Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.09.1939, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1939 Hcrra ritstjóri: Klettafjöll og Kyrrahaf Eftir Sig. Júl. Jóhannesson (Framh.) Hallgrímsson fór með mig víða um borgina og sýndi mér þar margt. Seattle er ein- kennilegur bær: Sumstaðar er hann þannig bygður að hann líkist sumum fjallshlíðum á fslandi, þar sem einn stallur- inn tekur við af öðrum, og er ein gata með húsaröð á hverj- um stalli. Sumstaðar eru húsin bygð í’ svo bröttum halla að þau eru há að framan en örlág að aftan; hliðin er því eins og þrihyrna í laginu. Áður en Hallgrímsson fylgdi mér aftur heim til Mrs. Thom- son — eða réttara sagt heim til okkar, eins og það var þá fór hann með mig til afa síns og ömmu, sem Hallsons heita; eru þau tilkomumikil hjón og höfðingleg, en háöldruð; er gainli maðurinn svipmikill eins og fornvíkingur, en glað- vær og góðlegur eins og Sankti Iíláus. Hallgrímson kynti mig einn- ig manni, sem Ziegel heitir, er hann kafteinn á skipum Sambandsstjórnarinnar og el't- irlitsmaður hennar norður um höf; hefir hann viða farið, margt reynt og séð og hefir frá ýmsu að segja. Hann er kvæntur íslenzkri konu, sem Ragnhildur heitir og er hálf- systir konu Hinriks Eiriksson- ar að Point Roberts. Hafði eg mikla skemtun af að tala við hann. Eg gæti trúað því, að sá náungi ætti dagbók með ýmsum fróðleik. f Seattle mætti eg meðal annara gamalli vinkonu minni, sem eg hafði ekki séð lengi; það var Margrét Benediktson; hún á heima alllangt þaðan og gat eg því ekki heimsótt hana þótt eg hefði feginn viljað. Margrét var um eitt skeið hin mesta atkvæðakona hér vestra; stjórnandi fyrsta og eina kvenna blaðsins, sem við höfum átt; brautryðjandi kvenréttindamálsins og ein meðal allra fyrstu starfs- kvenna bindindismálsins. Auk þess lét hún lengi til sín taka um alt það, sem að einhverju leyti studdi islenzka þjóð- rækni. Er það Vestur-íslend- ingum hin mesta vanvirða hversu litla eftirtekt henni hefir verið veitt i seinni tíð. Hún er nú orðin háöldruð og hrum en sálin er enn ung og áhuginn logar upp enn þá ef örlítið er blásið að gömlu gla'ðunum. Eg hefi áður lát- ið þá skoðun i ljós og vil end- urtaka hana hér að Margrét hefði að sjálfsögðu átt að vera fyrsta konan, sem gerð hefði verið heiðursmeðlimur Þjóð- ræknisfélagsins. Eg sannar- lega gef það eklci i skyn með þessu að hinar, sem þann heiður hafa hlotið, hafi ekki Verið hans verðar, en Margrét átti að vera sá fgrsta. Einni konu mætti eg í 'Seattle, sem hafði stundað rir mig veikt fólk fyrir ná- lega þrjátíu árum, og hafði eg ekki séð hana síðan þang- að til nú. Hún hét þá Rúna Lindal, systir þeirra Lindals- bræðra, Hannesar og Walters. Nú er húti gift manni, sein Jón Magnússon heitir; hefi eg oft dáðst að því, hversu frá- bærlega vel Miss Lindal stund- aði veika systur sína. Hafi drottinn nokkru sinni skapað konu sérstaklega til þess hæfa að hjúkra sjúkum, þá er það þessi kona. Það er stór skaði að hún skyldi ekki gera sér það að lifsstarfi. Maður henn- ar er mesti dugnaðar- og gæða maður eins og hann á kyn til. Faðir hans var Magnús Guð- mundsson frá Flóðatanga í Stafholtstungum, en móðif hans Þuríður Jónasdóttir frá Skjálg, systir ívars Jónasson- ar aktýgjasmiðs. Magnús dó af sólslagi skömmu eftir að hann kom til þessa lands. Man eg það glögt þegar sú frétt barst heim, að hún var þrykt stóru letri í hugsun okkar heima sem sönnun þess hversu hættulegt og bölvað það væri að vera i þessu skrælingjalandi Ameríku. Eg var sannarlega enginn eftir- bátur þá í þeirri hugsun. Þuríður átti heima i Stafholti þegar eg var á Svarfhóli og þekti eg hana vel. Þau Magn- ússons hjónin buðu okkur heim, en við höfðum ekki tíma til að þiggja