Lögberg - 07.09.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.09.1939, Blaðsíða 6
fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1939 I Leyndarmálið í turninum j Eftir ANTHONY HOPE Blll!!lllll!llll!lll!l!llllllll!llllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllll!!lllllllllllllllllllllllll!!l!ll!llllllllllll!illlllll|!!!!lll!ill!llllil!!llllllll!!!!i!il|||i;ill!2 Þótt undarlegt væri, virtist herramaðurinn gjalda flokksforingjanum í sömu mynt og horfði á hann all-gaumgæfilega. Svo lauk hann úr viskí- og-sóda glasinu, sagði eitt eða tvö orð við Bill Smithers og reikaði svo yfir stofugólfið þangað sem flokksforinginn sat. “Það er léleg athöfn, að drekka einsamall jóladagskvöld,” mælti hann. “Mætti eg gerast sessunautur yðar? Eg hefi pantað eitthvað ofur- lítið, og — jæja, maður þarf ekki að gera sér neina rellu út af því, þó maður á þessu kveldi bjóði heiðursmanni eitthvað í glasi.” Flokksforinginn leit til gestsins með auðsærri vanþóknun — eins og annars til allra, sem nálg- uðust hann, — en hneigði sig þó ógn óverulega eins og til samþykkis. Smithers kom svo með brennivínsflösku og tvö staup. “Þetta er góð- gæti!” sagoi ókunni maðurinn um leið og hann settist niður, fylti bæði staupin og tæmdi sitt eigið þegar í stað. “Það bezta, sem hægt er að fá til ábætis, heid eg!” Flokksforinginn drakk nú og úr sínu staupi, en hélt sig þó í viðmóti sínu eins og í fjarlægð við gestinn. “Hvað er á seiði?” urraði hann svo. “Hvað er í brúnu töskunni?” spurði ókunni maðurinn blátt áfram og kurteislega. Flokks- foringjanum brá ekkert við þessa spurningu; til þess var hann of gamall í hettunni, en starði litl- um nístandi augum og rannsakandi framan í nýja kunningjann. “Þér vitið heilmikið!” sagði hann svo. 1 ; V i “Meira en þér í sumu, tilliti, en minna, éf til vill í öðru. Á eg að segja fyrst mína sögu? Við verðum, flokksforingi, að treysta hvor öðrum. Segja litla sögu um það, hvað tveir herramenn hafast að í London á miðvikudögum, og hvað þeir flytja heim með sér í brúnu leðurtöskunni! — Myndi það vekja forvitni yðar? “Og þeir líka hlutir í brúnu töskunni! Það er erfitt orðið að ná haldi á slíkum hlutum, er það ekki? En þeir vita hvar meira af þeim er að finna, og það veit eg líka, — af tilviljun, mætti segja. Það voru, Hooper flokksforingi, í raun og veru til menn, sem vantreystu brezka sjónarmiðinu, það er að segja (ókunni maðurinn brosti hæðnislega) vissunni um að við myndum sigra Þýzkarana, og þeir nurluðu þessu saman, óþokkarnir! Hooper flokksforingi rétti út hönd sína eftir flöskunni. “Leyfið mér,” sagði ókunni maður- inn kurteislega. “Eg sé að þér eruð ögn skjálf- hentur.” 1 ) 1 Það var líka satt. Flokksforinginn var orð- inn óstyrkur af hugaræsing. ókunni maðurinn virtist hafa snert við efni, sem ávalt æsti flokks- foringjann og gerði hann órólegan — jafnvel svo að hendur hans nötruðu, kiptust við og klæjaði eftir að handfanga það, sem leyndarmálið hafði að geyma, en hugur hans þó ekki sá. “Þeir fá líka að borga það. Þrjátíu silfur- skildinga fyrir hvert gullpundið; það er verðið núna, eða þar um bil. Til hvers eru þeir að þessu umstangi? Hver er leikur húsbónda þíns? Og hver á annars að komast burt með þetta?” sagði gesturinn. “Hvað er þetta, sem þeir, durgur gamli og Boomery (hann bar þannig fram nafn Beauma- roys) eru að hafast að í London?” spurði flokks- foringinn. “Fyrst fara þeir til víxlakaupmannsins, svo í einn eða tvo banka, eg veit jafnvel til að þeir hafa farið í þrjá hanka; svo fara þeir í leiguvagni austur í hæ og koma þar við á vissum stöðum. Alt af hafa þeir töskuna, flokksforingi, og í hverj- um viðkomustað þyngist hún. Eg hefi, mætti segja, horft á hana þrútna,” mælti gesturinn. “Hver annars skollinn eruð þér?” urraði flokksforinginn ergilega. “Nafn mitt fáið þér