Lögberg - 30.11.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.11.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1939 5 Við þetta tækifæri leyfi eg mér að fara þess á leit við alla sem hér eru viðstaddir og ekki eru meðlimir, að þeir gangi nú í í félagið, riti nöfn sín hjá fjár- málaritara hér í kvöld sem meðlimir. Árágjaldið verður sótt til þeirra þegar þeim verð- ur afhent Tímaritið í febrúar. Til ineðlimanna vildi eg segja hitt. Vilja þeir nú ekki beita áhrifum sínum við kunningjana og fá þá til að gerast meðlimi? Það er eins og við öll vitum eina vonin og eina ráðið að félagið blómg- ist, að íslendingar láti sér ant um heill þess og framför. Þótt þið kjósið nothæfa menn til að standa fyrir málum ykkar, þá geta þeir litlu áorkað nema með ykkar samvinnu og sam- bygð. Spurt verður: Hvað hafið þið að bjóða í deildinni “Frón” og því ætti eg að ger. ast meðlimur í henni? Það er ykkúr að sönnu öllum kunn- ugt um. Sex fríjar skemti- samkomur á ári ineð ágætu prógrammi, ræðum og söng og fleiru. Gott íslenzkt bóka- safn með fjölda nýrra bóka, á- samt þeim eldri, um 1600 að tölu. Þrjú dagblöð heiman frá fslandi sem koma hingað vikulega. — Timarit Þjóð- ræknisfélagsins, og síðast en ekki sízt að mæta kunningj- um sinum og skiftast á vin- samlegum kveðjum í þeim fegursta fundarsal, sem fs- lendingar hafa nokkru sinni átt hér megin hafsins. Það er vissa mín að aldrei hafi félagsskapur i þessum bæ boðið meðlimum sínum betri kjör en þau, sem þið hafið hlotið hjá “Fróni” fyrir $1, á síðari árum. Það eru tilmæli mín að þið rumskist nú, og rekið af ykkur deyfð- ina, landar, og reynið á mann- skap ykkar að fá nýja með- limi til þess tíma að næsti fundur verður haldinn í des- ember. Þrenn verðlaun verða þeim veitt, sem koma með flesta meðlimi: $5, $3 og $2, pn minst fyrir 5 nýja meðlimi. Áskriftargjaldið fyrir næsta ár verður að fylgja. Við íslendingar höfum vissu Iega ýmsra hagsmuna að gæta, sem við getum ekki fullnægt nema við vinnum saman og stöndum saman. Við höfum á liðnum árum reist okkur mörg vegleg ininnismérki, þrátt fyrir fæðina og smæð- ina í hinum mikla fjölda af allra þjóða fólki og í kapp- hlaupi um daglegt brauð og lifsviðurværi. Má eg henda á nokkur þess- ara minnismerkja, sem eg mintist á: Kirkjufélögin, dagblöðin, Goodtemplara fé- lagsskapinn og þetta veglega hús sem við sitjum í nú; gamalmennaheimilið, Jóns Bjamösonar skólann, Þjóð- ræknisfélagið og söngfélögin, karlakórinn, J. S. félagið o. fl. o. fl„ og síðast en ekki sízl gotl álit sem æskilegir borg- arar þessarar ungu þjóðar. Þessara hagsmuna getum við ekki gætt nema með sain- vinnu og sameiginlegum á- tökum en með þeim höfum við næga krafta enn, að sjá beim öllum vel borgið. Eg er enginn kirkju eða flokksmaður, og eg get ekki sagt mér þyki neitt sérstak- lega vænt um presta nema hann séra Eylands, af þvi hann ætlar að flytja hér ræðu fyrir okkur í kveld. Mér hafa oft fundist viku- hlöðin okkar æði léleg og sama hefir mér virst um margt, sem við höfum haft með höndum að þvi vera ábótavant, eins og alt sem meira og minna ó- fullkomnir menn hafa með höndum, en þrátt fyrir það hafa allar þessar stofnanir veitt okkur ómetanlegt gagn og munu veita okkur meðan þær standa og eg get ekki séð hvernig við kæmumst af án þeirra, og þó talið okkur góða íslendinga, og haldið heiðri og áliti hjá þjóðinni sem við búum með eða í oklcar eigin meðvitund sem hverjuin sér- stökuin einstakling ríður á mestu. Samtals við Thors (Framh. frá bls. 1) Bergmann lögmaður er vara- forseti háskólaráðsins. i bóka- safni háskólans er geymt hið inerka íslenzka hókasafn, sem Arnljótur ólsson gaf. í Winnipeg er Skóli Jóns Bjarnasonar, sem stofnaðui var af hinum mikla kenni- manni, sr. Jóni Bjarnasyni, í þéim tilgangi að halda uppi íslenzkri tungu og menta ísl. ungmenni. Skólanum er hald- ið uppi af íslendingum. Skóla- stjóri er nú séra Rúnólfur Marteinsson, hinn mætasti maður. i Winnipeg eru gefin út bæði hlöð islendinga, Lögberg og Heimskringla, og þar eru aðalbækistöðvar beggja ís- lenzku safnaðanna vestra, Lúterska safnaðarins og Hins sameinaða kirkjufélags í Vesturheimi. Stendur trúarlíf fslendinga þar í borginni í miklum blóma og eiga báðir söfnuðirnir veglegar kirkjur. Þar hefir og stjórn Þjóðrækn- isfélagsins aðsetur.