Lögberg - 07.12.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.12.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1939 3 Drengur Vakti Alla Nótt Vcgna ÁKAFS HÓSTA Svaf Eins og Selur Eftir Eina Inntöku af Buckley’s Mixture MæíSur, fariis a8 dæmi þessarar konu og notiS Buckley’s Mlxture ef einhver I fjölskyldunni þjáist af kvefi, hálssárindum, ílú eSa kíg- hðsta. Hún segir: “í nótt sem leið gat 11 ára sonur mlnn ekki sofið fyrir þrálátum hósta. Eg gal lionuin inntöku af Buckley’s Mix- ture með hunangi og eftir það svaf liann nóttina út. Nú ! morgun er lausara um kvefið.” — Mrs. B. Jones, Verdun, P.Q. Reynsla yðar mun þessu lík. Buckley’s Mixture er hjálparhella í 3 af 5 canadiskum heimilum; það dregur þvl nær undir eins úr hðstanum, mýkir hrákann og hrjúf- ar öndunarpfpur, og nemur á brott ofsýru —• linar kvef á skömmum tíma. YPIR 10 MIIjJÓN FI/5SKI R SEEDAR! MIXTURC L Kvöld eitt við útvarpið Það var orðið nokkuð álið- ið. Eg hafði setið og hlustað út í bláinn á fréttir um við- horfið í Norðurálfunni og heiminum yfirleitt; hal'ði heyrt margt hörmulegt, há- væran vott þess að enn muni syngja mega með Hallgrími Péturssyni: “Heimur versn- andi fer,’’ þótt sumum náung- unum hafi fundist það ærið hjáróma við hina mjög svo framstigulu siðmenning nú- tímans til bóta og blessunar mönnunum. Þreyttur af að hlusta á ólætin, var ekki laust við að mig væri farið að syfja En eg sneri þó ekki af tækinu, því eg átti von á meiri frétt- um. En nú alt í einu heyri eg að talað er á íslenzku. Finst mér eg kannast við röddina, þó langt væri liðið síðan eg hafði heyrt hana. Sá, sem talar, segir til sín. Segist vera í andans heimi og hafi náð í útvarpskerfið eitt og vilji komast í samband við sam- herja sina, sem haldið hafi á- fram starfinu til lausnar lönd- unuin úr fjötrum kreddanna svo röggsamlega undir stjórn síns röggsamlega fyrirliða. Sérstaklega vildi hann ná i þann, sem hrifnæmastur væri fyrir röddum handan yfir. Flaug mér í hug að hann sýndi framtak í því að ná í slíkt tæki í stað hinna ýmsu fáránlegu, sem notuð hafa verið, en vísaði á hug öllum hu,gleiðingum, því eg vlldi ekki inissa af neinu sem hann vildi segja. Vissi að hann hlyti að búa yfir einhverju, sem honum þætti miklu varða að komist gæti til hræðranna, Eg hélt líka hugsunum mínum í skefjum, því einhvernveginn fanst mér að hann myndi geta náð í þær og verða til þess að hann svifti mér út úr sam- bandinu. Mér er ant um — heyri eg hann nú segja — að þið hald- ið í horfið eins og þið hafið gert, og beitið öllum kröftum og notið öll meðöl til þess að ná löndum, sem bundnir eru á klafa gömlu ófrjálslyndu kenningarinnar. Það er gott verk og mannúðíegt. Forfeð- urnir gömlu voru frelsisins menn og lögðu alt í sölurnar fyrir það. í þeirra fótspor fetið þið. Eruð frelsisins frömuðir, frjálsir sjálfir og víðsýnir, og njótið í ríkuni mæli ásamt öllu ykkar liði, ágætis þeirra einkunna, enda er ykkur ant um og hugheilt af sönnum mannkærleika, að gera aðra njótandi þess. Og þegar þið minnist þess, að unnið er að heillum annara af kærleika til þeirra, þá er aðallega spurt að tilgangi starfs ykkar, en ekki um það að fást, hvað náungar af kreddum töfraðir kunna að segja um meðöl og aðferðir. Um fram alt verðið þið að sjá um, að styrkurinn holli og endingargóði frá bræðrunum í Boston haldist við og sam- band