Lögberg - 26.10.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.10.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 Sll Seven TJnes é kX 4* <et<Cke *'or ^jS® <fP Better Dry Cleanlng and Liaundry 52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2(i. OKTÓBER, 1939 NÚMER 42 Lögberg í vanda statt Það getur engum skynsömum manni dulist það, að það hvílir afarsterk siðferðisleg skylda á Vestur-íslendingum að varðveita sem lengst og að ávaxta þann þjóðernislega arf, sem þeim hefir verið trúað fyrir hér í álfu. Sú skylda verður ekki rækt eins og vera ber nema menn alment hafi nægilega glöggan skilning á verðmæti þess arfs og nægilega sterkan áhuga fyrir varðveizlu hans til þess að vera fúsir til að leggja það á sig, sem þarf til þess að sá arfur ekki glatist. Hingað til hafa mörg öfl hjálpast að til þess að halda lifandi meðvitundinni um þjóðernislegan uppruna okkar og til að efla þau bönd, sem tengja okkur saman. En öll þjóð- ernisleg samtök mundu að mestu leyti hafa reynst afllaus og árangurslítil, ef það væri ekki fyrir íslenzku blöðin. Um það getur naumast verið nokkur réttmætur ágreiningur, að í öll þau ár, sem íslendingar hafa verið búsettir hér í álfu, má telja íslenzku blöðin fremst af öllum þeim öflum, sem unnið hafa að viðhaldi íslenzkrar tungu og íslenzkrar menn- ingar. Þau eru liðurinn, sem tengt hefir saman hinar mörgu og dreifðu íslenzku bygðir hér í álfu, og þau eru taugin, sem haldið hefir lifandi sambandinu á milli Vestur- fslendinga og heimaþjóðarinnar. Þegar þau eru dottin úr sögunni á það ekki langt í land að við hverfum einnig úr sögunni þjóðernislega, og það verður þá ekki lengur um nein lifandi félagsleg samtök meðal Vestur-íslendinga að ræða. Árið 1888 hóf Lögberg göngu sína. I meira en hálfa öld hefir það verið vikulegur gestur á íslenzkum heimilum i öllum íslenzku bygðúnum hér í álfu. Það hefir einnig haft talsverða útbreiðslu heima á íslandi. Það hefir frá byrjun starfað afdráttarlaust að þvi að efla alt það, sem gæti orðið fslendingum til gagns og sóma. Það hefir reynt eftir megni að vekja og glæða þjóðernislega meðvitund Vestur-fslend- inga og að vekja hjá þeim metnað fyrir þjóðerni sínu og menning. Það hefir reynt að verða öllu því að liði, sem miðað hefir að því að vernda og varðveita okkar þjóðernis- lega arf. Það hefir alstaðar og æfinlega reynt að auka skilning og samúð milli íslendinga austan hafs og vestan. f viðbót við alt þetta hefir það reynt að færa lesendum sínum almennar fréttir og fróðleik, ásamt fréttum frá hinum ýmsu íslenzku bygðum og fréttum frá íslandi. Lögberg hefir aldrei verið gróðafyrirtæki. Það hefir að þessu lifað fyrir þjóðrækni og fórnfýsi einstakra manna. Sú byrði er orðin stærri en svo að hún sé bærileg. Það verður af eðlilegum ástæðum erfiðara með ári hverju að gefa út íslenzkt blað í þessari álfu. Kreppan hefir marg- faldað þá erfiðleika. Nú er svo komið, að Lögberg er í svo alvarlegum fjárhagslegum vanda statt, að það lifir nú aðeins af náð lánardrotna sinna. Þó þeir hafi sýnt útgáfufélaginu einstaka velvild, þá er engum blöðum um það að fletta, að Lögberg verður að hætta að koma út, ef bót verður ekki tafarlaust ráðin á þeim fjárhagslegu vandræðum, sem það er nú statt í. Stjórnarnefnd útgáfufélagsins telur það skvldu sína að segja Vestur-íslendingum hreinskilnislega frá því, hvernig sakir standa og hvað þörfin er stór og hrýn, áður en blaðið verður lagt niður, svo þeim gefist kostur á að hlaupa undir bagga, ef þeim svo sýnist. Hér er ekki um neitt gróða- fyrirtæki að ræða. Hér er aðeins um mikilvægt þjóðernis- legt velferðarmál að ræða. Hér er um það að ræða, hvort menn telja Lögberg svo mikils virði fyrir1 Vestur-íslendinga, að þeir séu reiðubúnir til þess að leggja á sig