Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1939 ------------iögfoerg----------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COGUMBIA PKESS, L.IMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba t Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist i'yrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Snögg veðrabrigði Á þeim degi urðu þeir Pílatus og Heródes vinir; þessi orð frá löngu liðnum öldum flugu mörgum manninum í hug, er hljóðbært varð um það, að þeir Josef Stalin hinn rússneski fyrir hönd rússnesku ráðstjórnarrík janna, og Adolf Hitler af hálfu þýzkra Nazista, hefðu gert með sér tíu ára samning um það, að kistuleggja allar gamlar vær- ingar, og jafnvel blanda að fornum sið hjörlegi til árétt- ingar fóstbræðralaginu; þetta þóttu af skiljanlegum ástæð- um mikil tíðindi og furðuleg, þar sem vitað var að Hitler hafði hvað ofan í annað hátíðlega lýst yfir því, að það væri æfiköllun sín, að koma kommúnismanum rúss- neska að fullu og öllu fyrir kattarnef; og þessu hliðstæð mun afstaða Stalins til Nazismans þýzka hafa frá öndverðu verið. Fljótt á litið, var ekki nema eðlilegt, að mönnum kæmi þetta óvænta fóstbræðralag næsta kynlega fyrir; við nánari athugun kemur það þó brátt í ljós, að þó þessir tveir eisvaldsherrar ætti ef til vill ekkert til þess að elska saman, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti hatað í sameiningu; hatrið á lýðræðinu var þeim báðum sameigin- legt; um það hafa atburðir síðustu daga tekið öll tvímæli af. Djöfulæði Nazismans og hákmenska Kommúnismans hafa nú fallist í faðma, og í nafni hlutaðeigandi hámenn- ingar gleypt Pólland með húð og hári. Og svo hefir Hitler áréttað með því í ræðu frá Danzig á þriðjudaginn, að nú verði í eitt skifti fyrir öll svo um hnúta búið, að Pól- landi eigi aldrei að eilífu afturkvæmt í þjóðatölu. Gefirðu djöflinum litla fingurinn, þá tekur hann alla hendina; vestrænar lýðræðisþjóðir voru lengi of gjafmildar við Hitler; þær liðu honum innlimun Austurríkis og Czecho- slovakiu, og tóku ekki í taumana fyr en röðin var komin að Póllandi, og þá í rauninni um leið upp undir þeirra eigin bæjarvegg; þær höfðu teflt á fremsta hlunn með það fyrir augum, að koma í veg fyrir blóðbað þó að lokum færi svo, að það ekki lánaðist. Refskák er tefld um Pólland. í fulla fimm mánuði stóðu yfir tilraunir til þess að koma á varn- arsáttmála milli Breta og Frakka á eina hlið og Rússlands á aðra; um elleftu stundu stranda þessar tilraunir með óvæntum hætti á þeim Stalin og Molotoff; nokkrum dögum síðar er svo þjóðum heims kunngerður vináttusáttmáli milli Þjóðverja og Rússa. Margt sýnist ólíklegra en það, að í þeirri samningsgerð hafi verið kveðið á um örlög og upplausn Póllands. Staðhæfing Molotoffs utanríkisráðherra um það, að rússneskar hersveitir, eða réttara sagt landráns hersveitir hafi verið sendar inn á Pólland, vegna öryggis rússnesku þjóðarinnar, mun vegin og léttvæg fundinn. Síður en svo er það, að afstaða Rússlands sé, nema þá að örlitlu leyti ljós enn sem komið er; hvort þeir beinlínis ganga í bandalag við Hitler, er fram í sækir, eða reyna með fleðuskap að smokka frain af sér ábyrgð gagnvart pólsku málunum, er á þessu stigi vitanlega á huldu; en það út af fyrir sig ætti samt sem áður ekki að vera á huldu, að með þessu síðasta hermdarverki sinu gagnvart Póllandi, hafi rússneskum Kommúnisma lánast að reka að minsta kosti einn álitlegan nagla í sína pólitísku líkkistu. Þegar þetta er skrifað, er afstaða Breta til Rússlands vegna atburðanna á Póllandi ekkr nema að litlu leyti kunn, að öðru en því, að þeir sendu stjórn Rússlands svo að segja samstundis hin ströngustu