seinna — eftir venjulegar sannanir um fullgilt traust okkar á milli,” svar- aði herramaðurinn. Samræðan öll hafði farið fram í lágum róin, og heyrðist því ekki gegn um hina háróina glað- værð, söngkviður, glens og skríkjur hinna gest- anna; enginn skifti sér af inönnunum tveim, sem ræddu saman í stofuhorninu. Þó lækkaði ókunni maðurinn röddina, er hann hvíslaði: “Eg gef yður fimtíu seðla sem niðurborgun, þér lofið mér svo rétt að líta á staðinn, þar sem þcir láta þetta.” Hooper flokksforingi fékk sér drykk og reykjar-teig, meðan hann hraut heilann um þetta tilboð. ókunni maðurinn lét hann sjá á endann á seðlabunka, sem stóð upp úr brjóstvasanum á yfirhöfninni. Flokksforinginn kinkaði kolli við þessu, því það skildi hann. En það var inargt annað, í sambandi við alt þetta, sem hann ekki skildi neitt í. “Það er mér hreinasta ráðgáta til hvers þeir eru að gera þetta,” muldraði hann. “Hvers peningar væru þetta?” spurði ókunni maðurinn. “Gainla durgsins, auðvitað. Boomery er svíðingur, nema fyrir eigin hag,” svaraði flokks- foringinn, starði fast á herramannlega gestinn og Letilegt bros lék um varir hans er hann sagði: “Þetta er yðar hugmynd, herra, er það?” “Gainli herramaðurinn yirðist veiklulegur og gæti dáið skyndiiegá., Og, hvað þá? Vinir koma þá í ljós, þstð er ávalt svo, þegar maður deyr, eins og kunnugt er. Jæja, hvað skeður þá? Minni peningar í sjóðnum en haldið yar; kæri, gamli maðurinn hafði ekki skift upp arfinum eins vel og þeir höl'ðu vonað. Svo, á hinn bóginn, er vinur okkar B —. Getið þér ekki, flokksforingi, litið á þetta frá B—s kunningja okkar sjónarmiði? Eg misskil málið kannske, og þetta er liráðabirgða tilgáta mín. En ráðgátan um það er óleyst enn, hvernig hann kom gamla manninum inn í þennan leik, er það ekki?” Þetta vai* einmitt ráðgátan, sem hugur flokks- foringjans var að snúast um! Það sem honum var kunnugt — sá helmingur leyndarmálsins, — sem gesturinn vissi- ekkert um, gat verið áríðandi til úrlausnar málinu; flokksforinginn taldi ó- hyggilegt að skýra frá því of snemina, svona að þarflausu, fyrir ekkert. En hafði það ekki vissu- lega þýðingu um málið! Sljó-vitur eins og flokks- foringinn var, virtist þó nú renna upp fyrir hon- um ljós, sem dró að sér athygli hans. “Jæja, við getum ekki setið hér í alt kvöld,” sagði ókunni maðurinn með góðlátlegum hreim í röddinni. “Eg verð að ná í kvöldlestina.” “Það fer engin lest héðan í kvöld.” “Hún fer frá Sportsfield, og eg ætla aá ganga þangað,” svaraði gesturinn. Flokksforinginn brosti. “Ef þér ætlið að ganga til Sportsfield, þá skal eg vísa yður leið. Ef einhver kynni að sjá til okkar, Boomery til dæmis, þá gæti hann ekki haft neitt um það að segja, þó að eg gengi á veg með gömlum félaga á jóladagskveld. Það væri skaðlaust; líktist ekkert hnuplferð, njósnun, eða slíku! Og þér eruð gamall félagi, er ekki svo?” “Auðvitað; forvinur yðar — látum okkur sjá — gamli vinur yðar Percy Bennett.” “Svo gæti það verið, eða ekki verið. En hvað um—” Flokksforinginn benti á brjóstvasa Percy Benftetts. “Eg skal fá yður það úti. Þér viljið ekki að aðrir sjái mig fá yður það hér inni, eða hvað?” Flokksforinginn hafði eina spurning enn til að leggja fyrir gestinn: “Hvað mikið, hér um bil, haldið þér að nú gæti verið þar?” “Hvað oft hafa þeir farið til London? Þeir koma víst ekki æfinlega, hygg eg, til kunningja minna.” “F’erðirnar hljóta nú að vera orðnar sex eða sjö. Leikurinn byrjaði skömmu eftir að Boomery kom hingað.” “Það hlýtur þá, svona laust á gizkað, að vera orðið all-mikið, að dæma af viðskiftum okkar — eg ineina vina minna — við þá, og frá því að reikna gæti það náð sjö eða átta þúsund sterlings- pundum.” Flokksforingnn blístraði lágt um leið og hann stóð á fætur og gekk fram að dyrunum. Höfðing- legi gesturinn stanzaði við háborð gestgjafans