Lögberg - 21.09.1939, Side 1

Lögberg - 21.09.1939, Side 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1939 NÚMER 37 Fregnir af Heljarslóð Á mánudaginn gerði flota- málaráðuneytið brezka það heyrinkunnugt, að þýzk tund- ursnekkja hefði sökt brezka beitiskipinu Courageous, og að manntjón hefði orðið mikið; var þá ekki með fullu vitað uin hve margir hefði bjargast af; skip þetta var 22,500 smá- lestir að stærð, og hafði um 2,000 manna skipshöfn, alt einvala lið; skipið kostaði um -^20,000,000; nú herma síðustu fregnir, að um 600 manns muni hafa sokkið með skip- inu á sjávarbotn; hermdar- verk þetta hefir vakið óhemju gremju og djúpa sorg um ger- valt hið brezka veldi. Skip þetta hafði í seinni tíð það megin hlutverk með höndum, að flytja flugvélar til áfangastöðva, og hafði að þessu sinni fjörutíu og átta slík loftför innanborðs; líklegt er talið, að tundursnekkju þeirri, er níðingsverkið framdi hafi verið sökt. Adolf Hitler hóf innreið sína í Danzig á mánudaginn, og lýsti yfir því í ófyrirteit- inni og dólgsíegri ræðu, að nú væri borgin, endursameinuð hinu þýzka föðurlandi um ald- ur og æfi, ásamt þeim hlutum Póllands, er rændir hefði ver- ið frá Þjóðverjum; fór hann hinum smánarlegustu orðum um þá Winston Churchill, Anthony Eden og Duff Cooper, og taldi þá vera samvizkulausa stríðsbrallara; kvað hann ætl- unarverki sínu um sameinað, ósigrandi, þýzkt stórveldi, vera nú í raun og veru lokið; en ef Bretar á hinn bóginn kysi endilega að halda áfram stríði við Þýzkaland, væri þeim það velkomið; af sinni hálfu yrði svarið það, að fyrir hverja eina sprengju, sem enskir flugmenn vörpuðu vfir þýzk- ar borgir, fengi þeir fimm hundruð þýzkar í staðinn; lél hann mikillega yfir því, að nú hefði hann, i sameiningu við Rússland, bundið enda á þá hættu, sem heimsfriðnum jafnan hefði stafað frá Pól- Iandi; ræ'ðan hafði ekkert nýtt til brunns að bera; var aðeins gagnsýrð hinum áður kunna taumlausa Hitlers gorgeir. Bretar og Frakkar hafa svar- að ræðunni með margauknum þrótti til árásar á vestur-víg- stöðvunum; sveitir samherja eru jafnt og þétt að vinna á í Saar-héruðunum, og ítrekuð enduráhlaup af hálfu Þjóð- verja, hafa fram að þessu eng- an árangur borið. Engar nán- ar fregnir af mannfalli á hin- um vestrænu orustusvæðum hafa verið gefnar út, en á pólska orustuvellinum hefir mannfall orðið gifurlegt á báðar hliðar. SKIFT UM VERKAHRING Sú breyting hefir orðið á starfstilhögun ráðuneytisins i Ottawa, að Norman Rogers, fyrrum verkamálaráðherra, hefir tekist á hendur forustu hermálaráðuneylisins; eftir- maður hans verður Mr. Mc- Larty, fyrrum póstmálaráð- herra; við póstmálastjórn tek- ur Mr. Power, áður eftirlauna- og heilbrigðisráðherra, en við þeirri stöðu tekur Mr. Mac- kensie, er fram að þessu veitti forustu hervarnaráðuneytinu. Eftirmœli Strjáll er enn vor stóri gróður, stendnr hann engum fgrir sól. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Það anplar oft kalt um vorn ilmbjarkaskóg, hann ymur í stormi og kiknar i snjó, en litkast og laufgast hvert vor, og limríkir stofnar sér lyfta úr fold með langdrægar rætur í fortíðar mold og ættbálksins örlagaspor. Sástu’ erlenda hlyninn í íslenzkri mörk? Hann óx þar við hliðina á reyni og björk, en þráði víst suðrænni sól. Og næðingar blésu úr ýmsri átt, og íslenzka birkið var strjált og lágt, —í landnorðankasti hann kól. Er aldanna blær fer um skáldanna skóg þá skýrist það fyrst hvað í mörkinni bjó af dýrgripum hugblæs og hreims. —Þá andar ei svalt um þann einstæða hlyn sem auðgaði og fegraði bjarkanna dyn með söngtöfrum suðrænni heims. Örn A-rnarson. —Lesbók Morgunbl. Úr borg og bygð Tveir Islendirgar álofna verzlunarfélagí Winnipeg Mr. Guðlaugur Sigurðsson frá Lundar dvaldi í borginni fyrri part yfirstandandi viku. '♦ ♦ Miss Sigurlín Sigurðsson frá Silver Bay, Man., er stödd í borginni þessa dagana. ♦ -f Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will hold a Silver Tea at the home of Mrs. V. J. Eylands. 