Lögberg - 30.11.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.11.1939, Blaðsíða 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1939 Þjáðist í Tvo Mánuði af Brjóstþyngslum Buckley’s Mixture reið baggamun ♦ Sérhver sá, er þjáist af brjóst- þyngslum, flú, hósta, kvefi eða rnæ'öi, ætti aS nytfæra sér reynslu þessa Peterboro manns, sem fékk skjóta bót meina sinna. Sonur hans, Mr. J. Desmond, segir: “Faðir minn hafði þunglega þjáðst síðustu tvo mánuði af brjóstþyngsl- um, og ekkert, sem við reyndum, virtist koma að haldi. Boks reynd- um við Buckley’s Mivture. Þetta var fyrir tveim vikum. Nú er hann eins og nýr maður.” Brjóðstþyngsli og þrálátt kvef láta fljótt undan Buckley’s Mixture. Þér finniS mis- .. muninn eftir fyrstu inntökuna; hóstinn minkar, og harður hráki losast upp og andardrátturinn verð- ur auðveldari. Eigið ekkert á hættu. Kaupið Buckley’s Mixture. YFIR 10 MIBJÓN FLÖSKUR SELiDAR ! Pistill að heiman Reykjavík 20. okt., ’39 Herra ritstjóri Einar P. JónssiTn:— Heill og sæll! Oft hefir hugurinn hvarflal vestur til ykkar, þó ekki hafi orðið af því að senda þér línu fyr en nú. Þá er fyrst að þakka þér Lögberg, sem eg hefi fengið með skilum þessi tvö ár, þar til nú á þessum síðustu og verstu tímum, m. ö. o. síðasta blað, sem eg fékk var frá 24. eða 25. ág. s.l. og þá fékk eg um leið nokkur blöð frá góð kunningja mínum Guðmundi leikhússtjóra Christie af Free Press, og er það það síðasta sem eg hefi af blöðum feng- ið, enda skipagöngur mjög ó- reglulegar síðan stríðið hófst. Ekki getur það heitið bréf að ekki sé minst á tíðarfarið og er mjög ánægjulegt að minnast þess, því það er varla hægt að segja að það hafi verið annað en einmuna tíð síðan fyrir páska s.l. vor'og varla hægt að segja að hér hafi komið næturfrost, sem heitið getur, aðeins einu sinni sézt snjór í fjöllum og þrír norðan kalsaveðurs dagar um mánaðamótin Júní og Júli, enda muna víst ekki elztu menn eftir jafn góðu og sól- ríku sumri. Um afkomu bænda, fjár og garðrækt sérð þú í blöðunum, samt vil eg geta þess hér, að eg hefi dá- lítinn garð hér fyrir innan bæinn, og kunningi minn vestra sendi mér nokkra fræ- pakka, þar á meðal grænar baunir, og er eg ekki í vafa um, að grænar baunir geta vaxið hér í meðal ári, með góðum árangri. Eg hafði nú einú sinni hugsað mér að senda þér dá- litinn útdrátt af tildrögum og tilhögun Vestmannadagsins, en eg held eg sleppi því fyrst svona er langt um liðið, samt vil eg segja það og undirstrika að eg hefi aldrei starfað í nefnd sem hefir verið jafn samhenf og vinnufús, og eins má segja um þá, sem leitað var til um margvíslega aðstoð að það sýndust allir vilja alt fyrir okkur gera. En vonbrigði voru það, að Gunnar ritstjóri Björnsson gat ekki komið. Mikið hefir aukist skilning- ur og vinsemd i garð Vestur- fslendinga við för Jónasar Jónssonar alþingismanns vest- ur um haf, og nú er fyrir skömmu kominn að vestan alþingisinaður Thor Thors, er haldið hefir tvö hin prýðileg- ustu erindi í útvarpið, annað um New York sýninguna og hitt nú s.l. sunnudag um Vestur-fslendinga og för sína meðal þeirra og er eg að vona að það komi á prenti, því þar fer sainan næm eftritekt og glöggur skilningur, og á sá góði maður hinar beztu þakk- ir fyrir. Þetta stríð, sem nú geysar, hefir óefað margar miður góð- ar afleiðingar í för með sér fyrir okkur hér heima, at- vinna og verzlun er hætt við að dragist mjög saman þar sem allur aðdráttur er yfir sjó og siglingar torveldar mjög, og aðdráttur þar af leiðandi allur dýr, sem orsakar hækkandi vöruverð. Þó hefir ríkisstjórn- in snúist fljótt og vel við, í samráði við Eimskipafélagið, að ná í vörur fyrir lands- menn. S.l. ár var hér sett á stofn af ríkisstjórninni verðlags- nefnd, sem á að hafa það með höndum að ekki sé óhæfileg álagning á vörum, og hefir sú nefnd tvímælalaust gert afar mikið gagn, en vanþakklátt verk hygg eg sé að starfa í þeirri nefnd og ekki allir þakk- látir fyrir að hún varð til, en G*W UOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta áfengrisgerð ( Canada CANADA’S OLDEST DISTILLERY OLD RYE WHTSKY (Gamalt kornbrennivín) This advertisement i» not innerted bv the Government Liquor Control Com- mis8ion. