Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 1
Ilori. Thomns A. Crernr Náttúrufriðinda ráðherra sambandsstjórnarinnar, Hon. Thomas A. Crerar, hefir verið valinn til þess að mæta fyrir Canada hönd á fundi, sem ráðgert er að haldinn verði í London á næstunni að tilhlut- an ráðherra sjálfstjórnarþjóð- anna brezku, Mr. Edens. Til fundar þessa er kvatt vegna stríðsmálanna til aukinna og samræmdra átaka í frelsis- stríðinu gegn yfirgangi Hitler- ismans. Val Mr. Crerars sem umboðsmanns canadisku þjóð- arinnar á þessari mikilvægu ráðstefnu, mælist hvarvetna hið bezta fyrir; hann hefir langan og athafnaríkan stjórn- málaferil að baki, og átti meðal annars sæti í hinu end- urskipaða stríðsráðuneyti Sir Roberts Borden frá 1917. VATNSLITAMYNDIR TIL SÝNIS AÐ AUDITORIUM ART GALLERY Málverk þau, sem sýnd verða á næstunni í Auditorium Art Gallery, erli á þvi lista- stigi, að þau voru flest höfð til sýnis á heimssýningunni i New York; mörg eru mál- verk þessi stór og næsta til- komumikil; litblöndun hrif- andi; alls eru málverkin 70 að tölu, og bera canadiskum listmálurum hinn fegursta vitnisburð. Sýning þessi opn- aðist almenningi þann 9. yfir- standandi mánaðar, og á hún það fyllilega skilið að verða fjölsótt. Telegram from Iceland Reykjavík, Oct. 5th, 11.51, 1939 Eggertson, 766 Victor Street, Winnipeg, Canada. L ö g b e r g, Heimskringla Newspapers. Arrived Home. Give best compliments to all my friends and thanks for their hospitality, joy and in- forfnations and ever memo- rable days amongst them. Mnrgrét Eylnnds Árni Eylnnds. Stríðsmálin Adolf Hitler flutti ræðu í þýzka þinginu á föstudaginn var. og lagði þar fram í mörg- um liðum svonefnda friðar- skilmála af sinni hendi; var þar alt á eina og sömu bók lært, hótunum og hylliboðum grautað saman; lagði hann aðaláherzlu á það. að með því að Pólland væri formlega úr sögunni, væri ekki lengur neitt tilefni til framhaldandi stríðs. Loforð Hitlers eru alþjóð manna löngu kunn, og þess- vegna eru þau nú hvergi tek- in alvarlega. Forsætisráð- herra Frakka, Daladier, svar- aði Hitlór á þriðjudaginn í út- varpsræðu þar sem hann lýsti yfir því, að þjóð sin legði eigi niður vopn fyr en fengin væri fyrir því full trygging, að ör- yggi Norðurálfuþjóða, smárra sem stórra, yrði viðurkent í aldir fram; bráðabirgða frið- arkák kæmi að engu haldi; heiminum riði á öllu öðru meir, en einhliða Hitler-friði. Mr. Chamberlain hefir lýst yfir því. að hann svari ræðu Hitlers í brezka þinginu á fimtudaginn; frestaði svarinu um dag til þess að geta ráð- fært sig nánar við stjórnar- völd hinna brezku samveldis- þjóða. Á mánudaginn varð all- snörp loftorusta yfir Norður- sjónum; gerðu þýzkir flug- menn þar til þess ítrekaðar tilraunir, að sprengja upp brezk herskip, en unnu ekki á; tvö loftför mistu Þjóðverjar í þessari viðureign; ekki er þess getið, að Bretar hafi sætt þar nokkru tjóni.