Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.11.1939, Blaðsíða 7
/ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1939 7 Indriði Þorkelsson á Fjalli Eftir Sigurð Nordal, prófessor f miðjum Aðaldal i Þingeyj- arsslu standa tveir bæir, Ytra- Fjall og Syðra-Fjall. Þar hafa búið mestan hluta þess, sem af er 20. öldinni, bræður tveir, Jóhannes Þorkelsson, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum, á Syðra-Fjalli, en Indriði Þor- kelsson á Ytra-Fjalli. Þorkell Guðmundsson faðir þeirra var kynjaður frá Sílalæk, bróðir Sigurbjargar, konu Friðjóns á Sandi og Sigurjóns á Laugum. Er það Sílalækjarkyn fjöl- niennur ættbálkur og fjölhæf- ur, þó að hér verði ekki getið fleiri manna. Þeir Fjallsbænd- ur voru báðir óvenjulegir menn. Þar sem Benedikt Grön. dal lýsir í Dægrakvöl kenslu sinni í Möðruvallaskóla (vet- urinn 1884—85), getur hann þess, að í skólanum hafi ein- ungis verið einn lærisveinn, sein hafi verið “algerlega hneigður fyrir þekkingu” og það hafi verið Jóhannes Þor- kelsson, “en raunar hafi hann lesið einna mest það, sem ekki var kent í skólanuin, eins og verður flestum þeim, sem verða vef að sér.” En Grön- dal kallaði ekki alt ömmu sína, eins og kunnugt er. Jó- hannes las alla tíð mikið og fór þar ekki alfaraleiðir, kunni t. d. heila kafla úr Paradísarmissi Miltons utan bókar á ensku. Hann fékst dálítið við skáldskap á yngri árum, bæði í bundnu máli og óbundnu, en hélt því lítt á lofti, var húhöldur góður, en mundi líklega hafa notið sin bezt semi lærdómsmaður. Son- ur hans er dr. Þorkell, sagn- fræðingur og bókavörður. Indriði á Ytra-Fjalli hefir verið eljumaður mikill, búið sæmilegu búi og komið upp sex sonum og þremur dætrum. Mætti kalla það gott dagsverk út af fyrir sig., En “hjáverk- in” hafa samt orðið svo rif- leg, að furðu gegnir. Þó að Indriði hafi engrar skólament- Unar notið, hefir hann lesið kynstrin öll, bæði af islenzk- Um og erlendum bókmentum. Og hann hefir alt frá æsku lagt stund á ættvísi og margs Drengur Vaktl Alla Nótt Vegna ÁKAFS HÓSTA Svaf Kins og Selur Kftir Kina Inntöku af Iíuckley’s Mixture Ma>fiur, farið að dæmi þessarar llonu og notið Buckley’s Mixture ef einhver í fjölskyldunni þjftist af kvefi, hálssárindum, flú eða kíg- bósta. Hún segir: “f nótt sem leið gat 11 ára sonur minn ekkt sofiíí fyrlr þrálátuin hósta. Eg gat honum inntöku af nuekley’s Mlx- ture með liunangi og eftir það s'af hann nótt.ina út. Nú í morgun °r lausara um kvefið.’’ — Mrs. B. Jones, Verdun, P.Q. Heynsla yðar mun þessu iík. Uuckley’s Mixture er hjálparheila * 3 af 5 canadiskum heimilum; bað dregur því nær undir eins úr uóstanum, mýkir hrákann og hrjúf- ar öndunarpípur, og nemur á brott °fsýru — linar kvef á skömmum tlma. YPIU 10 MII*TÓN FBÖSKTJR ____ SELDAR! konar sögulegan fróðleik ann- an, einkum það, er varðar Þingeyjarsýslur. Telja kunn- ugustu menn, að það sem hann á ritað í fórum sínum um þessi efni sé bæði geysi- mikið að vöxtum og reist á traustri þekkingu, þvi að mað- urinn er glöggskygn og vand- virkur i senn. Því miður eru litlar líkur til þess, að honuin endist aldur til þess að vinna til fulls nema úr litlu broti af þessu mikla safni eða koma því á prent um sína daga. En fræðimenn framtiðarinnar eiga þar samt aðgang að sjóði þekkingar, sem sjálfsagt að miklu leyti hefði glatast eða brenglast, ef hans hefði ekki notið við. Um þetta æfistarf Indriða er óhætt að spá, að það muni halda nafni hans uppi uitt ókomnar aldir, með- an fslendingar hirða um að vita deili á sjálfum sér og sögu sinni. Þegar eg kom í fyrsta sinn að Fjalli til Indriða fyrir lið- ugum þrjátíu árum, veitti eg orðbragði hans ósjálfrátt at- hygli