Lögberg


Lögberg - 07.12.1939, Qupperneq 1

Lögberg - 07.12.1939, Qupperneq 1
M LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1939 Rússar hef ja níðingslega árás á Finna og nota lognar sakargiftir að yfirskini; sækja að saklausri þjóð úr öllum áttum, og strádrepa konur, börn og gamalmenni með sprengjum úr lofti Brezk loftför Fólk hér uin slóðir gat naumast trúað sínum eigin eyrum, er útvarpið flutti þau tíðindi á fimtudagsmorgun- inn, að rauðfylkingar Jósefs Stalins hefði ráðist inn á Finnland, varpað sprengjum yfir Helsingfors og ýmsa aðra bæi. Og þó það væri vitað, að Rússar hefði gert hinar og þessar kröfur á hendur finsku þjóðinni um flugstöðvar og herskipakviar, þá kom alþjóð manna það engu að síður á óvart, að farið yrði jafn stranglega og nákvæmlega að fordæmi Hitlers og hér varð raun á; að svívirðingin gagn- vart Czechoslóvakíu og Pól- landi yrði jafn bókstaflega endurtekin og nú er komið á daginn. Finnar eru. smáþjóð að höfðatölu borið saman við Rússa; innan við 4 miljónir til móts við um 180 miljónir rússneskra rauðliða. Finnar höfðu sent eina nefndina eftir aðra til Moskva með það fyrir augum að afstýra vandræðum; þeir tjáðu sig fúsa til þess að mæta Rússum á miðri leið; veita þeim hlunnindi með til- liti til herskipahafna, en neituðu á hinn bóginn kröfu Rússa um það, að þeir fengi umráð yfir flugvöllum hér og þar um landið. Og sem eðli- legt var, kváðust þeir ekki geta gengið að neinum þeim kröfum er bryti í bága við sjálfstjórn þeirra og þjóðernis. legt frelsi. En til þess að svala græðgi sinni, og láta skriða til skarar, lét soviet- stjórnin rússneska útvarpið flytja þau tíðindi, að Finnar hefði skotið niður fjóra rúss- neska hermenn á landamær- unum, og að við svo húið mætti ekki lengur standa. Finnar mótmæltu ákæru þess- ari stranglega og töldu hana vera tóman heilaspuna; al- inenningsálitið tekur þá trú- anlega fram yfir Rússann. Jafnskjótt og þessi furðu- lega frétt um árás Rússa á Finnland varð beyrinkunn, sendi Roosevelt forseti stjórn- um þjóðanna beggja alvarlega áskorun í þá átt, að beita ekki loftsprengjum við hern- að sinn. Stjórn Finna þakkaði forseta samstundis góðvilja hans og hinnar ame- rísku þjóðar, en frá Rússum barst honum seint og siðar ineir loðið málainyndarsvar, sem ekkert var á að græða. Siðmannaðar þjóðir, svo sem Bandaríkin og Bretland, hafa þunglega ávítt Rússa fyrir villimannlega herferð gegn saklausri þjóð. Norðurlanda. þjóðirnar þrjár, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, hafa eigi sent Rússum opinber mót- mæli; vita sem er, að slíkt myndi að litlu haldi koma; hinsvegar rennur þeim blóðið til skyldunnar, og láta blöð þeirra þess getið, að þeim svelli réttlát reiði í æðum. deild. 