Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER, 1939 NÚMER 49 Vilhjálmur Þór heiðursborgari í New York fslandi og íslendingmn var í gær í ráðhúsi New York borgar sýndur óvenjulegur og stórkostlegur heiður. Laust eftir hádegið í gær var Vilhjálmi Þór bankastjóra — framkvæmdarstjóra fs- landsdeildar New York sýn- ingarinnar veitt í ráðhúsi borgarinnar af La Guardia borgarstjóra heiðursmerki úr gulli, en það er aðeins veitt mönnum, sem á einhvern hátt hafa unnið (framúrskarandi starf i þágu New York borgar. Jafnframt afhenti La Guardia Vilhjálmi Þór skírteini, þar sem hann er útnefndur heið- ursborgari New York borgar. Þessi mikli heiður, sem Vilhjálmi Þór hefir verið sýndur, er jafnframt og ekki síður heiður fyrir islenzku þjóðina — og mun gleðja hana mikið. Bandarikjamenn hafa hvað eftir annað siðan heimssýn- ingin var opnuð, látið í ljós hrifni sína yfir íslandsdeild- inni og aðdáun sina á ís- Jenzku þjóðinni. Kom það víða fram, að þeir töldu, að íslandsdeild sýningarinnar hefði staðið mjög framarlega og jafnvel borið af fjölda mörgum öðrum deildum. La Guardia hefir staðið fremstur í flokki þessara manna, sem hafa talað um ísland og látið aðdáun sína i Ijós á því. Nægir í því sambandi að minna á ummæli La Guardia, er hann hafði — þegar ís- lendingar heldu þjóðhátíðar- dag sinn 17. júni í sumar há- tíðlegan á heimssýningunni. Þá sagði hann: “Eg flyt kveðju frá stærstu horg ver- aldarinnar til merkustu þjóð- ar heimsins!” — Síðar flutti La Guardia erindi í útvarp i Chicago og inintist þá íslands sem fyrirmyndarlands og hins ævagamla lýðræðislega stjórn- arfyrirkomulags þess, sem mætti vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar.-—Alþ.bl. 18. nóv. Nýjustu fregnir Loftflotaráðherra Breta, Sir Kingsley Wood, lýsti yfir því á mánudaginn, að brezk loft- för hefði sprengt að minsta kosti nitján þýzka kafbáta og sökt þeim, síðan núverandi Norðurálfustyrjöld hófst. + Fregnir frá Genvea á mið- vikudagsmorguninn herina, að Rússar hafi þverneitað að verða við kröfum Þjóðbanda- lagsins um það, að leggja deilumálin við Finna í gerð- ardóm. — Fram að þessu sýnist Finnum hafa veitt beitur í stríðinu við Rússa þó við ofurefli só að etja. Thor Thors, alþingismaður Útvarpsræðu þá hina ágætu, er hr. Thor Thors flutti í Reykjavík um heimsókn sína til fslendinga vestan hafs, og kynni sín af þeim, lót oss í tó Grettir Leo Jóhannsson, konsúll íslendinga og Dana í Manitoba, er barst ræðan í hendur boðleiðis frá höfundi. l'hor Thors alþingismaður bað Lögberg fyrir munn Grettis konsúls, að flytja Vestur-fs- lendingum alúðarkveðjur fyr- ir viðtökurnar í sumar er leið. Vegleg bœjarráðshöll í Selkirk Síðastliðinn laugardag var formlega opnuð með viðeig- andi hátíðarhaldi, hin nýa og veglega bæjarráðshöll í Sel- kirk; skoðaði mannfjöldi mikill bygginguna þá um dag- inn og var öllum veittur hinn rausnarlegasti beini. Nokkr- ar stuttar ræður voru haldnar í tilefni af opnun bygingar- innar, þar á meðal ein af .1. T. Thorson, K.C., þingmanni Selkirk kjördæmis. Sagt var oss það á laugar. daginn i Selkirk, að engin skuld hvildi á hinu nýja ráð- húsi, og iná það kallast vel að verið. Menn eiga ekki örðugt með að komast i himnaríki, þótt þeir eigi sér auðæfi, heldur fyrir þá sök, að auðæfin eiga þá.