Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Scven Lines V ■r> av CP' Servloe and Satlsfaction PHONE 86 311 Seven Lines '&r Æ<é Vv C° r'or Better Dry Cieaning and Lanndry 52. ÁRGAISGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER 1939 NÚMER 43 Canadiskri þjóðeiningu borgið— Liberalflokkurinn vinnur glæsilegan kosningasigur í Quebec AMIÐVIKUDAGINN þann 25. október siðastliðjnn fóru fram almennar kosning- ar til fylkisþingsins í Quebec, og lauk þeim með glæsilegum sigri fyrir Liberalflokkinn undir forustu Hon. Adelard Godbouts; voru kosningar þessar þær heitustu, er sögur fara af í Quebecfylki, ^ þó marga hafi þeir vitanlega áð- ur snarpa hildi háð canadiskir borgarar af frönskum stofni austur þar; alls eiga sæti í Quebecþinginu 86 þingmenn; af þeim hlutu Liberalar 68; Union Nationale, eða stjórn- arflokkurinn 15; óháðir 1, National 1, og í einu kjördæmi var kosningu frestað um hríð. Duplessis-stjórnin kom til valda 1936, og studdist þá við 76 manna þingfylgi. Fimm Faer námsátyrk Jóns Sigurðssonar félagsins af stuðningsmönnum hennar höfðu sagt sig úr löguin við Mr. Duplessis, og gekk hann því til kosninga áðurnefndan dag með 71 þingmann, þeirra, er með honum voru kosnir 1936, sér við hönd. Frá stjórnskipulegu sjónarmiði séð, bar stjórninni , engin nauðsyn til kosninga, þar sem vitað var að hún átti eftir tvö ár af kjörtimabili sinu. En Mr. Duplessis, þjóðkunnur tækifanissinni, og faðir hengi- láslaganna alræmdu, auðsjá- anlega komst að þeirri niður- stöðu með sjálfum sér, að nú byðist óviðjafnanlegt tækifæri til þess að ná sér niðri á sam- bandsstjórninni vegna afstöðu hennar til striðsins; reyndi hann að telja kjósendum trú um að sambandsstjórn byggi W. C. McKinnell látinn Síðastliðinn föstudag lézt að heimili sinu hér í borginni W. C. McKínnelI, fyrrum fvlkis- þingmaður fyrir Rockwood kjördæmið i Manitoba frek- lega 65 ára að aldri; hinn mesti atkvæðamaður; hann var fyrst kosinn á þing sem bændaflokksmaður 1920 og átti sæti á þingi fram að síð- ístu fylkiskosningum, er hann beið lægra hluta fyrir núver- andi þingmanni Rockwood- kjördæmis, Dr. Lewis. Nokkur undanfarin ár hafði Mr. McKinnell með höndum yfireftirlit með starfrækslu ýmissa sveitarhéraða. yfir svikráðum og myndi skella á herskvldu nær sem vera vildi, þrátt fyrir það þó forsætisráðherrann, Mr. King, og dómsmálaráðh. Ernest La- pointe, hefðu skýrt og af- dráttarlaust lýst yfir því, að í tíð núverandi Liberal-stjórnar í Ottawa yrði herskyldu á- kvæðum ekki beitt. Dómsmálaráðherrann, Mr. Lapointe, með aðstoð hinna frönsku ráðherranna tveggja í sambandsstjórninni, þeirra Mr. Cardins og Mr. Powers, kvað Duplessis-stjórnina svo rækilega í kútinn, að lengi mun i minnum haft; enda mun hann áhrifamestur stjórnmálamaður, sem Quebec fylki hefir alið, annar en Sir Wilfrid Laurier. Úr borg og bygð Goodtemplarastúlkan Skuld heldur fundi sína á þriðju- dagskveld hér eftir. * Þann 28. október síðastlið- inn gaf séra Valdimar J. Ey- lands saman í hjónaband að heiinili sínu þau Reatrice Guð- rúnu Ludwickson og Snjólf Sigurðson. * Séra N. *S. Thorlákson og frú hans eru nýkomin til borgarinnar til vetursetu; verður heimili þeirra að 601 Agnes Street. Lögberg býður þau hjartanlega velkomin í islenzka mannfélagshópinn hér í horginni. Þremur þýzkum kafbátum sökt i símfregnum frá London á laugardaginn var, er þess get- ið, að brezk og frönsk herskip hafi sökt þremur þýzkum kaf- bátum þá í vikunni. Smásax- ast á limina hans