Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.10.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1939 Frá Lenin til Gandhi Eftir Thorsten Eklund Ofbeldið, eða hótun um ofbeldi, verður æ meira ráð- andi í samlifi stétta og þjóða. Hinn siðlausi kraftur, sem kæfir all^ sanngirni, og svífst einskis í baráttu sinhi, fer sí- felt ineiri sigurför. Nokkur dæmi: Milli 1880 og ’90 geisaði gífurleg hungursneyð í Rúss- landi. f hópi róttækra og byltinga sinnaðra manna var tim það rætt, hvað hægt væri að gera til þess að draga úr neyðinni. Þá var beðið um orðið af ungum stúdent, síðar þektum undir nafninu Lenin. Hinum til undrunar og ótta hélt hann því fram, að hjálp- arviðleitni ætti aðeins að vera verk yfirvaldanna; já, hjálpar- starf frá þeirra eigin hálfu þýddi fylgi við zarveldið, væri einskisvert, skaðlegt — af- brot. Hungrið myndi stuðla að því að steypa stjórnarfyrir- komulaginu. Lenin. hafði þegar sein ung- ur námsmaður orðið hrifinn af hugsjón þjóðfélagsbylting- arinnar. Eldri bróðir hans, Alexander, hafði verið tekinn af lífi árið 1887 sem þátttak- andi í samsæri gegn zarnum. Systir þeirra hefir sagt frá því, hvernig hinum þá 17 ára gamla Lenin hafi orðið við tilkynninguna um þetta; hún segir sig aldrei geta gleyint and litssvip hans, hörðum, saman- bitnum og orðum hans: “Nei, nei, þessa leið skulum við ekki ganga, hún er ekki sú rétta.” B/ENDUR! Pað borgar sig, að þér hreinsið yðar eigin korn, ef þér eigið FHE VIKING GRAIN CLEANER tyrir Bygg - Hveiti - Hafra - Hör Samstœðu - Komhreinsunarvél, VUUhafra aðgreinari og Flokkari PRJÁR VÉLAR 1 EINNI pér sparið peninga með VIKING kornhreinsunarvél, og borgið hana innan árs með sparnaðl við kornhreinsun. 1 viðbðt getið þér notað yðar eigin kornúr- gang til fððurs alifuglum, naut- gripum o. s. frv. VIKING vélin aðskilur það, sem aðrar vélar ekki geta. VIKING vélin ^r af ýmsum stærðum, á allsstaðar við og er sniðin eftir gjaldþoli yðar. Skoðið þessa undursamlegu VIKING vél hjá umboðsmanni yðar, eða skrlfið oss eftir upp- lýsingum á Islenzku ef vill, og vér skýrum fyrir yður hvernig þér getið fengið þessa dásam- legu vél á býli yðar. THE HART EMERSON CO. LIMITED Dept. K WINNIPEG - MANITOBA Hina einstöku ofbeldisglæpi skoðaði hann meiningarlausa, heimskulega, lubbamensku- lega — hann fyrirleit þá. Það þýddi þó ekki að hann aíneit- aði ofbeldinu sem slíku. En aðeins hið sameinaða ofbeldi, hin skipulagða kollvörpun, gæti leitt til frelsunar. Maxim Gorki, skáldið, ávít- aði Lenin einu sinni fyrir, að hann skorti hugsun og skiln- ing fyrir andlegum verðmæt- um, að hann væri of ógætinn, óbilgjarn í vali sínu á aðferð- um, að hann sækti mál sín með óþörfum og óréttvísum blóðsúthellingum. Lenin svar- aði: “Eg þekki ekkert feg- urra en “Appassionata” Beet- hovens, eg myndi geta heyrt hana á hverjum degi, það er aðdáanleg, himnesk músik. í hvert skifti, er eg heyri þessa tóna, hugsa eg um það með stolti, og ef til vill barnslegri einfeldni, hversu það er þó dásamlegt, sem maðurinn inegnar að skapa. En eg get ekki, eg má ekki hlusta oft á músik, hún fer í taugarnar á mér. Eg inundi vilja segja yndislega heimsku og strjúka höfuð þessara manna, sein eru fa>rir um að skapa slíka feg- urð mitt í saurugu helvíti. Annars er ekki slíkur tími i dag, að maður geti í hljóðleik strokið höfuð mannanna. f dag falla hendurnar niður til þess að slá inn heilana, berja þá saman miskunnarlaust, enda þótt baráttan gegn öllum yfirgangi sé vor hinzta hug- sjón, vort siðasta takmark. Þetta er helvitlega erfitt verk.” Lenin er fyrstur í röð þeirra, er hafa mótað andlit vorra tíma, andlit, er tæplega hefir orðið fegurra síðan á hans dögum. f “Mein Kampf” hefir Hitler sagt frá sínum “fornsögulegu” árum, þeim árum, þegar hann ráfaði um og svalt og leið illa á götunum í Munchen og Wien. Það