96 nemendur tóku gagnfræðapróf, þar af 38 nem- endur úr gagnfræðaskóla Reykjvíkinga, er fengu próf- skírteini úr sínum eigin skóla. Af hinum 58 voru 27 úr mentaskólanum, en 31 utan- skólanemendur. Af þeim féllu 8 við prófið. f upphafi skóla- árs luku tveir nemendur stú- dentsprófi máladeildar. Hinn 17. júní útskrifuðust 30 stú- dentar lir máladeild, þar af 4 utanskólanemendur. úr stærð- fræðideildinni útskrifaðist 21 stúdent. + Tíminn hefir haft fregnir úr Haukadal i Dalasýslu. Þar i sveit sein annarsstaðar á þeim slóðum, var heyfengur manna framúrskarandi góður í sum- ar og grasspretta ágæt. Er mikið sett á af fénaði eftir því sem um er að ræða og kringumstæður ýmsar leyfa. En eins og kunnugt er, hefir mæðiveikin höggvið drjúg skörð í bústofn bænda á þess- um slóðum undanfarin ár. f suinar tók til starfa smjör' 'samlag i Búðardal og flytja bændur úr sveitunum við botn Hvannnsfjarðar þangað smjör, er þeir framleiða til sölu. Þar er það hnoðað, metið, sett í umbúðir og sent á sölumark- aðinn. Hefir smjörið frá sam. laginu í Búðardal likað vel. Bændur í Haukadal, sem aðr- ir við Hvammsfjarðarbotninn, reyna eftir föngum að nota sér Þann 3. þ. m. sVeimuðu nokkur hrezk loftför yfir her- skipakvíar Þjóðverja við Heli- goland, og vörpuðu sprengjum niður á þýzk herskip, er lágu þar í höfn. Samkvæmt til- kynningu frá flotaráðuneyt- inu brezka, varð að minsta kosti eitt eitt þýzkt beitiskip lyrir sprengju og skemdist allverulega. Frá Vesturvígstöðvunum Fram að þessu hafa engar stórorustur háðar verið á vesturvígstöðvunum; mest hefir kveðið að flugárásum, og hafa Þjóðverjar jafnaðar- legast mátt sín iniður; veður- far hefir verið óhagstætt til meiri háttar vígaferla. Teleqram from lceland Reylkjavik Dec. 5th, 1939 Icelandic National League, 45 Home St.r Winnipeg. Icelandic Government, Dec. 5th, 1939 — National League founded Dec. lst. Committee: Asgeir Asgeirsson, Jonas Jóns- son, Thor Thors. Council of 26 members. Great interest. Members association evidently will be numerous. —Chairman External Committee. Nýjustu fregnir Simað er frá Stokkhólmi á miðvilcudagsmorguninn, að Finnar hafi skotið niður yfir 80 rússneskar flughernaðar- vélar, og gereyðilagt um 30 tanks. Það fylgir sögu, að á fjórða þúsund rússneskra hermanna hafi þegar látið líf sitt í þessu vikugamla striði milli Rússa og finsku þjóðar- innar. Mannfall af hálfu Finna hefir fram að þessu verið litið. + ♦ Samsteypuráðuneyti er rétt í þann veginn að vera mynd- að í Sviþjóð; hafa Svíar kvatt til herþjónustu alla menn á herskyldualdri, og auka víg- varnir af\ kappi. þessa nýju sjálfsbjargarleið. Er þessi leið því skynsamlegri, að ræktunarskilyrði eru ágæt í Haukadal, graslendi mikið, en vetrarríki. Eigi voru menn þó undir smjörframleiðslu búnir, kýr víðast fáar, auk þess sem sumir bændur hafa reynt að bjarga sér i örðug- leikum siðustu ára, þegar sauðfjárafurðir gengu saman, með þ\d að selja kýr, jafnvel þótt með þvi hafi verið gengið á kúaeignina. Finnar leita ásjár Þjóðbandalagsins Stjórn Finnlands hefir snú- ið sér til Þjóðbandalagsins og farið þess á leit, að það beiti sér fyrir ]iví, að koina sadt- um á við Rússa; framkvæmd- arnefnd léðs bandalags held- ur fund í Geneva þann 9. þ. m. til ihugunar málaleitan hinna finsku stjórnarvalda. Finnar hafa reynst Rússum harðir í horn að taka, og hafa skotið niður fyrir þeim að minsta kosti 20 flugvélar, er siðast fréttist. Stjórn Argentínu krefst þess að Rússar verði reknir úr Þjóðbandalaginu vegna árásar þeirra á Finnland. Hafa í hótunum við Svía Samkvæmt símfregnum frá Kaupmannahöfn á mánudag- inn eru Þjóðverjar farnir að gerast allnærgöngulir Svíum og hafa