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. þú veist hvernig það er, að það eru wfinlega menn, sem halda því fram að sú stjórn sem aö völdum situr sé sú versta, sem nokkurn tíina hafi farið með völd, en eg hygg að það hafi verið vel ráöiö aö j samvinna náðist um stjórn landsins. Nú ætla eg með þig austur á okkar fagra Fljótsdalshérað, eg nefnilega brá mér þangað í sumar, fór sjóleiðis suður um og austur til Eskifjarðar og þaðan norður um landveg til baka. Héraðinu þarf eg ekki að lýsa fyrir þér, en ánægjulegt er þar að koma í góðu veðri og vona eg þú eigir eftir að njóta þar nokkurra sólríkra sumardaga og gista hjá hin- uiji höfðinglega bónda Sveini Jónssyni á Egilsstöðum. Mig Iangaði að skjótast á Seyðis. fjörð og hitta Þórarinn bróð- ur þinn, en af því varð nú ekki. Það eru nú-orðin rúm tuttugu og átta ár síðan við Þórarinn áttum heima í saina húsinu á Agnes St. í Winnipeg hjá Stefáni heitnuin kaup- manni. Það er ekki orðinn mikill vandi að komast um á voru íandi, því vegir eru allvíða sæmilegir, þó hvergi eins góð- ur vegur og frá Reyðarfirði til Egilsstaða yfir Fagradal og heyrði eg þá austur þar þakka það að mestu hinum mikla at- hafnamanni Þorsteini kaupfé. lagsstjóra Jónssyni á Reyðar- firði hversu vel hefði tekist með vihald og vegagerð yfir Fagradal. Það tekur frá 30 til 45 mín- útur með þægilegri keyrslu friL Reyðarfirði til Egilsstaða. Eg vil geta þess héi' að það er tiltölulega ódýrt að ferðast með áætlunarbílum, enda er skammarlega lítiil skattur a gasolíu, svo að eg er hræddur að það ískraði í bilakóngnum Steindóri ef hann ætti að borga Bracken-skattinn. Eg sá grein um kunningja okkar ,1. ,1. Bíldfell í Free Press, eg get dáðst að þeim kjark og dugnaði að ætla sér vetursetu norður hjá H. B.. Svo fer eg að slá botninn í þetta að sinni. Heilsan hjá mér og minum er góð, hvað framundan er veit maður ekkert venju fremur. Kær kveðja frá okkur lii ykkar og allra kunningja. Þeir eru of margir til að nafn- greina, en af utanbæjarmönn- um, sem eg veit þú hittir, vil eg biðja þig að skila kærri kveðju til Guttorms skálds i Rivertoh og Walters Jóhanns. sonar Ieikhússtjóra í Pine Falls. Eins og eg áður tók fram hefi eg engin blöð séð síðan slríðið hófst, en eg veit að Canada stendur með Bretan- um. God Save the King! Vertu blessaður, þinn einl., Thor J. Brand. Lögdegluþjónn (við drukk- inn mann, sem slangrar eftir götunni um hánótt): — Hvert eruð þér að fara? Vegfarandi:—Heini til þess að hlusta á fyrirlestur. FIVI <~7i/Le cdlL~ptt>tj9CM Til þcss að fá &-óða bökun til húttðanna f/iini jforð os ljiifara braffð í brauð yðar, kökur, skorpusteik o}? sniákökur—þá notið FIVE ROSES Hveitið, sem fullnægir öllum kröfum Sá, sem álítur veðrið fyrir. litlegt umræðuefni, er að mínu áliti fáfróður um það, hvers vegna inenn hafa gaman af því, að tala saman. Mjög fáir menn taka tal saman í því skyni, að læra eitthvað hver af öðrum.. Samtal á að auka gagnkvæma samúð manna. Þess vegna er veðrið tilvalið umræðuefni. Það samstillir hugi þeirra, því að um það geta menn yfirleitt verið sam- ínála. Fyrsta skiyrðið fyrir skemtilegum viðræðum er gagnkvæm samúð. —Robert Lynd. Borgið Lögberg nú þegar Á íslands fullveldisdag Að ísland sé frjálst, því er eg með. Og alla sem það styðja: vel eg kveð. Á fullveldisdaginn eg fagna því: Að Fannland mitt á mörg hugtök hlý. Um framtíð þess alla er fögur von. Og fvlli það dáð hvern Snæ- lands son. Þá eftirvænting sem island ber, Og ekkert má hamla: tignum vér. Jón Kernested. DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultatlon by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. DR. ROBERT BLACK TWEED SérfræSingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum Tannlœknar 216-220 Medical Arts Bldg. • Cor. Graham & Kennedy 406 TOKONTO GEN. TRUSTS ViStalstiml — 11 til 1 og 2 til 5 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Skrifstofusími 22 251 PHONE 26 545 WINNIPEG Heimilissími 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY . Talsimi 30 877 • ViStalstlmi 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdúma. VlStalstími 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilisslmi 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. * P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. ! A. S. BARDAL íslenzkur 'lögfrœOingur 848 SHERBROOOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- • farir. Allur útbúnaSur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar 800 GREAT WEST PERM. Bldg. minnlsvaröa og legsteina. Phone 94 668 Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslmi 501 562 J. J. SWANSON & CO. ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Pœgilegur og rólegur bústaOur • i miöbiki borgarinnar Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- Herbergi $2.00 og þar yfir; meC vega peningalán og eldsábyrgS af baCklefa $3.00 og þar yfir. öllu tægi. Ágætar máltlClr 40c—60c PHONE 26 821 Free Parking for Ouests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.