Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 4
4 I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1G. NÓVEMBER, 1939 -----------Hbgbers------------------------ GefiS út hvern fimtudag aí THE COLiUMBIA PRESS, UMITED 605 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON < Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘'JLögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “Kertaljós” Samkvæmt nýkomnum íslandsblöðum, hefir fsafoldar- prentsmiðja í Reykjavík nýverið sent frá sér á bókamark- aðinn 2. útgáfu af “Kertaljósum” frú Jakobínu Johnson. Fyrri útgáfa þessara listrænu og ljúfu ljóða, kom út síðla sumars 1938 og náði slíkri hylli, að upplagið seldist á skömmum tíma; þau eintök sem frúnni bárust hingað vest- ur flugu út á fáum dögum, og fengu færri en vildu; nú hefir lrú Jakobina fengið send til sín nokkur eintök þessarar nýju útgáfu, og getur fólk sent henni pantanir sínar nú þegar.— Það gengur til hjartans, sem frá hjartanu kemur, segir hið fornkveðna; ljóð frú Jakobínu koma frá mildu móðui- hjarta, og þar af leiðandi var óhjákvæmilegt, að þau fyndi bergmál; þessu jafnframt eru þau slípuð sem þá er bezt má verða; hún hefir engu síður en Stephan G. Stephansson og Guttormur, auðgað íslenzkt ljóðform að verulegum mun og aukið á fjölgresið í íslenzkum Ijóðaakri. Kynningarstarfsemi frú Jakobínu á íslenzkum bókment- um og öðrum sérstæðum, þjóðernislegum verðmætum vorum með hérlendri þjóð, er orðin næsta umfangsmikil og hefir fallið í frjóva jörð; árið sem leið, flutti hún víðsvegar um hið víðlenda Washingtonríki yfir sjötíu fyrirlestra um ísland og islenzka þjóðmenning; auk fyrirlestra frú Jakobínu, bókmentalegs efnis, skýrði hún fyrir áheyrendum sinum meistaraverk Einars Jónssonar. — ísland á góðan’ fulltrúa á Kyrrahafsströndinni þar sem frú Jakobína er. Auk fagurmeitlaðra, frumsaminna ljóða, hefir frú Jakobína snúið á enska tungu fjöldá íslenzkra kvæða með slíkum ágætum, að fram að þessu hefir enginn þar til jafns komist; hún hefir gert meira en það; þýðing hennar á Lénharði fógeta eftir Einar H. Kvaran, er íslendingum þegar að nokkru kunn; nú hefir hún, þessu til viðbótar, lokið þýðingu á Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar, sem von- andi er að komi fyrir almenningssjónir áður en langt um líður. Frú Jakobina er eigi aðeins vandvirk; hún er ærið mikilvirk líka. Ljóðaþýðingar frú Jakobinu hafa enn eigi komið út í heild; útkoma þeirra má ekki dragast miklu lengur. Væri hér ekki viðeigandi verkefni fyrir menningar- sjóð íslands? Krafa mannúðarinnar Félag hins Rauða Kross í þessu landi, hefir ákveðið að hefja sína fyrstu fjársöfnun vegna stríðsíns, með það fyrir augum, að mýkja mein þeirra, er óumflýjanlega verða sár- ast leiknir af völdum þess ægilega hildarleiks; hvað margir þeir verða, er þannig verður ástatt með, veit enginn á þessu stigi málsins, en af reynslu hinnar canadisku þjóðar í styrjöldinni miklu frá 1914, má víst telja, að fórnirnar verði miklar, og sá fjöldi mikill, er í nafni sjálfsagðrar mannúðar þarfnast liðsinnis á einn eða annan veg; l>etta má enginn láta sér úr minni líða hvort sem af miklu eða litlu er að taka; margt smátt gerir eitt stórt. Upphæð sú, sem Rauða Kross íélagið hefir tekið sér fyrir hendur að safna að þessu sinni nemur þrem miljónum dala. f styrjöldinni frá 1914 safnaði Rauða KrosS félagið til heimanotkunar .