Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER 1939 Klettafjöll og Kyrrahaf Efti-r Sig. Júl. Jóhnnnesson (Framh.) Fegursti bletturinn í öllum Kllettafjöllunum er talinn dal- ur, sem Yóhó heitir. Er það Indíánarorð og þýðir “fegurð.” I>essi dalur liggur frá norðri til suðurs og opnast inn i Kicking Horse dalinn. Þessi fagri þverdalur vlasir við þeg- ar lestin er á leiðinni á milli álmanna á tölunni 8, þegar brautin myndar skrúfugöngin. Hundrað þrjátíu og sex míl- ur fyrir vestan Calgary er bær, sem Field heitir. Þar breytist tíminn frá fjallatíma til sjáv- artíma. Þrjátiu og fjórar míl- ur þar fyrir vestan er smábær, sem Golden nefnist. Er sá bær kunnur fslendingum úr kvæðinu hans Stephans G.: “Á ferð og flugi.” Þar átti heima íslenzk stúlka, sem Ragnheiður hót; var hún sögu- hetjan í þessu langa og merki- lega kvæði. Hún var tæld og afvegaleidd af manni og eftir það ofsótt og fyrirlitin; hún flýði úr bænum Golden, þar sem hún hafði unnið. En svo vildi til að skáldið (sam- kvæmt efni kvæðisins) var í sama járnbrautarvagninum. Hann hafði þekt Ragnheiði þegar hún var barn og kann- aðist við hana aftur þegar hann sá hana þarna. Hún hafði verið að leika við ungt barn á lestinni, en “heldri” kona, móðiri þess, tók það frá henni mað þótta og vildi auð- sjáanlega ekki láta það koma nálægt henni. Skömmu siðar verður lestin fyrir slysi og er móðir barnsins frá sér numin og hamslaus af sorg, þar sem hún sér barnið sitt í heljar- greipum og getur ]>ví enga björg veitt. En Ragnheiður bjargar lífi barnsins og deyr sjálf i slysinu við þá björgun. Skáldið segist hafa verið staddur í þessum sama bæ tveimur árum síðar og gengið út í reitinn þar sem Ragn- heiður var grafin, segir hann þá þetta: “Til framandi landa eg bróður- hug ber, þar brestur á viðkvæmnin ein. En ættjarðarböndum mig gríp- ur hver grund, sem grær kringum fslendings bein.” Mér fanst eg sjá hreyfi- mynd, þar sem fyrir augun svifi öll sorgarsaga íslenzku stúlkunnar, hennar Ragnheið- ar litlu, þegar lestin fór hjá stöðinni Golden. Var það vý-kilega satt að þarna vestur i Klettafjöllum lægju jarð- neskar leifar eins af olnboga- börnunum, sem litla þjóðin okkar hefir glatað í þessu mikla meginlandi? Hver veit. Þegar lestin fer eftir Kick- ing Horse dalnum, fer hún fram hjá fjalli, sem Hunter heitir og þar niður í djúp gljúfur; þau dýpka skyndilega og lestin brunar áfram eftir heljardjúpri gjá með snar- bröttum hamraveggjum. Há- vaðinn er afskaplegur þar sem áin brýzt fram í beljandi fossaföllum; hamraveggirnir skjálfandi og titrandi marg- falda hávaðann með tröll- auknu bergmáli, og járnbraut- arlestin leggur til eina röddina í þennan stórfenglega söng. Þessu heldur áfram þangað til komið er út úr gljúfrinu rétt hjá bænum Golden; þá stöðv- ast söngurinn, alveg eins og allar raddir þagni og þaggisl niður af lotningu fyrir gröf- inni hennar Ragnheiðar litlu. Á þessu svæði hverfur Kick- ing Horse áin í Columbia ána, sem er 1400 mílna löng. Rétt fyrir vestan Golden, að norðan verðu við brautina, er þorp, sem heitir Edehveiss; þar er alt bygt með svissnesku lagi. C.P.R. félagið bygði þorpið fyrir svissneska leið- sögumenn, sem hafa það fyrir atvinnu að leiðbeina ferða- mönnum, sem klifra upp fjöll. Áður fóru þessir menn altaf heim til Svisslands að haust- inu; nú eru þeir kyrril* árið um kring og eiga-þarna heima. Sex milur vestur frá Golden er staður, sem Moberly l^eitir; hann dregur nafn af fjalli, sem þar er í grendinni; er það afarhátt. Tvær mílur í suður frá Moberly er elzti mannleg- ur bústaður í fjöllunum. Landmælingamenn stjórnar- innar bygðu þar skýli undir umsjón manns, er Moberly hét. Þeir mældu landið fyrir járnbrautina og voru þarna veturinn 1871-72. Um fjörutíu mílur fyrir vestan Golden er staður, áem Stoney Creék nefnist; þar eru heljarmiklir fossar og geysi- leg gljúfur. Yfir þá fossa liggur hæsta brúin á allri leiðinni; hún er 270 fet uppi yfir fossunum; er þar svo fagurt útsýni að því hefir ver- ið valið nafnið: “The Sur- prise.” Þegar komið er vestur í lægra hluta fjallanna liggur brautin um stað, sem Crai- cellachie heitir; er það sögu- legur staður. Þar er stein- varða til minningar um það, að brautin var fullgerð frá hafi til hafs 7. nóvember 1885; þar mættust stálin frá austri og vestri. Fór fyrsta lestin eftir brautinni af stað frá Montreal 28. júní 1880 og komst alla leið vestur þangað, sem Port Moody heitir 4. júlí. Kamloops heitir bær þegar komið er vestur undir strönd- ina. Þar búa 6000 manns. Nafnið Kamloops er Indíána- orð og þýðir ármót (The meet- ing place of the waters). Sá staður er meira en 100 ára gamall. Hudsonflóa félagið hafði þar mikla verzlun, og var þar miðstöð hvítra manna í fjöllunum. Þar