og hefi oft hlustað eftir þvi síðan. Mér er til efs, að eg hafi heyrt nokkurn mann tala jafngóða islenzku, enda vill það brenna! við hjá okkur íslendingum, ekki sizt þeim skólagengnu, að láta alt flakka í samtali, þó að við böslum við að vanda ritmálið. En i hversdagsmáli Indriða er hver setning fullburða og lýtalaus, orðavalið bæði auðugt og hreint, án þess að hann virð- ist hafa nokkuð fyrir því eða Ieiti langt yfir skamt. Það getur ekki hjá því farið, að honum hefði verið lagið að rita sundurlaust islenzkt mál flestum beturv ef hann hefði iðkað það. Má sjá þess merki i Þætti af Pétri hinum sterka á Kjálfaströnd, er kom út í 1. hefti af Sagnaþáttum Þjóðólfs (1900). En hann hefir lítinn tíma gefið sér til þess að skrá- setja sögur á þann hátt, þó að eitthvað af því kunni að vera óprentað í safni hans. Hitt hefir orðið að ganga fyrir, að draga á land aðalatriði fróð- leiksins, sem var að falla i gleymsku. En Indriði hefir ort kvæði og vísur, og sumt af því er fyrir löngu orðið landfleygt. Þar hefir listfengi hans i með- ferð tungunnar fengið að njóta sín. Nú er nýlega komið út kvæðasafn eftir hann, Raugabrot, allmikil bók (352 blaðsíður), sem synir hans hafa gefið út rétt fyrir sjö- tugsafmæli hans, sem er 20. þessa mánaðar. Indriði' Indriðason hefir rit- aðað prýðilegan formála að Ijóðmælum fðður síns. Hann leggur þar áherzlu á það, að búskapurinn hafi orðið að vera höfuðstarfið. Því næst hafi komið ýmis opinber störf fyrir sveit og hérað, sem suin hafi verið timafrek. Þær tóm- stundir, sem þessu hafi verið afgangs á kvöld- og morgun- vðkum, hafi fræði-iðkanirnar setið i fyrirrúmi. Meginþorr- inn af kveðskap höfundarins sé til orðinn fjarri skrifborði eða ritfæruin, við bústörfin, við orfið og rekuna, fjárgæsl- uná og vefstólinn. Enda hafi hann altaf Iitið á ljóðagerðina sem fullkomið hjástundaverk. — Þetta er auðsjáanlega ekki ofmælt. Það er því engin furða, þó að Indriði Þorkels- son, sem er dulur maður og hlédrægur að eðlisfari, hafi látið árin líða án þess að ráð- ast i að vel,fa úr kvæðum sín- um til útgáfu. Og þegar hann loksins gerði það, hafði hann ekki líkt þvi alt, sem hann hafði ort, handbært. Þessi mikli fróðleikssafnandi hafði aldrei lagt stund á að safna sínuin eigin kveðskap í eina heild. Því að Indriði hefir ort mjög mikið, miklu meira en þessi stóra bók rúmar. Hag- mælskan hefir verið honum í blóðið borin. “Lausavísur hans eru nærri þvi óteljandi, og er honum vist viðlíka létt um að gera þær eins og að tala mælt mál,” ritaði Guðmundur frændi hans á Sandi um hann fyrir löngu (Eiinr., 1906). Jafnvel með þeirri litlu þekk- ingu, sem eg hefi á skáldskap hans, af því, sem hann sjálfur hefir látið mig heyra, gengið hefir manna á milli eða eg lesið i blöðum og timaritum, —man eg eftir inörgu, sem vantar í bókina og sakna margs af þvi. Sumt hefir Indriði dregið undan viljandi, eins og flestallar visur, sem hann hefir ort í gletni og hálf- kæringi um náunga sina og margar eru frábærar. Sumu hefir hann týnt eða ekki mun- að eftir i bráðina. Og sumt hefir orðið út undan vegna rúmleysis, þar sem oft hlaut að orka tvimælis, hvað skyldi kjósa og hverju hafna. Indriði yngri segir i formál- anum, að bókin sé hvorki heildarsafn né úrval. En hún flytur að minsta kosti mynd- arlegt sýnishorn af kveðskap Indriða á Fjalli, hans mestu og vönduðustu kvæði og sæg af stökum og kviðlingum. Sumum kann að þykja, að i svo stórri bók séu yrkisefnin heldur fábreytt og sjóndeild- arhringurinn þröngur. En þá má ekki gleyma þvi, að þetta er að mestu tækifærisskáld- skapur, þar sem atvik og um- hverfi hafa ráðið vali við- fangsefna. Indriða hefði vafalaust vaxið