Lögberg - 30.11.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.11.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1939 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjft THE EMPIRE SASH & DQOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Frá Jórsalaför Eftir séra Ásmund Guðmundsson Allmörg ár cru síðan við Magnús Jónsson prófessor höfðum fyrst orð á því okkar í milli, að við þyrftum að komast til Gyðingalands til þess að fá fyllri og gleggri skilning á mörgu, er varðaði kenslu okkar. Okkur nægðu ekki bækurnar, við yrðum að sjá landið sjálft eins og það er. Við vissum það líka. að guðfræðikennarar við aðra há- skóla höfðu sömu skoðun og lögðu kapp á að komast til landsins helga. En fyrir okk- ur væri öll aðstaða í örðugasta lagi. Við gætum ekki ferðast nema í sumarleyfinu, þegar hitinn væri mestur í Gyðinga- landi og okkur mjög erfiður, nyrztu Norðurlandabúum, og ferðin löng og kostnaðarsöm. Fyrir tveimur árum fékk svo Magnús styrk úr Sáttmála. sjóði til Palestínuferðar. En hann gat ekki farið þá né næsta suinar vegna ófriðarins í landinu. í vor var mér veitt- ur samskonar Sáttmálasjóðs- styrkur og við ákváðum að fara saman sem fyrst. Að visu var enn ófriðlegt í landi og stríðsblika yfir veröldinni, en við vissum, að við mynd- um sjá eftir því alla ad'i, ef við létum tækifærið ganga okkur úr greipum. Embættis- prófi var hraðað við guðfræði- deildina, og við gátum lagt í haf 19. maí. VTið afréðum |iað að haga svo ferð okkar, að við kæmum til Egiptalands á undan Pale- stínu. Fyrst og fremst þótti okkur sjálfsagt að sjá Egipta- land, er við legðum á annað borð til Austurlanda, svo töld- um við betra, að Austurlanda- áhrifin kæmu ekki öll yfir okkur í einu í Palestínu, og loks kusum við helzt að fara leið Móse og ísraelsmanna forðum frá Egiptalandi um Sínaíeyðimörkina. Reynslan sýndi okkur seinna, að þetta var rétt ráðið. Við vorum miklu fljótari til að átta okk- ur á mörgu, sem við sáum og heyrðum í Palestínu fyrir dvölina áður í Egiptalandi, og kunnum hlátt áfram betri tök á að ferðast þar. En leið Móse gátum við þó ekki farið. Hún var algerlega bönnuð ferða- inönnum sökum lífshættu, er stafaði af óeirðunum i Pale- stínu. Skothríð kynni að dynja á bilum, er færu þessa leið. Eina leiðin, sem um var að ræða til Gyðingalands, var þvi járnbrautin norður og austur frá Kaíró um El-Kantara við Suezskurðinn og svo með sjón- um alt til Lýddu í Júdeu. Þaðan yrðum við svo að taka híl til Jerúsalem, því að járn- brautin þangað frá borgunum Jaffa og Tel-Aviv um Lýddu hafði verið sprengd i loft upp. Við sættum okkur vel við það, þótt við yrðum að víkja nokk- uð frá áætlun okkar, því að satt að segja höfðum við bor- ið kvíðboga fyrir því, að enska stjórnin kynni að banna mönnum algerlega að ferðast inn í landið og um það, hefði verið þungt að hverfa aftur við svo búið. Kl. hálf sex laugardags. morguninn 24. júní rann járn- brautarlestin með okkur rétt hjá Rapha inn á milli tveggja grinda, sem á var letrað stór- um stöfuin: Palestine. Þar voru suðurlandamærin. Allir fóru úr lestinni, og nú feng- um við að stíga fæti landið helga. Lestin var full af her- mönnum, sem Englendingar voru að senda inn í landið, og við landamærin lágu her- menn við í tjöldum. Sáum við þegar, 'að alt landið mvndi vera í hers höndum. Það væri enn að því leyti í líku ástandi og á dögum Krists, munurinn aðeins sá, að þá höfðu Róm- verjar töglin og hagldirnar, en nú Englendingar. Þótt vega- bréfin okkar að heiman væru í bezta lagi og brezki konsúll- inn í Reykjavik hefði skrifað þau, þá urðum við nú að fá sérstakt leyfi til þess að ferð- ast um Palestínu. Það gilti aðeins örfáa daga, og við yrð. um að fá það endurnýjað í Jerúsalem. Seinna um inorg- uninn urðum við oft að sýna þetta leyfi, því að enskir her- menn stöðvuðu bílinn okkar hvað eftir annað á leiðinni til Jerúsalem og kröfðust skil- ríkja. Það er skemst að