Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 6
fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1939 Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE Bllllllllllll!lllll!ll!lllllllll!llli!lll!l1l!l!l!llll!!ll!ll!!>lllllllllll>ll!l!lll!l!lllllllll!l!!ll!!l!l!ll!l!!!!l!lllllllllllllllllll!ll!ll!!!ill!l!ll!l!!l!!il!l!lj!l!!l!!!S;!lllM “Það hefði verið hreint og l>eint rán,” sagði Mary. “ó-já, ekkert annað,” viðurkendi Beaumaroy “Ef eg hefði gert það og svo yfirgefið hann, þá hefði eg átt skilið að hengjast. Um slíkt var engin vafaspurning í huga mínum. Eg átti og ætlaði að annast um hann meðan hann lifði og þyrfti mín við; en hann var kominn yfir sjötugt, var hrör- legur, með hjartasjúkdóm, og, að því er mér skildist, mjög líklegur til að sökkva í algert mátt- leysis-ástand. Jæja, ef eg ætti svo að nota rétt sigrarans og færa mér ávexti hans í nyt, virtust tvær leiðir opnar til þess: Það væri með erfða- skrá; þér minnist þess víst, að eg var að ráðfæra mig við yður um slíkt og munið hverju þér svör- uðuð?” “Lét hann semja erfðaskrá?” spurði Mary með áherzlu. “Nei. Erfðaskrá myndi valda alvarlegri mót- stöðu. Jafnvel þótt framburður yðar — sem eg myndi auðvitað æskja eftir, ef á þyrfti að halda —hefði verið fullnægjandi, vrði málastappið við Radbolts-fólkið mjög leiðinlegt. Og svo væri annað enn verra — alla mína æfi myndi eg verða að mæta kröfum um þagnarskattsgjald til Hoopers flokksforingja, sem kunnugt var ásigkomulag Mr. Saffrons, þótt hann vissi ekkert um peningana, sein hér eru. Jafnvel áður en þér komust að hinu sanna um líðan aumingja gamla vinar míns, hafði eg yfirgefið hugmyndina um erfðaskrá — þótt eg hefði ef til vildi getað jafnað sakirnar við Radbolts fólkið með því að taka í minn hlut þetta smáhýsi — og það sem í því væri — en láta þeim eftir alt annað. Einnig það varð ómögulegt eftir upp- götvun yðar. Þá var aðeins um gullið i turninum að ræða. Því gat eg leynt, beðið dauða gamla mannsins, og notið þess svo. Og, hví skyldi eg ekki hafa til þess fullan rétt? Honum hefði verið mjög þóknanlegt að eg færi til Morocco; og hánn hefði vissulega miklu fremur viljað að eg nyti gullsins — kæmist eg ekki til Aforocco — en að það lenti til Radbolts-hjónanna. Þannig komu málavextirnir mér fyrir sjónir, og eg er fátækl- ingur, með enga sjáanlega lífsstöðu fram undan mér. Réttina'tið í afstöðu sigrarans virtist mér hafa mikið lil síns máls, Doktor Mary.” “Eg skil það, að þér hafið orðið fyrir inikilli freistingu,” sagði Mary í alvarlegum og áhyggju- fullum málrómi. “Og kringumstæðurnar hefðu gert yður hægt um að færa fram afsakanir fyrir því sem þér hugsuðuð yður að gera.” “Afsakanir? Viljið þér ekki einu sinni ganga svo langt að viðurkenna tvær hliðar á þessu máli? Aðra, sem samvizkusamur maður gæti litið á frá háðum hliðuin?” sagði Beaumaroy og var nú aftur brosandi. “Jafnvel þótt eg gerði það, myhdi menn -með—” 7Ó-já, Dr. Mary — með viðkvæma sómatil- finning!” “Ráða fram úr slikum peningamálum sjálfum sér í óhag.” “Nú, jæja, en heyrið þér, er sú hugsjón al- geng í starfslífinu? Eg hefi sjálfur rekið verzlun- arstarf, en efast þó um þetta.” “Menn — með einlæga sómatilfinning — gera þetta,” sagði Mary með festu. “Jæja, er miklum auði þannig safnað? Það er þannig að einstaklingar — að ekkert sé sagt um þjóðir — hefja sig upp til auðs og valda! Og mér var ókunnugt um það,” mælt Beaumaroy íhugulslega í mjúkum róm. Hann leit i augu Mary og hún hló ofurlítið. “Með því að ráða fram úr málunum sér sjálfum í óhag! ó-já, guð komi til!” “Eg sagði ekki að þeir hefði sig til auðs og valda.” Skyldi þeir menn, sem hefja sig upp til auðs og vahla — og þjóðirnar — ekki haga sér sam- kvæmt rétti sigrarans, Dr. Mary? Ráða þeir ekki fram úr málunum sjálfum sér í hag?” “Var það vissulega ásetningur yðar að — að hirða peningana?” “Eg skal skýra þetta fyrir yður eins nákvæm- lega og mér er unt. Eg ætlaði mér að annast gamla manninn eftir beztu getu. Eg ætlaðist til að