Lögberg - 19.10.1939, Side 7

Lögberg - 19.10.1939, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1939 7 í ríki Bárðar Snæfellsáss Ein af þeim fornsögum vor- uin, sem taldar eru með mikl- um ýkjakeim er Bárðar saga Snæfellsáss. Hún er eigi að síður mjög gömul og þar rek- umst við á persónur, sem flestar er að finna í öðrum ábyggilegri heimildum, og má- ske þessvegna hefir sagan af Bárði og félögum hans fengið á sig sannleiksbragð í trú al- þýðufólksins og þess vegna hefir hún ekki einungis lifað í hug fólksins, heldur hefir það bætt við — skapað ótal sögur í viðbót um Bárð, er ekki standa í neinum tengsl- um við söguna. Þannig eru í riki Bárðar Snæfellsáss all- mörg nöfn á stöðum tengd við hann, þótt þeirra sé hvergi getið í sögu háns. Bárður var af trölla eða jötnakyni og ættaður úr Nor- egi. Með honum hingað út til fslands kom allmargt hjúa og voru sum þeirra all hysksöm og tryllingsleg, sem vart var að undra, þar sem sum voru runnin af sama stofni og Bárður. Skipi sínu lenti hann á sunnanverðu Snæfellsnesi, þar sem Djúpalón heitir. Snæ- fellsnes er mjög rómað fyrir fegurð og sérkennileik og mun enginn staður á Nesinu kom- ast til jafns við Djúpalóns- sand í þeim efnum. Jafn tröllsleg fegurð, ef svo mætti orða það, mun ekki viða við strendur landsins. Og einmitt á þessum stað lendir Bárður -— það er eins og staðurinn falli óvenjulega vel við hans Umgjörð. Þarna er fádæma hrikafenglegt, en svo var Bárður sjálfur stórfenglegur, að hann þótti í öllu um fram menska menn. Er bárður kom á land með fólk sitty gekk hann i klett einn stóran og blótaði þar til heilla sér, og heitir þar Trölla- kirkja síðan. Þar er hátt til lofts og úti fyrir kirkjudyrum rymur hafið æ og sið. Þegar Vér viljum tilkynna, vorum mörgu, íslenzku vinum, að vér nú getum selt þeim hina velþektu Wisconsin Air-Cooled Engines WISCONSIN MASKlNAN veitir fylstu lorku meíi allra minstu eldsneytis notkun. og sparar yður tlma og peninga. Vér höfum þá stærð, sem full- hægir þörfum yðar og gjaldþoli. Skrifið oss á Islenzku ef þér viljið, og vér skýrum fyrir yður hvernig þér getið fengið þessa Undursamlegu Loftkoeldu Masklnu til afnota á býli yðar. fyrir bif- feiðarskýli, mjölkurbú, eða til annarar notkunar þar sem orku er þörf. ,Mumforp,Mepianp,1imitep, 576 W4LL STREET Dept. H. Winnipeg, Manitoba Bárður hafði lokið veru sinni í Tröllakirkju og sett skip sitt upp í Dritvík fór hann að skoða sig um í nágrenninu ásamt fólki sínu. Fann hann þá helli einn mjög stóran og þótti honum bergmála allmik- ið í honum. Dvaldist hann þar um stund ásamt fólki sínu. í helli þessum réði Bárður öll sín ráð meðan hann lifði. Hellinn kölluðu þeir Sönghelli. Hann er, sem kunnugt er, í nánd við Stapa- fell og þykir bergmála meira í honum en flestum öðrum hell- um á íslandi; enda er hann fyrir löngu orðinn nafnfrægur. —Skömmu síðar kom l^árður að tjörn nokkurri og fór úr klæðum og baðaði sig. Síðan hefir tjörnin verið nefnd Bárð- arlaug. Hún er mjög ein- kennileg og öllum hulin, þar til komið er að barmi hennar, en þá er eins og maður ætli að steypast ofan í gíg. Bárð- arlaug er hringmynduð og mikið niður grafin og er svo að sjá, að einhverntíma i fyrndinni hafi verið hlaðið með fram barmi hennar. ör- stutt fyrir norðan hana er Laugarbrekka, en þar á Bárð- ur að hafa reist sér bú. Milli Laugarbrekku og Bárðarlaug- ar eru svonefndar Gálgheiðar —gamall aftökustaður. Upp á þeim sér votta fyrir þremur dysjum, eiga þar undir að vera leyfar Axlar-Bjarnar, þess er ekki þótti trútt að dysja í einu lagi, því að hann þótti svo magnaður, að menn óttuðust að hann mundi ganga aftur, ef hann væri allur heygður á sama stað. Bárður bjó nú um skeið á Laugarbrekku. Með honum höfðu komið að utan karl og kerling, er hétu Svalur og Þúfa. Þau