Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NóVEMBER 1939 -----------Högberg------------------------ GefiS út hvern fimtudag af THK COIvl MISIA PltKSS, IjIMITKIJ 6«ö Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba Utanáskrlít ritstjórans: EDITOR LuGBISRG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árlð — Borgist í'yrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Makleg málagjöld Faðir hengiláslaganna illræmdu, Maurice Duplessis, fékk makleg málagjöld við fylkiskosningarnar í Quebec, sem fram fóru þann 25. október síðastliðinn; hengiláslögin báru á sér andlegt þrælabrennimark þeirra Hitlers og Stalins, þar sem skoðanakúgun var leidd til öndvegis; vafa- laust mun hin nýja, frjálslynda stjórn Quebecfylkis láta það verða eitt sitt fyrsta verk, að nema þessa móðgunar- löggjöf við canadiskt mannfrelsi umsvifalaust úr gildi.— öldungis að ófyrirsynju, endurvakti Mr. Duplessis her- skyldugrýluna gömlu, og taldi hana auðsjáanlega sigurvæn- legasta vopnið í kosningarimmunni; þetta var því flónsku- legra og furðulegra, sem vitað var að King forsætisráðherra, og dómsmálaráðherrann Ernest Lapointe, höfðu hvor um sig afdráttarlaust lýst yfir því utanþings sem innan, að meðan núverandi stjórn sæti að völdum í Ottawa yrði her- skyldu ákvæðum ekki beitt. Ráðherrar sambandsstjórnar frá Quebec, með Ernest Lapointe dómsmálaráðherra í broddi fylkingar, hófu þegar harða aðsókn á hendur Mr. Duplessis til þess að hnekkja blekkingum hans; höfðu þeir allir lýst yfir því, að þeir legði niður embætti í því falli að Mr. Duplessis, eða réttara sagt flokkur hans, gengi sigrandi af hólmi; frá kosninga- úrslitum er að fullu skýrt á öðrum stað hér í blaðinu. Átök dómsmálaráðherra í kosningahríðinni munu lengi í minnum höfð; enda mun hann nú alment viðurkendur mestur áhrifamaður hins fransk-canadiska kynstofns annar en Sir Wilfrid Laurier. Sigur Duplessis-klíkunnar hefði vafalaust skoðast sem sigur fyrir Hitler og Fasismann þýzka. Sigur frjálslynda flokksins var sigur fyrir canadiska þjóðeiningu og trausts- yfirlýsing á sambandsstjórn vora og forustu hennar í nú- verandi frelsisstriði hinna lýðfrjálsu þjóða. Hinn nýi stjórnarformaður Quebecfylkis, Adelard Godbout, er fjörutíu og sjö ára að aldri; rekur hann búskap í stórum stíl; var um eitt skeið prófessor í landbúnaðar- vísindum og búnaðarmálaráðherra síðustu ár fyrverandi Liberalstjórnar í fylkinu; þykir hann vitur maður og holl- ráður. Karlakór Islendinga að Mountain Frá því hefir áður verið skýrt hér í blaðinu, að Karla- kór íslendinga í Mountainbygðinni í North Dakota, hefði ákveðið að efna til samsöngs í Fyrstu lútersku kirkju hér í borg á mánudagskveldið þann 6. yfirstandandi mánaðar; er hér um verulega nýlundu að ræða, því þetta mun vera í fyrsta skiftið sem stór, íslenzkur söngflokkur utan úr ný- bygðum vorum lætur til sin heyra í höfuðborg fslendinga vestan hafs; kórinn á mörgum ágætum röddum á að skipa, og þarf því ekki að efa að ánægjulegt verði að hlusta á hann; flokkur þessi gat sér hinn bezta orðstír á júbílhátíð- inni miklu, sem haldin var ekki alls fyrir löngu í Bismarck vegna afmælis North Dakota ríkis. fslendingar í North Dakota standa framarla í fylkingu í margháttaðri menningarviðleitni; bygðarlög þeirra eru hin fegurstu, og fólkið ber til þeirra óskifta ást; upp úr slíku umhverfi, og upp úr slíku hugarfari, er í rauninni óhjákvæmilegt að spretti nokkur fagur gróður; einn slíkur vísir til menningarlegs gróðurs, er Karlakór íslendniga að Mountain. Gestrisninni í North Dakota bygðunum íslenzku, er viðbrugðið; oss er hún löngu kunn af eigin reynd; bregður þá jafnan upp í huga vorum ljóðlínum Breiðfjörðs: “Veiztu vinur hvar verðug lofdýrðar gestrisnin á guðastóli situr?” Heimsókn karlakórsins að sunnan, er góðvildar heim- sókn; er þess að vænta, að fólk vort hér í borg fjölmenni á samsönginn, og láti ekki sitt eftir liggja í því að gera hinum góðu gestum dvölina eins ánægjulega og frekast má verða.