Lögberg - 30.11.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.11.1939, Blaðsíða 6
fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. NóVEMBER, 1939 Leyndarmálið í turninum \ Eftir ANTHONY HOPE J B ýlilIllllllilllllll>!lllll!ll!lllll!IUllll!llllllllll!illl!!!lllil!l!Ulli:ili!li;!;i!!iii!!l!!lllll!lllllllll!!llill!lllllllll!IIII!!Uillllli!ii!!!lll'll!llllllli!llíl:ll!ii!!l!ii^ En atferli bófanna væri' þó viðbjóðslegt — þa® væri andstyggilegt; og flokksforinginn myndi halda að hann hefði náð sér niðri, unnið sigur — yfir velgjörðamanni sínum einnig og verndara, hugsaði Beaumaroy með háðslegu brosi. Flokks- foringinn átti vissulega skilið að verða verulega skelkaður, — og ef unt væri, fá duglega lúskrun. Eftir þær hegningar mætti svo sparka honum út; ef til vildi — ójá, vesalings dýrinu — með hand- fylli af Radbolts gullinu. Þau myndi aldrei sakna þess, því þau vissu ekki hversu mikið af því væri þarna, og slík skerðing á löglegri eign þeirra myndi á engan hátt ónáða samvizku Beaumaroys. Og hvað um vitorðsmanninn — glæpafélag- ann? hugsaði hann og ypti öxlum. Af reynslu sinni um flokksforingjann, frá stríðsárunum, vissi hann vel, að sá heiðursmaður væri alræmdur heigull. Hann myndi ekki stympast við. Ef vit- orðsmaðurinn gerði það, var Beaumaroy albúinn til að tuskast við hann. En meðan hann væri að eiga við annan bófann, kæmist hinn kannske burtu með peningana —1 með eins mikið og hann gæti borið. Og jafnvel þótt þetta væri nú ein- vörðungu Radbolts peningar, þá fanst Beaumarov að hann gæti ekki að lokum felt sig við hugmynd- ina — þá, að annar hvor þessara óþokka þarna inni kæmist á burt með féð. En það væri heimsku- legt af sér að ráðast að þeim úr þeirri átt, er þeir byggjust við að truflun gæti komið. Á svip- stundu datt honum svo í hug önnur aðferð. Hann sneri sér við, læddist út úr stofunni og eftir ganginum að framdyrum hússins. Eftir að Neddy hafði inist veldissprota Mr. Saffrons niður í gröf Duggles kafteins (hefði hann vitað að þetta var Duggles gröf, og ekki orðið gagntekinn af þeirri heimskulegu gryllu, að hún væri ætluð. eða jafnvel — ó, sú veiklandi ímyndun — allareiðu verið legstaður Mr. Saffrons sjálfs, inyndi Neddy ekki hafa orðið svona æstur í geði) tók Mike duglega ofan í við hann. f beizkum og hvæsandi hvíslings tón og með við- eigandi orðalagi benti hann Neddy á hina hé- gómlegu heimsku barnalegs ótta og veiklandi hjátrúarvillu, sem hindraði starf þeirra og gerði framkvæmd þess ómögulega. Hin mælska rök- semd Mikes og knýjandi löngun Neddys til að komást sem allra bráðast út úr Turninum, höfðu þau áhrif, að hann kom með pokann, sem fjár- sjóðurinn skyldi fluttur í, og hélt honum — þó með skjálfandi hendi — opnum meðan Mike dembdi hverri handfylli sinni eftir aðra ofan i hann. Þeir voru í óða önn við þetta sameiginlega starf sitt, þegar Beaumaroy læddist fram ganginn og þegar hann kom að framdyrunum, stanzaði hann aftur og hlustaði. Flokksforinginn var enn á verði sínum fram- an við dyrnar. Ha.nn efaðist ekkert um að þær væri lokaðar; hafði Beaumaroy ekki fylgt Mrs. Wiles og honum sjálfum út um þessar dyr á hverju kveldi — hakdyrnar á þessu litla húsi vissu aðeins