breiðari væng- ir, ef hann hefði seilst lengra og til stærri yrkisefna. Dæmi þess er hið stórfelda og hag- lega kvæði um Bólu-Hjálmar. En til) þess að skáldgáfa hans hefði notið sin, þótt ekki hefði verið nema til hálfs, varð hún að geta verið meira en auka- starf allra annara 'aukastarfa. Og kvæði Indriða um heimili sitt og börn, árstíðir og veður- far, átthagana og náttúruna í kringum hann, nágranna og vini lífs og liðna, eru hans eigin garður, sem hann hefir ráðið við að þaulrækta. Eg skal aðeins taka hér sem dæmi þessa kveðskapar fjögur fyrstu erindin úr Heimasveit- inni: Með raunir og baráttu, rústir og flög, með rangsnúin afguðs og menningar lög, með handvísar nætur og svip- ula sól, , þú sveit ert mér kær eins og barninu jól. Á grundum, í þvermó, á grjót- inu hér. eg gengið hef bernskunnar il- skó| af mér, ZIGZAG 5' Orvals pappír í úrvals bók 5 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga papplr, sem flestir, er reykja "Roll Your Own” nota. Bi8ji6 um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KAPA "Egyptien'' úrvals, h v 11 u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir vœri vafSir I verksmiSju. BiSjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover Og hérna i fyrstu þá ljósdís eg leit, sem lagði mig ungan á brjóst- in sin heit. Og alt það, sem mest hefir glatt mig og grætt og grafið mig, hafið mig, skemt mig og bætt, eg naut þess, eg þoldi það, þáði það hér, og því ertu dalur svo hjart- fólginn inér. Með harðvígar brekkur og hressandi lind, með hvimleiðar dygðir og geð- þekka synd, með æðandi frostbyl og yl- ríka sól, með ellinnar grafir og bernsk- unnar jól. Þó að það komi ekki bein- línis skáldskap Indriða við, þá sýnir það betur en nokkur orð taugarnar í þeirri átthagaást, sem hann yrkir um, að sumir af sonuin hans hafa farið í “víking” vestur á Kyrrahafs. strönd og komist vel áfram í þvi Gósenlandi, en horfið svo aftur heim til þess að gerast bændur i Aðaldal. Og svo skal eg að lokum fara með tvær vísur úr bók- inni, aðra gamla, hina nýlega, sem inargir reyndar kunna, en verða ekki of oft kveðnar: Eina þá, er aldrei frýs úti á heljarvegi kringda römmum álnar-is á sér vök hinn feigi. Hrós um dáið héraðslið hamast sá að skrifa, sem er ávalt illa við alla þá, sem lifa. Fyrri vísan sýnir vel kyngi- þrótt Indriða, sú síðari mál- fimi hans og vígfiini. Það mun verða leit að islenzkum ferskeytlum, sem tvímælalaust fari fram úr þessum. Og þó að Indriði hafi, eins og hann gefur i skyn i nafni bókar sinnar, ekki goldið skáldgyðj- unni skatt af gáfu sinni öðru vísi en i “skjaldaskriflum og baugabrotum,” þá ættu þau fáu erindi, sem hér hefir verið unt að tilfæra, að geta fært mönnum sanninn heim um málminn í þessum baugabrot- um.—Lesb. Mbl. 15. okt. Börnin Frjálsu, saklausu, fögru börn, fjörglöð til náins og menta- gjörn. Fagurt er yðar æskuvor yðar er stígið fyrsta spor; fram á mentanna fögru braut, —fögur ment er hið dýrsta skraut— jafnframt ráðvendni dáð og dygð drenglyndi, ást og vina-trygð. En hugsum um það börnin blið, þó björt sé vonar-alda, að æskan hefir storma og stríð, á styrkleik þarf að halda. En þegar ellin kemur köld ei kólni ástin bjarta, en lifi fram á lífsins kvöld með Ijóssins mátt í hjarta. W. G. Jobnson. ítalir hafa mikil og víðtæk áhrif i Brazilíu; þeir eiga all- mikil ítök í Perú og mega sin jafnframt nokkurs í Argen- tínu á sviði viðskiftalifsins; það er haft eftir Mussolini, að í Suður-Ameríku eigi ítalía þann hauk i horni, er frá hagsmunalegu s j ó n a r miði hljóti að gera ítaliu að heims- veldi. This advertisement is not puhlished or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.