Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER 1939 7 I faðmi öræfanna Það er um sólarlagsbil, niánudaginn 26. júni, á því herrans ári 1939. Eg er staddur við sæluhúsið í Hvítárnesi og er að virða fyrir niér dásemdir óbygðanna í aftankyrðinni. Alt umhverfis ríkir grafaþögn. Heillög kyrð júnínæturinnar er að færast yfir þennan einmanalega stað, eins og ímynd friðarins. Það er undurfagurt sambland hríf- andi litskrúðs og stórfenglegra fjallasýna, sem við mér blasir. Roðablik vatnsins í skini kveldsólarinnar og óendanleg i tilbrigði fjallahringsins renna saman í eitt. En þetta varir aðeins skamma stund. Á næsta augabragði hverfur sól- in með öllu, og rökkurmóða næturinnar færist yfir landið. Gervöll náttúran blundar nú í friðarfaðmi vornæturinnar. Alt umhverfið mótast hinum milda svip hennar, og íklæð- ist drauinblíðum rökkurhjúp. Áköf löngun grípur mig til að vaka og njóta dásemda vornæturinnar hér á þessum friðsæla stað, fjarri allri trufl- un mannlegrar íhlutunar. En knýjandi þörf svefns og hvild- ar, eftir margra klukkustunda ferð yfir vegleysur og eyði- fláka, verður að lokum þó yfirsterkari. Sæluhúsið full- nægir þörf minni fyrir viðun- andi hvíluplássi. Þar er eng- inn fyrir, og get eg því hagað öllu eftir eigin geðþótta. Slíkt er óbrigðull kostur þess, að vera einmana ferðalangur. Næsta morgun vakna eg við það, að heil elfur sólargeisla streymir inn i herbergið til mín. Eg snarast á fætur og reika út í morgundýrðina. Himininn er alheiður og náttúran hefir þegar svift af sér rökkurhjúp næturinnar. Alt umhverfið skartar í glitrandi geisladýrð. Logar morgunsólarinnar leika um hina víðáttumiklu fjalla- sali umhverfis Hvítárvatn. Aldrei hafa mér virst yfir- burðir þeirra jafn augljósir Pegar þér kaupið Wisconsin Loftkældu Maskínu, þá. kaupið þér það bezta. WISOONSIN ENGINES eru kældar með lofti. Ekkert vatn er notað, og þessvegna ekk- ert vatn, sem frosið getur, en það tryggir gegn sprungnum btitum og hausum. Stærðir fá- anlegar frá 1 hestafli til 35 hest- afla I 12 stærðum. Skrifið oss á íslenzku ef þér viljið, og vér skýrum fyrir yður hvernig þér getið fengið þessa Undursamlegu WISOONSIN AIR- COOIíED ENGINE til afnota á hýli yðar, fyrir bifreiðarskýli, mjélkurbú, eða til annarar notk- unar þar sem orku er.þörf. JWba\ford,Medlanp,|iív\ited, 576 WALL STREET Dept. H. Winnlpeg, Manitoba og nú. Eg fyllist djúpri lotn- ing og aðdáunarkend fyrir stórfengleik þessarar glæsilegu fjallamyndana. Voldugir töfr- ar þeirra hafa mig á valdi sínu. Klukkan um níu yfirgef eg sæluhúsið í Hvitárnesi, og held sem leið liggur áleiðis til Hveravalla. Aðalmarkmið þessa ferðalags er einmitt að komast þangað að, og sjá hin- ar einkennilegu hveramyndan- ir þar. f fyrstu liggur leiðin yfir grænar grundir og grösugt land. Eg hefi hliðsjón af vörðunum og ferðin sækist vel, enda þótt eg öðruhvoru staldri við og virði fyrir mér glæsileik útsýnisins. Alt um- hverfið er samanofið risajökl- um og hinum fegursta blá- fjallageim. Og allur þessi víð- feðmi fjallahringur skartar í sínum fegursta búningi. Eink- um eru það fellin við Hvítár- vatn, sem vekja aðdáun mína. Fegurst þeirra er Skriðufell, með skriðjöklana til beggja hliða. — En útsýnið tekur stöðugum stakkaskiftum, eftir því sem eg færist lengra inn í öræfin, og brátt opnast mér nýir heimar með nýjum dá- semdum og áður óþektum náttúrufyrirbrigðum. Margvíslegar og næsta furðulegar fjallamyndanir ber fyrir auga ferðamannsins á þessari leið. Náttúran hefir mótað þetta stórbrotna land af svo miklum hagleik, að það hlýtur að vN-ka á tilfinn- ingar hvers einasta manns. En það, sem fe^rðamannin- um verður þó ef til vill ó- gleymanlegast af öllu