ykkar við þá verði æ tra'ustara, enda hefir staðið þar traustum fótum bakhjall ykkar, og þaðan runnið ykk- ur í blóð og merg hugur og dugur. Annars ber eg nú engan kviðboga fyrir því, eins lengi og forsjónin gefur ykkar röggsama og ráðsnjalla fyrir- liða heilsu og styrk til þess að standa fyrir málum. En því hefi eg einmitt nú um þetta leyti lagt á stað og beitt allri orku til þess að ná sambandi við ykkur, og sér- staklega við þig, bróðir, sem hefir svo næmt eyra fyrir öllu dularfullu, eins og það er kallað hjá ykkur, og komið hefir fram svo forsjálega og sýnt hefir þig mann með kænlegri kurt, sem er svo mik- ils vert í öllum málmn, en ekki öllum gefið í jafnríkum mæli? ,Iú, það skal eg segja; það er nú vegna þess, að nú eru hættulegir tiinar eins og útlit er fyrir að þið skiljið, og þú látinn ríða á vaðið vegna þess að þú, þjóðkirkju. prestur að heiman, stóðst bezl að vígi. Þú gætir, í von um góð áhrif meðal þeirra einkum sem tilhneiging hefðu í áttina til ykkar, bent á, að þú sem vígður prestur í lúterskri kristni á fslandi myndir ekki vilja fá nokkurn til þess að hverfa frá lúterskri trú, held- ur aðeins frá þröngsýni og kredduhelsi til frjálslyndis og víðsýnis og hærri og stærri miða og tímabærra í heimi trúarbragðanna. Það gerði ekkert til þó því yrði slept að þú hefðir skilið við lúterska kristni, þegar þú gerðist trú- boði Onítara, því almenningur virðist ekki gá að því. Fyrir kirkjulega sambandið sem þið hafið staðið í og styrk þess, hefir ykkur áunnist eins mikið qg raun ber vitni, eins og á hefir verið minst. En nú hefir máttur andstæðinga vorra til starfs þorrið að mun. af því þeir hafa þraukað einir og margir meðal þeirra, góðu heilli, unnið á móti sambandi við stórt lúterskt kirkjufélag. En þrátt fyrir mótspyrnuna, sem átt hefir sér stað, og þrátt fyrir það að margir í hópi þeirra vilja telja sig mcð frjálslyndum mönnum og óttast ófrjálslyndið í kirkju- félagi þessu og ekki að ástæðu- lausu, þá má nú samt búast við að úr sambandi verði, ef ekki er rönd við reist. Nú verðið þið að láta koma til ykkar kasta og hlása kænlega að kolum þeim, sem fyrir eru, sérstaklega óttanum við ó- frjálslyndið. Þið verðið að beita þar öllum ykkar hygg- indum og muna, að þið snerl- ið þar viðkvæman streng í íslendings eðlinu. Svo er líka annað fslendingum mjög við- kvæmt, sem nota má með von um góðan árangur: Það er útsuarið. — Hann lagði á- herzlu á það. — Landanum var illa við það heima og er enn. Það má minna á það sterklega, að búast megi að sjálfsögðu við mjög auknu útsvari, og er innanhandar að færa til tölur því til sönnun- ar. Þó nú tillagið sé frjálst og hver söfnuður ráði upp- hæðinni, þá má kalla það út- svar engu að síður. Það læt- ur illa í eyrum og á ekki við skap manna — sérstaklega fs- lendinga. Að vísu eruð þið tengdir bandarisku kirkjufé- lagi, en um ekkert útsvar til þess er að ræða, og enga trú- arjátning. Frjálslyndið þar er á svo háu stigi. Ekkcrt þurfið þið að greiða í sjóð þeirra, en úr honum er ykkur samt greitt eftir þörfum. Að vísu greiða aðrir í hann, þeir sem tilheyra félagsskapnum, sitt útsvar, en það kemur auð- vitað ykkur ekkert við. Hættan, sem nú vofir yfir— vakandi á verði þurfið þið að vera —1 er sú, að ef, illu heilli, úr sambandinu verður. iná búast við að þið missið undan ykkar áhrifum og úr ykkar höndum flokka, sem von var um að yrðu með ykk. ur fyrir röggsamlega fram- komu og kænleg ráð af ykkar hálfu. Vona eg að þið sýnið nú rögg af ykkur og látið sjá að þið eruð víkinga synir, er kunna með vopnum að vega og sigrandi ganga af hólmi.