Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven T.ines ,\V^ # AV® V^ö* * Servlœ and Satisfaction 52. ARGANGUR Býður sig fram á ný Paiz/ Bardal, imra-borgarstjóri Mr. Bardal hefir setið i bæjarstjórn í samfleytt 8 ár; hann hefir getið sér þar hinn ágætasta orðstír sakir glögg- skygni og drengilegrar hlut- töku í velferðarmálum borg- arinnar; hann var um eitt skeið forseti í hinni ábyrðar- miklu atvinnuleysisnefnd, og leysti þann vandastarfa af hönduin með slíkum ágætum, að til fyrirmyndar var talið; um þessar mundir á Mr. Bar- dal sæti í lögreglunefnd, heil- brigðisnefnd og sjúkrahúss- nefnd, auk þess sem hann er formaður þeirrar nefndar, er umsjá hefir með atvinnubóta- vinnu; hann hefir tvisvar ver- ið skipaðnr vara-horgarstjóri, og gegnir þeirri sýslan i ár. Mr. Bardal hefir aukist fylgi í hverjum kosningum, og ætti svo enn að verða; á sínum tíma verður hann vafalaust kjörinn til borgarstjóra í Win. nipeg. fslendingar í 2. kjör- deild ættu að sjá sóma sinn í því að fylkja Iiði um Mr. Bardal á föstudaginn þann 24. þ. m. BRÆÐUR KVONGAST SAMA DAGINN Stórkostlega ánægjuleg at- höfn fór fram að heimili Jó- hannesar og Sigurlaugar Ein- arsson við Calder, Sask. seinni hluta sunnudagsins 12. þ. m. Synir þeirra hjóna, tveir, voru að gifta sig: Jóhannes gekk að eiga Sveinidu Svein- son; foreldrar hennar Jónas og Málfríður Sveinson eiga heima í Chicago, og Einar gift- ist Kristínu Helgu Bjarnason, foreldrar hennar eru Sigurður sál. Bjarnason og Björg, i grend við Churchbridge. Svaramenn Jóhannesar og Sveinidu voru þau George Martin og kona hans Margrét, systir brúðgumans. Svara- Jnenn Einars og Kristínar voru Ingi Einarsson og Helga Bjarnason. þngi er bróðir Einars og Helga systir Krist- inar. Að lokinni athöfn var sezt PHONE 86 311 Seven Lines # sfcr JS /V **'nr 5ve Better Dry Cleaninjt and liaundry LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1939 NÚMER 45 Úr borg og bygð Stofnað til tjorraða við Adolf Hitler Á miðvikudaginn þann 8. þ. m. héldu þýzkir Nazistar mannfagnað á ölknæpu nokk- nrri í Munich til minningar um pólitískt samsæri Hillers á þeim stað árið 1923; voru þar, auk Hitlers, er flutti aðal- ræðuna, aðal forkólfar flokks- ins svo sem Goering og Hess. Tíu mínútum eftir að Hitler hafði lokið máli sínu og var horfinn á brott, varð spreng- ing í ölkjallaranum, er olli bana sjö manna, auk þess sem því nær átta tugir sættu mis- munandi meiðslum. Leynilög- regla Nazista hefir reynt að skella skuldinni á Breta eins og reyndar flest annað, þó slíkt væri vitanlega hin mesta fjarstæða; hitt er miklu líklegra, að um heimabrugg sé að ræða innan vébanda Hitlers eigin flokks, þvi senni- lega fara augu þjóðarinnar að opnast fyrir þeirri stað- reynd hvern vandræðamann hún hafi að leiðtoga. til borðs að mörgum ágætis réttum; töluðu menn yfir borðum stutt erindi. Menn skemtu sér með mörgu móti eftir að staðið var upp frá borðum. Mun stundin ógleym- anleg öllum viðstöddum. Jóhannes verzlar með verk- færi í bænum Calder og Einar er kornhlöðumaður í Church- hridge. Heimili þeirra Jóhannesar og Sigurlaugar stendur opið gestum og gangandi. Myndar- skapur er með afbrigðum. Eiga þau hjón til að telja hinna mætustu manna á Norð- urlandi. Var Jóhannes einn af stofnendum Kaupfélags Þingeyinga; leiddi stofnun þess félagsskapar til þess, að verzlunarmál fslands breytt- ust og dönsk verzlun hvarf að miklu leyti úr Iandinu, og ein- okunarverzlun rekin á dyr. Heiinilið er eitt hið allra islenzkasta vestanhafs, það hvílir yfir því nokkurs kon- ar íslenzkur blær, sem flytur manni ómengaðan íslenzkan þrótt og gekþekki. Gaman er Hka að skoða hinar aldur- hnignu íslenzku bækur í bóka- skáp Jóhannesar; höfundur þeirra munu flestir gengnir til hvílu, en bækurnar lofa meist- arann, inörgu er þar góða að kynnast frá þeirri tíð. Hughcilar árnaðaróskir fylgja hinum ungu hjónum, og hjartans þakkir öllum, sein studdu að því að gera stund- ina stór-ánægjulega og eftir- minnilega. Séra S. S. Christopherson gaf saman. Viclor R. Aiulcrson Mr. Anderson verður í vali í 2. kjördeild við bæjarstjórn- arkosningarnar, sem fram fara á föstudaginn þann 24. yfir- standandi mánaðar af hálfu hins óháða verkamannaflokks; hann átti sæti í bæjarstjórn í tvö kjörtimabil, og reyndist hinn nýtasti fulltrúi; skyldu- rækinn og samvinnuþýður. fs- lendingar ættu að tryggja hon- um sæti í bæjarstjórn með samhljóða atkvæðum i á- ininstum