Lögberg - 23.11.1939, Síða 1

Lögberg - 23.11.1939, Síða 1
Frá vinstri til hægri:—Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, séra Rúnólfur Mar- teinsson og Grettir D. JóhannsHon, ræðismaður. Myndin tekin af ljósmyndara dagblaðsins Winnipeg Tribune við athöfn í Fyrstu lútersku kirkju þann 15. þ. m., þar sem ræðismaður Islands og Danmerkur afhenti hlutaðeigendum Fálkaorðuna. Ummoeli Mr. Grettis L. Jóhannssonar, ræöismanns íslands og Dan- merkur, viö afhending Fálka- oröunnar til þeirra Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar og séra R iin ó I f s Marteinssonar í Fyrstu lútersku kirkju þann 15. þ. m. Háttvirta samkoma! Séra Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri og Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson, skáld:— Mér er það mikið ánægju- efni, að koma hér frain í kvöld í umboði hans hátignar, Konungs fslands og Danmerk- ur, og hinnar islenzku Ríkis- stjórnar, til þess að afhenda ykkur fyrir hönd hlutaðeig- andi stjórnarvalda hvorum um sig, roddarakross hinnar is- lenzku Fálkaorðu. Það er ekki einasta mín persónuleg skoðun, heldur mun það álit Vestur-fslendinga í heild, að þið hafið fyrir löngu unnið til þeirrar sæmdar, er ykkur nú hefir fallið i skaut. Þú, séra Rúnólfur Marteins- son, átt tvennskonar mikil- vægt afmæli i ár: fimtíu ára kensluafmæli og fjörutíu ára prestskaparafmæli; skyldu- rækni þin, og alúð við hvort- tveggja starfið, má til sannrar fyrirmyndar teljast, og gefur fagurt dæmi til eftirbreytni i þjóðræknisstarfi okkar íslend- inga vestan hafs. Fulltrúi fs- landsstjórnar, herra Thor Thors alþingismaður, sem hér var á ferð i sumar, tilkynti það .opinberlega að þú hefðir verið kjörinn til þessarar sæmdar, og nú leyfi eg mér, að afhenda þér virðingarmerkið með þakklæti og árnaðarósk- um. Þú, Dr. Sigurður Július Jóhannesson, rithöfundur og skáld! Fyrir hönd hans há- tignar, Konungs íslands og Danmerkur, og íslenzku Ríkis- stjórnarinnar Ieyfi eg mér að afhenda þér riddarakross hinnar islenzku Fálkaorðu: trúmenska þín við íslenzkt þjóðerni, kvæði þin og rit- stjórn við barna og unglinga- blöð, hafa fyrir löngu vakið á þér þá athygli beggja megin hafs, að sjálfsagt var, að slikt yrði á sínuin tíma opinberlega viðurkent; ofsagt mun það ekki vera, að þér, meira en nokkruin einum manni öðr- um, eigi vestur-islenzk æska að þakka skilning sinn á ís- lenzkri tungu og íslenzkuin ljóðum; þessa tvo kjörgripi hefir þú sungið inn í huga hennar með slíkri kostgæfni, er seint mun fyrnast yfir. Mér er það óumræðilegt fagn- aðarefni, að afhenda þér opin- berlega þetta virðingarmerki, um leið og eg með þakklæli óska þér giftusamlegrar fram- tiðar. Mér er það ennfremur sér. stakt ánægjuefni að geta til- kynt Vestur-fslendingum það, að rithöfundurinn víðkunni og góðkunni, hr. Jóhann Magnús Bjarnason, hefir einnig verið feæmdur riddarakrossi Fálka- örðunnar. Sögur hans og hin unaðsfögru æfintýri, hafa fyr- ir þvi nær niannsaldri, skipað honum sérstakan virðingarsess meðal rithöfunda islenzku þjóðarinnar. Eg flyt honum hér með mínar innilegustu hamingjuóskir. Skipi sökt við átrendur íslands Útvarpið canadiska flutti þá fregn á þriðjudaginn, að brezkt herskip hefði daginn áður sökt vöruskipi, sem talið er vist að hafi verið þýzkt. skamt undan landi sunnan við Reykjavik. SAMNINGAR FARA ÚT UM ÞúFUR Samkomulagstilraunir milli Finna og rússnesku stjórnar- innar hafa með öllu farið út um þúfur. Finnar þverneita að ganga að kröfum Rússa um loftflotastöðvar og flotakvíar. Liberal sigur í New Brunswick Siðastliðinn laugardag fóru fram almennar kosningar til fylkisþingsins í New Bruns- wick, og lauk þeiin þannig, að Liberal-flokkurinn, undir for- ustu Dysarts forsætisráðherra var endurkosinn nieð 27 at- kvæðum gegn 21; tapaði stjórn in 1() sætum af þeim þing- styrk, er hún átti yfir að ráða, er þing var rofið. Sæti eiga á fylkisþingi 48 þingmenn. í- haldsmenn létu í Ijós fögnuð sinn yfir því hve mikið þeim hefði unnist á, enda áttu þeir einungis yfir 5 þingsætum að ráða á siðasta kjörtímabili. Mœtur maður látinn Þriðjudaginn þ. 14. nóvem- lier andaðist á Winnipeg General Hospital Allan Valdi- mar Jones frá Mikley, véla- maður á gufuskipinu “Granite Rock,” fjölhæfur og vel met- inn ungur dugnaðarmaður. Ásamt föður sínum og bræðr- um, stundaði hann fiskiveið- ar á veturna, og var nýlega kominn á verstöð í Deer Island, norður af Mikley, er hann varð hastarlega