— Síðustu orðin sagði hann með svo mikilli áherzlu og hörku, að eg hrökk við. Eg hafði sofnað og mig dreymt. 14/okt., 1939. N. S. Th. Áramóta vísur Til J. Magnúsar Bjarnasonar, til minnis um 24. mai, 73. afmteli s káldsins. Þó eg allrar óski þér Og unni gæfu, vinur: Framkvæmd engin er hjá mér og almátturinn linur. Veit eg samt að sólin skín: (Svöl og frjóg er rótin) Hún mun senda heim til þín Hlýju um áramótin! Blanda eg kvæða-kveðju-vin: Koss við geislahlýju! Er ’ún hleypur heim til þín Að heilsa ári nýju. 24, maí, 1939. Jak. .1. Norman. Á SORPHAUG BORGA RINNA R Þá eg keyrði skáldið Lúlla þangað til að sýna honum borgina. Skáldið kom á skrítinn hól um daginn, Skínandi var útsýni um bæinn. Hæðin sú, er hylur margar dósir, Hún mun bráðum rækta blómarósir. _ Bangsi. Aátin grœtur Á síðasta beði hvílir hann ■ svo hrör, með kalda fætur. Sú lífsfró, er hann fyrrum fann, er farin — æskan grætur. Það fjör, sem áður æskan gaf, nú á sér fáar bætur. Hans lífsknör hefir leyst í haf frá landi — trúin grætur. Hann lítur yfir liðinn dag, og lífsins ómur sætur að eyra berst —• lífs unaðs lag frá æsku — vonin grætur. Hann siglir út, en djúp er dröfn, og dimmar, langar nætur. Hann starir fram, vill finna höfn og frelsi — sálin grætur. En nú er kvöld, sitt kæra víf hann kyssir, sonu og dætur, er vonin eygir annað líf og æðra — lífið grætur. Hans liggja á heði lúin bein, nú laus við tímans þrætur. Við rúmið krýpur ástin ein— já, ástin hans — og grætur. ■S. B. Benedictsson. $usinc5£ anb A ----------, . DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manltoba ^ QLaibs Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON 205 Medical Arts Bldg. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 403 288 Phone 62 200 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannkeknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK SérfræSingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstimi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusimi 22 251 Heimilissfmi 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentist 806 BROADWAY • Talsimi 30 877 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 • ViStalstími 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdöma. ViStalstími 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissimi 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrceOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. A. S. BARDAL íslenzkur lögfræOingur 848 SHERBROOOKE ST. Selur likkistur og annast um út- • farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar 800 GREAT WEST PERM. Bldg minnisvarSa og legsteina. Phone 94 668 Skrifstofu talsimi 86 607 Heimilis talslmi 501 662 J. J. SWANSON & CO. ST. REGIS HOTEL LIMITED 285 SMITH ST„ WINNIPEG 308 AVENUE BLDG WPEG • pœgilegur og rólegur bústaOur • i miöbiki borgarinnar Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- Herbergi $2.00 og þar yfir; meS vega peningalán og eldsábyrgS af baSklefa $3.00 og þar yfir. öllu tægi. Ágætar máltlSir 40c—60c PHONE 26 821 Free Parking for Ouests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.