— Þótt íslendingar séu aðeins um 7,000 í Winnipeg gætir þeirra talsvert í horgarlífinu, enda eru í hópi þeirra fjöl- margir ágætis menn i öllum stéttum, er mikils álits njóta, einnig hjá hinni enskumæl- andi þjóð. íslendingum í Winnipeg er mikill vandi á höndum, að vernda isl. tungu, þvi þrátt fyrir samheldni þeirra, gefur að skilja, að dagleg viðkynn- ing þeirra og viðskifti eru samgróin hinu brezka fólki og ættir þeirra hljóta eðlilega að blandast. Þarf því mjög sterk átök til þess að tungan glatist ekki hinni ungu kynslóð. En þar hefir þjóðrækni islend- inga unnið kraftaverk. * Frá Winnipeg ferðaðist eg um bygðir islendinga við Sel- kirk, að Gimli, í Nýja íslandi og í Argyle. Eg hefi áður lýst því, hversu mér fanst þjóð- ræknin og vinarhugurinn til íslands og ísl. þjóðarinnar ein- kenmi allar þær samkomnr, er eg kom á. Alt það, sem getur verið ísl. þjóðinni til styrktar og velfarnaðar, er Vestur-ís- lendingum innilegt gleðiefni. Þeir óska þess af alhug, að þjóðin beri gæfu til að standa saman í haráttu sinni og fögn- NIAGARA Gallónan Portvín og Sherry BIÍAGÐBETRA — Stórum gómsætara vegna geymslunnar I vióaríláti. STERKARA—Þvl sem næst 28% aö styrkleika. DRÝGRA—GæSi, sem jafnast á við margar dýrari tegundir. Selt í öllum stjórnarvínsölubúðum CANADIAN WINERIES LTD. Head Office: TORONTO Bronches: NIAGARA FALLS — ST. CATHARINES LACHINE, QUE. This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products .advertised. uðu einlæglega hinni vaxandi viðleitni í þá átt. Meðan eg dvaldi hjá fólk- inu í þessum fslendingabygð- um, fanst mér eg vera heima. Eg hefi aldei vitað það fyr hversu víðlent ríki Fjallkon- unnar er og hve traust og viða tengjast bönd við ísland. f sveitinni verndast ísl. tunga betur en i fjölmenni stórborgarinnar. Ungu börnin tala þar islenzku saman. Víða í sveitinni virtist mér sem menn og málleysingjar skildu ekki annað en íslenzku. ógleymanlegust af öllum heimsóknum mínum verður mér koman á elliheimilið Betel á Gimli. Það er sagður íslenzkasti bletturinn i Vest- urheimi. Þar eru um 55 gamalmenni og mun helming- ur þeirra kominn yfir áttrætt. fslenzkar konur vestra beittu sér upphaflega fyrir fjársöfn- un til þessa elliheimilis og ís- lendingar standa . einir að rekstri þess. Þar hafa marg- ir lagt sinn skerf, misjafnlega stóran, eftir getu. Stórtæk- astur mun hafa verið hugvits- maðurinn Hjörtur Þórðarson i Chicago, er gaf 10 þús. dollara til heimilisins. En verndari stofnunarinnar er nú dr. B. J. Brandsson í Winnipeg, sem af göfugmensku sinni hugsar um heimilið, sem góður faðir. Gamla fólkinu líður þarna unaðslega vel. En þrátt fyrir dásemdir umhverfisins fanst mér hugurinn vera heima — heima við bernskuniinning- arnar og hjá gamla landinu. * Síðasti fundurinn er eg kom á var að Mountain í Norður Dakota, hinni dásamlega fögru íslendingabygð. Þaðan eru ættaðir og uppaldir margir hinna alfremstu íslendinga vestan hafs. Á þenna fund hafði hinum ótrauða varaforseta Þjóðrækn- isfélagsins, prófessor Richard Beek, borist bréf frá ríkis- stjóra Norður Dakota. Bréfinu lýkur með kveðjuorðum lil fslendinga, á þessa leið: Mér þætti vænt um, að þér vilduð skýra frá því hversu mikið álit við í Norður Dakota höfum á fólkind, sem er af íslenzku bergi brotið. Eg tel að með sanni megi segja, að miðað við fólksfjölda hafi fólkið frá sögueyjunni borið af öllum öðrum þjóðum og það þótt Norðmenn séu með- taldir. Fundarmönnum þótti að sjálfsögðu mjög vænt um þenna vitnisburð frá æðsta manni ríkisins. Hann heitir John Moses og er Norðmaður að adt. Hann var jafnframt svo elskulegur, að hjóða inér daginn eftir til árdegisverðar í höfuðborg ríkisins, Bismark. Er eg hitti hann þar. ásamt ýmsum æðstu mönnum ríkis- ins og kvaðst vilja þakka hon- um sérstaklega fyrir hin vin- gjarnlegu ummæli í garð fs- lendinga. Það er fyrir ekkert að þakka, sagði hann þá. Hann kvaðst í a'sku heima í Noregi hafa lesið fslendinga- sögurnar og ekki kynst betri bókmentum. Einkum dáðist hann að Njálu. Hann sagðist hafa fylgst með íslendingum í ríki sínu og vita, að þeir verðskulduðu lof úmfram aðra menn. —Mbl. 24. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.