því, sem hann skynjar í þessum hug- þekku fjallasölum, er hin djúpa kyrð og friður, sem þar ríkir ávalt og æfinlega. Hvergi verður þögnin áhrifameiri en á ' þessum einmanalegu slóð- um, við hjarta öræfanna. Nokkru eftir að veguiánn tekur að beygjast vestur fyrir Kjalhraun, sem teygir kaldan hramminn alt að upptökum Fúlukvíslar, kem eg i fagran og frjósaman dal. Er dalur- inn luktur miklu hálendi á alla vegu. Botninn er grös- ugur, og falla eftir honum hjalandi lækir, sem streyma ineð miklum hraða til suð- austurs út úr dalsmynninu og sameinast Fúlukvisl. Samkvæmt lítilsháttar upp- lýsingum, er eg hafði aflað mér viðvíkjandi staðháttum á þessum slóðum, kemst eg að þeirri niðurstöðu, að þetta muni vera svonefndur Mið- dalur. Á norðurbrún dalsins staldra eg við og virðii fyrir mér um- hverfið. Það er stórbrotið, en dásamlega fagurt. Einkum er Hrútafell tilkomumikið. Gnæfir það hátt yfir önnur fjöll. Alt í einu er sem líf færist í þessar þöglu fjallamyndanir. Nokkrir fannhvítir svanir koma fljúgandi úr suðri og stefna norður yfir dalinn. Unaðslegar raddir þeirra fylla loftið heillandi tónum. Það er óður öræfanna, sem hljóm- ar hér svo fagurlega yfir víð- áttu fjallaauðnarinnar og rýf- ur kyrðina um stundarsakir. En brátt eru svanirnir úr augsýn og alt er jafn hljótt og lífvana sem fyr. Það er orðið mjög áliðið dags þegar eg kem á Hvera- velli og eg er orðinn ákaflega þreyttur og göngumóður. En fádæma fegurð staðarins gagn- tekur tilfinningar minar þegar á þann hátt, að erfiði ferða- lagsins hverfur af sjálfu sér. Friðsæl ásjóna hans er svo áhrifarík, að alt annað gleym- ist á svipstundu. Hið fyrsta, sem vekur at- hygli ferðamannsins, eru hver- irnir. Þeir eru eitt hið allra furðulegasta, sem eg hefi séð í náttúrunnar ríki. Standa þeir í þyrpingu á tiltölulega litlu svæði og senda reykjarstróka í loft upp hver við annars hlið. Tveir þeirra vöktu einkum undrun mína. Á óratíma hafa barmar þeirra hlaðist upp á hinn sérkennilegasta hátt úr efnablöndu þeirri, sem vatnið hefir uppleyst neðan jarðar og flutt með sér á leið sinni til yfirborðsins. Annar þeirra hefir einnig það til sins ágætis að þeyta hvæsandi gufumekki hátt upp í loft. Múnu hverir þessir vafalaust vera meðal þess fágætasta, sem til er á landi voru. En Hveravellir hafa einnig fleira að bjóða en einkenni- legar hveramyndanir. útsýni þaðan er eitt hið stórfengleg- asta, sem orðið getur. Tvö af mestu jökulbáknum landsins, Langjökull og Hofsjökull, risa þarna sitt á hvora hlið. Prýða þeir staðinn ótrúlega mikið. Eftir að hafa virt fyrir mér allar þessar dásemdir fer eg loks að hugsa til hvildar, og er hið snotra sæluhús staðar- ins þá auðvitað mitt sjálfsagða athvarf. Það er hinn ákjós- anlegasti náttstaður, sem veit- ir ferðamanninum öll hugsan- leg þægindi, eftir því sem kostur er á. Þrátt fyrir fulla þörf hvild- arinnar get eg ekki sofnað þegar í stað. Einhver hulin öfl halda fyrir mér vöku. Nótt- in er hljóð, og ekkert rýfur þögnina, nema undur þýðir ómar frá hverasvæðinu. Og allar þessar hvíslandi raddir, sem hverfa drukknandi út í dauðakyrð næturinnar, hafa fróandi áhrif á mig. Það er einhver undramáttur í þeim fólginn, sem færir frið og kyrð inn i huga minn — og svæfir mig að lokum. Þegar eg er nýsofnaður vakna eg skyndilega við það, að inn kemur hópur manna, sem eg eigi bar kensl á. Reyndust þetta að vera vega- gerðarmenn, sendir hingað inn til öræfanna i þeiin tilgangi að gera nauðsynlegustu um- bætur á vegakerfinu. Höfðu þeir nú að mestu lokið við það starf, áttu aðeins eftir að yfirlíta vegspotta þann, sem liggur til Kerlingarfjalla, og var ætlun þeirra, að halda aftur til bygða seinni hluta næstkomandi