Lögberg - 07.12.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.12.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1939 FIVE ROSES <=TAe. d-lL'pttbfH&e FLOUR Jólabökun yðar hepnast ef þér notið FIVE ROSES Hueitið, sem futlnægir öllum kröfum Fantifi sekk f da>í frfl kitupmannl yCar Káetu drengurinn Dökkeygður og alvarlegur, fölur í framan, mændi hann út yfir borðstokkinn. öldurn- ar brutust um, og ólguðu, fossandi féllu þær og risu. Fyrir fáum timum hafði skipið haldið úr höfn, en Allan horfði líka á land upp, þar til landsýn hvarf. Þetta var hans fyrsta sjóferð. Hann reyndi að draga sig út úr fé- lagsskap skipverja; þeir sýnd- ust grófir, ófyrirleitnir menn. Hann var fljótur til og hlýð- inn til verka, en þess utan horfði hann á haföldurnar. Nú fóru skipverjar að reyna að koma honum til að drekka vín, og svo hlóu þeir að hon- um, því hann neitaði að drekka. Loks kom þeim sam- an um að gjöra nú alvöru úr þessu, og koma Allan til að drekka áfengi. Þeir náðu nú í hann. Einn þeirra hélt hon- um á meðan annar reyndi til að hella ofan í hann rommi. Hinir hlóu nú dátt að þessari skemtun. “Þið megið hlæja alt hvað ykkur lystir, en eg bragða það aldrei,” sagði Allan af mikilli alvöru. “Þið ættuð að blygðast ykkar sjálf- ir fyrir að drekka, en miklu fremur fyrir að koma dreng til þess.” Svo þreif hann skjótlega flöskuna og fleigði henni um borð. í því kom skipstjórinn, og gladdi það Allan, því hann þóttist vita að hann myndi skakka þennan leik. En skipstjórinn var sjálf- ur nokkuð grófur drykkju- maður, og hafði hann nú góð orð um að kenna drengnum þessa inntöku, og þegar hann heyrði um flöskuna, sem var fleygt útbyrðis, varð hann enn nú reiðari, og skipaði að hefja AHan upp í toppseglið. “Eg skal kenna honum hvað það kostar að eyðileggja það, sem mér tilheyrir.” Tveir af mönnum hans gáfu sig nú fram til að hlýða þessu boði skipstjóra, Allan ýtti þeim með hægð til hliðar og sagði: “Eg get farið sjálfur. Eg vona, skipstjóri, að þú fyrir- gefir, eg meinti ekki að styggja neinn.” Allan var óvanur að lifra kaðalstiga, og fór því æði gætilega, þá fór skipstjóri að herða á honum og skipaði' honum að hraða sér. Þá tap- aði Allan jafnvægi og hékk á annari hendinni yfir sjónum. Grófur hlátur heyrðist nú frá einum og öðrum, en Allan náði sér, og var nú loks í körfunni. Stýrimaðurinn var góð- hjartaður, og bað hann skip- stjóra að láta drenginn ekki vera þar uppi alla nóttina, því hann myndi deyja úr kulda, en hann fékk afsvar, nema hvað skipstjóri sagðist myndi sjá um það. Hann kallaði nú í Allan, þar sem hann hélt á skínandi glasi með sínu uppáhalds víni i, og spyr hvort hann vilji drekka þetta ef hann kalli á hann ofan. “Nei, herra minn, það gjöri eg ekki,” sagði sá hug- rakki drengur. “Jæja, það sker úr; hann skal vera þarna alla nóttina, með morgninum verður hann búinn að fá nóg.” Þegar dimma tók, stalst stýri- maðurinn upp til Allans með fæðu, heitan drykk og hlýja rekkjuvoð. Þegar daga tók, fór skipstjóri að gæta að drengnum, en þó hann yrði á hann reiðilaust, fékk hann ekkert svar. Honum fór því ekki að verða um sel, og lét bera Allan ofan. Smákökur og glas af volgu víni var nú rétt að Allan. Skipstjóri yrti á hann með mýkri róm. “Hérna drengur minn, þetta verðurðu nú að drekka, en svo skal eg ekki ómaka þig framar. í þetta sinn aðeins, en svona verð eg að beygja harð hnakk- aða á mínu skipi.” Allan var kaldur og óstyrkur, en hann gjörði sitt bezta til að svara: “Skipstjóri Harding, fyrir ‘veimur vikum lofaði eg því við opna gröf móður minnar, að bragða aldrei þennan voða- drykk, sem eyðilagði gleði og ánægju á heimili okkar, og sendi mína ástkæru móður of snemma til grafar. Næsta dag þar eftir kvaddi eg föður minn, rétti honum hendina inn fyrir járngrindurnar í fangahúsinu, með tárin í aug- unum, bað hann mig að biðja fyrir