hann gæti, meðan kraftarnir entust, notið lífs- ins frjáls, ofsóknarlaust og eins ánægður og hægt va*ri að gera hann. Þetta vildi eg af því að mér þótti vænt um hann, og honum þótti vænt um mig. Jæja, en eg hefi mist hann; og eg er nú einstæðingur í heiminum.” Þessi síðustu orð voru ekki eins og ávarp til Mary; það virtist sem hann hefði gleymt nærveru hennar þetta augna- blikið; og væri að segja sjálfum sér frá tilfinn- ingum eigin hjarta síns. En orðin vöktu einmitt þess vegna viðkvæmari meðaumkvunarstreng í hjarta henni; maður er mjög einmana, þegar honum finst enginn sá vera til, sem hann með rétti kærleikskendarinnar geti kvartað við um einstæðingsskap sinn. “En ef eg, eftir að hafa séð um hann til síðustu stundar og friðurinn hlotnast honum, flytti héð burtu, nú, jæja, þá er mér nær að halda, að eg myndi helga mér það. Já, eg tel fremur líklegt, a*ð eg gerði það.” “Yður hefir orðið það á að gera glundroða úr aðstöðu yðar!” sagði Mary í umkvörtunartón. “Hvað snertir hollustu yðar við Mr. Saffron — vegna hennar get eg íyrirgefið yður það að dylja leyndarmál hans og gabha mig og okkur öll. En svo blönduðuð þér peningamálunum þar inn í!” “Þetta hvorttveggja Var alt af óaðskiljanlegt. Eg var ekki valdur að tengslunum.” “Hvað ætlið þér nú að gera?” spurði hún alt í einu forvitnislega. “ó, núna? Nú er öll aðstaðan öðruvísi en áður var. Þér hafið eins og þér vitið, séð alt með eigin augum, og eg get jafnvel ekki boðið yður hlutdeild i sjóðnum, er ekki svo? Ef eg væri ekki afar-lélegur samsærismaður, þá hefði eg átt að byrgja Duggles-gröfina og setja alt í röð og reglu áður en eg fór að sækja yður, því eg mátti vita að hann myndi fara aftur inn í turninn. Þau kveldin, sem hann var verst haldinn, lét hann mig opna gröfina og dreifa út peningahrúgunni, eins og til að miklast yfir þeim. Svo varð eg að láta þá aftur í pokana — sem samastað áttu í brúnu töskunni — og loka gröfinni vandlega. Að öllu samanlögðu var þetta all-mikið verk. Eg hafði rétt opnað gröfina og breitt úr peningunum þegar eitt kastið greip hann — eins og hann féll saman svipað því er þér sáuð; eg hafði svo inikið staut við að koma honum í rúmið, að eg gleymdi grafar-skömminni og peningunum — alveg eins og eg hafði gleymt hnífapars-samstæðunni þegar þér lyrst komuð — og sáuð gegnum grímuleik ininn.” “Ef þér eruð lélegur samsærismaður, Mr. Beaumaroy, þá er það önnur gild ástæða til þess að þér iðkið ekki þann leik. Eg veit þér gerðuð þetta fyrst og fremst hans vegna, en—” “Jæja, hann hefir nú náð trúrri friðarhöfn og fengið varanlgea hvíld. Alt getur nú komið út, og hlýtur að opinberast. Þér vitið, að eg verð að segja allan sannleikann. Eg veit ekkert hvort þeir gæti sett mig í hegningarhús fyrir athafnir mínar. Held naumast að þeir gerði sér það ómak, ef þeir ná í peningana með góðum skilum. Mér er enda hér um hil sama, hvernig alt veltur. En, hamingjan góða, hvílíkur fjöldi myndi segja: ‘Eg sagði þér þetta — viðsjálsgripur þessi Beau- maroy!’ Nú, mér er þá sama. Gamli maðurinn er óhultur; eg hefi, Dr. Mary, eftir alt unnið minn stóra hulduleik!” “Eg held ekki að þér hafið kært yður veru- lega um peninganaí” sagði hún. “Þetta hefir að- eins verið leikur yðar eða grikkur, sem þér höfð- uð ánægju af að gabba með sómafólkið!” Hann hrosti til hennar einlægnislega. “Mér þykir mjög gaman af að leika á hina heiðruðu,” sagði hann. Svo leit hann á úrið sitt og mælti ennfremur: “Eg verð að framkvæma það, sem gera þarf fyrir gamla manninn. En nú er orðið áliðið — klukkan þvínær eitt. Þér hljótið að vera þreytt — og verkið er dapurlegt.” “Nei, eg skal aðstoða yður. Eg — eg hefi unnið í sjúkrahúsi, eins og þér vitið. Farið þér aðeins á undan, hyljið þessa hræðilegu gryfju og andstvggilegu peningahrúgu, áður en eg kem inn í turnklefann. Viljið þér gera svo vel?” Og það fór hrollur um hana, þegar hún hugleiddi það sem hún hafði verið sjónarvottur að í turninum. “Þér þurfið alls ekki að koma inn í klefann. Gamli maðurinn er