$9,000,000; það sendi á sama tímabili •$G,250.000 til styrktar Rauða Kross félaginu brezka, auk þess sem vörur og sjúkrahússútbúnaður, er félagið sendi til Norðurálfu meðan á ófriðnum stóð, námu freklega $20,000,000. f sambandi við þessa fyrirhuguðu fjársöfnun, komst forsætisráðherrann, Mr. King, þannig að orði á mánudag- inn var: “Hvernig til tekst um starfsemi Rauða Kross félagsins, er einvörðungu undir skilningi og fórnarlund almennings komið; á þessum alvörutímum, er það auðsæ og heilög skylda vor allra, að styrkja þessa mikilvægu mannúðar- stofnun sem frekast má verða; enginn canadiskur borgari má liggja á liði sínu.” Það er margt, sem kallar að um þessar mundir; margt, sem þarf að styðja; en framar öllu ber oss að styrkja starf- semi Rauða Kross félagsins; mannúðin krefst á þeim vett- vangi sameinaðs átaks í nafni bra>ðralags og kærleika. Við þökkum af alhug! Herra ritstj. “Lögbergs”: Þá framúrskarandi vinseind og alúðlegheit, sem Winnipeg fsl. sýndu Karlakór Dakotabúa við komu hans norður, 6. nóv. síðastliðinn, þökkum við öll. —• Það er erfitt að þakka með orðum einum aðrar eins móttökur. En í hugum okkar sem áttum því láni að fagna að vera í — og með — þeim flokk, hér að sunnan, ætli minningin um það að festa djúpar rætur, hvað vinarþelið var einlægt og alment, í garð allra þeirra er að sunnan komu, hvort sem þeir til- heyrðu hinum útvöldu (kórn- um) eða ekki. Hér var ekki farið í manngreinarálit og milli allra ríkti friður og ein- drægni, eins og ætíð ætti að vera meðal íslendinga og gæti verið.—• Við þökkum fyrir ágæta að- sókn að “Concertinu”; við þökkum fyrir höfðinglegar viðtökur og vinahót á prívat heimilum; fyrir keyrslur um bæinn o. fl. o. fl. Við þökk- um lúterska söfnuðinum fyrir lánið á kirkjunni; við þökkum Goodtemplurum fyrir að fresta sinni samkomu i okkar þágu. En sérstaklega viljum við þakka Karlakór íslendinga í Winnipeg fyrir hans mikla verk við undirbúning og um- sjón alla fyrir komu sunnan- manna, að ógleymdum þeim höfðingsskap að borga fyrir veitingar handa hundrað manns hér að sunnan, sem settir voru til borðs í uppljóm- uðum borðsal lútersku kirkj- unnar, að lokinni söngskránni. Höfum við Dakota landar nokkru sinni náð slíku há- marki í gestrisni? með öllu þvi oflofi sem á okkur hefir verið hlaðið. Seinast en ekki sízt þökkum við hr. R. H. Ragnar fyrir hans óþreytandi elju, fórnfýsi og eldlegan áhuga við alt hans starf i þarfir kórsins hér syðra, sem öllum tálmunum hratt úr vegi, bæði viðvikjandi ferð kórsins til Bismarck og eins til Winnipeg, að ótöldu því sem hann vann að undir- búningi öllum þar nyrðra, í félagi við kórinn þar. Lengi lifi Ragnar og allir hans kórar, og megi íslenzk söngment þróast og margfald- ast um ókomna áratugi. Að endingu þökkum við ísl. blöðunum fyrir alla þá hjálp, sem þau hafa látið okkur í té, fyr og síðar, og þann hlýhug sem streymt hefir í gegnum penna ritstjóranna til okkar hér, þó að lofið hafi á stund- um gengið úr hófi fram, þá ætti það máske að örfa menn og konur til þess að ná því takmarki að verða eins góður eða góðar eins og aðrir álíta þá eða þær að vera. Fyrir hönd Dakota Karla- kórsins, Tho-rl. Thorfinnson. ELLEFU SKIPUM SOKT Síðastliðna viku hefir ellefu skipum verið sökt af völdum kafbátahernaðarins; þar af voru sex brezk, þrjú þýzk og tvö frá hlutlausum þjóðum. Borgarabréf yðar, Eignarbréf, Vátryggingarskírteini, o.s. frv. ERU VERÐMÆT— GEYMIÐ ÞAU ÖRUGGLEGA! • Þau eru trygg í öryggishólfi yðar í bankanum; þér einir getið opnað það; kostar innan við cent á dag. Látið útibús- stjórann sýna yður hólfið'. THE ROYAL BANK O F CANADA l'iignir yfir $800,000,000_ Lovely Colors in Eaton's Thrift Hose The stockings women choose for beauty, long wear and inexpensive buying. See them in: * Roaelite * Hawaii * Wine Glow * Facile Three-thread sheer chiffon. Four-thread mid chiffon. Six-thread semi service. Sizes 8% to 10 V2 7 9c Hosierg Section, Main Floor, Portage EATON C<2m™, Endurkjósið PftUL BARDKL sem bœjarfulltrúa í 2. kjördeild Islendingum er það mikill vegsauki, að eiga Mr. Bardal í bæjarstjórn. Greiðið atkva>ði, allir sem einn, á föstudaginn þann 24. þessa mánaðar! Merkið kjörseðilinn þannig: BARDAL, PAUL 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.