Lögberg - 07.12.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.12.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1939 7 KAUPIÐ AVALT LUMBER hj& THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Rakel Oddson (June 28, 1862 — December 6, 1938) Sigurður Július Jóhnnnesson Rest is sweet at weary close of day And death is dear. — The grave does not disraay Who fully strove throughout the whole day’s run,— Undaunted held the field till set of sun. And you were brave in blithe tiine and in strife; You stood at bay w’hen others fled for life. And our dear father’s brilliant dare and do Was oft inspired by toil exhausted you. Mother dear, in memories lingering realra Your image is the star that guides our helm; There are no clouds that it cannot shine through Gleaming forever fair and bright and true. Full many a prayer from parted lips you sped Pleading for us some fairer fate instead. No fleeting time matures your little band And multiplies their ken to understand: The mother’s soul seeks surely and imparts The gist of life unspoiled to youngling hearts; And God directs the genlte mother’s hand Painting the pattern of our first dream land. This loving greeting from your little throng We strive to send to you on wings of song; God give it speed o’eþ time’s eternal wave,— And Peace and Love forever mark your grave. Iíristjan J. Austman. Frá Jórsalaför Eftir séra Ásmi^nd Guðmundsson Framh. Helgasti staðurinn í Jerú- salem er Grafarkirkjan, norð- vestarlega í gömlu borginni. Að henni liggur að austan i krókum og undir fornum bog- um “via dolorosa,” píslargat- an. Hún er talin byrja þar. sem forðum stóð Antóníu- kastalinn, er rómverska selu- liðið dvaldist í, norðaustarlega í borginni, rétt fvrir norðan musteristorgið. Sú leið er helguð orðin tárum pílagríma, og föstudaginn langa hvert ár líður áfram um hana fylking kristinna manna og nemur staðar fjórtán sinnum, á stöð- unum þar sein staðnæmst átti að hafa verið á leiðinni með Jesú til krossfestingar. Fjór- ar síðustu stöðvarnar eru inni í kirkjunni sjálfri. Þegar við gengum þessa leið, vissum við að vísu, að það var ekki sama leiðin sem Jesús gekk, því að götur borgarinnar á hans dög- um lágu inörgum fetuin dýprn en nú, og sennilegra er að hann hafi verið leiddur út úr borginni frá höll Heródesar vestast í henni, því að þar mun Pílatus hafa dvalið, — en þó var hver steinn heilagur í augum okkar. Borgarhliðið, sem Jesús gekk um, mun einnig sýnt á réttum stað við via dolorosa, og Grafkirkjan hvelfist að öllum likindum bæði yfir Golgata og gröf Krists. Grafarkirkjan er nú orðin mjög hrörleg, enda sumt í henni mjög fornt, frá 4. öhl. Þótti við búið fvrir fáum ár- um, að hún myndi hrvnja, svo að henni var lokað fyrir heimsóknum og aðgerð hafin. Sú aðgerð stendur nú sem hæst, byggingarpallar eru reistir við hana alt upp á hvelfingu og mikið af skraul- inu tekið burt. Og hún er enn lokuð fyrir almenningi Við sóttum um sérstakt leyfi lil þess að fá að skoða hana og skýrðum frá því, hvernig háttað væri ferð okkar. Eftiv fáa daga fengum við svar. Borgarstjórinn i Jerúsalem veitti leyfið góðfús.lega og bauð okkur leiðsögumann tii fylgdar. Þannig gafst okkur tækifæri til að skoða kirkjuna í ró og næði lausir við þröng og þys. Eg áræði það ekki i stuttu máli að fara að lýsa Grafarkirkjunni, þessari sani- steypu af kirkjum og kapell- um alt frá dögum Konstantiiu usar mikla, bæði ofan jarðar og neðan. En svo mikils fanst mér vert um að hafa komið á þennan stað og geng- ið bæði upp á Golgata og að gröf Krists, að við það eill væri takmarki ferðarinnar náð. Óþægindi, erfiði, hættur —alt hjaðnaði þetta niður og varð að engu. Við vorum eins lengi og við gátum