út að heiðalandinu og enginn heinn aðgangur þangað frá veginum — og lokað hurð- inni á eftir þeim með glamrandi lykli? Hann hlyti því að verða þess var, ef einhver sneri lykl- inum i skránni; og hann sneri andlitinu gegnt veginum; þaðan væri freinur mögulegt að einhver kæmi að honuin óvörum; húsdyrnar hafði hann að baki sér, þar sem hann stóð skamt framan við þær. En þegar Beaumaroy fór inn um framdyrnar,. er hann kom með Dr. Mary, hafði hann ekki af- læst hurðinni; hann opnaði hana nú hægt og gætilega, og sá í bakið á flokksforingjanum — um það var ekki að villast. Án jiess að láta undrun sína — hann hafði haldið að flokksfor- inginn vaeri áreiðanlega í turninum — tefja fyrir þeim skjótu aðgerðum, er kringumstæðurnar kröfðust, rétti hann frant hinn langa hægri hand- legg sinn, greip með heljartaki uin háls flokks- foringjans og dró hann aftur á bak inn í húsið. Maðurinn fékk ekkert svigrúm til að gefa af sér nokkurt hljóð, sein borist gæti til glæpafélaga hans, er að verki sínu voru í turnklefanum. Beaumaroy lagði hann gætilega á gólfið i gang- inum, og hvíslaði: “Ef þú hreyfir þig eða reynir að tala nokkurt heyranlegt orð, þó kyrki eg þig!” Það var nægileg hirta þarna frá ljósinu í gang- inum, til þess að flokksforinginn gæti séð i svip Beaumaroys að hann meinti það sem hann hafði sagt, og hann þorði jafnvel ekki að nudda á sér hálsinn, þó hann væri óþægilega sár eftir heljar- þrýstinginn af hinu snögga átaki Beaumaroys. Á gangsveggnum, rétt innan við dyrnar, var snaga-röð þar sem, á meðal hatta, háfna og yfir- hafna — auk hins gráa sjals Mr. Saffrons — héngu tveir langir hálstreflar , er þægilegir voru til skjóls á útigöngu gegn hráslaga heiðargjól- unnar. Beaumaroy greip treflana og fjötraði fanga sinn með þeim á höndum og fótum. Hann hafði rétt lokið þessu fljótunna starfi sínu með þeirri handlægni, er hann hafði la>rt í herþjón- ustunni, þegar hann heyrði fótatak í stiganuin. Og er hann leit upp, sá hann Doktor Mary standa þar. Biðin i herherginu uppi hafði henni fimdist vera orðin ærið löng. Hún hafði altaf átt von á að heyra fótatak Beaumaroys I stiganum, er hann kæmi upp með byrði sína. Það hljóð barst henni ekki; en í þess stað varð hún vör við því nær ómerkjanlegan hlunk, þegar skrokkúr flokksfor- ingjans valt um á gangsgólfinu. Henni datt í hug, að Beaumaroy hefði ef til vildi orðið fyrir einhverri hindrun og ætti eitthvað erfitt með byrði sína. Hún var því á leið niður stigann til að bjóða honum aðstoð sína. Við að sjá hvað þarna væri að gerast, stanzaði hún undrandi i niiðjum stiganum. Beaumaroy leit brosandi upp til hennar og mælti: “Hér er ekkert til að hræðast; en eg þarf að skreppa snöggvast út. Viljið þér hafa auga á þessum óþokka á meðan? Og, Doktor Mary, ef hann hreyfir sig eða reynir að losa sig úr fjötr- unum, þá takið bara eldskörunginn í stofunni og Iemjið í koll honum! Þökk! Er yður ekki sama þótt þér gætið hans? Og þú, flokksforingi, glevmdu ekki því, sem eg hefi verið að segja.” Um leið og Beaumaroy sagði þetta smokraði hann sér út úr dyrunum og lét hurðina gætilega aftur á eftir sér. VX. KAPÍTULI ' Af eðlilegum orsökum. Þegar Alec kafteinn kom aftur heim með ástmey