fisléttur — eg hefi iðulega horið hann upp í rúmið, og eg get eins vel gert það í þetta sinn. Ef þér krefjist þess að hjálpa mér, viljið þér þá gera svo vel að fara upp í svefnherbergi hans og taka til í því?” Um leið og hann sagði þetta, gekk hann að hliðarskápnuin, tók þar upp svefnstofu-ljósastiku og kveikti á kertinu af ljósinu sem stóð á stofuborðinu. “Og þér sjáið svo um að líkið verði flutt í útfararstof- una, er ekki svo? Eg skal tilkynna Radbolts- fólkinu þetta — alt eins og er; eg geri ráð fyrir að það annist um útförina. Jæja — hann hefir nú ekki neina vitneskju um það, guði sé lof!” Það var ofurlítill titringur í rödd Beaumaroys, þegar hann sagði þetta. Mary tók ekki við ljósastikunni, en sagði: “Eg hefi látið falla ýms hörkuleg orð við yður, Mr. Beaumaroy. Eg er viss um að þau hafa hljómað mjög sjálfbirgingslega í eyrum yðar.” Hann bandaði hendinni í mótmælaskyni, en hún hélt áfrain með það sem hún vildi segja: “En eg vildi gjarnan segja eitthvað annað við yður, þar eð vegir okkar skiljast nú i kvöld. Þér hafið sýnt sjálfan yður dyggan vin, eins góðan og sann- an, sem manni er unt að eignast.” “Mér þótti vænt um gamla manninn,” svar- aði Beaumaroy. Það var hans eina málsvörn. Og Mary virt- ist hún fullnægjandi. Hann hafði unnað vesalings gamla vitfirringnum; og hafði annast hann trú- lega. “Já, gamli maðurinn eignaðist í yður góðan vin; eg vona að þér eignist líka góða vini. Þess óska eg vissulega. Því það er löngun yðar og þörf.” Það myndi gleðja mig mjög mikið mætti eg halda, að þrátt fyrir alt hefði eg hitt hér á þess- um stað slíka vinkonu —- jafnvel þótt hún gæti birzt mér aðeins í endurminningunni.” Mary hugsaði sig uin eitt augnablik, en sagði svo um leið og hún rétti honum hönd sína: “Frá þessum samfundi okkai^ hér í kveld, skil eg yður miklu betur en áður. Endurminning mín um yður verður mjög hlýleg. — Nú til starfs!” “Já — kæra þökk. Eg þakka yður innilegar en þér getið haft hugmynd um.” Hann fékk henni kertisstjakann og fylgdi henni fram í ganginnj “Þér vitið hvar svefnherbergið er. Eg skal setja alt — í turninum — á sinn stað og koma svo upp með hann. Þetta tekur mig ekki margar minútur — tíu, eða svo. Það er fremur seinlegt verk að koma hlemmnum í réttar stellingar.” Mary hnegiði sig við þessu, þar sem hún stóð ofan við stigann. Vegna hinna átakanlegu atburða, er hún var sjónarvottur að þetta kveld og af samræðunni við Beaumaroy, var hún nú aftur mjög nærri því að gráta; augu hennar glömpuðu skært í kertaljóssbirtunni og lýstu sterkri hugaræsing. Beaumaroy fór aftur inn í stofuna á leið sinni til turnsins. Hann stanzaði alt í einu—stóð grafkyr og hlustaði nákvæmlega. Uppi á loftinu gekk Mary að því með æfðri kunnáttu, að undirbúa komu gamla mannsins látna á örmum Beaumaroys. Hugaræsing henn- ar hindraði hana ekkert við verkið — þar sagði þjálfunin til sín — en innifyrir hafði hugarstríðið öll umráð. Hún óttaðist einveruna — þarna i húxinu. Og hún þráði á ný hið vinsainlega hand- tgjí. Jæja, hann kæmi nú bráðlega; en hann hlaut að koma einnig með byrði sína. Þegar hún hafði lokið því, sem gera þurfti, settist hún niður, og beið. Beaumaroy beið einnig utan við dyrnar sem að turninum vissu. XIV. KAPÍTULI Veldissprotinn í gröfinn. Hooper flokksforingja var ætlað að halda vörð á steinlögðu götunni er lá frá heiðarveginum upp að húsdyrunum. Aðal hlutverk hans var að segja til, ef einhver skyldi koma út um dyrnar, og í öðru lagi að vara við þeirri hættu, er af því stóð að einhver, sem um veginn kynni að fara, yrði til að hindra þá — þó ólíklegt virtist að slíkt þyrfti að óttast á þessum tíma dimmrar nætur, og svo mætti reiða sig á að Mike myndi með æfðri leikni framkvæma verk sitt hávaðalaust. Þarna var því flokksforinginn settur á vörð, og eftir að hafa fengið annan sopa úr flöskunni — sem Neddy nú þó hélt í hendi sér — ámintur í lágum hljóðum og með sterkri eggjan um að láta nú ekki hugfallast. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.