i kirkjunni. Þetta var bæði i fyrsta og síðasta skiftið, sem við myndum koma þar. En oft inun þó huganum reikað þangað til æfiloka. Dagarnir í Jerúsalem voru fullir af æfintýrum. Við kynl- umst ýmsum góðum og fróð- uin monnum, Dönum, Þjóð verjum, Gyðingum og Aröb- um, sem voru fúsir til að fylgja okkur um borgina og sýna okkur alt, sem merkast var, en við atvinnuleiðsögu- menninna, guidana, losnuðum við að rnestu leyti, pláguna í Austurlöndum, sem suða um “bakshesh”, eða drykkjupen- inga við hvert fótmál. Við gengum um götur Jerúsalem innan múranna og leituðum uppi staðina, sem koma mest við sögu Krists og postulanna. Við undruðumst það, hve mik- ill mannfjöldi gat rúmast á ekki stærra svæði, en skilduni það þó betur, þegar við sáum, hvernig fjölmörg hús voru reist yfiri göturnar. Hér ægði öllu saman, börnum og full- orðnum, hraustum og hruin- um, ríkum og fátækum, Ausl- urlandabúningum og Evrópu- fötum, hjúpuðum andlitum og óhjúpuðum, klyfjuðum ösnum og kindum og geitum. Búðir og basarar voru hlið við hlið í löngum röðum inni i bogagöngum. Þar sló katlar- inn katla sína og skósmiður skó, rennismiðurinn rendi. klæðskerinn saumaði föt og tjaldgerðarmaður tjöld, hús- gagnasmiðurinn fóðraði hús- gögn og trésmiðurinn telgdi við. Sumir reyktu vatnspípur eða spiluðu og tefldu, eða höfðust ekkert að. Við kom- umst upp á norðurmúrinu fvrir austan Damaskushliðiö og gengum hann á enda og nokkuð af austurmúrnum, og úr háum turnum sáum við vel yfir borgina. Einn morg- uninn skoðuðuin við musteris- torgið og undruðumst, hvað það var stórt — allmikill hluli af borgarstæðinu. Þar sem áður stóðu sáttmálsörkin og samfundatjaldibúðin og must- eri Jahve þrjú hvert af öðru —Salómós, Serúbabels og Heródesar — og forgarðar þeirra, gægðist nú gras milli steina. Hér hafði staðið mað. ur við mann á Krists dögum. þegar sagt er að hálf þriðja miljón manns hafi verið á páskum í Jerúsalem. Hér voru full súlnagöngin kring- um torgið, þar sem Jesús kendi og lýðurinn hné að hon- um og hlýddi á hann. Nú var víðast autt og á stangli litlir súlnabogar, sem helgi- sagnir Múhameðsmanna eru við tengdar. Á miðju torginu er Mamrsmoskan, með háu hvolfþaki, reist í átthyrning um Móríaklettinn, og syðst Aksamoskan, enn stærri um sig, en lægri í lofti, og var áður kristinna manna kirkja. Þegar við genguin þrepin upp á torgið, mintust við orðanna í Davíðssálminum: “Eg varð glaður, þegar menn sögðu við mig: Við skulum ganga í hús drottins.” Það var dálitið erfitt að halda þeirri gleði. Ög þó er Gyðingum miklu þung- bærara en kristnum mönnum að horfa á þennan stað. Þeir fá aldrei að stíga þangað fæti, en verða að Iáta sér nægja að koma að suðurhluta vestur- múrsins, sein einn stendur eftir af musterismúrnum, og gráta uppi við hann musterið og feðranna l'rægð. Við ráðgerðum að fara til fjögurra staða dagana, sem við vorum i Jerúsalem. Til Hebron, þar sem forfeður fsraelsmanna, Abraham, ísak og Jakob, höfðu átt heima og að lokum borið beinin, í Mak- pelahelli. En okkur reyndist það ókleift með öllu, blált bann lagt fyrir ferðina þang- að suður, því að Hebronbúar eru fornir í skapi og griinm- lyndir þeim, sem þeir telja sig eiga eitthvað sökótt við, og hafa það til að ráðast á vagna ferðamanna með grjól- kasti. Þá hafði stjórn land- nemanna nýju á Gyðingalandi, Zíonistanna, boðið okkur i bílferð, til þess að sýna okkur framkvæmdir hjá sér og land- nám; en morguninn áður en við skyldum fara var maður skotinn rétt hjá iniðstöð þeirra i Jerúsalem, bönnuðu Englendingar þá öllum að fara úr borginni, svo að ferðin fórst fyrir. Hinar ferðirnar tvær tókst okkur að fara, suður til Bethlehem og aust- ur til Jeríkó, Jórdanar og Dauðahafsins. Til Bethlehem langaði