Björns míns, segir hið fornkveðna. Afnám vopnabannsins Siðastliðinn föstudag fór fram atkvæðagreiðsla í öld- ungadeild þjóðþingsins i Washington um frumvarp Roosevelt-stjórnarinnar við- vikjandi afnámi bannsins á útflutningi vopna til stríðs- þjóðanna; vann stjórnin í máli þessu hinn glæsilegasta sigur i téðri þingdeild; var frumvarp hennar um afnám bannsins samþykt með 64 at- kvæðum gegn 30; málið kom fvrir neðri deild á mánudag- inn. Men’s Club Á miðvikudagskveldið í fyrri viku hélt Karlaklúbbur F'yrsta lúterska safnaðar fund í samkomusal kirkjunnar klukkan átta. Aðalræðumað- ur var konsúll Pólverja hér i borginni, Dr. Juliuz Szygow- ski; er hann prúðmenni hið mesta og prýðilega máli far- inn; talaði hann um menn- ingarsögu Póllands. Konsúll Dana og fslendinga, hr. Grettir Leo Jóhannsson, kynti Dr. Szygowski áheyrendum með prýðilegri tölu. Einnig tók til máls Mr. Dubienski, pólskur lögfræðingur. Forseti kliibbs- ins, hr. Lincoln Johnson, hafði fundarstjórn með hönd- um. Samkvæmt uppástungu frá hr. John Davidson, galt Sæmdur heiðursmerki Dr. Richard Beck Samkvæmt nýkomnum dag- blöðum frá Grand Forks, hefir Dr. Richard Beck, pró- fessor í Norðurlandamálum og norrænum fræðum við rík- isháskólann í North Dakota, verið sæmdur af Hans Hátign konungi Norðmanna, riddara- krossi St. Olafs orðunnar, hins fyrsta flokks; er Dr. Beck sæmdar þessarar fyrir löngu maklegur, þvi hann hefir manna mest unnið að því undanfarin ár, að kynna norskar bókmentir og norsk menningarverðmæti önnur, engu síður en íslenzk, meðal enskumælandi sambýlismanna hér í landi. Lögberg færir honum innilegar árnaðarósk- ir í tilefni af þessum nýja vegsauka. fundurinn ræðumönnum þakk- aratkvæði. Næsti fundur klúbbsins verður á þriðjudagskveldið þann 7. þ. m., kl. 6.30. Aðal- ræðumaður: Dr. W. C. Gra- ham, forseti United Colleges. Ræðuefni: “Notes From My Palestine Diary.” Miss Halldóra A. Sigurðsson hefir hlotið -ý50 stvrk til hljómlistarnáms við Manitoba háskólann í ár; hún er ættuð úr Framnesbygðihni í Nýja íslandi; dóttir Þorgríms heit- ins Sigurðssonar og eftirlif- andi konu hans, Magneu Sig- urðsson. Þetta er í þriðja ■' kiftið, sem Jóns Sigurðssonar félagið úthlutar slikum styrk. JóHANNES BJARNASON STúDENT f lok fyrri viku, kom hing- að til borgarinnar Jóhannes I’jarnason stúdent, til náms í vé'averk l’ræði við Manitoba náskólann, sem styrkþegi Canada-sjóðs; hygst hann að úvelja hér í tvö ár. Jóhannes er sonur Bjarna alþingismanns Asgeirssonar frá Knarrarnesi; hann lauk prófi síðastliðið var uieð ágætiseinkunn við Menta- skóla Reykjavíkur; er hann hinn efnilegasti maður og við- hynningargóður. KARLAKÓR ÍSLENDINGA I NORTH DAKOTA Kreinst: R. H. Ragnar, siinKStjóri; Miss Kathryn Arason pianisti. Fyrsta röð: M. Hermann, S. J. Hallprlmsson, Carl Erlendson, M. Snydal. Frank Laxdal, B. Snydal, Theodore Thorleifson, Chris. Björnson, Tany Björnson, S. J. Sigmar, A. Pálsson, Leifur Johnson, V. G. Guð- mundsson. íinnur riifi: H. Thorlakson, August Christianson, John HallKrlmson, William Hermann, Hannes Kristjánson, Jr., RVilliam Ol- Keirson, Arni Grlmson, Marino Hermann, William Kristjánson, Eric Siftmar, Barney Hermnnn, B. Stefánson. priðja röS: H. B. Grlmson, A. V. Johnson, V. A. Björnson, Joe Jonason, H. Ólafson, Hannes Kristjánson, Ingi Pálsson, Thorlákur Thorfinnsson, John Hillman, Erik Thorlákson, Freeman Björnson, J. P. Arason, Rósmann Gestsson og séra Haraldur Sigmar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.