segja, að hernaðarástandið í landinu olli því, að við vorum ekki frjáls- ir ferða okkar hvert sem við vildum. Sumar leiðir voru algerlega bannaðar, við öðrum vorum við varaðir, enda þótt við gætum farið með því að eiga alt á hættu sjálfir, “at vour own risk,“ eins og ensku hermennirnir sögðu. Bryn- varðir bílar með vélbyssum og fujlir af hermönnum þutu um Iandið fram og aftur, og í Jerúsalem var svo strangur hervörður, að við Jaffahliðið, vesturhlið múranna inn í gömlu borgina, var sett upp gaddavírsgirðing, svo að menn gátu aðeins gengið inn einn og einn. Urðu karlmenn að rétta upp hendur, meðan leit- að var vopna í vösum þeirra, en dauðarefsing lögð við, ef nokkur fundust. F"yrir glugg- um á sumum almenningsvögn- um voru málmgrindur til varnar þvi, að sprengikúlum yrði varpað inn. Og alstaðar þar, sem hættulegast þótti, voru enskir hermenn alvopn. aðir. Þessar varúðarráðstaf- anir voru ekki heldur að ó- fyrirsynju. Því að nú væri a*gilegt stríð í Palestínu milli Gyðinga og Araba, væri þar ekki enskur her. Hvorir- tveggja eru mjög óánægðir. Gyðingar yfir “hvíta blaðinu” svo nefnda, sem enska stjórn- in gaf út og takmarkar stór- um innflutning þeirra inn í landið, kenna þeir Aröbum um og óeirðum þeirra, er hafi dregið úr Englendingum að standa við loforð sín. En Arabar sjá, sem er, að Gyð- ingar eru þeim ofjarlar í öll- um greinum og þeir muni ekki standast þeim snúning í sam- kepninni um landið, hvað sem “hvíta blaðinu” líði. Þeir telja sig hafa helgað sér landið me$ því að hafa átt þar heima öld. um saman undanfarið og þjóð- armetnaði sínum sáran inis- boðið með því að hleypa ann- ari þjóð inn í landið. Fleiri hryðjuverk cru vafalaust unn- in af hálfu Gyðinga, þótt í samkunduhúsum þeirra sé mjög lagt út af fimta boðorð- inu: Þú skalt ekki mann deyða. Munu þeir gera sér vonir um það, að Englending- ar verði eftirlátari við sig, er þeir sjái, i hvert óefni sé komið. Ægilegastar eru spreng ingarnar og ókleifast að var- ast þær. Þannig var t. d. 'stúlka látin leggja sprengju- kúluböggul inn í almennings- vagn rétt við Jaffahliðið, sem átti að fara veginn suður tii Betlehem og Hebron. Kúlan sprakk, þegar vagninn var að leggja af> stað, og fórust yfir 20 Arabar. Dagana, sem við voruni í Jerúsalem, urðu einnig sprengingar og var Ijótt að sjá, hvernig. húsin Iitu ut ettir þær; einn morguninn kl. 7 sprakk kúla við dyrnar a barnaskóla í það ínund, sem börnin áttu að fara inn. En til allrar Guðs mildi hlaust ekki lífstjón af. Mér var sagt, að 10—15 manns myndu drepnir á hverjum degi að meðaltali. Þessi hætta, sem gat vofað yfir hverjum manni og hvenær, sem var, setti sinn blæ á fólkið í Jcrúsalcm. Það var eins og farg hvíldi yfir flestum. Við reyndum auðvitað að fara varlega, gengum yfirleilt ekki út eftir það að dimt var orðið og vorum altaf báðir saman. Stundum höfðum við Araba með okkur fyrir fylgd- armann, en þeir hafa sérstak- an höfuðbúnað, hvíta þri- hyrnu langt aftur á bak bundna með skarbandi. Vor- um við þá nokkurn veginn ör- uggir fyrir skotum Araba, þvi að við höfðum sönnunina með okkur fyrir þvi, að við værum ekki Gyðingar. Þegar enskir hermenn komu til okkar og sögðu, að lífshætta gæti verið að fara lengra, eða þeir myndu ekki fara þessa leið byssulausir, þá snerum við venjulega við. Þó kom það fyrir, að við gleymdum öllum hættum eða létum þær eiga sig. Við gátum ekki annað en haldið lengra og lengra. Og okkur auðnaðist að sjá alt, sem okkur langaði mest til. Hér gefst aðeins rúm til að drepa á fátt eitt. * Lengstan tíma dvöldumst við í Jerúsalem, rúinan hálf- an mánuð, frá 24. júní til 11. júlí. Áttum við heima á á- gætuin stað rétt hjá Damaskus hliðinu, sem er á norður- múrnum um Jerúsalem fornu. En það var gamla borgin, sem við vorum um fram alt komn- ir til að heimsækja. Norð- austurhluti hennar með £rá- um húsum, hvolfþökum og mínarettum blasti við svölun- um okkar, og fyrir handan