til að borga fyrir brennivínið, og eftir að bjóða veit-| ingamanni virðulega góða nótt og gleðilegrar há- tíðar, fór hann á eftir flokksforingjanum út á þorpsgötuna. Eftir fimtán mínútna léttigang voru þeir komnir að Hinton Avenue. Við enda götunnar! fóru þeir fram hjá húsi Dr. Marys; stáss-stofu- hengin voru ekki samandregin og á gluggablæj- unni sáust skuggar manns og meyjar, er stóðu samhliða inni í stofunni. “Mistilteinn! ha-ha!” hvíslaði ókunni maðurinn, en flokksforinginn spýtti bara á götuna og þeir héldu svo leiðar sinn- ar út eftir heiðargötunni. \reðrið var ágætt, en loft skýjað og því skugg- sýnt injög. Bennett (svo maður noti gerfinafn, eins og hann gaf óbeinlínis i skyn áður) kastaði geisla af vasaljósi sínu af og til á götuna. “Mig langar ekkert til að rekast á þyrnirunna,” mælti hann eins og til skýringar því að bregða upp ljós- inu. “Láttu vasaljósið niður,. árans aulinn þinn! Við erum því nær komnir að húsinu,” urraði flokksforinginn. ókunni maðurinn hlýddi óðara. Eftir sjö eða átta mínútur hilti óljóst inni í skugganum undir bústað Mr. Sal'frons — ferhyrnda smáhýsið, með viðfesta turninum. “Hér erum við þá!” hvíslaði flokksforinginn. “Þetta er það, sem þér viljið sjá.” “En eg get ekki séð það — ekki nógu vel til að geta gert mér neina ljósa hugmynd um það,” in'ælti förunauturinn. Ekkert ljós sást í húsinu, né heldur auðvitað í turninum; fyrir eina gluggann á honum var negldur lileri, eins og Mr. Penrose hafði sagt. Golan, sem vanalega lék um heiðina, hreiíði buskana og trjálimið svo að lágt skrjáf heyrðist úr þeim. En næmt og opið eyra hefði kannske grijiið annað hljóð — fótatak á veginum nokkurn spöl að baki göngumannanna tveggja, sem þó ekki tóku eftir þessu, því hugur þeirra og aðgætni var á öðruin stað. “Þeir eru líklega báðir gengnir til hvílu, svo óhætt sé fyrir okkur að yfirvega þetta nánar,” sagði ókunni maðurinn. “Já, eg geri ráð fyrir því. En verið viðbúinn að slökkva kastgeislann, því Boomery er vís til að koma í Ijós þegar minst varir.” Flokksforing- inn virtist fremur órólegur eða hræddur. Mr. Bennett var öruggur. Hann tók upp vasa- Ijósið og kastaði geisla þess á götuna, (en varaðist hinsvegar að beina því að húsgluggunum) og að garðshliðinu; flokksforinginn gekk á eftir honum og hugði vandlega að umhverfinu. Það var eftir- tektarvert, að strax og Ijósgeislinn birtist, hætti fótatakið úti á götunni að heyrast. “Hafið gætur á gluggunum og hnippið í mig, ef ljós birtist, en mælið ekkert,” sagði ókunni maðurinn, sem nú var önnum kafinn við ætlunar- verk sitt, að yfirvega aðstöðuna. “Við skulum ekki eiga á hættu að fara inn hliðið. Eg sé alt vel héðan,” sagði hann enn fremur. Hann gat líka ágætlega yfirvegað Turnhúsið, sem stóð að- eins tólf eða fimtán fet frá veginum, og vasaljósið var all-sterkt. ókunni maðurinn stóð þarna við rannsókn sína einar fjórar eða fimm mínútur og slökti svo kastljósið. “Þetta virðist auðsótt,” mælti hann, “en svo er hér auðvitað vörður.” Hann brá þá aftur upp ljósinu til að líta snöggvast og að síð- ustu á aðstöðuna, og sagði svo: “Nú get eg ekki tafið lengur, eða eg missi af lestinni, og vil ekki þurfa að gista í Sportsfield. ókunnur jólakvelds- ráfari festist kannske of vel ( minnum manna. Hafið þér heimilisfang?” “Já, hjá Mrs. Willnough, þvottakonu, Inks- ton,” svaraði flokksforinginn. “Ágætt! Góða nótt!” mælti ókunni maður- inn um leið og hann lagði á stað, áleiðis til Sportsfield. Flokksforinginn sá glampa af ljós- inu bregða fyrir einu sinni eða tvisvar og hverfa svo undarlega fljótt út í næturhúmið. Svo þreif- aði hann á seðlabunkanum í vasa sínum — til þess ef til vill að fullvissa sig um að þetta hefði ekki alt saman verið draumur — og sneri síðan aftur áleiðis inn til Inkston.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.