— Söngstjórn flokksins hefir með höndum hr. Ragnar H. Ragnar. Ur útvarpsrœðu forsætisráðherra Á föstudaginn var flutti forsætisráðherra Canada, Mr. King, útvarpsræðu um þær hugsjónir, er lýðræðisþjóðirnar bæri fram fórnir fyrir í yfirstandandi frelsisstriði; komst hann meðal annars þannig að orði: “Stríðið gegn Nazismanum þýzka er krossferð til vernd- ar hinni kristnu menningu. Kenningar Nazista eru í beinni mótsögn við þær kenningar, er birtast í guðspjöllunum. “Sá tími er nú kominn, er vér verðum að vera við því búnir að fórna lífi voru til fullverndar fiinni kristnu sið- menningu.” Gestur Jóhannsson fyrrum bóndi í Poplar Park- bygð, í Manitoba, og póstaf- greiðslumaður þar í mörg ár. —.Látinn á spítala í Selkirk, þ. 10. ágúst 1939. Gestur Jóhannsson lá ör- stutta legu í spítalanum, og varð, að heita mátti, háaldrað- ur maður. Skorti fáeina daga til að verða áttatíu og níu ára gamall. Hann var fæddur að Syðri Völlum í Kirkjuhvammssókn, í Húnavatnssýslu, þ. 24. ágúst 1850. Foreldrar hans voru Jóhann bóndi Steinsson, Sigfússonar Bergmanns, ættaður úr Eyja- firði, og Margrét Torfadóttir, ættuð úr Hrútafirði. Systkini hans voru þau Jó- hann Jóhannsson bóndi í Gröf á Vatnsnesi, kona hans Guðrún Daníelsdóttir; og Ingibjörg, er var ógift stúlka heima í Húnavatnssýslu, þeg- ar eg, á unglingsárum mínum, man bezt eftir þessum syst- kinum. Heyrði eg einhvern- tima, að hún hefði fluzt suð- ur á land og að hún hefði gifst þar; en sögusagnir þær voru svo óljósar, að naumast var nokkuð á þeim byggjandi. Mun Ingibjörg hafa verið yngst þeirra systkina, en Gest- ur elztur. Kona Gests Jóhannssonar var Ósk Sveinsdóttir, ættuð úr Miðfirði, yngst af átján systkinum. Bróðir hennar var Jón bóndi í Sporði í Víðidal, er varð úti, ásamt stálpuðum syni sínum, allskamt frá heimilinu, í grimdar hríðarbil, við fjársmölun, fyrir mörgum árum. Jón var talinn skemti- legur maður, greindur og hag- orður. Svo mun og ósk systir hans einnig hafa verið. Tvö önnur af þeim systkinum, Stefán og Anna, voru í gamla daga í Winnipeg. Eru bæði látin fyrir mörgum árum. Hvort nokkur önnur af þess- um átján systkinum hafa flutt vestur um haf, eða ekki, u m það er mér, því miður, ekki kunnugt. Þau Gestur Jóhannsson og ósk Sveinsdóttir kona hans giftust þ. 23. sept. 1879. En hvar þau bjuggu fyrstu árin, er mér ekki vel ljóst; en býsna snemma á tíð bjuggu þau í Gafli í Víðidal, á næsta bæ við foreldra mína, þó nokkuð sé löng bæjarleið þar á milli. Frá þeirri tíð man eg bezt eft- ir þeim hjónum, sérstaklega eftir Gesti sjálfuin.— Árið 1887 fluttu þau hjón af landi burt, “til Ameriku,” eins og þá var oftast til orða tekið. Var árferði þá hið versta á öllu Norðurlandi, ísa- lög mikil og grasbrestur all- tilfinnanlegur. Leizt bænclum illa á framtíðarhorfur og af- réðu þá margir að flytja vest- ur um haf. Urðu vesturfara- hópar að bíða svo mánuðum skifti á norðlenzkum höfnum, sökum hafíss, er fylti hverja vik og vog. Var það ekki fyrri en að áliðnu sumri, eftir Höf- uðdag (29. ágúst), að ísinn yfirgaf landið og fólkshóparn- ir fengu hafið ferðalag sitt vestur til hins víðáttumikla og frjósama lands.