776 Victor St., on Friday, Sept- ember 29th, from 3 o’clock in the afternoón and on through the evening. ♦ -f Fólk ætti að veita athygli auglýsingunni, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu frá Keystone Fisheries, Omited, um sölu á glænýjum, flökuð- um pickerel; þó undarlegt sé, með öll hin veiðisælu vötn í námunda við Winnipeg, þá sýnist oftast nær að heita má sýnist oft ekki unt að fá nýj- an fisk. Nú er bundinn endi á þetta. + + A general ineeting of the Young Icelanders will be held on Sunday, October 1, 1939, at 8.30 o’clock p.m., at the home of Mr. and Mrs. H. ,1. Lindal, 912 Jessie Ave. Mem- bers and those wishing to join the Society, are asked to at- tend as the activities for the coming season will be dis- cussed. — An interesting pro- gramme has been arranged. -f -f ÞAKKARORÐ Bandalag lúterskra kvenna vottar innilegt þakklæti öllum þeim, sem á einn eða annan hátt lögðu fram krafta sína til þess að hið nýafstaðna sumar námskeið gæti náð til- gangi sínum: þakkar leiðtog- um, kennurum og starfsfólki, þakkar æskulýðnum, sem þar dvaldi fyrir áhuga og prúð- mensku, æsku-fjör og gleði. Þakkar öllum þeim, sem höfðu trú á þessari hugsjón, og styrktu hana með blessun- aróskum og bænum. Ingibjörg .1. Ólafsson -f -f forseti. Aðfaranótt þess 14. þ. m. lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni Guðrún Hólm- friður, eiginkona Jóhanns Magnússonar, 738 Siincoe St.; Guðrún heitin var 33 ára að aldri; auk eiginmanns sins lætur hún eftir sig dóttur, Jó- hönnu Marlín, og foreldra sína Sigurbjörn og önnu Sig- urbjörnsson, er búa i grend við Leslie, Sask., og sex syst- kini; Guðrún var glæsileg kona eins og hún átti kyn til, og er þungur harmur kveð- inn að ástvinum við sviplegt fráfall hennar. — Jarðarförin fór fram frá Sambandskirkj- unni á föstudaginn þann 15. ]>. m. Séra Philip Pétursson . jarðsöng. Ben. Baldwin E. F. Stephenson Þeir Edwin F. Stephenson, fyrrum forstjóri Columbia Press, Limited, og Ben. Bald- win, er um langt skeið hefir starfað í þjónustu Hobbs Glass félagsins, hafa nú t^ekið til fullkominnar starfrækslu vör- ur og vöruhús Consolidated Plate Glass of Canada, Ltd., Winnipeg Branch; þetta nýja félag gengur framvegis undir nafninu Consolidated Plate Glass (Western) Limited, og er eingöngu vestanland stofn- un; það verzlar í heildsölu og smásölu með allar tegundir af sléttu gleri, plate, window, automobile og structural glass. Lögberg óskar þeim Mr. Stephenson og Mr. Baldwin góðs gengis með hið nýja fyr- irtæki þeirra. Iceland Awarded Chess Trophy Buenos Aires, Sept. 19. — The Icelandic Chess team, Monday night, was awarded the Argentine cup after de- feating Canada in the final round of the consolation event at the world’s chess team tournament here. The Canadian and Icelandic teams completed the tourna- ment with 28 points pach, but according to competition rules, when two teams tie for first place, top ranking will be awarded to the victor of the round between the teams. In the llth and final round Iceland scored 2%J póints and Canada 1%. Abie Yanofsky, 15-year-old Winnipeg school boy, continued in the winning column by defeating Asgeirs- son. John S. Morrison, vet- eran Toronto player, drew with Moller, while Haakon Opsahl, Temiskaming, Ont., and Walter Holowach, Ed- monton, lost to Gudmundsson and Thorvaldson, respectively. A draw in either of the latter games or a win by Morrison would have given Canada the cup. Going into the llth round, Canada led the competition with 26% points. Iceland had 25%. FORSETI HERGAGNARÁÐS Símað er frá Ottawa á mánudag, að Mr. Wallace E. Campbell í Windsor, Ont., aðalstjóri Ford mótorfélagsins í Canada, hafi af sambands- stjórn verið valinn til' þéss að veita forustu hinu nýja her- gagnaráði Canada; þykir hann frábærlega hagvitur maður og er kunnur að elju; telur blað- ið Ottawa Journal hann flest- um mönnum betur fallinn til þessa mikla ábyrgðarstarfs. Við sæinn Niður við svalan sæinn sit eg um dægrin löng, hlusta á blíða blæinn og bárunnar glaða söng. Og úti’ á fiskimiðum eygi eg lítið fley, brotna á báðum hliðum bárunnar söngvar — þei. Hafmey i djúpinu dansar við dillandi báruljóð, hugfanginn hreinninn stanzar við hörpunnar töfraljóð. Mai 1939. \ Borbjörg Árnadótti.r, frá Skútustöðnm.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.