dags. Þeir höfðu tvo bíla með til fararinnar, og kváðu mér vera velkomið að verða þeim samferða, ef eg kærði mig um. Tók eg þessu boði allshugar feginn. Mjög tímanlega morguninn eftir héldum við svo af stað frá Hveravöllum áleiðis til Kerlingarfjalla. Liggur sú leið að mestu yfir víðáttumikla eyðisanda. Vegurinn er þvl víðast greiður yfirferðar, og þrátt fyrir miklar tafir við umbótastarf þeirra félaga, miðaði okkur vel áfram, og að aflíðandi hádegi komum við að Ásgarði i Kerlingarfjöllum. Hinn svonefndi Ásgarður í Kerlingarfjöllum er yndisleg- ur hvammur i fjöllunum norð- vestan verðum. Þar er fagurt um að litast. Ásgarðsáin óm- ar í kyrðinni. Hér og þar teygjast grænir gróðurreitir um allan hvamminn og milda ásjónu hans. Að baki mæna himingnæfandi tindar Kerling- arfjalla upp í kaldan geiminn, þöglir, óviðjafnanlegir. Fararstjóri gefur til kynna, að hér verði eigi dvalið nema aðeins eina klukkustund, sið- an verði haldið til bygða. Við verðum að láta okkur það lynda. Eg reika niður að ánni og legst þar í grasi vaxna laut. Veður er hið fegursta. Eg hlýði á nið árinnar og revni á hugmyndaflugið. Um sam- ferðamennina kæri eg mig kollóttan. Þessa stund vil eg njóta þeirra sælutilfinninga, er sfreyma inn í sál mína frá skauti náttúrunnar hér í örm- um Fjallkonunnar sjálfrar. En klukkutíminn líður fyr en varir, og brátt er eg tilneydd- ur að segja skilið við allar hvatir draumkendra tilfinn- inga og snúa mér að sjálfum veruleikanum. Eyþór Erlendsson frá Helgastöðum. —Alþýðubl. Mannalát (Framh. frá bls. 3) þá búi, og flutti til sonar sins, en er heimilið þar eyðilagðist í eldi ári siðar flutti hann fyrst til Þorláks Björnssonar og Svo árið 1920 til systur- dóttur sinnar. Mrs. B. S. Thorwaldson í Cavalier, og hefir ávalt síðan dvalið þar. Fram að árinu 1928 var heilsa Einars fádæma góð. En þá misti hann sjónina, og þó að hann nyti enn góðrar lík- amsheilsu, varð lífið þar á eftir af óhjákvæmilegum á- stæðum erfiðara og mæðu- samara. Fótavist hafði hann þó á hverjum degi þar til að hann veiktist nærri tveimur vikum fyrir andlátið. Einar var dugnaðarvíkingiir og búhöldur góður á sinni tið, og heilsa hans með afbrigðum góð- Félagslyndur var hann og var hann einn af stofn- endum Vídalínssafriaðar og starfandi í þeim söfnuði með- an kraftar leyfðu. Einar var jarðsunginn frá heimili þeirra Mr. og Mrs. B. S. Thorwaldson, þar sem hann hafði dvalið og notið góðrar aðhlynningar í 19 ár. Athöfn var lika höfð í Vidálínskirkju. Og i grafreitnum þar var hann lagður til hvildar. Séra. H. Sigmar jarðsöng. * Merkisbóndinn Hávarður Guðmundsson að Hayland, Man., lézt að heimili sínu að- faranótt síðastliðins föstu- dags, eftir alllanga vanheilsu; hann var á áttunda ári yfir sjötugt; auk ekkju sinnar læt- ur hann eftir sig stóran hóp mannvænlegra barna. Há- varður heitinn var ættaður af Austfjörðum, skýrleiksmaður hinn mesti og vinsæll í héraði. Útför hans fór fram á þriðju- daginn. Séra Guðmundur Árnason jarðsöng. ELDIÐ við - RAFMAGN Það er _ ’t v Wí V® 6 TRYGGARA HREINNA ÓDÝRARA Það eru mörg hlunnindi, sem því eru samfara að elda við rafurmagn, að þér megið ekki án þeirra vera. Rafeldavél sparar yður tíma, vinnu og áhyggjur. Sjálfvirk ofnhitunar umráð tryggja æskilegan árangur og gera það kleift, að framreiða ljúf- fengar máltíðir nær sem vera vill. Skoðið hinar fögru, nýju gerðir af Hotpoint, Moffat, McCÍary, Gurney, Westinghouse og Findlay á City Hydro sýningarbúðum. Það er auðvelt að eignast eina þeirra ef þér færið yður í nyt City Hydro’s vægu borgunarskilmála. ciTy cyccc PORTAGE AVE. AT EDMONTON 55 PRINCESS ST. PHONE 848 131 PHONE 848 182

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.