bungurnar þrjár á Olíufjall- inu, þar sem háir turnar rísa og skógarlundir eru i milli. Há furutré uxu fyrir framan gluggana okkar, þar sungu spörvar allan daginn. Og öðru hvoru ómaði borgin öll af klukknahringingum. Einhver fyrsta gangan okk- ar var upp á Olíufjallið. Geng- um við fyrst austur með norð- urmúrnum og þá niður i Jósafatsdal, sem heitir þarna öðru nafni Kedrondalur. en Kedronlækur var nú alveg þur. í dalbotninuin er að vaxa upp ungur, silfurlitur olíuviður. Olíufjaílið er ekki hrjóstrugt og bert, eins og því er lýst í sumum ferðabókum, heldur er það svo grasi vaxið, að grænum blæ sla*r á það á vor- in, en nú var grasið orðið brúnleitt. Uppi á fjallinu komum við i “Uppstigningar- kirkjuna.” Hún er nú ekki annað en hringreistur garður undir beru lofti, en inni í hon- um miðjum er lítið byrgi með hvolfþaki yfir. Það er snjó- hvítt innan og sýnist þar iniklu hærra en að utan. Á initt gólfið er feld marmara- hella og marmarasteinar í kring. f helluna er markað spor eftir h;egra fót, þar sem Jesús á að hafa spyrnt, ei hann steig upp til himins. Við þennan veg upp á Olíu- fjallið stendur Getsemane. Að sönnu greinir menn á um staðinn, t. d. heldur Natan Söderblof erkibiskup fram öðrum stað í bók sinni, “Kristi pinas historia,” helli einum djúpum, þar sem verið hafi olíupressa, en “af olfuþrúgan sá auknafn bar.” Þessi skoð- un hafði mér virzt mjög sennileg, en nú breyttist þetta. Sennilega hefir mestöll vest- urhlíð Olíufjallsins verið vax- in olíuviði á Krists döguin, eins og nafnið bendir til, og fornar olíupressur hafa fund- ist um hana alla. Svo var náttból engu betra i helli en undir oliutrjám, nema regn væri, en þá var ekki nema fárra minútna gangur til gist- ingar í Betaníu. Liklegasti staðurinn er neðarlega í fjalls- hlíðinni, þar sem vegurinn kemur upp úr Kedrondalnum, því að erfikenningin forna, að þar hafi Jesús háð sálarstríð sitt, styðst við það, að gamlar kirkjurústir hafa fundist á staðnum og aðrar enn eldri nndir þeim, eða svo sagði okkur Aage Schmidt fornfræð. ingur, sem lagt hefir stund á fornmenjagrðft í Palestinu síðustu áratugina. Nú eiga Fransiskanar þennan blett og hafa girt hann háum múr. Þeir hafa reist á honum fyrir 13—14000000 króna einhverja fegurstu kirkjuna, sem eg hefi nokkuru sinni séð, lausa við alt útflúr og prjál. Hvelfing er við hvelfingu og allar lagð- ar mósaiki. Svo er gólfið einnig. Súlur úr rauðum steini frá Betlehem. Gluggar úr lituðu gleri og alabastri. ínni er hálfrokkið, nema þeg- ar kveikt er á raflömpunum. Þeir sjást ekki, en birtan verður dularfull og unaðsleg. Yfir altari er máluð afarstór mynd af Kristi í Getseinane, ódauðlegt listaverk, að eg hygg. Kristur horfir upp, og er eins og geislaregn streymi yfir hann. Engill réttir hon- um bikar. og lýsir af bikarn- um. óumræðileg kvöl er yfir andlitssvip Krists og vekur hugsanir Hallgrims í sálmin- um: “Jesús gekk inn i gras- garð þann,” og þó einkum þessa: “Mín synd, min synd, hún þjáði þig. Þetta alt leiðstu fyrir mig.” Fyrir framan altarið er klett- urinn, sem talið er að Jesús hafi látið fallast fram á, og breiddur yfir hann dúkur næst altarinu. í kingum hann log- ar á fáeinum lömpum, sem mintu mig á lampana fyrir framan háaltari Péturskirkj- unnar í Róm. Yfir sumum þeirra eru silfurfuglar með drúpandi vængjum. Hjá kirkj- unni er olíuviðarlundur og blómabeð. Trén eru aðeins örfá og æfagömul, 13 alda a. m. k., fullyrða Fransiskan- ar. Er steinmn hlaðið upp við stofn sumra þeirra þeim til styrktar. Reiturinn er unaðslegur. Að skilnaði voru okkur gefin bæði blóm og olíuviðarlauf úr Getsemane- garði. Framh. flMHERST «^^Vt$255 qo - 25 oz. 10 oz. - 40 oz. $4.40 25 oz. $2.80 ínSiíst cRVSTflt o.v m „ cc . 25 OZ. 40 oz. $3.5o This advertisement is not puhlished or displayed by the Liquor Control Board or by tlie Governmeiit of Manitoba. ** M I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.