sér, og muna að bragða aldrei áfengi, svo gjörðu sem þér sýnist við mig, láttu mig frjósa í hel eða fleygðu mér í sjóinn, aðeins vegna minnar hjartkæru móður, þá reyndu ekki að koma mér til að drekka þetta eitur.” Nú stóðst Allan ekki lengur gegn tárun- um, heldur féll í sáran grát. Þá sagði skipstjóri: “Vegna mæðra okkar, drengir, skulum við virða Ioforð Allans, og látið mig aldrei finna neinn ykkar misbjóða honum. Að svo mæltu gekk hann með hraða í káetu sína. Erum við nú svo hugrökk að við stöndum gegn freist- ingu, ef það kynni að kosta okkur sjálft lífið? Tho-ra Ii. Thorsteinsson þýddi. Dánarfregn 21. nóv. síðastliðinn lézt Þorsteinn Sigurðsson, og var jarðsunginn af séra Carl .1. Olson í kirkju Ágústínusar- safnaðar að Kandahar, Sask., á laugardaginn 25. nóv., að viðstöddu miklu fjölmenni. Þorsteinn sál. var fæddur 5. október 1865 á Refstað í Vopnafirði á íslandi. Hann kom til Ameríku árið 1893, settist að í Argylebygð í Manitoba; var til heimilis hjá þeiin hjónunum Guðjóni og Guðríði Vopni, mági sínum og systur, en vann hjá bændum og öðrum á þeim slóðum. 17. des. 1897 gekk hann að eiga Maríu Elinu Jósafatsdótt- ur. Þau eignuðust engin börn en tóku dreng til fósturs, Al- fred Axel að nafni. Hann er nú fjölskyldumaður og á heima að Smeaton, Sask. Þau hjón, Þorsteinn og María, fluttu til Yarbo, Sask. árið 1902, tóku heimilisréttarland og bjuggu þar til 1916, en þá dó María, og var Þorsteinn ekkjumaður eftir það. Flutti hann þá á ný til sýstur sinnar og mágs sem þá áttu heima nálægt Tantallon bæ í Sask. Með þeim og fjöl- skyldu þeirra fluttist hann til Kandahar, Sask. árið 1918, og þar hefir hann átt heima á- valt síðan. Hann á öllu þessu fólki mikið gott upp að unna og ugglaust hefir hann verið þeim innilega þakklátur. Þorsteinn sál. var duglegur vinnumaður og vandvirkur í öllu. Hann var hneigður fyr- ir söng og hafði sérstákan á- huga fyrir íslenzkri málfræði og réttritun. Hann var yfir- leitt bókelskur maður. Hann var vinfastur, trygglyndur og hjálpsamur í hvívetna. Hann var einlægur trúmaður og að- hyltist kristindóminn eins og hann er opinberaður og út- skýrður í Guðs Orði — í hin- um helgu ritum Biblíunnar. Blessuð sé minning hans! Carl J. Olson. Afmœlisvísur Til frú Helgu Stephansson ú áttræðisafmæli hennar 3. júlí 1939. “ÁSTARVISUR TIL HELGU" “Þegar daggperlan titrar svo tindrandi skær, Og um toppinn á rósunum gljár, Þá minnist eg glóeyga, grát- fagra mær Á þín guðblíðu skilnaðar tár. Þegar leiði mitt grænkar og gleymdur eg er— Þar í gröfinni draumlaust eg sef— Þitt nafn skal þá lifa til lof- sældar þér f þeim Ijóðum, sem kveðið eg hef.” Stephan G. Stephansson. ♦ ♦ Min ósk og bæn er ófram- kvaund i verki! Og árin þín: Bera gleggri gæfu og dygða merki En geta mín! Þvi lán þitt var, að líða, unna, klæða! Og lifa þraut: Þú hefir kunnað kuldasár að gra*ða Á klakabraut. Þvi sigurvonum veittir þú að málum f vilja hans, Sem vakti Ijóðalíf í skygnum sálum, Að leiðsögn manns. Þú studdir skáld við starf, að friðar biðja! . Og stuðla brag. Og verk þín reynast ósérplæg- in iðja, f allra hag. Og áttatiu ár á lífsstarfsvegi Er æfi löngf Og þó að haustið halli suinar- degi Er hlýtt á söng! Þvi æfistarf þitt auðnutillag greiddi f afrek hans: Er bezta Ijóð af Bragahörpu leiddi Um bygðir lands! Jak. J. Norman. —Það er sagt að þú ætlir í ferðalag til Ameríku. Hvað ætlar þú að gera þangað? —Spara saman peninga fyr. ir heimferðinni! Ur borg og bygð Heimilisiðnaðarfélagið held- ur næsta fund sinn á heimili Mrs. A. Blörrdal, 806 Victor Street, kl. 8 á miðvikudags- kvöldið þann 13. þ. m. •i- Á söng- og danssamkomu karlakórsins næsta þriðjudag verður selt kaffi, í neðri sal Goodtemplarahússins á lOc aðeins. + Gefin saman í hjónaband af séra H. Sigmar, föstudag- inn 1. des., Kristbjörg T. Lax- dal, Garðar og Jónas S. Helga- son, Akra. Framtíðarheimili