hafði verið draum- ur hans að verða listamaður. En árangurslaust hafði hann reynt að fá inngöngú í lista- háskólann. Hann dregur nú fram lífið með því að selja litlar vatnslitamyndir og land- lagskort, sem hann hefir mál- að og teiknað með eigin hendi. Þá kemur fregnin um upphaf heiinsstyrjaldarinnar. “Stríð- inu 1914 var ekki þrengt upp á fjöldann. Það veit hinn rétt- láti guð, heldur var þess kraf- ist af allri þjóðinni. Hvað sjálfan mig áhrærir, þá finst mér sá tími vera sem frelsun frá hinni erfiðu æsku minni. Enn þann dag í dag skamm- ast eg mín ekki fyrir að við- urkenna, að eg — yfirbugaður af óviðjafnanlegri aðdáun — féll á kné og þakkaði (guði) af heilum huga.” Sjö árum seinna hefir Hitler orðið pólitískur áróðursmaður. Hann er þegar fyrirliði lítils flokks, sem hefir á stefnuskrá sinni stækkun fósturlandsins og frelsun þjóðarinnar úr nið- urlægingu auðmýlíingarinnar. Hann hefir myndað fyrstu stormsveitir sínar. Það er eldskirn þeirra félaga, sem stendur fyrir dyrum. Þann 4. nóv. 1921 á Hitler að tala í ölkjallara í Munchen til flokks verkamanna. Áður en hann gengur inn i fundarsalinn, beinir hann nokkrum orðum til nianna sinna. “f dag verð- ið þið í fyrsta skiftið, hvað sem fyrir kemur, að sýna hreyfingunni trúnað. Enginn okkar yfirgefur salinn, nema þeir, er verða bornir út sem dauðir. Frá þeim, sem hug- deigur hopar á hæl, rif eg persónulega armbandið og tek af honum flokksmerkið. Mun- ið eftir því, að árásin er bezta vörnin.” Hann byrjar að tala. Eftir hálfan annan klukku- tíma, heldur hann sig vera orðinn herra aðstöðunnar, en þá gerir hann sig sekan um óvarfærnislega athugasemd. Einn verkamaðurinn stekkur upp á stól og æpir út í salinn: “Frelsi!” Stjórnlaust hark hefst. Á nokkrum sekúndum er salurinn fyltur af æpandi, skrækjandi mannfjölda. af brestandi stólfótum og ölflösk- um, sem þutu eins og fall- byssukúlur gegnum loftið. Það finst varla nokkur, sem ekki er drifinn blóði. Og nú skeður það: “Alt í einu er hleypt af tveimur skamm- byssuskotum, frá inngangin- um í áttina til ræðustólsins, og nú hófst áköf skothrið. Eg næstum því ræði mér ekki fyrir ka>ti við slíka uppörfun gamalla stríðs-endurminn- inga.” Það er andi strætisvirkj- anna og skotgrafanna, sem hefir skapað Evrópu vorra tíma. Allstaðar í einvaldsríkj- unum mætir maður sama boð- skapnum: hinni ruddalegu, brýnu nauðsyn aflsins — of- heldisins — sein ráði til þess að ná hinum eina, heilaga til- gangi, og á þetta jafnt við endurreisn helsaðrar þjóðar, senf kúgaðrar stéttar. Sam- tímis þessu hjalar maður svo gjarna um almennan frið og alment réttlæti sem hugsjón, hinzta takmark. Friður og réttur á að nást með stríði og rangsleitni. Tilgangurinn á að helga meðalið. Vorir tímar þekkja aðeins eitt dæmi um stóran leiðtoga lýðsins, leiðtoga, sem hefir unnið sitt óskerta vald yfir sálunum, án ofbeldis eða hót- ana um ofbeldi, án ytri valds- meðala, já, með ákveðinni af- neitun á notkun slíkra tækja: Indverjinn Gandhi. Fyrir orð- um hans beygir sig í auðmýkt meirihlutinn af hinum rúin- lega 300 miljónum Indlands. Hann er hinn eiginlegi ein- ræðisherra yfir þjóð sinni — á gjörsamlega annan hátt en hin opinberlega enska stjórn i Dehli. Árið 1920 tilkynti Gandhi hið fyrsta stóra “óhlýðnis- strið”—mótþróabaráttu. Fylg- ismenn hans hættu að kaupa enskar vörur, indverskir em- bættismenn drógu sig í hlé úr stöðum sínum, börnin voru tekin úr ensku skólunum, menn hættu að borga skatta og gjöld, neituðu að senda nokkra fulltrúa til þingsins— hættu yfirleitt að taka þátt í nokkru með enskum yfirvöld- um. Svo þegar það kom fyrir — algjörlega gegn forboði Gandhis — að tvö einstök of- beldisverk voru framin af uppæstum fólksfjölda, lagði hann á sig sjálfnn ströng meinlæti og föstu til að bæta fyrir brotið. Baráttunni var aflýst. Stefnuskrá Gandhis er