Lögberg - 23.11.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.11.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1939 3 Skógarhöggsmaður Sc'iir að Bnckley’s Mixture Sé Gott Meðal við Þrúlátum Sárinda Hósta ÞaS krefst iitaks, a8 koma skðgar- höggsmanni á kné, en þa8 þurfti til þess Buckley’s Mixture,’ a'S reisa hann við! LesiS þaS, sem W. G. McClure, Cowichin Lake, B.C., segir: “Eg fékk syo illkynjað kvef, að eg varð að fara í rúmið. Por- maðui'inii útvegaði mér flösku uf Buekley’s Mixture, og því á eg að þakka hve fljótt eg komst á fætur. Þér megið prenta þetta bréf til þess að aðrir fái vitneskju um þetta góða meðal.” Buckley’s Mlxture hefir einn ákveðinn tilgang, sem sé þann, að lækna fðlk ú skömmum tíma af kvefi, hðsta,, brjðstþyngsl- um, o. s. frv. San’nfærist um hvaS þaS hjálpal- ySur fljótt, er þér fáiS hðsta eSa kvef. EigiS ekkert á hættu. Kaup- iS Buckley's. 2 5 YFIR 10 MIIM6X FLÖSKUR SELDAB ! sem hefir samskonar þýðingu fyrir Norður- og Norðaustur- land, eins og Sogsvirkjunin fyrir Suðvesturlandið. Það er gleðilegt, að þetta stór- þrifafvrirtæki, skuli hafa bjargast í höfn áður en styrj- öldin krepti að. Hún hefði jafnvel getað frestað málinu —“um ófyrirsjáanlegan tíma.” Nú hafa Akureyringar 7% miljón kílówattstundir til sinna þarfa. Iðnaðurinn er ekki upp á kolin kominn, og í höfuðstað Norðurlands er bjart í sjálfu skammdeginu. Vel sé þeirn, sem studdu að framkvæmd þess. En svart- sýnu mennirnir — sem líklega kunna hezt við sig í myrkrinu — eru áhyggjufullir út af kostnaðinum. Kostnaðurinn er alls rúmar þrjár miljónir króna, þegar með er talinn kostnaðurinn við Glerárstöð- ina — um 250 þús. — En áður var aðeins til Glerárstöð, og hún svo lítil, að auka varð raforkuna með dieselmótor, til þess að ná 500 hestöflum. Það liggur nærri, að gera saman. burð á þessum tvennu að- stæðum, og enginn efast um þann samanburð, þegar litið er á umhorfið í heiminum núna. Þrátt fyrir allar skuldir og basl síðari ára, verður það þó að segjast, að sumar af þeim skuldastofnunum hafa verið þjóðþrifafyrirtæki, þeg- ar litið er á það, sem fengið er í aðra hönd. Eins og Elliða- árstöðin var hinn raunveru- legi grundvöllur Sogsvirkjun- arinnar, hefir Glerárstöðin verið upphaf og grundvöllur L a x á r virkjunarinnar. Um Glerárstöðina voru forðum nokkrar deilur. Um Laxár- virkjunina sáralitlar — að minsta kosti í samanburði við á Sogsvirkjuninni hér. Hjá Akureyringum var um tvö fallvötn að ræða: Goðafoss eða Brúarfossaþrengslin í Laxá. Árni Pálsson verk- fræðingur gerði virkjunar- áætlanir fyrir báða staðina, og á árinu 1937 fékst ríkis- ábyrgð fyrir 4/5 af tveim miljónum króna, sem mest- part var lánað í Danmörku. f fyrrasumar, rétt eftir slátta- byrjun hófst verkið, en fram- kvæmd þess var með talsvert líku móti og virkjun Sogs. fossanna. Danska verkfræð- ingafirmað Höjgaard & Schultz tók að sér byggingu raforku- versins og lauk því með mestu prýði og ánægju allra aðstand- enda, á tilsettum tíma. Yfir- verkfræðingur firmans við þessa virkjun, ing. Suhr Hen- riksen hefir verið vakinn og sofinn í því að verkið gengi sem greiðast, og kvað sam- vinna hafa verið hin ágætasta milli hans og forráðamanna Akureyrarbæjar, sem einnig hafa staðið einhuga að þessu mikla þjóðþrifafyrirtæki, með borgarstjóra sinn, Stein H. Steinssen í broddi fylkingar. Á honum hefir hvílt mestur vandinn um framkvæmd málsins, bæði lánsútvegun er- lendis og samninga við fram- kvæmd verksins. , —Fálkinn 20. okt. Or borg og bygð Séna Egill H. Fáfnis, frá Glenboro, var staddur í borg. inni á mánudaginn, kom norðan frá Otto og Lundar, þar sem hann flutti guðsþjón- ustur á sunnudaginn. * FRÓNS FUNDUR verður haldinn í Goodtemplarahúsinu næsta mánudag, 27. nóvember. Séra Valdimar .1. Eylnnds flyt- ur erindi. Miss Ragna John- son syngur einsöngva. Miss Thelma Guttormsson piano solo. Páll S. Pálsson flytur upplestur. Allir velkomnir. Fyllið húsið! CANADA’S OLDEST DISTILLERY G‘W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED * Stofnaett 1832 Elzta á.fentrÍHgerö 1 Canada Thl« advertlftement íp not inserted by t.he Government I^iquor Control Com- mission. The Commlssion is not responsible for statements made as to quallty of Produets advertised. Gefin saman í hjónaband þ. 18. nóv. s.l., voru þau Mr. Charles Eugene Gobert og Miss Irma Thelma Sturlaug- son, bæði til heimilis i Selkirk. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavígslan fram að heimili móður brúðarinnar, Mrs. H. Sturlaugson, ekkju Helga sál. Sturlaugssonar, fyrrum kaupmanns í Selkirk Foreldrar brúðgumans, Mr. og Mrs. Charles C. Gobert, eru og búsett þar í bæ. Á eftir hjónavígslunni fór fram veg- legt samsæti á heimili móður brúðarinnar, þar sein allstór hópur ættingja og vina brúð. hjóna voru saman komnir Heimili hinna ungu hjóna verður í Selkirk.— * Hér með skal athygli fólks vakin á því, að hinn gómsæti, íslnezki harðfiskur er nú aft- ur kominn að heiman, og er til sölu hjá Steindóri Jakobs- svni að 680 Sargent Ave. og umboðsmönnum hans út um bygðir fslendinga. Betra er að senda inn pantanir, sem fyrst, því fiskurinn flýgur út, og óvíst nær unt er að nálgast hann aftur að heiman. Skyr, mysuostur, reyktar kinda- kjöts rúllur og íslenzkur salt- fiskur fæst einnig í verzlun Steindórs Jakobssonar. Lesið auglýsingu á öðrum stað i blaðinu. f Bandaríkjunum er harðfiskpakkinn seldur á 35c en i Canada á 30 cent. * Junior Ladies Aid of First Lutheran Church will hold Christmas festival December 2nd. A sale of fancy work and goods suitable for Christmas gifts, home cooking and candy. Guests will be received by the president, Mrs. .1. Snidal, and conveners: Mrs. O. Bjorn- son, Mrs. Robert Broadfoot; home . cooking in charge of Mrs. J. Thordarson, Mrs. C. Nordman, Mrs. K. J. Back- man; candy: Mrs. S. Simmons, Mrs. Grace Johnson; aprons and novelties: Mrs. H. Eager, Mrs. B. MacAlpine; dolls: Mrs. E. F. Stephenson, Mrs. G. S. Eby; Knitting: Mrs. B. Bald- win, Mrs. H. A. Lillington. Refreshments will he served. Program in the evening. + Mr. Grettir L. Jóhannsson, ræðismaður fslands og Dan- merkur, hefir góðfúslega látið Lögbergi í té eftirgreindar upplýsingar um siglingar og póstgöngur milli New York og Reykjavíkur. E i m s k i p i ð “Katla” kemur til New York laust fyrir lok þessa mánaðar, og siglir þaðan 6. desember, eða því sem næst. Ráðgert er að “Goðafoss” komi til New York fyrstu vikuna í desem- ber og sigli heimleiðis þann 11. desember. Einnig er talið líklegt, að “Dettifoss” sigli frá New York fyrir jól. Þess- ar upplýsingar gera fslending- um vestanhafs hægra um vik með að koma pósti til íslands. Sérhvert bréf verður að vera merkt “via New York,” og nafn skipsins jafnframt skráð á það. Upplýsingar þessar bárust Gretti ræðismanni í símskeyti frá Vilhjálmi Thor, umboðs- manni fslandsstjórnar í New York,— Mr. Jón Guðbrandsson, um- boðsmaður Eimskipafélags fs- lands í New York, símaði hr. Árna Eggertssyni Eimskipafé- lags stjórnarnefndarmanni hér í borg, hliðstæðar upplýsingar um ferðir “Fossanna.” + Mrs. Margrét Gilsson, sjötíu og sjö ára gömul, andaðist að heimili sínu i Selkirk, eftir sex vikna legu, þ. 15. nóvem- ber s.l. Var fædd að Selsgarði á Álftanesi, í Gullbringusýslu, þ. 6. júní 1862. Foreldrar hennar Snorri Grímsson og Helga Gamalíelsdóttir. Mar- grét kom til Canada, frá fs- landi, árið 1900. Eftirlifandi maður hennar, Hallur Gilsson, kom að hemian árið 1901. Þau hjón giftust í Winnipeg þ. 19. nóv. 1906. Voru fyrst til heimilis hér í borg, en settust síðan að í Selkirk-bæ og áttu þar heima jafnan síðan, um þrjátíu og tvö ár. Hallur Gils- son er ættaður úr Mýrasýslu og uppalinn þar. Þau hjón eignuðust eina dóttur, er Ingi- björg heitir, sem stundar skrifstofustörf í Selkirk. — Mrs. Margrét Gilsson var góð kona og vinsæl. Var það hjartasjúkdómur, sem yfir- bugaði hana. Jarðarförin fór fram frá heimilinu, með hús- kveðju, og siðan með útfarar- athöfn í kirkju Selkirksafn- aðar. Fjölmenni viðstatt. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng.— Þau feðgin, Mr. Hallur Gilsson og Miss Ingibjörg Gilsson, þakka ástsamlega hluttekn. ingu vina og nágranna í sam- bandi við sjúkdómsstríð og burtköllun hinnar góðu konu, svo og fagrar blómagjafir við útförina. Sérstakar þakkir vilja þau færa þeim Miss Lilju Magnússon og Mr. Oddi Seins- syni, fyrir mikla hjálp og dýrmæta. —• Blöð á Suður- landi heima eru beðin að geta um andlát þessarar mætu konu. Borgið Lögberg nú þegar i3iuiincöíj DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.