Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.10.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1939 Á að vera íslenzk fœða á Islandi? Samvinnumenn hafa haft fneginforustu um að gera verzlurf landsmanna í einu innlenda og réttláta. Þeir hafa staðið fremstir í flokki á nálega öllum sviðum um- bótastarfsins í landinu á und- angengnum 60 árum. Nálega alls staðar hefir verið verið hið sama, að skapa hið nýja ísland á grundvelli hins forna, þjóðlega starfs. Eitt verkefnið er þó aðeins hálfgert, og bíður eftir nýju átaki. Og það er mikið verk- efni, ekkert minna en valið á daglegu brauði. Eg hefi áður drepið á, hve mikla hneigð myndarlegar og gestrisnar húsfreyjur hafa i þá átt að búa til fjölbreyttar og áferðarfallegar sætar kök- ur. Mikið af vinnuarði þjóð- arinnar er eytt í hveiti og sykur. Stundum er bætt við allmiklu af smjöri og rjóma. Þetta' verður dýr matur og mörgum þykir hann gómsæt- ur. En næringargildi og holl- usta er hvergi nærri að sama skapi. Þegar íslendingar fóru að eiga með sig sjálfir um 1874, höfðu þeir í þúsund ár fyrst og fremst lifað af framleiðslu landsins. Það var fábreytt líf og það var of þröngt í búi. Drepsóttir, eldgos og hafísar þjökuðu þjóðina mörgum sinnum. Stundum hafði fólk- ið hrunið niður unnvörpum úr hungri og sjúkdómum, þeg- ar verst g’ekk. En stofninn lifði alt af, óskaddaður, hraust- ir menn og fagrar konur, með styrka og þróttmikla skapgerð. f gömlum kirkjugörðum finn- ast enn í tugatali höfuðskeljar með tönnum, sem sýnast enn nógu sterkar til að byrja aft- ur starf í nýjum hreystimönn- um. Sú staðreynd, að íslenzka þjóðin lifði heilbrigðu mann- dómslifi öld eftir öld, þrátt fyrir ytri erfiðleika, sanna á alveg ótvíræðan hátt, að ís- lenzk framleiðsla er holl og góð fæða. Ef skynsandega er a& farið, ætti framleiðsla landsins að verða enn happa- drýgri þjóðinni, af því að nú er hægt að bæta við frá öðr- um löndum ymsum holluin fæðutegundum. Auk þess framleiðum við nú margar á- gætar fæðutegundir, sem for- feðurnir kunnu ekki skil á. Þar þarf ekki á að minnast annað en grænmetið, sem er að mestu ný framleiðsla og hin ómetanlegu skilyrði til aldinræktar í sambandi við jarðhitann. Þess vegna á að vera hægt, fyrir þær kyn- slóðir, sem eiga eftir að fæðast upp í landinu, að lifa miklu hollara og betra lífi af fram- Ieiðslu landsins, heldur en nokkurn tíma fyr. Ef þetta tekst ekki, er það af því að menn vilja ekki sjá eða heyra, hversu landið býður mörg og heilnæm gæði. Nú er starfandi nefnd heilsufróðra manna, undir forustu Skúla Guðjónssonar, lífefnafræðings í Árósum. Sú nefnd á að finna, ef svo mætti segja, fræðilega, hversu á að búa til matseðil islenzku þjóð- arinnar. Þar á að meta gildi alls, sem landið getur fram- leitt, og bæta síðan við því, sem með réttum rökum þarf að flytja inn frá öðrum lönd- um. Það má gera ráð fyrir, að fiskmeti, kjöt í mörgum myndum/ egg, mjólkurvörur, lýsi og garðmeti, verði aðal- kjarninn í hinni endurfæddu íslenzku fæðu. Það má búast við að kaffi, sykur, tóbak og vín muni fá lítið rúm á þess- um matseðli. Sennilega verð- ur ein höfuðbreyting frá gamla fæðinu í því fólgin, að nýmetið kemur í stað nokkurs af hinum gamla, saltaða mat. Breytingin mun ekki verða auðveldlega framkvæmd. Ef til vill kemur bezti liðsaukinn, þegar mæður og feður sjá að börn þeirra verða hraustari og mannvænlegri af hinum nýja, íslenzka mat, heldur en á með- an þau lifðu af smjörlíki, hveitibrauði, sætum kökum, kaffi, sykri, sætsúpum og “uppbökuðum sósum.” Samvinnumenn