það, sem þarf til þess að Lögberg þurfi ekki að deyja. Stjórnarnefnd The Columbia Press, Limited, hefir í hyggju að gefa út $10,000.00 virði af svonefndum forgangs- hlutum (“preference shares”) og gefa Vestur-íslendingum kost á að kaupa lilutabréfin. Hver hlutur kostar $100.00. Verði um nokkurn arð að ræða hafa þessir hlutir forgangs- rétt alt upp að fimm prócent á ári fram yfir alla útistand- andi svonefnda algenga hluti (“common shares”) í félaginu og einnig forgöngurétt yfir algenga hluti (“common shares”) ef félagið verður leyst' upp. Ef upphæðin, sem inn kemur, verður svo lítil, að stjórn- arnefndin sér sér ekki fært að halda áfram útgáfu blaðsins, verður peningunum skilað aftur. Verði upphæðin á hinn bóginn nægileg til þess að hugsanlegt sé að blaðið geti haldið áfram að koma út, hefir stjórnarnefndin í hyggju að færa blaðið aftur upp i sína gömlu stærð. Landar góðir, hvað viljið þið gera? Það er undir ykk- ur komið, hvað um Lögberg verður. Stjórnarnefnd útgáfu- lllllllllllllllli|||||||||[|||lllll!illllllll!illllllHllilllllllllllll!!lll!l!lllllllllllllllll!!lllllllll!!llllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllll!llllllllljlll>llllllllllllllllll!llllllllllllll!llllllllllllltlllllllllllll!llllll Allra nýjuálu fregnir !lll!!!l!l!llllllllllllllllll!lllll!llllll!l!!lllllllll!!!!!!!!l!l!!!l!llllll!!!l!lli!llll!ll!!l!lll!lllll!llll!l!lllllll!lllllll!lll!l!!lllllllllll!!llllllllllllllll!l!lll!llllllllllllllllllll!lll!lll!IIIIIIIIHIIIIIIIIII!llllll!lllllllin! félagsins er ekki að reyna að gylla þetta1 fyrir neinum. Hún vill aðeins að allir, sem þetta lesa, skilji greinilega tvent. Það fyrsta er, að þetta mál þolir enga hið. Það annað er, að ef Vestur-íslendingar sjá sér ekki fært að leggja fram það fé, sem þarf, þá verður engin frekari tilraun gerð af hálfu stjórnarnefndarinnar til þess að halda blaðinu áfram, og það hættir að koma út. Það verður á ykkar ábyrgð en ekki hennar, ef Lögberg deyr. H. A. Bcrgman B. J. Brandson Flora Benson, Stjórnarnefnd T h e Columbia Press, Ltd. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHHiir Ur horg og bygð HlllllllllllllllllllllllllíllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIHHIHIIIIIIHIBniHHIIIHHIIIIHIIIIIIIIIIIIH Dr. Tweed verður staddur í Árborg á fimtudaginn þann 2. nóvember næstkomandi. + Mrs. B. G. Kjartanson frá Amaranth, var stödd i borg- inni á þriðjudaginn. * Gefin saman í hjónaband þann 22. okt., í Árborg, Karl Oscar Thorláksson og Jóhanna Sigurdur. * 4* Eitt herbergi til leigu nú þegar að 576 Agnes Street, rétt við Sargent Ave. Leiga afar sanngjörn. + Young Icelanders’ News A banquet and dance will be held in the Blue Room at the Marlborough Hotel on Friday, December lst. We have been fortunate in secur- ing as our guest speaker, one fo our outstanding Icelandic authors, Mrs. Laura Goodman Salverson. Don Carlos and his orchestra will be in at- tendance. The price of the dinner and dance will be a $1.25 per person and since the number of guests will be limited, it is suggested that those wishing to attend get their tickets early from some member of the executive. * Junior Ladies’ Aid to Hold Tea at Eaton’s The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will hold a Silver Tea and Sale of Home Cooking, Oct. 28, from 2.30 to 5.30 in the Eaton’s Assembly Hall. Receiv- ing the guests will be the conveners: Mrs. L. S. Sum- mers and Mrs. Wm. Fridfinn- son, Mrs. V. J. Eylands and the president, Mrs. G. F. Jonasson. The tables will be presided over by Mrs. J. B. Johnson, Mrs. Jack Snidal, Mrs. J. Eager and Mrs. T. Stone. Home Cooking Counter in charge of Mrs. S. J. Sigmar and Mrs. A. Blondal. ÁRÁSARLOFTFLOTI ÞJÓÐVERJA SÆTIR HINUM VERSTU HRAKFÖRUM Á laugardaginn var gerði loftfloti Þjóðverja sina þrett- ándu árás á niu dögum á suð- austurströnd Skotlands; voru hinar þýzku flugvélar hraktar á brott af fylkingum brezkra flugliðsins án þess að þær kæini nokkrum spellvirkjum við. Seinna um daginn veitt- ust 12 þýzkar flugvélar að gæzluskipi brezku í Norður- sjónum, og voru fjórar þeirra skotnar niður; þetta brezka gæzlu eða Ifylgdarskip, var eitt af mörgum, sem nú eru hvarvetna á ferð til verndar brezkum vöruflutninga skip- u m.