í hótunum við þá; kemur þetta meðal annars fram vegna árása þeirra á utanríkisráðherrann sænska, R. .1. Sandler, er þeir krefjast að vikið verði samstundis frá embætti vegna vinsainlegra ummæla hans í garð Finna, en þungyrða i garð Rússa. Frá Islandi í nýútkomnum kaupsýslu- tíðindum eru birt ýms atriði úr reikningum bankanna og meðal annars er þar yfirlit um lánsfjárþensluna. í ágústmán- aðarlok nam fé það, sem í út- lánum var, 104,169 þúsundum króna og munu útlánin aldrei hafa verið meiri á sama tíma áður. Síðustil þrjú ár hefir þessi upphæð numið innan við 100 miljónum króna. Seðlaumferðin hefir farið vax- andi undanfarin ár og er meiri i ár, en nokkru sinni fyr, nam 12,670 þúsundum króna 1. ágúst síðastliðinn. Innstæðu. fé i bönkunum er einnig meira nú en verið hefir síðustu árin, nam 73,067 miljónuin króna í ágústlok. f ágústlok í fyrra nam það 66.232 þúsund krón- um, en var minna næstu ár á undan. Skuldir bankanna við litlönd voru í mesta lagi í ágústlok. námu alls 16.116 þúsundum króna, en voru í fyrra 12,147 þúsund krónur. Er það meðal annars vegna mikils innflutnings á iitgerð- arvörum fyrri hluta sumars. ♦ -f Timanum hefir borist árs- skýrsla mentask. í Reykjavík 1938—39. Samkvæmt henni voru nemendur skólans í fyrra í upphafi kenslutímans, alls 260. Þar af voru 54 í gagn- fræðadeild, en 206 í lærdóms- NÚMER 48 300 Islendingar sitja veizlu í Vancouver Á föstudagskveldið þann 18. nóvember síðastliðinn, söfn- uðust saman til veizluhalds í Vancouver þrjúhundruð fs- lendingar; var tilefni hátíðar- halds þessa það, að minnast tuttugu og tveggja ára af- mælis kvenfélagsins “Sólskin,” sem verið hefir áhrifamestur félagsskapur meðal fslend- inga í Vancouverborg; í veizlu þessari skorti hvorki gleði nc góðan fagnað; voru þar fram- bornir uppáhaldsréttir ís- lenzku þjóðarinnar, og svign- uðu borð undan krásum eins og viðgekst í fornum sið. Skemtiskrá var fjölbreytt; aðalræðuna flutti Mr. Gus Sivertz, blaðamaður, auk þess sem séra K. K. ólafsson flutti stutta tölu og árnaði kvenfé- laginu heilla. Mr. Frank Frederickson hafði veizlu- stjórn með höndum. Tveir mœtir menn GESTUR PÁLSSON Á volkinu um breiðan brim- garð hann: Sín beztu samdi ritin merk. En Frón á eigi fremri mann, Er fegri sýndi snildarverk. ♦ SKÚLI THORODDSEN Hann var íslenzk hetja: Hugumstór og mætur, —Garðarsey hann grætur: Kappi þjóð að hvetja. Jnn Kernested. F r amkvœmdarnef nd Fyrsta lúterska safnaðar fyrir timnbiliö 1939-40 Dr. B. .1. Brandson, 214 Waverley St., Phone 403 288, Hon. President; G. F. Jonas- son, 195 Ash: St., Ph. 401 722, President; S. W. Melsted, 673 Bannatyne Ave., Ph. 27 616, Vice-President; G. L. Johann- son, Ste. 7 Cavell Apts., Phone 28 637, Secretary; D. Henrick- son, 977 Dominion St., Phone 38 763, Treasurer; Wm. Frid- finnson, 622 Agnes St., Phone 87 082, Asst. Treasurer; Th. Stone, 719 William ATe., Ph. 28 014, Church Warden; Dr. A. Blondal, 806 Victor St., Phone 28 180, Choir Warden; L. G. Johnson, 805 Sherburn St.. Phone 38 317, Publicity; G. Levy, 251 Furby St., Phone 35 758, House Committee; J. S. Gillies, 680 Banning St., Phone 38 078, House Com- mittee.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.