—Dr. Caird. Brezkar hersveitir tóku i fyrsta sinn þátt í orustu á vesturvigstöðvunum síðastlið- inn þriðjudag frá því i byrjun núverandi styrjaldar, og reyndust Þjóðverjum óþægur Ijás í þúfu; tóku þær allmargt þýzkra fanga án þess að sæta nokkru skakkafalli. ♦ ♦ Frá Stokkhólmi er símað á mánudaginn, að sænska stjórnin telji það vafamál hvort þjóðinni verði kleift að vernda hlutleysi sitt mikið lengur eins og málum nú sé skipað vegna árásar Rússa á Finnland. Samsteypustjórn er nýtekin við völdum í Svíþjóð, er þingflokkarnir allir standa að. .iillllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllll!llll!'lllllllllll!lllllll!llll!IIIIIIIIIUIIIII!llllllllllllllllllli'. Frá Islandi l|l!l!llllllll!llll!il|lll!ll!l!llll!l!l:!ll!lltllllll!llllll!lllllllllllll!!!lllllll!l!l!llllll!lllll'lllllllll|1' Svo sem kunnugt er hefir tiðarfar i Mýrdal í sumar stungið mjög í stúf við það, er annars staðar hefir verið í andinu. Magnús Finnboga- son bóndi í Reynistað hetir tjáð Tímanum, að með komu ágústmánaðar hafi brugðið til svo mikilla óþurka þar eystra, að slíks sóu naumast dæmi. Allan ágústmánuð komu aðeins þrír þurkadagar, sem eigi notuðust, nema að litlu levti, vegna þess, að stór- rigning var dagana á undan og eftir. Mestur hluti útheys- aflans stórskemdist því og enn liggja úti mörg hundruð hest- burðir heys, sem orðið er ó- nýtt með öllu. Af þessum sökum er heyfengur hænda, er búa um miðbik sýslunnar, i allra lólegasta lagi. Náði óþurkasvæðið yfir mestan hluta Mýrdalsins, Álftaver, Skaftártungu og að nokkru leyti austustu hreppa sýslunn- ar. Þó bætti nokkuð úr sum- staðar, að há spratt i bezta lagi og gátu þeir, er aðstöðu höfðu til votheysgerðar, nýtt sór það. Siðari hluta júní- mánaðar voru að vísu óvenju- legir þurkar á þessum slóð- um og allan júlímánuð kom ekki dropi úr lofti. Drógu þessir þurkar injög úr gras- sprettu, sem mjög leit vel lit um framan af vorinu, og hófst sláttur þess vegna seinna en ella hefði orðið. — Kartöflu- uppskera er ákaflega misjöfn; sumstaðar ágæt, en annars staðar, einkum í Vík, hefir spretta í görðum orðið mikl- uin mun lakari en vonir stóðu til, vegna langvarandi þurka fyrri hluta sumars. — Sauð- fjárslátrun hefir staðið yfir í Vík og Hólmi og í heild slátrað með mesta móli vegna hins rýra heyfengs, þó nokkru færra í Hólmi en venjulega. Allar afurðir eru fluttar til Reýkjavikur jafnóðum og hef- ir kaupfólagið 4—5 bifreiðar í förum daglega. Dilkar munu vera í vænna lagi. — Mikill fjöldi fólks flytur úr sveitum þar eystra til Reykjavikur um þessar mundir, bæði fólk, sem dvalið hefir þar i atvinnuleit um sumartímann, og stúlkur að austan, sem ráðast ætla til vetrarvistar i Revkjavík. h>fa- laust mætti útvega mörgum unglingum vetrarvistir eystua. En svo er sem enginn vilji við því líta. 4» Trausti ólafsson, forstjóri rannsóknarstofu atvinnudeild- ar háskólans, vinnur um þess- ar mundir að rannsókn á hita- einangrunargildi ýinissa ein- angrunarefna, sem hér eru notuð við húsabyggingar. Hef- ir hann til dæmis athugað einangrunargildi það, sem vikurplötur hafa, bæði úr hvitum' vikri af Snæfellsnesi og svörtum vikri úr Grinda- vikurhrauni. Samkvæmt á- bendingu Trausta munu for- ráðamenn Rey j aví k u rbæ j ar nú vera að athuga um mögu- leika á að nota vikur af Röykjanesskaga til einangrun- ar við hitalagnir innan bæar. Mun sá vikur þó heldur lak- ari til hitaeinangrunar en Ijósi '/ikurinn af SnæfeSls- nesi, en ástæða til að ætla að ódýrra yrði að afla hans. Einnig hefir Trausti athugað hvert hitaóinangrunargild.i flögur, sem gerðar eru lir svo- kallaðri froðusteypu, hafi; eru þær hæði úr sementi og sandi eða seinenti einvörðungu. Loks mun hann innan skamms rannsaka, hve haldgott reið- ingstorf er til hitaeinangrunar. + Timanum hefir borist frá stórstúkunni greinargerð um starfsemi hennar árið 1938, sakmvæmt skýrslum embætt- ismanna á stórstúkuþinginu i suinar. Þessar skýrslur hafa að geyma margvíslegan og þýðingarmikinn fróðleik um margt það, er áfengismál snertir, áfengisneyzlu þjóðar- innar, afleiðingar áfengis- nautnar o. s. frv., auk þeirrar vitneskju, sem