Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.11.1939, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER 1939 Skarar fram í glasinu f 2-glasa flösku KAUPIÐ AVALT LUMBER hja. THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Ur borg og bygð Dr. A. B. Ingimundson verð- ur staddur í Riverton þriðju- daginn 7. nóv. * Mr. Willi Eyjólfson frá Víðir var staddur í borginni á mánudaginn; hann er einn af sveitarráðsmönnum Bif- rastar. + Séra Haraldur Sigmar frá Mountain, N. Dak., var stadd- ur í borginni í fyrri viku og samt fund framkvæmdar- nefndar Kirkjufélagsins. + Séra K. K. ólafsson, forseti Kirkjufélagsins, var staddur í borginni í vikunni sem leið, og sat hér fund í framkvæmd- arnefnd þess félagsskapar; hann lagði af stað vestur til heimilis síns í Seattle á föstu- daginn. * Mrs. Arni Frederickson bið- ur þess getið, að hún sé flutt frá Vancouver til Toco, B.C., sem er um 18 milur frá borg- inni; hún hefir átt heima i Vancouver síðan árið 1907. Mrs. Frederickson er vinmörg hér í borg frá 30 ára dvöl á þessum slóðum. t Takið eflir auglýsiagu uin tombólu st. Heklu, I.O.G.T. Margir góðir munir á boðstól- um; svo sem % cord af við gefið af Bergvinson Bros.; 2 kassar svaladrykkir frá Kings Ltd.; mjölsekkur og fleira frá The T. Eaton Co. — Fjöl- mennið! Heklu fundur í kveld (fimtudaginn). + Jon Sigurdson Chapter, I.O. D.E., heldur sinn næsta fund að heimili Miss V. Jonasson, 693 Banning St., á þriðjudágs- kveldið nóv. 7, kl. 8 e. h. Mrs. Harte ber fram skýrslu yfir ársþing (National), sem hald- ið var í Toronto í sumar. Á- ríðandi að allir nieðlimir verði viðstaddir, þar1 sem rætt verð- ur um þátttöku félagsins í stríðsmálunum. * Þann 22. september síðastl. fór fram vegleg hjónavigsla að heimili hr. Kolbeins Thord- arson og konu hans önnu, í Seattle. Inga, yngsta dóttir þeirra giftist John R. Andrew, vélfræðing útskrifuðum af University of Washington, er rekur starf þar i borg. Verður því framtiðarheimili hinna ungu hjóna í Seattle. Höfðing- leg veizla var framreidd. Séra K. K. ólafson framkvæmdi hjónavígsluna. Minniál BETEL í erfðaskrám yðar Gefin saman í hjónaband af séra S. S. Christopherson, þau Hinrik Albert Hinrikson og Ethel F. Barnard, þ. 27. okt. Giftingin fór fram í kirkju Konkordia safnaðar að við- stöddum fjölda manns. Heilb óskir fylgja hinum ungu hjón- um. + Látinn er nýlega að Hóli við íslendingafljót bændahöfð- inginn Þorsteinn Eyjólfsson, bróðir Gunnsteins skálds Eyj- ólfssonar og þeirra systkina; maður hniginn að aldri; kona hans lézt fyrir rúmu ári, en eftir lifa mannvænleg börn. Jarðarför Þorsteins fór fram á mánudaginn að viðstöddu miklu fjölmenni. + Þann 23. október síðastl. lézt á heimili sinu við Oak View, Man., Guðrún Thor- lacius, ekkja ólafs Thorlacius, er þar bjó rausnarbúi um langt skeið; hún var hátt á fimta ári hins áttunda tugar; góð kona og mikilsvirt; hún lætur eftir sig ellefu börn. Útför Guðrúnar fór fram 26. s. m. Séra K. K.,ólafson jarð- söng. + Ellefu söfnuðir kirkjufélags- ins hafa þegar við atkvæða- greiðslu fallist á að samein- ast United Lutheran Church, en tveir tjáðu sig sameiningu andviga. Sameiningarmálið kemur til umræðu i Fyrsta lúterska söfnuði þann 28. þ. m., en atkvæðagreiðslan fer fram þann 5. desember næst- komandi. + Á öðrum stað í blaðinu er birt auglýsing frá félaginu, sem býr til hin þjóðfrægu Calona vín; eru þessi tæru og hressandi vín búin til úr vin- þrúgum, sem ræktaðar eru í hinum sólríka Okanagan dal í British Columbia fylki; þetta eru því beinlínis vestræn vin, búin til handa íbúum Vesturlandsins; þau eru bæði kristallstær og rauð á lit, og fást hvort sem vera vill í flöskum eða gallónubrúsum. Calona-vín fást í vinbúðum stjórnarinnar. + Hinn 23. þ. m. voru gefin saman í hjónaband á prests- heimilinu í Glenboro þau ung- frú Halldóra Kristbjörg Gunn- laugson og Royden Holmes Mitchell. