Arnold bjargaðist ómeiddur. Hann hefir verið 12 ár í ,hern- um og tvisvar sinnum lent í sjávarháska. f bæði skiftin bjargaðist hann á síðustu stundu. Sama hepnin hefir fylgt honurn á landi eins og til sjós. Tvisvar hefir hann komist í sporvagnsslys, þaf sem fjöldi mannS særðist meira eða minna. Hann slapp ómeiddur. Mesta hepni Arnolds var Jió með honum er “Thesis” fórst. En Arnold lætur lítið yfir sér og vill sem minst um sjálfan sig tala. —Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.