þeirra verður í Seattle, VV'ash. + Laugardaginn 2. desember dóu tveir vistmenn á elliheim- ilinu Betel á Gimli, þeir Páll Hanson, sjötugur að aldri, og Sigurður Pálsson, 83 ára gamall. Hinn fyrnefndi var ættaður frá Kirkjubæjar- klaustri í Vestur-Skaftafells- sýslu, en kom til jiessa lands árið 1903 og bjó síðan við Riverton, Man., jiar til í fyrra að hann fór á Betel. Tveir synir hans, Gunnlaugur og Leifur Pálsson, báðir ógiftir, búa í Riverton og stunda fiski- veðiar. Sigurður Pálsson, sem dó tveim klukkustundum eftir andlát Páls, hafði verið vist- maður á Betel í átján ár. Hann var frá Brennistöðum i Mýrasýslu, en kom til Ame- riku um sfðustu aldamót á- samt konu sinni Málfríði Sig- urðardóttur; hún dó á Betel í október 1938. Þau stund- uðu búskap um tuttugu ár ýmist við Gimli, Hnausa, Rat River og Piney, Man. Tvær dætur þeirra hjóna eru báðar dánar, en á lífi eru þrjú barnabörn, lkirn Oddrúnar sál. og Jakobs Jackson, Cali- ento, Man. —- Sigurður sál. var jarð sunginn af séra B. A. Bjarnason frá elliheimilinu á jiriðjudaginn 5. desember, og lagður til hinztu hvldar í GimJi grafreit. Jarðarför Páls sal. Hansonar var með þeim hætti, að kveðjuathöfn var haldin á Betel mánudagskvöld- ið undir stjórn séra B. A. Bjarnasonar, og líkið síðan flutt til Riverton og jarðsung- ið frá kirkju Bræðrasafnaðar í gær (miðvikudag) af séra Sig. ólafsson. + Föstudaginn 1. descmber andaðist á Winnipeg General Hospital eftir fiinin vikna sjúkdómslegu, Margrét kona ólafs Anderson frá Gimli, Man., : 33. aldursári. Hún lætur eftir sig, ásamt eigin- manni, fimm ung börn, hið elzta 12 ára, en hið yngsta aðeins 14 mánaða. Margrél sál. var fædd í Melstaðar- hrepp, Staðarbakkasókn, á fs- landi 18. júlí 1907, dóttir Bjarna og Ingibjargar Guð- mundson, sem síðar bjuggu nálægt Árborg, Man., en eru nú bæði dáin. Á lifi eru þrjú systkini Margrétar: Benedikt Guðmundson í Red Lake, Ont.; Ingibjörg (Mrs. W. W. Jónasson), Gimli, Man. og Sigríður, ekkja eftir Helga bróður ólafs Anderson, River- ton, Man. Mrs. Unnur Malone, i Bandarikjum, og Mrs. Ingi- björg O’Brien, í Winnipeg, eru hálfsystur þeirra. Jarðarför Margrétar sál. var haldin á mánudaginn 4. desember frá heimilinu og Giinli lútersku kirkju. Séra B. A. Bjarnason og séra Sig. ólafsson fluttu kveðjuorðin. + ögmundur Jónsson, fyrrum bóndi í grend við Gimli, Man., lézt á laugardaginn 2. desem- ber á heimili fóstursonar sins, Kolbeins Goodman, fyrir norð- an Gimli. Hann var 95 ára gamall, og hafði legið sjúkur síðasta æfiárið. öfemundur sál. var ættaður frá Syðstu- görðum í Hnappadalssýslu, en kom vestur um haf árið 1887. Kona hans, Kristin Þórarins- dóttir, er látin fyrir tveimur áruin. Annar fóstursonur þeirra hjóna, auk hins ofan- nefnda, er Kristján Sigurdson, bóndi við Nes, Man. Jarðarför ögmundar sál. fór fram í gær (miðvikudag) frá heimilinu; séra B. A. Bjarnason jarðsöng. % + Hinn 20. nóvember voru gefin saman af séra Jakob Jónssyni, að heimili hans í Wynyard, Mr. Bertel Scyrup, bóndi í Wynyard og Miss Þór- unn Vilborg Haíldórsson i Wynyard. + Þeir bræður Mr. G. A. Wil- liams og Mr. Helgi Sigurgeirs- son frá Hecla, Man., komu til bofgarinnar á þriðjudags- kveldið i verzlunarerindum, og dvöldu hér fram á fimtu- dag. + “Young Icelanders’’ Samsæti það, er Young Ice- landers stofnuðu til á Marl- borough hótelinu þann 1. þ. m., í tilefni af F'ullveldisdegi íslands, var vel sótt og fór fram hið prýðilegasta. Hlutverkaskrá var á þessa leið: “O Canada’ Grace Rev. P. M. Peturson Dinner Toast to the King Chairman’s Address ......... Mrs. Laura Sigurdson Toast to Canada Capt. Einar Arnason Reply Mr. Terry A. Arnason “ó Guð vors lands” Toast to Iceland ........... Miss JTiora Magnuson Reply Mr. Grettir Johannson Address Mrs. Laura Goodman Salverson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.