sína, eftir hamingjuóskirnar og ánægju- lega máltíð að F'ornasetri, var klukkan langt gengin tólf. Samt sem áður var Jeanne — sem nú var sibrosandi og alveg ólík hinni grátmildu fylgdarmær, sem komið hafði með fórnarlambi Cransters kafteins til Inkston fáum vikum áður -s— enn á ferli og beið eftir heimkomu Cynthiu; og þar eð hún varð að inna af hendi þá skyld- unnar þjónustu — sem nú var miklu geðþekkara vegna vonarinnar um að sér yrði þá og þegar trúað fyrir munarljúíu leyndarmáli, því slíkt væri vissulega á döfinni? — þá hafði það orðið að samkomulagi milli hennar og hinna þernanna, að hún skyldi líka vaka eftir lækninum. Hún sagði elskendunum, að Mr. Beaumaroy hefði komið til að sækja Doktor Mary, og að hún hefði farið með honum, að líkindum til þess að vitja Mr. Saffrons. Hvorugu þeirra hafði þó hugkvæmst að grenslast eftir því, hvenær Mary hefði farið að heiman; þau létu sér bæði nægja að lýsa með augnaráðinu vanþóknun sinni út af þessu. Hvað það væri leitt að Mary skyldi hafa nokkur meiri mök. við þennan Mr. Saffron og Beaumaroy hans! Samt sem áður var, eins og á stóð, ánægju- legri hlið á þessu: Það væri vel gert af Cynthiu að bíða eftir Mary og gefa henni heitt te, sem Jeanne hefði lagað; og það væri líka ánægjulegt — og nú sem sjálfsagt — að Alec kafteinn sæti þarna hjá henni. Það gat vissulega ekki liðið langt um þangað til Mary kæmi heim, þar sem svo framorðið væri. Þau sátu svo nokkra stund þarna í stofunni án þess að hugsa ineira um Mary — eins og ekki var ónáttúrlegt. Þau höfðu svo margt að ræða um og ráðgera viðvíkjandi hinu nýja og undur- samlega framtíðarlífi er þau væri nú að byrja, og endurskoða liðna kynning sina; kannast varð við gamlar efasemdir og brosa að þeim; óhjákvæmi. lega afleiðing undanfarinna samverustunda varð að viðurkenna, sanna og sýna. Við jiessa hug- Ijúfu samræðu liðu mínúturnar óðfluga án þess þær væri taldar, og hefði haldið áfram að hverfa þannig, ef Jeanne hefði ekki af eigin hvöt litið inn til að minnast á það, hvað mjög frainorðið væri; hélt ungfrúin að nokkuð gæti kannske hafa komið fyrir Doktor Mary? “Hamingjan góða, það er vissulega áliðið,” hrópaði Alec kafteinn um leið og hann leit á úrið sitt. “Klukkan er meira en hálf-tvö!” Cynthiu undraði mjög að heyra þetta. “Hann hlýtur að vera mjög veilcur, gamli maðurinn,” mælti Jeanne. “Og aumingja Doktor Mary hlýtur að verða mjög lúin; að ganga heim yfir heiðina verður undur þreytandi fyrir hana.” “Ganga? Jeanne! Fór hún ekki í bíinum?” hrópaði Cvnthia forviða. Nei. Mary hafði ekki tekið út bílinn, en farið á stað gangandi með Mr. Beaumaroy; stofustúlkan hafði áreiðanlega sagt Jeanne það. “Eg skal segja þér, hvað eg ætti að gera,” mælti kafteinninn. “Eg ætla að skreppa yfir að Turnhúsinu og huga að Doktor Mary; mæti eg henni á veginum, læt eg hana koma upp í bílinn og keyri hingað heim með hana. Mæti eg henni ekki. stanza eg við húsgarðshliðið og læt Béaum- aroy segja henni, að eg sé þangað kominn til að fjytja hana heim, þegar hún sé reiðubúin. Þú ættir að fara í rúmið, Cynthia.” Jeanne, sem vissi hvað við átti, hafði sig út úr stofunni meðan elskendurnir buðu hvert öðru góðar nætur. Eftir að Alec var