— Rússar færa sig upp á skaftið jafnt og þétt; hafa þeir í raun og veru hnept Esthoníu, Latviu og Lithuaníu í efnahagslegan þrældóm; þeir hafa sent hersveitir, að nafni til samkvæmt fyrirmælum hýrra öryggissáttmála, inn á þessi lönd, og eru byrjaðir á að byggja þar voldugar her- skipakvíar. Og nú er röðin komín að Finnlandi; kröfðust rússnesk stjórnarvðld þess, að stjórn Finnlendinga sendi um- svifalaust erindreka til Mos- cow til skrafs og ráðagerða; fyrir vali varð sendiherra Finnlands í Svíþjóð. Nú eru Finnar i óða önn að styrkja varnarvirki sín á landamærun- um, og tjást albúnir til land- varnar, ef á þá sé ráðist af Rússum; þeir hafi komist í hann krappan við Rússa fyr, án þess að blikna né blána. Engar stórorustur hafa fram til þessa háðar verið á vestur- vígstöðvunum. Þjóðverjar hafa gert ítrekaðar árásir á iliðssöfnuð Frakka og Breta umhverfis Saarbrucken, en jafnan farið halloka. FPÁ ISLANDI E-ru ísfiskveiðnr mögulegnr? Nú þegar síldveiðarnar eru að fjara út vaknar sú spurn- ing, hvort nokkur leið sé til þess að senda togarana á is- fiskveiðar, eða hvort h;egt sé að hugsa sér að koma ísfiski til markaðslanda. Stríðstryggingar hafa verið mjög háar undanfarna daga. En nú er þetta mjög að hreyt- ast i bili, hvað sem seinna verður. í gær kom hingað t. d. vátryggingarboð, þar sem boðist var til að taka togara i tryggingu fyrir 4%, og tryggja þá í 3 mánuði í Englandsferð- um. En nýlega voru heimtuö 5% fyrir togara í mánaðar- tíma í slíkar siglingar. Vátryggingariðgjöld á skips- höfnum eru nokkru lægri, en á skipum, því altaf eru tald- ar líkur á því að skipshafnir bjargist þó skipin farist. í gær barst hingað tilkynn- ing um það frá Englandi, að innflutningur á fiski héðan væri ekki lengur háður þeirri skömtun frá hendi Breta sem áður var. En það stoðar lítt, ef ekki er ha'gt að koma þang- að neinum fiski. f ráði er að setja hámarks- verð á fisk í Englandi, en engar ákvarðanir eru gerðar um það enn, hvernig það verð verður. —Mbl. 9. sept. -f 4- -F Slicmt veiðiveður og lítill nfli Nokkur skip komu með afla í gær til Skagastrandar, mest 80 tn. á skip. Aflann fengu þau undan Skaga. — Nokkur skip eru á vesturmiðunum, en flest enn þá austur frá, en þar var sunnan átt og hvast i gær, en í morgun 10 stiga hiti og austari gola.—Vísir 6. sept. Vel að verið Við Maple Leaf Collegiate Institute i bænum Morden hér i fylkinu, er islenzkur skóla- stjóri, Karl B. Thorkelson, sem getið hefir sér frábærlega góðan orðstír sem laginn og hæfur kennari; hann hefir gegnt við skóla þenna skóla- stjóraembætti í samfleytt 9 ár, og hefir skólinn undir stjórn hans árlega vaxið að vinsældum og áliti. Nú i vor sem leið, unnu tveir af nemendum Maple Leaf skólans námsstyrk Mani- toka háskólans, Frances Coch- lan $650.000 og Alvin Buhr $■325 við verzlunardeild þeirr- ar stofnunar. Fyrir skömmu vann islenzk stúlka, Miss Johnson frá Gimli, samskonar námsstyrk, og er þess að vænta, að íslendingum, er þannig reynast við nám, fjölgi allverulega í framtíðinni. Dugleg námsmær Miss Mnrinn Wells, B.A. Hugljúft er inér að mirinast Marian Wells. kennara í Blaine. Stafar það að nokkru leyti af náinni persónulegri viðkynningu okkar um sjö ára skeið, meðan eg var prestur Blaine safnaðar. Allan þann tíma, og lengur, var hún organ leikari við kirkjuna. Einnig starfaði hún í sunnudagaskóla og ungmennafélagi safnaðar- ins. Þessi kirkjulegu störf rækti hún með þeim dugnaði, sem henni er eiginlegur. Mér þykir einnig vænt um að hafa tækifæri til að kynna hana lesendum “Lögbergs” vegna þess að hún hefir sýnt frá- bæra elju á framsóknarbraut- inni, bæði að því er senertir undirbúningsnám og starf síð- ar. Hefir hún þannig orðið sjálfri sér og fólki sínu til sóma, og gefið jafnöldrum sínum gott dæmi til eftir- breytni. ^ Marian er fædd 28. júlí 1915 í grend við Minneota, Minn. Foreldrar hennar voru þau Mr. og Mrs. Norman