landsins hafaj meira en hálfa öld tekið fyrir hverja nýjung af annari og gert þær íslenzkar og þjóð- nýtar. Hér er fyrir höndum ein hin þýðingarmesta endur- bót, að uppgötva að nýju á- gæti islenzkrar fæðu, að ala aftur upp börn með heilum, hvítum tönnum, svo sterkum að þær verði óskemdar í kirkjugörðunum eftir nokkur hundruð ár. Þá hefir fslend- ingurinn í annað sinn lært að lifa vel og fagurlega í sínu eigin landi. J. J. —Samvinnan. flMHERST - 25°z-$2:!i 40 oz. $4^0 25 oz. $2-80 (UUHERST CRVSTHL oBv W 25 oz. $2.4U 40 oz. $3.55 is not published or displayed or bv the Government of A1 M I Sorglegt slys á Winnipegvatni Það hörmulega slys. varð í nánd við fiskiverstöð nokkra, norður á Winnipegvatni, að þar druknaði íslenzkur mað- ur á bezta aldri, Kristján Finnsson, frá Selkirk. Var með öðrum manni til á all- stórum mótorbát. Höfðu þeir kænu aftan i, er slitnaði úr togi. Veður var afarhvast og öldugangur mikill. Voru þeir félagar í þann veginn að ná í kænuna, er Kristjáni varð skyndilega fótaskortur og féll útbyrðis. Kallaði þá félagi hans til hans, að halda sér uppi á sundi og hann skyldi tafarlaust koma björgunar- kaðli til hans. En í sömu svifum reið yfir feikna mikil bylgja, er alt virtist ætla að keyra í kaf. Þegar ólag það var hjá farið, var Kristján hvergi sjáanlegur, og sázt ekki koma upp aftur. Þetta skeði að morgni hins 9. sept. Leit var hafin tafarlaust og fanst lík Kristjáns ekki fyrri en þann 21. sept., og þá rekið upp á smá-eyju, tíu mílur í burtu frá þeim stöðvum þar sem slysið vildi til. —- For- eldrar Kristjáns eru þau Guð- jón Finnsson og Guðrún Grímsdóttir, hjón búsett i Selkirk. Eftirlifandi systkini eru : Grimur, í Wynyard; Ein- ar, að Mozart; óskar Eggert, Grímur ólafur Pá, Finnur og .Tón Friðfinnur, heima með foreldrum sínum; og Friðrika, lærð hjúkrunarkona, næst yngst systkinanna, stundar hjúkrunarstörf í bænum New Ulm, Minnesota. — Kristján var einn af eldri bræðrunum, 39 ára gamall, röskleika mað- ur og vænn drengur. Mikil hluttekning með foreldrum og systkinum, í tilefni af þessu sorglega slysi. Jarðarförin undir umsjón útfararstofu Gilbarts, fór fram frá heimili þeirra Finnsons hjóna þ. 23. sept. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Greftrað var i reit Finnsons fjölskyldunnar í grafreit Gimli-safnaðar.—Þau hjón og börn þeirra þakka hjartanlega hluttekning alla og fagrar blómagjafir við út- förina.—‘(Fréttarit. Lögb.). Dánarfregn Eftir hádegið 25. sept. síð- astliðinn, lézt á almenna spítalanum í Foam Lake, Sask., frú Jónína Guðleif Guð- mundsdóttir Einarson, og var jarðsungin af undirrituðuin 27. ]>. m. frá heiinili Guð- mundar Stefánssonar í Krist- nesi. Hún var jarðsett í graf- reitnum þar í bygðinni. Jónína sál. var fædd að Klauf í Staðarbvgð í Eyjafirði 14. júlí árið 1863. Eftirlif- andi maður hennar heitir Jó- hann Einarsson og er búsettur i grend við Edfield, Sask. Þau hjón fluttU til Amerjku fyrir fimtíu árum síðan. Má þess- vegna telja þau með frum- herjum Vesturlandsins. Þeim hjónum varð fjögra sona auðið og eru þeir allir á lífi, sem heita: Haraldur, sem býr með föð- ur sinum að Edfield, Sask. Oskar, búsettur í Portland, Ore. KAUPIÐ AVALT LUMBER hj& THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Elias og Guðni, sem eiga heima annarsstaðar í Oregon- ríki. Auk ekkjumannsins, þess- ara sona og annara skyld- menna, syrgir ein systir frá- fall þessarar valinkunnu og öldnu konu. Hún heitir Jó- sefína Stefánsson og á heima hjá svni sínum, Guðmundi, þar sem