mótmæli. En fari svo, að Bretar og Frakkar verði knúðir til þess að segja Rússum stríð á hendur, verður óhjákvæmilegt að barist verði til þrautar á þeim vettvangi líka unz yfir lýkur og óheilla- öflum þeirra Hitlers og Stalins hefir útrýmt verið úr mann- heimum. Og nú sýnist hinni fjórðu skiftingu Póllands vera í þann veginn að verða lokið; hinar þrjár fóru fram á 18 öld, eða árin 1772, 1793 og 1795; allar voru þær grundvallaðar á fölskum forsendum eða viðbárum uin ómannúðlega með- ferð á minnihluta þjóðbrotum innan þjóðfélagsheildarinnar. Þó bítur núverandi skifting landsins höfuð af allri skömm, enda hefir stigamenskan náð hámarki allra alda i persónu- gervi þeirra Hitlers og Stalins. íslenzkuskóli Þj óðræknisf éla gsins Eg elska þig málið undur friða og undrandi krýp að lind- um þínum.” Þannig talar Einar Bene- diktsson, og þannig hugsa margir fslendingar, einnig margir þeirra, sem flutt hafa frá ströndum íslands og feng- ið sér heimili í Vesturheimi. Vegna þess að tungumál þetta er tengt hjartataugum vormn, langar oss til að afkomendur vorir hafi tækifæri til að eign- ast þetta hnoss. Vér viljum rétta vestur-íslenzkri æsku þann kyndil, sem vér sjálfir höfum borið og oss hefir þótt svo bjartur og fagur. Ein slík viðleitni er laugar- dagaskólinn. Mörg árin hin siðari hefir Þjóðræknisfélagið annast um hanq. Allir hafa mátt koma þangað, börn og fullorðnir, íslenzkir og enskir, til að njóta þess, sem skólinn hefir haft að bjóða, endur- gjaldslaust. Ætlast hefir ver- ið _til, að sérhver nemandi keypti blaðið Baldursbrá, en áskriftargjaldið hefir aldrei verið meira en 50 cents, og áreiðanlega hefir það ávalt verið þess vert að meira hefði verið fyrir það borgað; en kenslan hefir verið algjörlega fri. Nú er þessi skóli enn á ný að hefja starf. Kennarar hafa verið fengnir. Hann verður enn sem fyr haldinn í Jóns Bjarnasonar skóla. Margir nemendanna hafa haft yndi af þessum skóla. Vér vonum að þeir sem nota hann í vetur hafi engu minni á- nægju en áður af veru sinni þar. Aðalatriðið er fyrir for- eldrana að sjá um að börnin komi. Fullorðnir eru einnig velkomnir þangað, ef þeir vilja. Það er enn stór hópur ungra íslendinga í Winnipeg, sem hefir yndi af að læra is- lenzka tungu. Nærri alt er komið undir foreldrunum. Af þeim mæl- umst vér til að þeir sendi börn sín í skólan, sjái um að þau komi stöðugt og komi þangað á réttum tíma. Með áherzlu má segja það, að það gjörir ekkert minsta gagn að senda börn í skólann einu sinni eða tvisvar, eða með höppum og glöppum. Það ætti að vera ákveðinn tilgang- ur allra, sem hlut eiga að máli að láta börnin koma alla þá 25 laugardaga sem búist er við að skólinn standi á þess- um vetri. Hér með auglýsist þá, að skólinn hefur starf sitt annan laugardag, 30. sept., kl. 10 f. h. Byrjunartíma er dálítið breytt frá því sem verið hefir. Hann hefst hvern laugardag kl. 10 f. h. í staðinn fvrir 9.30, en hann stpndur hálfan annan klukkutíma eins og áður. Munið, að allir eru vel- komnir. Fyllið skólann. fs- lendingar í Winnipeg, sýnið alvöru í þessu máli. Mælst er til að engin börn yngri en 7 ára séu send í skól- ann. Rúnólfur Marteinsson. Heimsókn til Betel Kvenfélag Selkirksafnaðar fór í heimsókn til Betel þ. 14. sept. s.l. Fjölmennisbíll hafði verið leigður til fararinnar og urðu kvenfélagskonur' um eða yfir þrjátíu í þessari heim- sóknarför. Með þeim voru og þau séra Jóhann Bjarnason og kona hans, sem í ár eru við kirkjuleg störf í Selkirk. Var komið til Betel um kl. 3 síðdegis. Slegið var upp veizlu samstundis, af konunum, fyrir alla viðstadda. Halði þeim prestshjónunum á Gimli, séra Bjarna og konu hans, sérstak- lega verið