það; sá eg þvi ekki Þuríði, því hún var of lasburða til þess að koma á hátíðina; enda sé eg það nú í blaðafrétt að vestan að hún er látin. Einn góðan veðurdag meðan við dvöldum í Seattle komu heim til mín þrír menn; var það Éinar Grandy og synir hans tveir; höfðuin við þekst vel þegar við áttum allir heima i Wynyard; var Einar einn hinna glaðlyndustu og skemtilegustu manna þar um slóðir: víðsýnn og bjartsýnn í skoðunum, vel lesinn og hin- um beztu gáfum gæddur. Þeir feðgar bjuggu þrír saman; kona Einars var löngu dáin; dóttir þcirra, Anna, er kona Dr. Jóns Árnasonar í Seattle. Eg fór heim með þeim feðg- um og dvaldi hjá þeim all- lengi. Virtust þeir allir hver öðrum snjallari i því að búa til íslenzkt kaffi og alt því til- heyrandi. Einar var skýr og skraf- hreyfinn eins og í gamla daga og hafði frá mörgu að segja, bæði gömlu og nýju. Hann sagði inér að endur fvrir löngu hefði hann stundað verzlun í þeiin hluta bæjar- ins, sem þá hét Ballard, í fé- lagi við einn þeirra Friðriks- sons bræðra — mig minnir að það væri Friðbjörn Friðriks- son. Verzlunaraðferðin var skrítin íi þá daga. Annar þeirra félaga var i búðinni til þess að afhenda o. s. frv., en hinn fór fyrri hluta dagsins frá húsi til húss til þess að lilusta á húsmæðurnar telja það upp, sem heimilin þörfn- uðust og skrifa það alt í minnisbókina sina. Síðari hluta dagsins fluttu þeir svo vörurnar til kaupendanna á hjólbörum. Eg man eftir því þegar eg kom hingað vestur, að Gunnlaugur Jóhannsson fór á hjóli frá húsi til húss til þess að skrifa niður vöru- pantanir og þótti góður gest- ur; það var einhver dægra- stytting að komu hans. Eftir að Einar og félagi hans hættu verzlaninni bjó hann alllengi fyrirmýndarbúi í Wynyardbygðinni, en flutti vestur aftur fyrir nokkrum ár- un/. Nú hefi eg lesið það í blaðafrétt, að hann sé látinn, enda var heilsa hans á fall- anda fæti í fyrra sumar. “Loksins ertu þá kominn vestur, bölvaður, þó þú kæmir ekki þegar eg kallaði á þig!” Þetta heyrði eg sagt rétt fvrir aftan mig i mannþyrpingunni við Silvcr Lake. Eg leit aftur og sá stóran mann og mikinn á velli. Það var Hallur Magn- ússon; hafði eg þekt hann bæði í Winnipeg og á Lundar. Konan hans var með honum; hún hét Jóhanna, dóttir Stef- áns Sigurðsonar og Auðbjarg- ar á Lundar. Hallur' var fyrsti maður, sem skrifaði mér fyrir hönd Seattlebúa til þess að biðja mig að koma vestur á hátið þeirra; það var fyrir nokkrum árum. Þeir, sein muna eftir Halli, minn- ast þess hversu glaðvær hann var og fyndinn. Þegar eg kom fvrst til Lundar átti hann þar hcima og var lífið og sálin í flestu starfi bæjarmanna. Hann gekst t. d. fyrir þyí á- samt fleirum að reist var upp tré á fjölfarnasta stað “borg- arinnar”; var það heljarstór súla eða stoð, sem lengi hafði haldið uppi loftinu í hótelinu, en var nú tekin þaðan þegar hótelinu- var breytt. Hallur kvaðst trúa því, að ef þessi gamla stoð mætti mæla, þá hefði hún frá mörgu að segja. Var nú smíðaður dálítill kassi og negldur á stoðina. Hallur málaði á hana andlit, hand- leggi og hendur og skapaði úr henni beinakerlingu. Áttu nu öll skáld i borginni — og þau voru mörg — að yrkja vísu og láta í kassann; en frétta- fróðir náungar áttu að skrifa alt, sem merkast gerðist i bænutn og láta það einnig i kassann. Var nú safnast saman á hverjum morgni í kringum kerlinguna til þess að vita hvað hún hcfði að segja, og var það stundum bæði margt og mislitt. Þá mætti geta þess, að Hall- ur byrjaði á alveg nýju bók- mentafyrirtæki á Lundar. Hann stofnaði þar blað, sem hann skifaði á nýju máli — vestuheimsku. Blaðið hét “Fonnið” og var svo fyndið að jafnvel það fólk, sem elzt var og nálgast gröfinni gat ekki annað en velst um af hlátri. Brynjólfur