jarðarförin fór fram. Jónína sál. var góð og guð- elskandi kona og er sárt syrgð af öllum ástvinum sínum og vinum. Blessuð sé minning hennar. Carl J. Olson. Tækifæri álökur Við heimför vinar míns Heim eg rétti hönd 4neð þér, hugans léttu svifi, segðu fréttir satt fr^ mér— segðu’ að Grettir lifi. 4- Til Hjálmars Þorsteinssonar Minning skartar skugga svið, skín þar bjartast yfir, af því margt er áttum við enn í hjarta lifir. Oft við glaum þó eldist menn, æsku naumast týna, meðan straumar andans enn eiga drauma sina. 4- EHIi hvergi feygir ferg— flest þó ergjur níði — stuðla-berg i beini’ og merg bezta dverga smíði. Elli gallann óttast sízt, æskan karlinn styður; ef hann hallast—eitt ei^ víst— ýmsir falla niður. 4- Prestar börðust Kenning vandast kirkju reyks, hvar skal standa-—ef þolum? þegar andar ódauðleiks eiga i handaskolum. 4- Þó að deyi margir menn, mjóa er sveiginn sneiða; sólskins megin eg fer enn yfir veginn hreiða. 4- Við frétt nm andtát O. T. Johnson, fgrv. ritstjóra Heimskringln. Andans skarta öfl þín hér, ekki margt er grafið. óður hjartans yl þér ber yfir svarta hafið. Þrotna völdin þungu kífs, —það eru gjöld og bætur þar sem öldur ljóss og lífs lyfta tjöldum nætur. 4- 777 Þóru frænkn Málið stirðnar — minnið þver, mynd á orðum dvinar. Frosið hafa í höfði mér hringhcndurnar mínar. Þó skal ei um þetta fást, það mig stundum dreymdi: Að hjartans lifi lengi ást á laginu sem eg gleymdi. Hér þó klór nvitt hrörni senn, hugur rór er yfir: Hugsjón stór mun endast enn ef hún Þóra lifir. Pálmi. Líknarsamlag Winnipegborgar Framkvæmdarstjórn Líkn- arsamlags , Winnipegborgar, Federated Budget, hefir opin- berlega tilkynt, að hin árlega fjársöfnun hefjist að þessu sinni þann 31. október og standi yfir til þess 5. nóvem- her, að báðum dögum með- töldum. Aðstæður eru víða þröngar, og olnbogabörnin mörg, sem hjálpa verður; þó er hér um slíkt mannúðarmál að ræða, að allir, sem eitthvað geta látið af mörkum, mega ekki undir neinum kringum- stæðum láta . undir höfuð Ieggjast að gera það. Mr. C. S. Gunn er formaður líknar- samlagsins, en R. L. Denison er yfirumsjónarmaður fjár- söfnunarinnar, en vara-for- maður er Mr. G. O. Vale. Fjárhæð sú, sem stefnt er að, nemur $336,000.00, en það sem ætlast er til að almenn- ingur leggi til í frjálsum sam- skotum hleypur upp á $305,- 000.00.— Veturinn fer senn í hönd og hann verður harðhentur á þeim; sem bágt eiga, nema því aðeins, að þeim sé látin að- stoð í té. TVEIR GÓÐIR í hraðlest í Belgíu sitja tveir vel klæddir menn saman í klefa og tala um landsins gagn og nauðsynjar. Alt í einu segir annar þeirra að sig langi til þess að mæla ferðatösku hins, svona að gamni sínu. Hann dregur meterstokk upp úr vasa sínum og fer að mæla töskuna. —Þetta erj undarlegur mað- ur, hugsar hinn. Hann hlýt- ur að vera eitthvað geggjað- u r. Þá segir sá með meterstokk- inni: —Ferðakistan yðar er 7 sentimetrum of löng til þess að þér getið haft hana ókeypis í fari yðar. Eg er járnbraut- areftirlitsmaður og verð að sekta yður um 5 franka. —Jæja, viljið þér ljá mér meterstokkinn yðar svo að eg geti sjálfur athugað þetta. —Gerið þér svo vel. —Eg er umsjónarmaður vogar og mæliáhalda. Og þar sem eg sé, að meterstokkur vðar er ekki löglega stimplað- ur, og því ekki löggilt mál, þá hefir mæling yðar enga þýð- ingu. Að öðru leyti er það embættisskylda mín að sekta yður um 50 franka. Viljið þér gera svo vel að segja mér hvað þér heitið. Þá hljóðnaði hinn. —Lesbók Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.