kosningum til hæj- arstjórnar. Flytur rœðu á fullveldisdaginn Mrs. Laura Goodman- Salve-rson Yngri deild Þjóðræknisfé- lagsins (Young Icelanders), hefir ákveðið að efna til dans- leiks og samsætis á Marl- borough hótelinu á fullveldis- dag íslenzku þjóðarinnar þann 1. desember næstkomandi; ættu íslendingar að virða þessa viðleitni að makleikum með því að fjölmenna á sam- komuna. Skáldkonan Mrs. Laura Goodman-Salverson, flytur ræðu við þetta tækifæri, og mun mörgum það hugðarefni að hlýða á mál hennar; ræð- an fjallar um fsland nútímans og menningarlegar framfarir með þjóðinni hin síðari ár. Heklu fundur í kveld (fimtudaginn). Guðsþjónustunni frá Fyrstu lút. kirkju verður útvarpað á sunnudagskvöldið 26. nóvem- ber, kl. 7, frá CKY stöðinni. * Mr. Guttormur J. Guttorms- son skáld frá Riverton, kom til borgarinnar síðastliðinn mánudag. * Mr. T. L. Hallgrimson, fiski- kaupmaður frá Riverton, dvaldi í borginni fyrri part yfirstandandi viku. + Mr. Hermann -Thorsteinsson fiskikaupmaður frá Riverton var staddur í horginni á þriðjudaginn. + YOUNG ICELANDERS’ NEWS Dr. and Mrs. P. H. T. Thor- lakson, Grenfell Blvd., were hosts to the Young Icelanders at their monthly meeting on November 12th. About seventy five members and their friends were present. Final arrangements for the banquet and dance to be held at the Marlborough Hotel on December lst were made. The guest speaker of the evening was Professor Watson Kirkconnell, who read three of his own poeins. These had Manitoba as their background, a hackground, which he said, had been very little nsed hy our Canadian poets, with a few exceptions such as Stephan G. Stephanson and Guttormur J. Guttormsson. Dr. K. J. Austman, in mov- ing a vote of thanks to the speaker, said that he had often wondered how the poets found their theines and the inspira- tion to deal with them, and that the reading of thesc poems, together with the ex- planations given with them, had given him an insight into these factors, as well as en- joyment. Dr. Larus A. Sigurdson moved a hearty vote of thanks to our host and hostess for their generous hospitality. + VEITIÐ ATHYGLI! 23. nóvember næstkomandi (á fimtudag) heldur Kvenfé- lag Fyrsta Iúterska safnaðar sinn árlega haust bazaar, í samkomusal kirkjunnar. Auk allskonar vandaðs varnings, sem þar verður á boðstólum, verður hægt að fá þar skyr og rjóma, og súkkulaði, og hið alþekta kvenfélags-kaffi, sem hver getur drukkið af sem hann lystir, og borgað fyrir sem hann má. — Einnig verð- ur hægt að fá þar alskonar heimatilbúinn mat af beztu tegund. Eins og allir vita er þetta bezti staður fyrir kunn- ingja að mætast og skemta sér við samræður, og “sýna Miss Martha Stefánsson Miss Stefánsson er dóttir Dr. Jóns heitins Stefánsson- ar og konu hans, söngkon- unnar vinsælu, Joönnu Stef- ánsson, sem einnig er látin; stúlka þessi, sem einungis er 13 ára gömul, er frábærlega vel gefin og listræn með af- brigðum; hún lauk áttunda- bekkjar prófi i vor sem leið með ágætiseinkunn; hún þyk- ir efni í ágæta söngkonu og pianóleikara; hún lék í vor forustuhlutverkið “Yum Yum” í óperettunni “The Mikado,” Og þegar hún lauk síðasta bekkjarprófi, söng hún hið fræga lag Schuberts “Ave Maria”; þessu jafnframt hlaut Miss Stefánsson American Legion verðlann, auk þess sem henni var veitt heiðursskýr- teini og bronze-medalía; eru slík virðingarmerki aðeins veitt einum neinanda við bekkjarpróf á ári. Miss Stefánsson er til heimilis hjá móðursystur sinni og manni hennar, Mr. og Mrs. Lialko í Philadelphia. sig og sjá aðra.” Komið því allir, sem unnið málefninu og góðum félagsskap. + 10. þessa mánaðar andaðist Sigríður Markúsdóttir, Árna- sonar, ekkja Haraldar stein- smiðs Sigurðssonar frá Sauð- árkróki, hjá dóttur sinni frú Lilju Haraldsdóttur og manni hennar ólafi H. Jenssyni póstmeistara í Vestmannaeyj- um. önnur dóttir hennar er Goðmunda Haraldsdóttir í Winnipeg, kona Þ. Þ. Þor. steinssonar. Sigríður var þrem árum og einum mánuði betur en áttræð, er hún lézt. Hún átti fimm alsystkin og níu hálfsystkin. Hvílir móðir hennar, Filipía Hannesdóttir prests og rímnaskálds að Rip i Hegranesi, Bjarnasonar, og tvær hálfsystur, Margrét og Filipia Björnsdætur, í cana- diskri mold. Tveir albræður Sigríðar eru á lífi í Winnipeg, Magnús skáld og Jón Markús- synir. Hin systkinin, ásamt föður hennar, hvila i íslenzkri jörð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.