boðið og voru þau þar viðstödd. Að veitingum afstöðnum var komið saman í samkomusal heimilisins. Hafði séra Bjarni A. Bjarna- son verið kjörinn til að stjórna því er þar fram skyldi fara. Lét hann fyrst syngja sálminn fagra: “Verði ljós, verði hér ljós!” 146 i sálma- bók kirkjufélagsins, en séra Jóhann Bjarnason las bibliu- kafla og mælti fram bænar- orð, er enduðu með “Faðir vor,” sem undir var tekið af öllum viðstöddum. Var þá sungið: Lærdómstími æfin er,” nr. 234 í sálmab. Að þessu loknu bauð séra Bjarni heimsóknar konur vel- komnar til Gimli, og til Betel og lét syngja “Hvað er svo glatt,” en við hljóðfærið var Miss Brynhildur Pétursson, sem um nokkurt tímabil hefir aðstoðað forstöðukonu við að- hjúkrun þeirra, sem lasbnrða eru og elihrumir i Betel. Spil- ar hún mjög vel bæði á slag- hörpu og1 orgel, og er og hefir verið um alllangan tíma organ isti stofnunarinnar við messur og húslestra. Hún er dóttir Franklíns bónda Péturssonar, í Víðirbygð, norðvestur af Ár- borg. -t— Að söngnum loknum tilkynti séra Bjarni að forseti kvenfélags Selkirksafnaðar, Mrs. Capt. J. Sigurður, myndi næst taka til máls. Flutti hún þá hlýlegt ávarp til Betel og afhenti forstöðukonu peninga- gjöf nokkra, með þeim um- mælum, að kvenfélagið hefði vissulega langað til að hafa þessa gjöf stærri, en því mið- ur væri erfitt um fjársafnanir um þessar mundir, og félagið hefði margt og mikið að gera við það er inn kæmi. En þeim félagskonum hefði þó virzt, að betra væri að gefa smáa gjöf en enga, með því að það gæti þó sýnt þann hlýhug er kvenfélagið vildi sýna Betel. Fanst fréttaritara yðar það rétt og drengilega mælt. Gjaf- irnar, þó ekki séu þær allar stórar, vinna sitt góðaverk, þegar þær safnast saman og verða kannske margar í alt.— Forstöðukona Betel, Miss Inga Johnson, svaraði ávarpi for- seta kvenfélagsins með fallegri tölu. Þakkaði fyrir- heim- söknina og gjöfiná, ásamt þei'm vinarhug er gjöfin túlk- aði og árnaði félagskonum. heilla og hamingju í störfum þess og góðrar heimkomu til heimila þeirra í Selkirk. — Lét þá samkomustjóri syngja: “Fósturlandsins Freyja,” til vegsemdar kvennahópnum stóra er viðstaddur var. Til máls tóku tveir blindir vistmenn á Betel, þeir Lárus Árnason, er mun hafa verið tilnefndur að þakka fyrir heimsóknina, og Bergur Hall- dórsson. Sagðist þeim báðum vel. — Svo töluðu og prestarn- ir báðir, er viðstaddir voru. Á milli talanna voru sungnir úr- valssöngvar íslenzkir og varð söngur bæði mikill og góður. líndaði mannfagnaður þessi með því að sungið var “Eld- gamla fsafold og “God Save the King.” — Mjög dáðust kvenfélagskonur að allri um- gengni á Betel, utan húss og innan. Heyrði eg á það tal þeirra á heimleiðinni. Hafði og förin að öllu leyti tekist hið ákjósanlegasta. —Fréttarit. Lögb. A víðavangi Það var árið 1913, sem séra Jakob Lárusson, Sveinn Odds- son prentari og Páll Bjarna- son kaupmaður í Wynyard lögðu saman í fyrstu bifreið- ina og fluttu hingað heim. Jón Sigmundsson hét bifreiðar- stjórinn. Með komu bifreið- arinnar var brotið blað í sögu samgangnanna hér á landi. Hraðinn, sem svo mjög ein- kendi lífið í nágrannalöndun- uni, hafði haldið innreið sína. Nú er “dagleiðin” lausríðandi, sem áður var, farin á tveim til þrem klukkustundum og oft nokkru skemur. Nú vit- um við að auk hins beina gagns, sem bifreiðin hefir unnið, hefir hún lyft okkur yfir dýran lið í þróun sam- gangnanna, járnbrautirnar. Bifreiðarnar eru nú orðnar á- líka samgrónar samgöngu- þörfinni, eins og íslenzki hest- urinn var áður.—Tím. 26. ág. This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government oí Manitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.