Thorláks- son prentaði blaðið með verk- færum sem hann ’átti. Væri einhver náungi nógu fyndinn og nógu fær til þess að gefa út þess konar l>lað hér í Win- nipeg ætti það að geta tinnið tvöfalt gagn: í fyrsta lagi orðið til gleði og skemtunar og i öðru lagi látið okkur horfa i spegil hrognamálsins og skammast okkar fyrir það hvernig við förum með ís- lenzkuna. (Frainh.) —Er hann ríkur læknirinn, sem þú ætlar að giftast? —Já. Heldur þú að eg gifti mig vegna heilsunnar? ♦ ♦ —Eg deili ekki við fábjána, maður minn. —Nei, þér eruð sjálfsagt alt af sammála sjálfum yður. K. N.s minnisvarðanefndin, sem áður hefir verið getið í ísl. blöðunum, hefir beðið mig að bæta við nokkrum orðum til frekari skýringar. Þá er fyrst að minnast þess, að nefndin hefir ákveðið að fresta bygging minnisvarðans til næsta vors, sökum þess að bændur hér eru flestallir að taka lán vit á hveiti sitt hjá stjórninni, og þau lán verða ekki gengin í gegn fyr en seint í næsta mánuði, að öllum lík- indum. — í millibili er lítið fyrirliggjandi hjá bændum sem hægt sé að moða úr; en þaðan er helzt styrks að vænta.—En það er ósk nefnd- arinnar að senv flestir sendi inn tillðg sin í haust, og fyrri part vetrarins, eða jafnvel sem fyrst, svo að hægt verði að á- kveða um hvað mikinn kostn- að má leggja í verkið. W. G. Hillman, Mountain, N.D. fé- hirðir nefndarinnar, veitir móttöku peningunum, og verð- ur það auglýst jafnóðum. Geirmundur Olgeirsson, Edin- burg (Rural) tekur við stein- ununv. En gott væri að nokk- ur cents fvlgdu hverjum steini, svo ekki þvrfti að taka af sjóðnum til að bæta við burðargjald, eins og átt hefir sér stað. Það hefir verið gerð fyrir- spurn um hvort ekki mætti senda peninga, án steina. Jú, í hamingju bænmn, alt sem þið viljið. — Það er hægt að snúa peningum í stein, en nefndin treystir sér ekki að sniia steinum í peninga, og ekki heldur í bronz-líkan af brjóstmynd skáldsins. Samt sem áður verða steinarnir vel- komnir. Það er samt enginn vegur til þess að nefndin taki Jiað að sér, að setja fanga- mörk hvers eins á þá steina, sem aðsendir eru. Það ætti að vera miklu auðveldara fyr- ir hvern og einn að setja sitl fangamark á einn stein eða fá það gjört. Mundu ekki islenzku blöðin vilja vera svo góð að hlynna að framkvæmd þessa máls, bæði með því að auglýsa nöfn þátttakenda og með því að segja “nokkur vel valin orð” þessu til stuðnings? Fyrir hönd nefndarinnar,— virðinghrfylst, Thorl. Thorfinnson Mountain, N.D. Kveðja SIGFÚS BJÖRNSON, Riverton, Man. F. 18. maí 1863 D. 21. júli 1939 Lokið er leiðum langrar æfi, fleyi er lent við Furðustrendur, þar sem ódáins sig akur baðar í sólargeislum sumarlandsins. Brostin eru böndin þoku, sézt nú skýrt er sjá þú vildir. En mig fræða i efnum slikum tök eru engin, til þó reyndir. í hjáverkum, einn var tími þess að leita er löngun knúði. þ’róðleik nema úr fræðiritum, meðan stund vanst frá störfum bundnum. Með fræðimönnum fyrri tíðar, sæti þú skipar í sölum skreyttum. Þar með réttum rökum metið, leið forsjónar liðinna alda. Slóðir heims þér horfnar eru, er nú baksýn æfin liðin. En í helgidóm himinsblámans eykst sú þekking er |ni þráðir. R. J. Hornfjörð. GÆÐALANDIÐ Hér í Vestur-Washington veðurbliðan ríkir. Hjörtum manna vekja von veðrastraumar slíkir. Heillar landið huga minn, helgri fegurð vafið. Gott er að ala aldur sinn út við Kyrrahafið. Kolbeinn Sæmundson. RORGIÐ LÖGRERG Nú ÞEGAR Ljúffengt skozkt Visky Blandað og látið í flöskur i Canada undir beinu eftirliti eigendanna AÐAIR & COMPANY GLASGOW hjá Goodertham & Wlorts, Limited CANADA’S OLDEST DISTILLERY This advertiscment is not insorted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not rosponsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.