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. S. B. Gunnlaug- sonar sem búið hafa frá fyrstu tíð nálægt Baldur, á eignar- jörð sinni. Brúðguminn er af skozkum ættum, þó fæddur hér i bygðinni við Baldur. Eftir stutta brúðkaupsför til ýmsra staða verður heimili ungu hjónanna á búgarði brúðgumans nálægt Baldur. Séra E. H. Fáfnis framkvæmdi hjónavígsluna. Messuboð FYRSTA LÚT. KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands prestur Heimili: 776 Victor Street Sími 29 017 Guðsþjónusta á ensku kl. 11 f.h.; Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.; íslenzk messa kl. 7 e. h. + Sunnudaginn 5. nóvember messar séra H. Sigmar í Vídalínskirkju kl. 11 f. h. og í Eyford kl. 2 e. h. + SELKIRK LÚTERSKA KIRKJA Sunnudaginn 5. nóv.: KI. 11 að morgni, sunnu- dagsskóli, biblíuklassi, og les- ið með fermingarbörnum. Kl. 7 að kvöldi, ensk messa, séra B. A. Bjarnason. Búist við, að séra Jóhann Bjarnason messi að Betel, Víðinesi og Gimli þenna til- tekna dag.— + PRESTAKALL NORÐUR NYJA ÍSLANDS Áætlaðar messur i nóvember- mánuði: 5. nóv., Árborg, kl. 2 síðd. —Fundur safnaðarins eftir messu til að greiða atkv. um inngöngu í United Luthern Church. 5. nóv., Riverton, kl. 8 e. h., ensk messa. 12. nóv., Hnausa kl. 11 árd. 12. nóv., Víðir, kl. 2 síðd. 19. nóv., Árborg, kl. 11 árd., ensk messa, undir umsjón sunnudagaskóla. 19. nóy., Riverton, kl. 2 síðd. 25. nóv., Geysir, kl. 2 síðd. S. ólafsson. + LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ f VATNABYGÐUM Séra Carl J. Olson, B.A., B.D., prestur Heimili: Foam Lake, Sask.— Talsími: 45 Guðsþjónustur 5. nóv., 1939: Kristnes kl. 11 árd. Foam Lake kl. 3 síðd. Leslie kl. 8 síðd. Allar messurnar á ensku. — Fljóti tíminn. — íslenzkar messur 12. nóv. + GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 5. nóv. Betel, morgunmessa; Víði- nes, messa kl. 2 e. h.; Gimli íslenzk messa kl. 7 e. h.; Sunnudagsskóli Gimli safnað- ar kl. 1.30 e. h. Fermingarbörn á Gimli mæta föstud., 10. nóv., kl. 4 e. h., á prestsheimilinu. B. A. Bjarnason. + Guðsþjónusta i Lögbergs- kirkju sunnudaginn 5. nóv., kl. 2 e. h., og í kirkju Kon- kordiasafnaðar þ. 12, kl. I e.h. S. S. C. í ! Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu I Skuluð þér ávalt kalla upp i SARCENT TAXI 1 FRED BFCKLE, Managér PHONE ! 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES i Sunnudaginn 12. nóvember flytur séra K;. K. ólafsson messur, sem fylgir: Pt. Roberts kl. 11 f. h. (islenzk messa). Vancouver kl. 2 e. h. (íslenzk messa). Messan í Vancouver verður í dönsku kirkjunni á 19th og Burns. Allir hlutaðeigendur eru beðnir að útbreiða messu- boðin. Baldursbrá Nú eru fimm eintök af þessum nýbyrjaða árgang komin út, og hafa áskriftir verið eftir vonum. Vil eg minna fólk á að senda áskrift- ir sínar sem fyrst svo hægt sé nð senda þau blöð einnig sem komin eru út. Einnig eru 3 fyrstu árgangar af Baldurs- brá til sölu innbundnir á $1.50. Er það mjög viðeigandi jólagjöf fyrir eldri sem yngri. öll áskriftargjöld sendist til undirritaðs. Bæði blaðið og bókin send? ast póstfrítt hvert sem er. B. E. Johnson. 1016 Dominion St. Winnipeg. The Watch Shopj Dlamonds - Watches - Jewelry • Agents for BULOVA Watches { Marriage Licenses Issued j THOKLAKSON & BALDWIN I Watchmakers and Jewellers : 699 SARGENT AVE., WPG. ! ______________________ Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE. (Beint á mðti C.P.R. stöðinni) SÍMI 91 079 Eina skandinaviska hóteli/i l horginni RICHAR UNDHOIjM eigandi Jakob F. Bi'n-nssof' TRANSFER Annast greiClega jm alt, sem aB flutningum lýtur, smáum eSa stðrum Hvergi sanngjarnara verS. Heimili: 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909 HLJÓMLEIKAR j KARLAKÓR ÍSLENDINGA f NORTH DAKOTA j + + + | Firál Lutheran Church, Victor St., Winnipeg j Mánudag 6. nóvember, 1939, kl. 8 e. h. ’ + + * . j Aðgöngumiðar kosta 50 cent og fást hjá meðlimum | Karlakórs fslendinga í Winnipeg og S. Jakobson, West End Food Market. | \ FOR FALL WEATHER . . . HEAT YOUR HOUSE WITH HEAT GLOW BRIOUETTES (CARBONIZED) CLEAN, ÉASILY CONTROLLED AND VERY ECONOMIC.AL $12.25 PER TON iURDY OUPPLY f BUILDERS 'SUPPLIES .0. Ltd. ^and COAL PHONES 23 811 23 812 1034 ARLINGTON STREET | TOMBÓLA OG DANS j Til arðs fyrir sjúkrasjóð stúkunnar Heklu, I.O.G.T. j Verður haldin j j ÞRIÐJUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1939 j í Goodtemplarahúsinu á Sargent Ave. Bob Berger’s hljómsveit leikur fyrir dansinuin Inngangur 25c - - Bgrjar kl. 8 e. h. j

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.