veikur. Flutningserfiðleikar v o r u næstum ósigrandi, vegna tið- arfarsbreytingar; og þegar að endingu það tókst með fram. úrskarandi þrautseygju Helga og Brynjólfs Jones að koma bróður sinum á sjúkrahúsið, var hann svo langt leiddur að allar læknistilraunir reyndust árangurslausar. Allan Valdimar Jones var fæddur þ. 3. marz 1911 i Mikley, sonur hjónanna Thor- bergs og önnu Jones á Birki- landi. Eftirlifandi systkini hans eru Magnúsína, skóla- kennari við Otto, Man.; Helgi, Brynjólfur, Ingibjörg Aðal- heiður, Einarina Valgerðnr, Thorbergur Ingólfur og Har- old Alvin Marinó, — öll i föðurhúsum. Sumarið 193G gíftist Allan, og gekk að eiga Lovísu Jórunni Stefánsson frá Selkirk; þeiin varð tveggja sona auðið, hinn yngri nú þriggja mánaða gamall. Ungu hjónin reistu sér í haust prýði- legt heimili, en áttu þar aðeins fárra daga sambúð. Jarðarför Allans fór fram frá heimilinu og kirkju Mikl- eyjar lúterska safnaðar þ. 19. þ. m„ að viðstöddu fjölmenni. Með honum er til moldar hniginn sannur og góður drengur, sem er ástvnum sin- um og vinum og mannfélagi bygðarinnar hinn mesti harm- dauði. Sóknarprestur, séra Bjarni A. Bjarnason, flutti kveðjumál. Lögberg vottar öllum aðstandendum innilega samúð í þeirra djúpu sorg. Oddur lögmaður Sigurðsson Æskudagsins eftirlæti Oddi varð ei holt. Engum tryggir æðsta sæti óhóf, dramb og stolt. Agaleysi og ofsi spilla Andans þreki og dáð. Eigingjarnan vilja villa Vondra manna ráð. Nógur var til dáða dugur, Dómgreind skorti mest. Berserks þrek og hetjuhugur Hætta þorði á flest. Yfirtroðsla úr hans garði Engai) sigur dróg. Hrokafullan biskup barði, Baldinn valdsmann hjó. Völdum sviftur, æru og auði öllum vinuin fjær. Svívirðing og sultar dauði sýndust standa nær. Hefnigjörnum, sigursælum Seldur fjanda á hönd; Engum hreyfði æðrumálum Á þó herti bönd. óvin þennan auðnu þrotinn Oddur síðar fann,— Tötrum klæddan lúa lotinn Lubba - flökkumann. Fornan óvin fallinn gladdi, Fús hans greiddí bráut, Nakinn klæddi, svangan saddi Sekan skuldunaut. Góðan dreng í gönur leiddi Glaumur heims og prjál; Góðra vona afli eyddi Illra heilla bál. Styrk og þrek trl stórra verka Stjórn og festu þraut. Hjartað góða, höndin sterka, Hégómanum laut. Kristján Pálsson. Ekki alt með feldu í veldi Hitlers f Moraviu og Moldvíu, fylkj. unum tékknesku, sem Adolf Hitler rændi og innlimaði i þriðja ríkið ekki alls fyrir löngu, befir oltið á ýmsu þessa verstu og síðustu daga. Á fullveldisdag tékknesku þjóð- arinnar héldu stúdentar í l’rag skrúðgöngu, sungu þjóð- ernissöngva og kröfðnst frelsis á ný fyrir hönd þjóðar sinnar; þetta þoldu ekki hinir nýju stjórnendur, eða réttara sagt óstjórnendur landsins, og skárust í leikinn, létu hand- sama marga stúdenta; tólf voru fundnir sekir um land- ráð og skotnir samstundis; er mælt áð um hundrað þúsundir Tékka hafi verið hreptir í varðhald vegna Jiessa atburð- ar. Átján skipum sökt síðan um helgina Hin fljótandi tundurdufl Þjóðverja, sem mælt er að dreift hafi verið viðsvegar um Norðursjóinn og fram með ströndunt Englands, hafa orð- ið þess valdandi, að frá þvi á laugardaginn var hafa átján skip sokkið á sjávarbotn; meira en helmingur þeirra taldist til hlutlausra þjóða; eitt þeirra var japanskt far- þegaskip þvi nær 12,000 smá- lestir að stærð, er rakst á tundurdufl á þriðjudaginn og sökk undan ströndum Eng- lands. Eitthvað um þrjú- hundruð manns er sagt að muni hafa látið lifið af völd- um þessa óvinafagnaðar. Guðmundur G. Goodman 30. ágúst, 1800 20. nóv., 1938 Ein með þrá um a*fi sjó áfram má eg halda. Hann er dáinn, húm og ró hylur náinn kalda. Að eiga trúan vin á vegi er von og sigur hverri þraut. Og þegar hallar haustsins degi vort hjarta þráir skjól á braut. Og þá er sárt við þann að skilja sem þunga dagsins með oss bar af helgum kærleiks hug og vilja við harms og gleði stundirnar. Við strið og gleði stunda hags- ins þín stefna lýsti trú og dygð, og fram til síðsta sólarlagsins þú sýndir mannúð, dáð og trygð; við dagsins skyldur dreng- lundaður þú dyggur gekst að verki beinn og mættir hverjum mótbyr glaður, í máli og anda trúr og hreinn. I minning vina ljósið lifir sem léttir dagsins húm og stríð, með lífið dauðans dölum yfir hvar drotnar eilíf sælutið; þó andi kalt á hljóðu hausti og harmur beygi veikan þrótt, eg býð í von með trú og trausti unz til mín kallar hinzta nótt. / nafni Pálínu Goodman, ekkju hins látna. M. Markússon.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.