— Sjófloti Breta heggur jafnt ogi þétt stærri og stærri skörð í kafbátafylkingar þjóðverja, og mun nú vist, að minsta kosti fjórtán slíkum vitisvél- um hafi verið sökt á sjávar- botn. Alls er mælt að Þjóðverjar hafi mist sextán loftskip á hinum ýmsu vígstöðvum síð- astliðna viku. + LEITAR KOSNINGAR f SASKATCHEWAN Simað er frá Ottawa þann 23. þ. m., að Hon. W. D. Her- ridge, forustumaður hins svo- kallaða nýja lýðræðisflokks, hafi ákveðið að leita kosning- ar til sambandsþings i Kind- ersley kjördæminu í Saskat- chewan. Þingmaður þess kjör- dmis, O. B. Elliott, Soeial Credit, hefir lagt niður þing- mensku, með það fyrir aug- um, að greiða Mr. Herridge veg inn á sambandsþing; nái Mr. Herridge kosningu, þykir liklegt að hann taki við for- ustu Social Credit flokksins á þingi af Mr. Blackmoore. Áð- ur var talið víst, að Mr. Her- ridge bvði sig fram í Prince Albert á móti Mr. King for- sætisráðherra. * AFNÁM ÚTFLUTNINGS- BANNS VOPNA OG BANDARfKJA SENATIÐ Harðar og langar hafa þær orðið umræðurnar, er staðið hafa yfir í Senati Bandaríkj- anna vegna frumvarps stjórn- arinnar um afnam bannsins á útflutningi vopna; nú er þess þó vænst, að til atkvæða komi næstkomandi föstudagr Talið er víst, að bannið verði afnumið með miklum meiri hluta atkvæða í senatinu. Brezka fréttasambandið stað- hæfði á mánudaginn, að ekki færri en 65 senatorar mundu greiða atkvæði með afnámi bannsins. BRETAR OG TYRKIR GERA MEÐ SÉR VARNARSÁTTMÁLA Á fimtudaginn i vikunni sem leið gerðust þau tiðindi í London, að Bretar og Tyrkir gerðu með sér varnarsamband víðtækt og mikilvægt; er það þar með bundið fastmælum, að Bretar veiti Tyrkjum að málum ef á þá yrði ráðist, en Tyrkir á hinn bóginn haldi siglingaleiðum opnum fyrir Breta um Dardanella-sund. Tvrkir hafa um tvær miljónir manna undir vopnum nær sem vera vill. Rússar reyndu lengi, eins og vitað er, að kom- ast að hliðstæðu varnarsam- bandi við Tyrki, en slíkt fór nýlega með öllu út um þúfur. Þessi nýi sáttmáli milli Breta og Tyrkja styrkir að veruleg- um mun aðstöðu Breta og Frakka i styrjöldinni gegn Hitlerismanum.— Mælt er að Bretar og Frakk- ar hafi ákveðið að veita Tyrkj- um lán, sem nemi um sextíu miljónum dala. + \ FIMMHUNDRUÐ PARTfSARPRESTAR f HERÞJÓNUSTU Simfregnir frá París á mánudaginn láta þess getið, að fimm hundruð af prestum borgarinnar séu komnir til vígstöðvanna á landamærum Frakklands og Þýzkalands, ýmist sem herforingjar eða óbreyttir liðsmenn; nemur þetta einum þriðja af presta- stétt Parisar. + ÞJÓÐVERJAR LEGG.TA HALD Á AMERÍSKT VÖRUFLUTNINGASKIP Samkvæmt útvarpsfregnum á þriðjudagsmorguninn, réðst þýzkt beitiskip að ameríska vöruflutningaskipinu City of Flint á leið þess til Englands, stöðvaði það og skoðaði farm þess allan; að þvi búnu var með skipið farið til Murmansk hafnar á Rússlandi og er sagt að þar sé það í vörslum rúss- neskra stjórnarvalda. Þjóð- verjar halda því fram, að skip- ið hafi haft bannvörur með- ferðis; ekki er á þessu stigi málsins með fullu vitað hvaða afstöðu Bandarikjastjórn tek- ur til málsins. Það var City of Flint, er til Canada flutti nokkuð af þeim farþegum, er komust lífs af þegar þýzkur kafbátur sökti farþegaskipinu Athenia í byrjun núverandi Norður- álfu styrjaldar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.