okk- ur að fara gangandi, því að þangað er styttra frá Jerú salem heldur en frá Reykja- vík til Hafnarfjarðar, ekki nema 9 km. En það var talið óráðlegt, svo að við tókum bíl. Á þeirri leið var margl að sjá, þótt ekki væri hún löng. Við ókum yfir öldur grasi grónar, þangað til við koinum að brunni, þar sem faðmur var niður að vatninu og himininn speglaðist i. Segir sagan, að þar niðri hafi vitringarnir frá Austurlöndum fyrst séð aftur Betlehems- stjörnuna. Siðan lá vegurinn upp háls, sein skyggir á Betle- hem frá Jerúsalem. Þá fram hjá gröf Rakelar, litlu húsi með hvolfþaki, og nú blasir Betlehem við után i hæð og uppi í henni. Hæðin er öll með smástöllum og grjótgarð ar hlaðnir til styrktar þeim, og á þeim standa húsin og tré umhverfis þau. Við sjáum fyrstu Betlehemsbúana., faII- ega drengi og konur með skuplu og fald, líkt því sem gerðist fyrrum heima á fs- landi. Er sá höfuðbúnaður frá tímum krossfarenda. En þeir settust margir að í Betle- hem og gengu að eiga konur þar. Eru Betlehemskonur enn í dag annálaðar fyrir fegurð Við ókum beint inn á stein- lagt torg vestan við Fæðingar- kirkjuna, sem stendur austar lega í bænum. Klukkur henn- ar óma úr opnum turni, og mátti kannast við hljóminn frá útvarpinu heima einu sinni á aðfangadagskvöld. Kirkjan er mikil um sig og mjög fornleg, enda er nokkur hluti hennar, framkirkjan, elzta kirkja á Gyðingalamli. Dyrnar inn eru mjög lágar, syo að menn verða að ganga lotnir. En við það sýnisl kirkjan enn hærri og tignar- legri, þegar inn er komið. Framkirkjunni er skift mcð súlnaröðum úr rauðum Betle- hemssteini í 5 skip, og er mið skipið ni i k I n breiðast. Ber þar mjög á stórum lömpum, sem altaf eru sveipaðir klæði nema á jólum og hinum stór- hátíðunum. Innan af fram- kirkjunni eru þrjár kapellur, eiga Grikkir tvær, til hægri, en Armeningar eina, til vinstri. Sungu báðir messu, því að þetta var á sunnudegi. Og enn ómaði söngur, fagur og þróttmikill, frá latneskri kirkju áfastri hinum, og fór þar fram helgiganga. Þótti okkur vænt um að fá að vera við svo hátíðlega guðsþjón ustu og vildum helzt gela gleymt öllum mun á kristn- um kirkjudeildum. En há- líðlegast af öllu var það að fá sér kerti í hönd og ganga úr einni af kapellunum í helli fyrir neðan, þar sem erfi- kenningin segir, að María hafi alið Jesú. Undir altarinu þar á gólfinu er marinarahella og á henni gylt silfurstjarna með þessari áletrun: “Hic dc virgine Maria Jesus Christus natus est,” hér er Jesús Krist- ur fæddur af Maríu mey. Á miðri stjörnunni er kringlótt op og sér í gegnum það í dumbrauðan stein, gólfið í hellinum. Krupu þar margir niður og kystu steininn, eink- um konurnar. Til hliðar skamt frá altarinu er gengið niður eitt eða tvö fet og þá komið í litinn afhelli, jötu- kapelluna. Þar er til hægri jata klöppuð í steininn og lögð marmara, en til vinstri er sýndur staðurinn, þar sem vitringarnir veittu Jesú lotn- ingu og færðu honum gull, revkelsi og myrru. Frá kirkj- unni fórum við að skoða húsakynni í Betlehem, þar sem fólk og fénaður eru í sama húsi, og svo austur á vellina og til sauðabyrgja hjarðmannanna. Hefi eg aldrei vitað bjartara yfir neinu þorpi en Betlehem. (Framh.) PORT Ofi SHERRY Ga\\6"»« IAGARA KI/DRA—Ljúffengast vegna aldursins. STVRKARA—-Því sem næst 28% al styrkleika. Í HOLLARA—Vegna hreinleikans — búii ^ til úr ekta Niagara vín ^ þrúgum. Selt í öllum stjórnaroinsölubiiðum CANADIAN WINERIES LTD. Head Office: TORONTO Branches: NIAGARA FALLS — ST. CATHARINES — LACHINE, QUE. This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- misHÍon. The Commission is not responsible for statements made as to quality of producta advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.