að hafa í gegn sjálfstæði Ind- lands án hlóðsúthellinga, án vopnavalds. Enska stjórnin á að verða yfirunnin með hlutlausri andstöðu; eingöngu með sálrænum, siðferðilegum þrótti. “Eg er sannfærður um það,” sagði hann einu sinni, “að ekki-ofbeldisstefnan hefir ósegjanlega yfirburði fram yfir ofbeldið. Þróttur stafar af óbeygjanlegum vilja. Það getur vel verið, að stjórn- um í öðrum löndum verði steypt af stóli með dólgslegu ofbeldi. Indland skal aldrei ná frelsi sínu með hinuin sið- lausa hnefa, því mikilleikur og ákvarðanir þessa lands eru önnur. Það skal sigra með andlegum og siðferðilegum vopnum. Indland mun sýna, að það hefir ódauðlega sál, sem sigurviss megnar að hefja sig upp yfir alla ytri kúgun og bjóða byrgin sameinuðum efniskrafti heillar veraldar. Á þessum vettvangi hefir Ind- land köllun að gegna fyrir allan heiminn. IndJand er boðberi heimsíriðarins.” Baldvin Þ. Kristjánsson þgddi i'tr sænsku. —Vaka. Dánarfregn Sunnudaginn 8. okt. andað- ist öldungurinn Magnús Ás- grimsson á heimili sínu í grend við Hensel, N.D. Hafði hann verið rúmfastur eina viku, en fremur lasinn síðustu árin. Magnús var fæddur 5. júlí 1851 á Neðra Ási í Hjalta- dal í Skagafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru Ásgrímur Árnason og Þórey Þorleifs- dóttir. Magnús eftirlætur ekkju sina, Þorbjörgu Frið- riksdóttur Níelson, sem fædd var 1. marz 1851. Þau eign- uðust 11 hörn, fimm þeirra eru nú á lífi og öll hér í landi. 14 barnabörn og 6 barnabarna-börn hans eru á lifi. Magnús og Þorbjðrg bjuggu stóru myndarbúi i Skagafirði frá því þau giftust 1877, þai til 1914, að þau fluttu iil Ameríku með börnum sínum, og hafa þau ávalt síðan húið i Hensel-bygðinni á vegum barna sinna. Magnús sál. var mesti myndar- og sómamaður. Tók hann mikinn og góðan þátt í málum sveitar sinnar heima á fslandi. Hér dró hann sig í hlé, því hann var tekinn að eldast er hingað koin. En kom þó ávalt vel og sóma- samlega fram og var virtur af öllum er þektu hann. Jarðarför Magnúsar fór fram frá heimili hans og kirkju Vídalínssafn. fimtudag- inn 12. október. Fjölskyldan hefir um all-langt skeið til- heyrt Vídalínssöfnuði og tek- ið þar góðan og mikinn þátt í starfinu. Margir ættingjar og nágrannar fylgdu hinum látna til grafar. Séra H. Sig- niar jarðsöng. Eftirlit með útflutningnum Ríkisstjórnin hefir gefið út bráðabirgðalög, sem heimila, að allur útflutningur landsins skuli háður eftirliti ríkis- stjórnarinnar eða nefndar, sem verður falið að annast slíkt eftirlit. Samkvæmt reglugerð, sem gefin var út samtímis og bygg- ist á þessum lögum, er eftir- litið falið sérstakri nefnd og má “engar íslenzkar afurðir bjóða til sölu, selja til útlanda eða flytja úr landi, nema að fengnu leyfi nefndarinnar.” Til þess að standast kostnað við störf nefndarinnar verður tekið sérstakt gjald, sem nem- ur y20/00 — hálfum af þús- undi —• af útflutningsverð- mætinu. Brot gegn lögunum og reglugerðinni varðar alt að 100 þúsund kr. og fangelsi, ef sakir eru miklar. f útflutningsnefndinni eru: Jón Árnason framkvæmda- stjóri, Skúli Guðmundsson al- þingismaður, F"innur Jónsson alþingismaður, Richard Thors framkvæmdarstjóri og ólafur Johnson stórkaupmaður. Mikill hluti útflutningsins hefir að undanförnu verið háður eftirliti, ýmist ríkisins eða opinberra stofnana. Var það m. a. nauðsynlegt sökum viðskiftasamninga við önnur lönd. En til frekara öryggis og samræmingar þótti hyggi- legast að hafa þetta-eftirlit á einni hendi og hefir þessi leið því verið valin. —Tíminn 14. sept. —Pabbi, hvernig stendur á því að tunglið er eins og ost- rir? Er hægt að borða tunglið? —Vertu ekki ineð þessar spurningar, strákur. —Pabbi, úr hverju dó Dauðahafið? QMHERST Kœssr" This advertisement is not published or displayed by the Liquor ' Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.