hurfu strax til fjalla, er á land kom. Voru þau bæði trylt og óspök og fengu fæstir við þau ráðið. Segir alþýðutrúin, að þau hafi einkanlega haldið sig i Mið- vallahlið. — Eitt sinn rak stóran hval fyrir land Bárðar og fór Svalur þangað að næt- urlagi og skar hvalinn. En þá kom Bárður þar að og glímdu þeir alllengi út 'af hval- skurðinum. Varð Svalur svo tryltur, að Bárður hélt sig ekki ráða við hann. Að lolt- um fór þó svo, að hann gat hryggbrotið hann og kastaði hann honum siðan í möluna og heitir þar Svalsmöl. Nóttu síðar var Þúfa, kerling Svals, á ferðinni og drap Bárður hana á svipaðan hátt og fleygði henni að því loknu fyrir hamra og heita þar síð- an Þúfnabjörg, og eru þau sunnan við Lóndranga. Að þessum þokkhajúum þótti mikil landhreinsun. Á Arnarstapa bjó Þorkell bróðir Bárðar og var því stutt í milli þeirra bræðra. — Bárð- ur átti dætur og voru þær bæði miklar og ásjálegar og var Helga þeirra elzt og þótti í öllu fyrir þeim. Þorkell átti tvo syni — Sölva og Rauðfeld. —Þau systkinabörnin léku sér saman á vetrum, einkanlega á svellum, sem mynduðust við Barnár, en þær eru innan við Stapafell. Dag einn, er þau voru að leika sér, var kapp mikið milli þeirra Helgu og Rauðfeldar. Þennan dag var l mikil þoka og var hafís við land. Að þessu sinni léku þau sér niður við sjó. Þá var það að Rauðfeldur hrinti Helgu út á einn jakann og þar sem mikill vindur stóð af landi bar jakann frá. Um nóttina lagði ísinn frá landi og rak hann svo hratt, að eftir 7 daga var hún komin með honum til Grænlands, og var þar í vist með Eiríki rauða um veturinn. Nú er frá því að segja, að systur Helgu sögðu föður sin- um frá hversu farið hafði með þeim Helgu og Rauðfeldi. Bárður varð mjög reiður við fréttina og þaut inn að Arnar- stapa. Þorkell bróðir hans var ekki heima, en piltarnir. Var annar þeirra 11 ára en hinn 12. Tók hann þá sinn undir hvora hönd sér og hélt til fjalla. Ekki reyndu strákarn- ir að brölta um, enda hefði Bárður haldið þeim, þótt full- orðnir menn hefðu verið. Er hann kom upp á fjallið, kast- aði hann Rauðfeld í gjá eina stóra og djúpa og rotaðist hann þegar, er niður kom. Síðan kallast gjáin Rauðfeld- argjá og er í Botnsfjalli, en það er rétt innan við Stapa- fjall. Með Sölva hélt hann siðan til sjávar og fleygði hon- um þar niður fyrir, er nú heitir Sölvahamar. Að þessu loknu hélt hann heim á leið, en kom við á Arnarstapa og sagði frá dauða piltanna. Er Þorkell bróðir hans var heim kominn spyr hann hversu að hafi borið dauða sona sinna og snýr þegar á eftir Bárði. Heilsast þeir ekki en takast á. Stóð nú löng og hörð glima og veitti hvorugum betur. Að lokum féll Þorkell og lá hann nokkra stund, en Bárður hélt heim. Við byltuna hafði brotnað lærleggur Þorkels. Þegar hann var heill orðinn, flutti hann af Snæfellsnesi. ZIGZAG 5 Úrvals pappír í úrvals bók C 5 2 Teffundir SVÖRT KAPA Hinn , upprunalegi p u n n i vindlinga papplr, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota, BitSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KÁPA ‘‘Egyptien’’ úrvals, h v 11 u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa -— og gerir vindl- ingana eins og peir væri vafSir I verksmiSju. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover Upp frá þessu tók Bárður mikið óyndi vegna hvarfs dóttur sinnar og viðureign þeirra bræðra. Var hann mjög fámáll og ekki sem kumpána- legastur við að eiga. Hvarf hann síðan á brott með alt sitt lið, nema það er hann skildi eftir og gaf jarðir þær, sem hann hafði yfir að ráða. Trúlegast þótti mönnum, að hann hefði horfið upp til jök- uls og gert þar helli stóran, enda mun það hafa staðið nær skapi hans að búa i hellum i jökltJm uppi en í moldar- kofum niður á flatneskjunni. Upp frá því er hann hvarf upp til jökulsins fékk