— Þegar vestur kom stað- næmdust þau Gestur og ósk í Winnipeg, um tveggja ára skeið. Fluttu þá til Selkirk og áttu þar heima í ellefu ár. Þaðan fluttu þau til Poplar Park, sem er bygðarlag um tuttugu og fimm mílur norð- austur af Selkirk. íbúar bæði íslendingar og annara þjóða fólk. Keyptu þau hjón þar land og áttu þar heima til dauðadags. Ósk andaðist árið 1923, sextíu og sjö ára gömul. En verutíð Gests sjálfs varð þarna alls þrjátíu og níu ár. Mun þeim hjónum hafa farn- ast sæmilega í búskapnum, og hygg eg að samverutið þeirra, á sveitarheimilinu, hafi orðið einhver hinn ánægjulegasti kafli á æfi þeirra beggja. Börn þeirra Gests og óskar urðu átta alls. Þrjú nú á lífi: (1) Jóhann G. Jóhannsson, kennari í stærðfræði við mentaskóla í Winnipeg. Kona hans Stefanía Gísladóttir, Árnasonar, ættuð úr Eyjafirði. (2) óskar Gestur Jóhannsson, býr á föðurleyfð þeirra syst- kina, í Poplar Park. Kona hans Kristín Kristjánsdóttir, Jónssonar, Sveinssonar, er uppeldisdóttir þeirra Mr. og Mrs. Páls Magnússonar í Selkirk. (3) Anna, maður hennar Kristófer Jóhannsson Midford. Þau hjón eru bú- sett í Selkirk. — Tólf barna- börn þeirra Gests og óskar eru og á' lífi, alt ungt fólk á ýms- um aldri, mannvænlegur hóp- ur og álitlegur. Þegar Gestur var ungur maður lærði hann bókband hjá Agli bókbindara í Reykja^ vík. Mun hann hafa um það bil æfinnar verið fremur heilsuveill, og var hugmyndin sú, að hann gæti fremur stundað þetta handverk en gefið sig að almennri vinnu í sveit. Hvarf hann þó brátt frá þessari fyrirætlan. Heilsan fór batnandi. Hætti hann þá við að stunda bókbandið, en gaf sig eingöngu við búskapar- störfum i sveit, eins og hann hafði alist upp við frá fyrstu tíð. Hæfíleikar Gests Jóhanns- sonar voru á ýmsa lund miklir og góðir. Hann var greindur maður og skáld gott. Bárust sumar visur hans all- víða sökum þess hve vel þær voru kveðnar. Hér vestra, sérstaklega á fyrstu árunum, orti hann allmikið, bæði kvæði, ljóðabréf og lausavísur. Var sumt af því prentað i ljóðabók, er hann gaf út um aldamótin 1900. Um kveðskap hans, eftir þann tima, er minna/ kunnugt. í félagsskap íslendinga hér vestan hafs mun Gestur hafa snemma tekið virkan þátt. Varð Teinpl- ari i annari stóru stúkunni í Winnipeg, mjög sneinma á tíð, og gegndi þar ritarastörf- um um all-langt skeið. Þegar þau hjón, Gestur og ósk, fluttu frá Winnipeg til Sel- kirk, gengu þau þegar í Sel- kirk-söfnuð, er þá var rétt að hefja göngu sína og taka til starfa. Var Gestur löngum i stjórnarnefnd safnaðarins og skrifari hans í mörg ár. Við myndun kvenfélags Selkirk- safnaðar varð ósk ein af stofnendum þess félags og for- seti þess býsna lengi. Munu þau hjón hafa verið stöðug í þessum uppbyggilegu störfum alla þá tíð, sem þau voru búsett í Selkirk.— Gestur Jóhannsson var mæt- ur maður, prúður í háttum, vandur að virðingu sinni, þægilega glaður og góðsamur í umgengni. Varð mönnum vel við hann er menn kyntust honum. Hann var hinn á- bvggilegi maður, er ættfólk og góðvihir munu minnast með söknuði, og þó með ánægju um leið, sökum þess dreng- skapar og annara góðra hæfi- leika, er honum höfðu verið gefnir. Jarðarförin fór fram frá kirkju Selkirksafnaðar þ. 10. ágúst s.l. Báðir synir hans, dóttir og ástvinir aðrir þar samankomnir. Allmargir trú- ir fornvinir þar einnig við- staddir. Sá er línur þessar ritar, flutti þar kveðjuorðin. Jarðsett var í grafreit Selkirk- safnaðar. Hvíla þau nú þar hlið við hlið, íslenzku hjónin, Gestur og ósk, ásamt ýmsum öðrum mætum íslendingum, er þar hafa áður til hvíldar gengið. Jóhann Bjarnason. IMPORTED F.O.B. SC0TCH WHISKY Thls advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not re- sponsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.