þar er að fá um stúkustarfsemina og út- breiðslu þeirra. Meðlimir i stúkunum 1. febrúar 1939 voru 9403. Heíir þeim því fjölgað verulega frá þvi, er var áður. í skýrslu Felix Guðmundssonar, stórgæzlu- inanns, er yfirlit um áfengis- lagabrot í Reykjavík árið 1938. Á því ári gerðu 065 manns sig seka um ölvun á almannafæri og 018 manns verið settir i varðhald vegna ölvunar, 39 menn hafa ekið bifreiðum druknir, upp komst um 3 smyglara, 17 leynivín- sala og 1 bruggara, 788 sinn- um var lögreglan kvödd á opinbera samkomustaði vegna drykkjuskapar og 564 sinn- um i heimahús, og alls voru hókaðar 3374 kvartanir. í þessari skýrslu er einnig greinargerð um áfengissölu í landinu. Árið 1938 var sell áfengi i útsölustöðum vín- verzlunarinnar fyrir 3,052 þúsundir króna, þar af yfir 2.5 iniljónir í Reykjavík. Er þetta nokkru hærri upphæð en meðaltal áranna þriggja 1930 —1937. Við þetta er þó þess að gæta að útsöluverð áfengis hefir hækkað. Þá telur Felix Guðmundson í þessari skýrslu sinni, að tvö hin síðustu ár hafi verið keyptur og drukk- inn brensluspíritus hér á landi fyrir 150—200 þúsund krón- ur hvort árið. —Tíminn 18. okt. Bezta ráðið tit þess,' að verða hamingjusamur, er að finna til með þeim, sem eru okkur minni máttar, en glevma hinum.—Josh Billings. ,il!!lllll!llll!l!llllllllllllllllllllllllllllll!!!lllllllll!!!lllll!llll>ll!llllllll!!lllllllll«llllllllllllllllii.. 0r borg og bygð >'|i||||||||||llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lll!!llll!llllllllllllll!!lllllll!llll!IIIIVr Home Cooking Sale and Sale of Novelties suitable for Christmas gifts, with Bridge in the evening, Saturday, Dec. 10, from 2.30, under the auspices of the Ladies Aid of the F'ederated Church, Ban- ning St., Winnipeg, Man. * Mr. og Mrs. Harry Floyd, Víðir, Man. mistu nýlega rúmlega ársgamla dóttur sína, Olive Guðrúnu að nafni, hún andaðist þann 6. des., eftir sjúkdómsstrið, er varði lengst af hennar stuttu æfi. útför hennar fór fram frá heimili foreldranna þann 9. þ. m., að viðstöddum ástvinum og mörgum bygðarlnium. Sókn- arprestur jarðsöng. + Guðný Eyford, kona Guð- mundar E. Eyford, Ste. 15 Manitou Apts., lézt að Jieim- ili sinu um hádegisbil á þriðjudaginn eftir langvarandi vanheilsu, 74 ára að aldri; ættuð frá Sælingsdalstungu í Dalasýslu; auk manns sins lætur hún eftir sig dóttur, Mrs. Forest Gangwer, Muskegon, Mich. útförin fer fram kl. 2 e. h. á föstudaginn kemur frá kirkju Sambandssafnaðar; hin frainliðna var sæmdar- kona hin mesta og bráðskýr. Lögberg færir aðstandendum innilega samúðarkveðju. + Jóns Sigurðssonar félagið, l. O.D.E., hefir ákveðið að efna til spila og danssamkomu á Marlborough hótelinu á föstudagskveldið þann 2. febr. næstkomandi; gengur arður- in i þann sjóð félagsins, sem varið verður til gagns og gleði þeim íslenzkuin mönn- um, sem innritast hafa og síðar innritast I canadiska herinn. Félag þetta vann hið mesta nyta- og mannúðarverk ineðan styrjöldin frá 1914 stóð yfir, og vinnur það vafalaust ekki siður i núverandi hild- arleik; starfsemi þessi verð- skuldar stuðning og þökk allra sannra fslendinga. * Á fimtudaginn þann 7. þ. m. , lézt að heimili sínu í Chi- cago, frú Sigurlaug Thorlak- son, kona Ed. Thorlaksonar rithöfunds, hæfileika kona hin mesta og þeim öllum harm- dauði, er haft höfðu af henni persónuleg kynni; hún var dóttir Gunnars Guðmundsson- ar, er um langt skeið átti heima í grend við Mountain, N. Dak., og lézt þar sumarið 1928 hjá Valgarði póstmeist- ara, syni sínum. útför frú Sigurlaugar fór fram þann 11. þ. m. Frú Sigurlaug var vin- mörg hér i borg frá kenslu- árum sínum við Success verzl- unarskólann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.