mætast árn- ar Suður- og Norður-Thomp- son og mynda aðal Thompson ána. Meðfram henni liggur brautin það sem eftir er vest- ur að hafinu. Tvær mílur vestur frá Kamloops, milli járnbrautar- innar og Suður-Thompson sjást nokkurs konar jarðhús, eru það leifar af æfagömlum Tndíána bústöðum; eru þar miklar gull- kopar- og járn- námur. Lestin fer fram hjá útskipunarstöð. Þaðan eru fluttir alls konar málmar og renna þeir niður úr fjöllunum í gegnum þúsund feta langar pípur. Þegar lestin kemur vestur fyrir Kamloops breikk- ar Thompson áin og verður eins og vatn; er sá hluti henn- ar nefndur Thompson vatn. Þegar horft er norður yfir þetta vatn, blasir við Berkla- veikishæli stjórnarinnar i B.C., sem “Tranquille” heitir (Frið- arstaður). Við þetta hæli minnir mig að Dr. Baldur Olson væri yfirlæknir á meðan stríðið stóð yfir. Thompson rennur lengi í þröngu gljúfri; er þar járn- brautin, áin og akvegurinn samhliða hvert öðru, þótt tæp- Iega sé rúm fyrir þau öll. Er straumurinn í ánni afskap- legur, því stórgrýti og háir klettar eru í botninum; vatn- ið gusast og ólgar yfir klett- ana með því heljarafli að á einum stað er kallað “Dauða- ginið (The Jaws of Death). Brautin fylgir stundum gljúfr- inu og fer eftir hamraveggjum þess, en hún fer oft yfir þaö eins og hún sé að reyna hvoru megin sé skárra, en sé aldrei ána^gð lengi sama megin. Fraser áin er stærst allra vatnsfalla i British Columbia; hún er 800 mílna löng; kem- ur hún austan úr fjöllum og svelgir í sig Thompson ána; þær renna svo í faðmlögum til sjávar alveg eins og Union stjórnin sæla í gamla daga, þegar Conservatívar höfðu gleypt liberala. Báðar bera árnar nafn frægra landkönn- unarmanna, sem fóru landveg yfir Canada og ætluðu sér að komast vestur að Kyrrahafi. 121 mílu fyrir vestan Kamloops heitir North Bend. Átta mílur þaðan er staður i gljúfri, sem heitir Heljarhlið. ZIGZAG 5' Urvals pappír í úrvals bók 5 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þ u n n 1 vindiinga pappír, sem flestir, er reykja "Roll Your Own" nota. BifijiB um “ZIG-ZAG” Black Cover / BLA KAPA “Bgyptien” úrvals, h v 11 u r vindlinga pappír — brennur Bjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir vteri vaftSir 1 verksmitSju. Bitijif' um “ZIG-ZAG” Blue Cover Sé horft í austur þegar komið er fram hjá Heljarhliði, blasir við öskrandi foss með ólgandi hringiðum, sem kallaðir eru: “Þvottaskál djöfulsins” (The Devil’s Washbasin). Skömmu áður en komið er til Vancouver sézt hvar Indí- ánar hafa laxveiðastöðvar sín- ar; þar sjást einnig grindur í klettunum, þar sem þeir þurka laxinn og reykja hann. Tuttugu og sjö mílur fyrir vestan North Bend er Yale; var þar einn fyrsti löggilti staðurinn á meginlandinu og voru þar 7000— 10000 íbúar. Á bak við járnbrautarstöðina í Yale er óheflaður steinn og plata á með þessu letri: “Hér byrjar Cariboo braut- in, sem náði 400 mílur norður ( Cariboo gullnámurnar. Veg- urinn var lagður 1862-65. Á Cariboo tímunum fóru eftir þessum mikla vegi þúsundir námamanna og miljónir dala virði af gulli.” Það er eins og maður sjái þarna í huga sér hópana á ferð norður i gæfuleit og sjái þá aftur hverfa heiin — þá sem ekki fórust í baráttunni — sumar á hásigldum og hlöðnum háin- ingjuskipum aðra sem ósjálf- bjarga skipbrotsmenn. Þannig er gullleitin æfinlega — þann- ig er lífið sjálft. * Þetta^ er orðið miklu lengra en til var ætlast; en þegar eitthvað þunt er borið á borð, verður að jafna það upp með vöxtunum. Það, sem eg hefi sagt um Klettafjöllin og sér- staka staði, er samsuða úr “punkturo” sem eg setti niður í minnisbók á leiðinni og glepsum sem eg hrifsaði út úr ferðabók C.P.R. félagsins. EVENING SCHOOL HOME STUDY By one of these three methods every young man or woman can obtain a business training. Circumstances must determine which one is most suitable. Our DAY SCHOOL is almost filled to capacity and early enrolment is necessary to avoid having to wait. EVENING SCHOOL is held every Monday and Thursday from 7:30 to 10 p.m. Fees are $5.00 a month for any combination of subjects. HOME STUDY students can take any subject or full course, right in theír own home by mail. Ask for our HOME STUDY bulletin. CIVIL SERVICE—You can train for the Civil Service either in school or at home. The MANITOBA has led all other institutions’ in the successes of its students in Federal Civil Service Examinations. MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE Most spacious accommodation per student in Western Canada ^ 334 PORTAGE AVE. 4th Door West of Eaton’s ^ ^ President: F. H. BROOKS, B.A., S.F.A.E.. S.F.C.C.I. Phone 2 65 65 ^ XAMMAMAAAMWAAMMAAMAMAAAAWMMAMAM*MAMAMAAAAMAAM*MM?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.