farinn,, var Jeánne trúað fyrir leyndarmálinu, sem hún hafði verið að vonast eftir að heyra um. Þessi burtför Alecs bar upp á sömu stund og þá, er tvær athafnir voru að gerast í Turnhúsinu. Hin fyrri var sú, að Be'aumaroy smokraði sér út um framdyranar og skildi Mary eftir við að líta eftir flokksforingjanum, er þar af leiðandi gat nú ekki lengur staðið á verði sinum á steinlagða stígnuin né heldur varað yfirboðara sína við að- vífandi hættu. Hitt var það, er stóri Neddy stað- ha>fði, að sér virtist nú vera komið eins mikið í pokann og hann gæti borið. Hann lyfti pokan- um með báðum höndum upp frá gólfinu og sagði: “Hann hlýtur að vera ein hundrað pund á þyngd, eða meira.” Það þýddi heila hrúgu al' peningum, stóran haug gullpeninga. Hræðsla hans var því- nær horfin, þar eð ekkert yfirnáttúrlegt eða jafn- vel launþrusk hafði látið á sér bæra. Hann hafði jafnvel að lokum samþykt, að Ijósin væri slökt. “Gnægð er á við góða veizlu, eins og máltækið segir, Mike,” skríkti hann í lágum hljóðum. Mike hafði látið nýjan rafvirkja í vasablys sitt. Það skein nú skært á Neddy og pokaopið, sem hann var að binda um. “Eg gæti líka fylt vasa inína,” sagði Mike, er hann leit hina álitlegu hrúgu af gulJpeningum, sem enn voru eftir í gröf Duggles kafteins. “Gerðu það ekki, gamli félagi,” ráðlagði Neddy. “Ef við þyrftum að hafa hraðann á við að komast út eða ef eitthvað slíkt kæmi fyrir, þá kærir þú Jiig liklega ekki um að í jiér glamri eins og Ijósahjálms glerskrauti, eða hvað?” Mike viðurkendi sönnunargildi mótbárunnar, og þeir komu sér sainan um að verða þegar á burt úr turninum. Mike lagði þegar á stað að glugganúm. “Eg a'lla bara að ná sambandi við flokksforingjann,” sagði hann, “og gefa jiér svo merki um að öllu sé óhætt. Svo kemur þú út á eftir mér.” “Nei, Mike,” sagði Neddy seinlega, en með áherzlu. “lif þér er sama, þá verður Jiað eg, sem fyrst fer út um gluggann þarna. Eg er ekki maður með þína inentun og — jæja, svei mér ef eg læt skilja mig hérna eftir einan með — Jiessu þarna-” Hann kinkaði kolli aftur um öxl sér, í áttina þangað sem hinn þögli Mr. Saffron sat. “Þú ert hreinn og beinn asni, Neddy; en hafðu Jietta eins og Jiér þóknast,” muldraði Mike. “Eg ætla þó fyrst að athuga, hvort nokkuð sé til hindru nar.” Mike Iæddist svo að glugganum og horl'ði i allar áttir. Hann taldi víst að flokksforinginn væri á sínum stað, en vildi þó skima sjálfur út á heiðarveginn. Hann gcrði svo, og komst að þeirri niðurstððu, að ekkert væri að óttast. Það var naumast við Jiví að búast, að hann færi að rann- saka nákvæmlega blettinn rétt neðan við glugg- ann; að minsta kosti datt honum það ekki í hug. Það var, eins og Beaumaroy gizkaði á, úr annari átt, stofunni nefnilega, sem hann bjóst við mögu- legri aðsókn. Þar var algerð kyrð. Svo fór hann aftur inn til Neddy til að láta hann vita að hin hágstæða stund til útgöngu væri fyrir hendi. “Eg ætla þö, lil vonar og vara, að slökkva vasa- ljósið. Þú getur Jireifað Jiig áfram; haltu Jiig fast að tröppu-nöfinni; rektu Jiig ekki á—.” “Eg skal svei mér gæta mín að gera það ekki!” muldraði Neddy með ofurlitlum hrolls- hljóm í röddinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.