Plummer. Móðir hennar, Sigrún Christ- ianson Plummer, var af is- lenzkum ættum. Stundaði hún lengi kenzlustörf i Albertá- fylki, unz hún lézt í apríl- mánuði siðastliðnum. Kornung fluttist Marian, á- Samt móður sinni til Blaine. Aðeins níu mánaða að aldri var hún tekin til fósturs af þeim hjónum, Mr. og Mrs. C. W. Wells, i Blaine. Mrs. Wells er Abigal Thordarson, systir Magnúsar Thordarson, sem lengi var kaupmaður i Blaine. og Matthildar, seinni konu séra H. E. Johnson. Er. Mrs. Wells hið mesta valkvendi; hafa þau hjón gengið Marian í foreldra stað, og annast upp- feldi hennrir með stakri alúð. Snemma stéfndi hugur hinn- ar ungu meyjar til náms. Gekk hún á miðskóla bæjarins (High School) og lauk þar venjulegu fjögurra ára námi á þremur vetrum, og útskrif- aðist vorið 1932. Vandaðist nú málið, efnahagsins vegna er sækja þurfti æðri skóla á íjarlægum stöðum. En Marian lét það ekki á sig fá, og vildi engum fortölum hlýða. Hugur hennar stefndi fram, og hún reyndist sjálfri sér trú. Hún innritaðist við kennaraslcól- ann í Bellingham, og stundaði þar nám unz hún útskrifaðist ineð kennaraleyfi. i júní 1935. Á þessum árum vann hún fyr- ir sér með inargvíslegum störfum, vann á veitingahúsi. spilaði fyrir dansskóla og hljómsveit, stundaði hússtörf. vann á bókhlöðu og kendi. Sumarið 1937 stundaði hún nám við University of Wash- ington í Seattle, og samdi þar prófritgjörð um ísland. Siðastliðin fjögur ár hefir Marian stundað kenzlu við bæjarskólann í Blaine. Á þessum árum hefir hún tekið mikinn þátt í þeim málum er snerta stöðu hennar, auk kenslustarfa sinna. Að hún hefir i hvívetna notið hins mesta trausts samkennara sinna, sézt Ijósast á því hversu oft hún hefir verið skipuð i trúnaðarstöður meðal þeirra. Hún var forseti “Association of Childhood Education” í tvö ár, og skrifari fyrir “What- com County Unit of Washing- ton Education Association.” Á skólaárum sinum í Belling- hain var hún um eitt skeið forseti “Lutherap Students’ Association” og var kosin erindreki á þing þess félags- skapar, bæði í Portland, Ore- gon og Moscow, Idaho. Á síð- astliðnu vori var hún kosin fulltrúi kennara til að fara með mál stéttar sinnar á rík- isþinginu í Olympia, Wash. Ennfremur var hún kosin annar tveggja fulltrúa kenn- arastéttarinnar í Whatcom County til að starfa í nefnd er kallast “State Education Board of Teacher’s Welfare.” Að loknu sumarnámsskeiði í ár við Western Washington College of Education í Bell- ingham hlaut hún mentastig- ið “Bachelor of Arts.” Fregnir < hafa borist um væntanlega giftingu hennar og Mr. Morris Irwin. Er hann starfsmaður hjá Canadian Customs i New Westminster, og munu þau setjast að i þeim bæ. Mr. Irwin er hið mesta prúðmenni og vel gefinn. Hinir mörgu vinir Marian i Blaine og annarstaðar munu samgleðjast henni yfir sigri hennar á mentabrautinni, og óska þess að athafnalíf fram- tíðarinnar megi verða sigur- sælt, bjart og fagurt. Vnldimnr .1. Eylnnds. SYÐUR í POTTINUM Kosningahríðin i Quebec hitnar og harðnar með hverj- um deginum sem líður. Allir þrír Quebec-ráðherrarnir i sambandsstjórninni, eru nú komnir til hinna pólitísku vig- stöðva. Dómsmálaráðherrann, Ernest Lapointe, flutti kröft- uga útvarpsræðu á mánudag- inn, og lýsti á ný yfir þvi, að hann og félagar sínir mundu segja af sér ef Duplessis sigr- aði í kosninguin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.