hann nafnið Bárður Snæfellsáss og höfðu menn hann á nálega öllu Nesinu fyrir heitguð sinn, og varð hann mörgum mikill bjargvættur. Það kom fyrir að Bárður bauð mörinum úr bygð í hell- inn til sín. Þannig heimsótti Tungu-Oddur hann á jóluni eitt sinn, eri ekki komst hann í hellinn nema með fylgd og svo var mikil hriðin á leið- inni þangað upp, að hann vissi ekki hvar hann fór fyr en hann kom í hellismunnan. Engir voru i hellinu nema heimamenn. Þetta heimboð Tungu-Odds hafði það í för með sér, að Bárður gifti hon- um Þórdísi dóttur sina. — Það er af Helgu dóttur Bárðár að segja, að hún undi ekki hag sínum í Grænlandi — lagði heim í víðsýnið til föður sins. Er heim kom var hún óróafull og fór víða um og hafðist við í hellum, einkan- lega í Helguhelli í Dranga- hrauni, en það er stutt utan við Laugarbrekku. — Bárður fór nú víða um Jökla og fjöll og mundi hann eflaust hafa þótt liðtækur í Fjallamanna- félagið, ef hann hefði uppi verið nú. Síðast fréttir maður af Bárði i Hundahelli, en þar sitijr hann jólaveislu ‘hjá Hít vinkonu sinni í Hítardal. Var þar margt ófreskra manna saman komið og var Bárður þeirra sterkastur, þótt gamall væri orðinn. f veizlu þessari var etið mikið og drukkið ó- stjórnlega, “svo að allir urðu gintir,” eins og sagan orðar það svo fagurlega. — Upp frá þessu hverfur Bárður svo að segja alveg úr sögunni. Allir þeir staðir, sem nú hafa nefndir verið og snerta Bárð, eru enn þá til og vita menn gjörla hvar þeir eru, nema Bárðarhellir. Eins og getið var um í upphafi, hefir sagan af Bárði haft sannleiks- gildi i augum alþýðufólks og er ekki grunlaust að það hafi þózt vita hvar Bárðarhellir er. Minsta kosti hefi eg eina sögu um það heyrt og er hún ekki langt að komin, því að hún var mér sögð af fóstursyni mannsins, er þóttist hafa fundið hellinn. — Fyrir um 90 árum síðan var Gísli Guð- mundsson bóndi á Syðri-Bæ í Einarslóni, eitt sinn í fjallleit- um að hausti. Kom hann þá að hellismunna einum í jökul- röndinni ofan við Saflakinn svo nefnda. í hellisdyrunum sá hann stóran hvallið og blá- grýtisstein. Beggja inegin við hellisdyrnar var hlaðið með stórum björgum, en fyrir mik- inn hluta dyranna var stór hraunhella og var hún farin að hallast. Leit út sem hell- irinn væri að hrynja beggja megin. Síðan hefir enginn fundið helli þennan, þótt leit- að hafi verið. Þessi sögusögn virðist vel falla við Bárðar- sögu, því að frá þeim stað, sem menn ætla að hellirinn hafi verið, munu sjást allir þeir staðir, sem Helga dóttir Bárðar nefnir í vísu einni, sem hún yrkir á Grænlandi. En að öðru leyti er hinn venjulegi svipur alþýðufólks- trúarinnar á þessari sögu um hellisfundinn. Hins má reynd- ar geta, að frá þeim stað, þar sem menn halda, að Gísli hafi fujndið hellinn, er reyndar meira víðsýni en á nokkrum stað öðrum í jöklinum. — Þessi saga sýnir að Bárður hefir staðið nokkuð traustum fótum í alþýðutrúnni og enn má heyra sumt fólk vestra tala um hann eins og samtíð- armann sinn — eins og mann, sem verið hafi í jöklinum og veitt Nesbúum margvíslega hjálp. Ýmsar sagnir hafa lifað í munnmælum um Bárð og ótal staðir eru kendir við hann á utanverðu Snæfellsnesi. Þar er t. d. Bárðarrúm og Bárðar- kolla í hrauninu fyrir ofan Lón. Máske hefir hann ein- hverntíma gist þar á leiðinni upp á jökulinn? f Dritvik eru klettar nefndir Bárðarákip og Bárðartrúss. Hermir þjóð- sagan, að Bárður hafi tröll verið undir dögun er hann lenti, hafi hann nauðuglega sloppið undan geislum rísandi sólar, en skip hans og trúss orðið að klettum þeim, sem þarna eru í fjörunni. — Bárð- arkistur eru tvær á Snæfells- nesi, önnur á því utanverðu en hin að sunnan. Eru það (Framh. á bls. 8) MAN. 1 SUPREME REFRESHMENT 25 oz. $2.40 40 oz. $3.55 This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.